Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og aðstoð vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FINNBOGA GUNNARS JÓNSSONAR, Drápuhlíð 33, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11-E Landspítala v/Hringbraut fyrir góða aðhlynningu. Sigurbjörg Jóhanna Sigfúsdóttir, Jóhanna Finnbogadóttir, Birgir Karl Finnbogason, Amelia Rosa Fernandes Finnbogason, barnabörn og langafabarn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu okkar, AÐALHEIÐAR EYJÓLFSDÓTTUR frá Stokkseyri. Guð blessi ykkur öll. Margrét Sturlaugsdóttir, Hjalti Þórðarson, Viktor Sturlaugsson, Sigríður Th. Mathiesen, Einar Sturlaugsson, Svala Valgeirsdóttir, Jakob Guðnason, Oddný Ríkharðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTINS BREIÐFJÖRÐS GÍSLASONAR, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11-G á Landspítala Hringbraut fyrir alúð og umhyggju. Sólveig Sigurðardóttir, Magdalena Kristinsdóttir, Jón Pétursson, Sigrún Kristinsdóttir, Sesselja Kristinsdóttir, Árni Valgeirsson og fjölskyldur. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR ÁGÚSTS HAFSTEINS JÓNSSONAR, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavík. Starfsfólki Skógarbæjar þökkum við einstak- lega góða umönnun. Guð veri með ykkur. Þórdís Gerður Sigurðardóttir, Björn Snorrason, Sigrún Sigurðardóttir, Jónatan Ólafsson, Jón Sigurðarson, Margrét Thorsteinsson, Kjartan Sigurðsson, Guðrún Gyða Ólafsdóttir, Vilborg Þórunn Sigurðardóttir, Heimir Einarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Afi minn er dáinn og ég geymi ávallt allar góðu minningarnar um hann. Hann hefur verið í lífi mínu frá því ég man eftir mér á þriggja kyn- slóða heimili. Afi var alltaf mikill verkmaður og allt var mjög vel vandað sem hann kom nálægt. Besta hrós sem var nokkurn tímann hægt að fá frá hon- um var: „Ég hefði ekki getað gert þetta betur sjálfur,“ sem var ekki oft. Til dæmis þurfti að binda bandið hjá kúnum á ákveðinn hátt og það var al- veg sama þótt maður reyndi að binda alveg eins og hann, alltaf leysti hann það og batt aftur, það var öruggast að hann gerði þetta. Afi var alltaf syngjandi og þá var sama hvort hann var í fjósinu eða að berja niður girðingarstaura, alltaf barst manni fallega tenórröddin að eyrum. Afi var líka búinn að ferðast mikið, aðallega í huganum. Hann þekkti landið sitt mjög vel af bókum og talaði um staðina eins og hann hefði oft komið þangað þótt hann hefði bara lesið um þá, hann sá þá alla fyrir sér. Mér fannst svo gaman þegar við Haukur vorum lítil og afi bjó til fleka með okkur og hjálpaði okkur að láta hann sigla á stóru tjörnunum sem mynduðust alltaf á Heiðartaglinu eft- ir miklar rigningar. Afi var allan dag- inn með okkur og við systkinin kom- um heim rennblaut og þreytt, en mjög ánægð. Þegar ég kom heim með Jón í fyrsta skipti sátu þeir lengi og spjöll- uðu. Afi sagði Jóni frá því þegar hann var að vinna í Vestmannaeyjum og frá söngferðalaginu til Ameríku. Þeir komust líka að því að afi og Eggert afi hans Jóns hefðu verið herbergisfélag- ar og mjög góðir vinir á Bændaskól- anum á Hvanneyri. Hverjum hefði dottið í hug að mörgum árum seinna ættu barnabörnin þeirra eftir að gift- ast! Jón var í miklu uppáhaldi hjá afa og hann spurði alltaf eftir honum ef ég kom ein austur. Afi sagði að Jón væri snillingur og hann var einn af fáum sem afi treysti fyrir verkum eins og sjálfum sér. Ef eitthvað bilaði hjá ömmu og afa sagði afi alltaf að hann væri nú viss um að Jón gæti lagað þetta. Þegar Iðunn Ósk fæddist og langafi sá hana í fyrsta skiptið ljómaði hann og kallaði hana litla blómið. Afi ætlaði alltaf að kenna Jóni að brýna hnífa, en nú verður það að bíða betri tíma. Eitt af því síðasta sem hann sagði við okkur þegar við vorum að heim- sækja hann á sjúkrahúsið og vorum að fara, var: „Veriði sæl, við skemmt- um okkur.