Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 45
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
MARKÚS SVEINSSON,
lést af slysförum við heimili sitt að Sveinseyri,
28. janúar.
Útför hans fer fram frá Garðakirkju, Garðabæ,
miðvikudaginn 4. febrúar kl. 10.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á BUGL,
Barna og unglingageðdeild Landspítalans.
Björn Guðmundur Markússon,
Sveinn Markússon,
Kristín Helga Markúsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og systkini.
kirkjunnar í Síðumúla, sem í minnum
er haft. Síðan fluttumst við til Akur-
eyrar, en Gummi var farinn að búa í
Ásum, enda nýlega kvæntur Stefaníu,
systur Þorvalds. Því var sjálfhætt
þessum kvartettsöng. En þess má
geta, að við höfðum allir verið félagar
í Karlakór Reykjavíkur og farið í 10
vikna söngferðina til Vesturheims
1946, sem styrkti enn vinaböndin.
Gummi hafði mjög þýða og bjarta
rödd, sem féll vel að öðrum röddum,
enda beitti hann henni af smekkvísi
og góðu tón- og brageyra sem honum
var í blóð borið. Hann var líka fljótur
að læra raddir, og fóru þar ekki marg-
ir í fötin hans.
Við Ellen höfum allaf haft veður af
þeim Stebbu og Gumma. Þegar ég
var á ferð til Þjórsárdals með skóla-
fólki vorið 1948, fékk ég að skjótast
heim að Ásum og sá þá frumburð
þeirra í vöggu, en fæðing þessa
drengs var aðeins upphafið að miklu
barnaláni þeirra hjóna. Þegar Gummi
og Sveinn mágur hans Ágústsson
voru í fjárkaupaferð á leið í Keldu-
hverfi haustið 1953, komu þeir við á
heimili okkar. Þannig stóð á, að okkur
hafði þá um morguninn fæðst sonur,
en þann dag var jafnframt fertugs-
afmæli Gumma. Þeir fóru síðan býsna
nærri um aldur hvor annars, afmæl-
isdrengirnir. Oft höfum við hjónin
komið að Ásum og á ýmsum tímum
árs og alltaf verið tekið með kostum
og kynjum, hlýju brosi og hjartans yl,
hvernig sem á hefir staðið. Þá var
jafnan margt rætt og rifjað upp, sem
kátínu vakti, og hressilega hlegið.
Einu sinni var sláturgerð vikið til hlið-
ar, meðan við stóðum við, og það þótti
húsbændum ekki tiltökumál. Reglu-
lega hefir verið skipst á jólakveðjum
og oft talast við í síma og spjallað
lengi. Slíkir vinir sem Stebba og
Gummi eru miklar guðs gjafir og mik-
ið lífslán.
Guðmundur Ámundason var mikill
drengskaparmaður, hreinn og beinn í
öllum samskiptum og skoðanaskipt-
um og sannur vinur vina sinna. Af-
staða hans til manna og málefna var
alltaf skýr og klár, mótuð af hugsjón-
um hans og grundvallarhugmyndum
um mannlegt samfélag og sambúð
manns og náttúru. Hann var líka
ódeigur að styðja þann málstað, sem
hann taldi sannastan og réttastan og
féll best að samvisku hans og réttlæt-
isvitund, við hvern sem var að eiga og
hvað sem stundarhag og sýndarhags-
munum leið. Hann var kappsfullur
dugnaðarmaður og mikill verkmaður,
dró ekki af sér við vinnu, vasklegur,
hávaxinn og holdskarpur. Það voru
engin undur, þótt hnén væru farin að
bila og fætur að láta undan undir
verkalokin. En hann hafði alltaf jafn-
mikla ánægju af að syngja, nú síðast
með kór Stóranúpskirkju.
Góður bóndi og góður drengur hef-
ir lagt frá sér amboðin með sæmd,
góður vinur kvatt og skipt um tilve-
rusvið. Suðurland breiðir opinn faðm
móti hækkandi sól og silfurglitrandi
óravíðu hafi. Afréttirnar hafa tekið á
sig hreinan, hvítan skrúða, og
Hreppafjöllin standa heiðursvörð.
Þakklátum huga biðjum við Ellen vini
okkar allrar blessunar og vottum
Stebbu og allri fjölskyldunni einlæga
samúð.
Sverrir Pálsson.
Sumir vaxa með hverju verki.
Þannig var Guðmundur Ámundason
frá Sandlæk.
Hann missti föður sinn ungur og
strax frá tíu ára aldri þurfti hann að
ganga til allra verka fullorðins karl-
manns. Sveinninn óx úr grasi, hávax-
inn, grannur og stæltur, og varð
þekktur dugnaðar- og eljumaður. Svo
rösklega gekk hann til verka að þeim
sem til sáu líður seint úr minni. Það
var enginn aukvisi sem hlaut tíu í ein-
kunn fyrir dugnað á Bændaskólanum
á Hvanneyri og afköst hans við fisk-
verkun í Eyjum þóttu með fádæmum.
Ég átti því láni að fagna að dveljast
nokkur sumur sem snúningastrákur á
Ásum hjá Guðmundi og Stefaníu
Ágústsdóttur, föðursystur minni, sem
lifir mann sinn. Allt iðaði af lífi, úti
sem inni. Fjölmörg börn og unglingar
áttu þar sumarathvarf og bættust í
hóp mannvænlegra barna hjónanna,
Ágústs, Höllu, Stefáns og Kristínar.