“ Nú er afi kominn til himna. Við komu hans þangað hefur 1. tenór í englakórnum stórbatnað og ég veit að hann skemmtir sér. Álfheiður Viðarsdóttir. Genginn er góður maður, Guð- mundur Ámundason, bóndi að Ásum í Gnúpverjahreppi. Ég kynntist honum þegar ég var ungur maður og það var frábær tími sem við áttum saman í sveitinni. Gummi var skemmtilegur maður og kunni að segja sögur svo unun var á að hlusta. Þegar ég var að hjálpa honum við girðingarvinnu, eða eitt- hvað sem til féll, sagði hann mér eitt og annað frá sínum yngri árum og þá var hann í essinu sínu. Mér þótti alltaf gaman að heyra sögurnar frá því í gamla daga. Svo vel lýsti hann öllu að ég gat auðveldlega séð fyrir mér hvernig allt leit út sem hann lýsti. Ég GUÐMUNDUR ÁMUNDASON ✝ GuðmundurÁmundason bóndi að Ásum í Gnúpverjahreppi var fæddur að Sand- læk í sömu sveit hinn 17. september 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Selfossi 23. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Stóra- Núpskirkju 31. jan- úar. á góðar minningar frá þessum samverustund- um. En nú er komið að kveðjustund, góði vinur, og ég þakka fyrir það að hafa kynnst þér. Ég óska þér góðrar ferðar á nýjan stað og ef ég þekki þig rétt verður þú ekki verkefnalaus. Ég þakka fyrir allt sem þú gerðir fyrir dótt- ur mína, Ingunni Ástu, afastelpuna þína, og alla þá ást og umhyggju sem þú sýndir henni. Elsku Stebba mín og börn, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur. Sigmundur G. Sigurjónsson. „Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld.“ Þessar hendingar Bólu-Hjálmars fljúga mér oft í hug á þessum síðustu haustdögum þegar ég á að sjá á eftir hverjum félaga mínum af öðrum yfir móðuna miklu. Núna síðast missti ég Guðmund Ámundason, bónda frá Ás- um, jafnaldra minn og góðan félaga um áttatíu ára skeið. Sitthvað var líkt með aðstæðum okkar og lífshlaupi. Þegar við vorum fimm ára gamlir urðum við báðir fyrir þeirri reynslu að missa feður okkar, Ámunda á Sandlæk og Gest á Hæli, úr spönsku veikinni 1918. Og þótt okkur væri það ekki fullkomlega ljóst hvað hafði skeð urðum við þess varir fyrr en vænta mátti. Það var að vísu þungt áfall fyrir lítið þroskaða stráka en við áttum sterkar fjölskyldur, mæður og systk- ini sem studdu okkur og styrktu og eins og barna er háttur þá er fé- lagsskapurinn við jafnaldrana sterk- ur og frjór þáttur í lífi ungra drengja. Þessi hópur okkar sem sótti hinn nýja Ásaskóla var þar engin undan- tekning. Skólinn tók til starfa haustið 1923 og næstu árin var þar gott lið ungs fólks, sem fékk örugga hand- leiðslu afburða kennara og ráðskonu sem báðar lögðu sig fram um að örva skólabörnin til jákvæðra starfa jafnt í frístundum sínum og námi, meðal annars var sönglistin í hávegum höfð og setti mark sitt á nemendurna þá þegar og eins þegar fram í sótti. Þá var starfandi í næstu sveit karlakór, Hreppakórinn, sem heimsótti skól- ann okkar og var unga fólkinu þar sönn og holl fyrirmynd. Þeir ánægju- legu dagar gleymast ekki. Þá strax var Gummi á Sandlæk drifkraftur í söngstarfi Ásaskóla og kór Stóra- Núpskirkju. Þeirri forystu hélt hann alla tíð enda var hann eftirsóttur kór- kraftur fram á sitt endadægur. Það þótti fengur að því að standa hið næsta Gumma þegar lagið var tekið og bar margt til þess. Hann hafði hreina og fagra tenórrödd og svo öruggur með tón og texta að af bar. Um skeið söng hann með Karlakór Reykjavíkur og þegar hann hóf bú- skap í Ásum hafði kórinn áformað að fara í söngferð til Bandaríkjanna en Gummi hafði ákveðið að stunda bú- skapinn af fullum krafti. Þá var hann sóttur þangað austur og tekinn með í Ameríkuferðina þrátt fyrir andmæli hans. Það lýsir best því trausti sem söngstjóri kórsins bar til Gumma að hann hætti ekki að telja hann á að fara með kórfélögunum í Ameríku- ferðina fyrr en hann lét til leiðast að takast þá ferð á hendur þótt hún væri áætluð að taka nokkuð á þriðja mán- uð. Það kom snemma í ljós hversu Gummi var afkastamikill í starfi og margs konar smíðar voru honum auð- veldar. Ég minnist þess enn að þegar við vorum ungir drengir bar það eitt sinn til okkar í milli að mig vantaði skauta til nota á áveitum sem ég hafði bæði í nánd við skólann og heima hjá mér á Hæli. Gummi taldi ekki neinn vanda að bæta um það og næst þegar við fundumst eftir helgarfrí í skólan- um kom hann með nýja skauta handa mér sem hann hafði smíðað um helgina og færði mér til nota á svell- unum í nánd við skólann. Þetta var ekki í eina skiptið sem Gummi leysti vanda minn hraðar og fljótar en mig óraði fyrir að gæti gerst. Þá minnist ég þess að það mun hafa verið eftir áramótin 1936 að Þorgeir bróðir minn og Gummi félagi okkar frá Sandlæk höfðu ráðið sig til vertíð- arstarfa í Vestmannaeyjum. Okkur hugkvæmdist þá að hvetja félaga okk- ar í MA-kvartettinum til að fylgja Gumma í verið og syngja í Eyjum tvo til þrjá konserta í byrjun vertíðar og svo aftur um vertíðarlokin bæði í Eyj- um og í verstöðvum uppi á landi. Ég minnist þess að við nutum aðstoðar Gumma við æfingar í Eyjum og ým- issar hjálpar nutum við frá hans hendi. Þar var Gummi betri en enginn við útvegun og aðstoð í þessi skipti þar í Vestmannaeyjum. Og nú er margs að minnast þegar leiðir skiljast svo eftirminnilega. Við þessir gömlu og góðu félagar bíðum nýrra funda og nýrra tíðinda og kvíð- um ekki endurfundunum. Ég veit að Gummi, minn gamli vinur, er nú eins og jafnan áður glaður og reifur og hlaðinn lífskrafti svo sem hann hefur lengst af verið öðrum til hugarléttis og góðs. „Eg kem eftir, kannske í kvöld …“ Steinþór Gestsson. Fornvinur minn og gamall söng- bróðir, Guðmundur Ámundason, bóndi í Ásum í Gnúpverjahreppi, á sokkabandsárunum nefndur Gummi frá Sandlæk, hefir nú brýnt ljáinn í síðasta sinn, slegið úr orfinu og geng- ið heim úr slægjunni, sæll og glaður yfir unnu dagsverki, enda tekið að rökkva og gott að hvíla lúin bein með söng í hjarta. Vinátta okkar var orðin nokkuð jafngömul íslenska lýðveldinu, og það mun hafa verið Hreppamaðurinn og músíkantinn Þorvaldur Ágústsson frá Ásum, síðar mágur Gumma, sem leiddi okkur saman. Með honum kom ég á þetta merkilega heimili á Bar- ónsstíg 27 í Reykjavík, þar sem skáld- konan Halla Lovísa Loftsdóttir bjó með börnum sínum þremur, Sigríði Lilju, Guðrúnu og Guðmundi Ámundabörnum. Hjalti sonur hennar var þá látinn, en Loftur, sem verið hafði vinur og bekkjarbróðir Hauks bróður míns í Iðnskólanum í Reykja- vík nokkrum árum fyrr, bjó með fjöl- skyldu sinni í annarri íbúð í sama húsi. Halla var fædd í Fljótshlíðinni, en fluttist fyrir fermingu út yfir Þjórsá, giftist 25 ára gömul jafnaldra sínum, Ámunda Guðmundssyni frá Sandlæk, þar sem þau bjuggu, þar til húsbóndinn dó úr spænsku veikinni 1918 frá fimm ungum börnum. Þá kom til skjalanna drengskaparmað- urinn Loftur Loftsson, bróðir Höllu, og stóð fyrir búi með henni, svo að hún þurfti ekki að leysa upp heimilið. Það var ekki fyrr en 1931, að Halla fluttist til Reykjavíkur með Hjalta son sinn, sem var hjartasjúklingur, en Loftur bjó áfram á Sandlæk. Eldri systkinin komu svo síðar eitt af öðru í skjól móður sinnar. Á þessu heimili voru listir mjög í heiðri hafðar, orðlist, ritlist, leiklist, tónlist og myndlist. Bækur voru ekki aðeins í skápum og hillum, heldur lágu þær einnig á borðum og stólbrík- um og þá einatt opnar, því að þær voru um hönd hafðar, lesnar og rædd- ar. Tónleikar, leiksýningar og mál- verkasýningar voru mikið sóttar, og úrvalsmyndir eftir fremstu málara Ís- lendinga prýddu veggina. Listir voru daglegt brauð andanum, jafnnauð- synlegt honum og lífsnæringin líkam- anum. Úr þessum jarðvegi voru þau sprottin, Sandlækjarsystkinin, og báru þess líka ljósan vottinn. Þarna varð ég brátt heimagangur og heimilisvinur og við hjónaleysin bæði, eftir að Ellen var komin til sög- unnar. Við Gummi, Þorvaldur og Ey- þór Óskar Sigurgeirsson stofnuðum svo söngkvartettinn „Fjóra félaga“. Við vorum ósparir á hljóðin, sungum á hvers kyns mannamótum í Reykjavík og víðar um suðvestanvert landið og nokkrum sinnum í útvarp. Við mun- um hafa átt hátt í 200 lög æfð og til- tæk, en upptökutæknin var þá enn á frumstigi, svo að nú er aðeins vitað um 6 lög, sem varðveittust. Síðast sungum við saman í brúðkaupi okkar Ellenar 1947, og þá báru þeir Eyþór Óskar og Gummi brúðina í gullstól til Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR J. JÓHANNSSON tæknifræðingur, Hlíðarhúsum 3-5, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Bergþóra Benediktsdóttir, Jenný Ásmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson, Hildur Hanna Ásmundsdóttir, Gylfi Jónsson, Jóhann Ásmundsson, Magnea Einarsdóttir, Benedikt Grétar Ásmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.