Vart er hægt að hugsa sér betri fyr-
irmyndir en Gumma og Stebbu, eins
og við kölluðum þau, og ánægjuleg
voru kvöldin við akademíu eldhús-
sborðsins þar sem ungu fólki var gert
ljóst að jafnmiklu skipti að virða ís-
lenska tungu og að standa vel að
verki. Síðar meir, þegar æskugalsinn
rann af okkur, reyndust kynnin af
mannkostahjónum ómetanleg kjöl-
festa og veganesti.
Svipmyndir af Guðmundi Ámunda-
syni leita á hugann. Sumri er tekið að
halla, hann er að þykkna upp í suð-
vestrinu og mikið í húfi að ná að hirða
af Heiðartaglinu. Komið er að síðustu
ferð dagsins og í ljósaskiptunum þok-
ast drekkhlaðinn Dodge vörubíllinn,
næstum algrænn af töðu, upp Rana-
brekkuna.
Guðmundur bóndi við stýrið,
skarpleitur, útitekinn og sveittur af
erfiði dagsins, með derhúfuna öfuga
eins og komst í tísku 30 árum síðar.
Við krakkarnir sitjum á hlassinu,
ærslafull og spennt, og ekki dregur
það úr stemmningunni í hópnum að
við vitum af huldufólki í Ranaklett-
inum. Nú er komið að erfiðasta hjall-
anum. Það ymur ógurlega í vél og
hvín í gírkassa, bíllinn missir ferð og
nötrar af átökunum. Ætlar hann ekki
að hafa það upp? Í þann mund sem við
höldum að brekkan verði ekki sigruð,
yfirgnæfir tignarleg tenórrödd stun-
urnar í bifreiðinni. Þróttmikill söngur
og rámur bílgnýr renna saman í eitt,
verða að kraftbirtingu manns og vél-
ar, svo að undir tekur í Bæjarásnum.
Brekkan lætur undan.
Nú hefur húmað að hollvini mínum
Guðmundi Ámundasyni. Samhljómi
himinhvelfinga hefur bæst tær og
fagur tónn.
Jón Þorvaldsson.
Okkur fannst Ásaheimilið vera eins
konar miðstöð sveitarinnar þegar við
bjuggum í Gnúpverjahreppnum. Þar
var símstöðin þar sem hægt var að
eiga þau símtöl sem ekki áttu heima á
hinum opnu sveitalínum sem þá voru í
notkun. Gamli ættarhöfðinginn Ágúst
Sveinsson og Stefanía dóttir hans
voru við símann og önnuðust margs
konar fyrirgreiðslu fyrir sveitungana
sem ekki var nú alltaf á hinum op-
inbera opnunartíma! Samkomuhús
sveitarinnar og skólinn, Ásaskóli,
voru í túnfætinum og kirkjustaður-
inn, Stóri-Núpur, í næsta nágrenni.
Ásar voru sannarlega um þjóðbraut
þvera, enda var þar gestkvæmt. Ása-
fjölskyldan kunni þá list að taka þann-
ig á móti gestum að hver sem þangað
kom fékk að njóta sín enda voru allir
aufúsugestir. Þar bar margt til sem
mótaði vellíðan gestsins. Þetta var
hús kynslóðanna. Þrjár kynslóðir
bjuggu saman í mikilli sátt og gleði
þar sem þau eldri miðluðu reynsluarf-
inum og góðum gildum til þeirra
yngri. Ágúst var sjóður af sögum og
fróðleik og barnabörnin opin og
skemmtilega greind. Þá spillti ekki
viðurgerningurinn, kæfan, kleinurnar
og flatbrauðið hennar Stefaníu voru
hreinn veislukostur en mesta veislan
var þó samfélagið, ekki síst í kringum
stóra nægtaborðið í eldhúsinu. Þar
voru fjörmiklar, jákvæðar samræður
um margs konar málefni og þar mun-
aði mest um húsbóndann, Guðmund,
sem hafði lifandi áhuga á lífinu og öll-
um birtingarmyndum þess og var
jafnframt svo naskur að sjá hinar
kímilegu hliðar sem hann kynnti með
björtum og glöðum hlátri sínum. Í
þessu samfélagi varð tíminn skamm-
ur, það var skemmtilegt að vera með
Ásafólkinu, þar sem jafnvægi ríkti og
gagnkvæm virðing, alúð og um-
hyggja.
Fyrir okkur sem ung prestshjón
var það ómetanlegt að eiga stuðning
Ásafólksins. Þau þekktu og skildu all-
ar aðstæður í sveitinni og það sem
þau lögðu til í kirkjustarfinu gekk
venjulega eftir. Þau voru óspör á tíma
sinn fyrir kirkjuna. Ágúst hafði verið
meðhjálpari í nær hálfa öld en hætti
um þetta leyti en Ágúst yngri, dótt-
ursonur hans og nafni, tók við keflinu
eins og í boðhlaupum og þeir nafnar
hlupu saman í nokkra mánuði, svo
haldið sé líkingunni, uns sá eldri hætti
hlaupinu þegar sá yngri var kominn á
fulla ferð. Guðmundur og Stefanía
sungu í kirkjukórnum um áratugi og
það munaði um þau. Guðmundur
hafði gullfallega tenórrödd sem hann
beitti af smekkvísi og virðingu fyrir
tónlistinni. Hann var sannkallaður
burðarás í sinni rödd auk þess sem
hann skapaði afar skemmtilegt og
hlýlegt andrúmsloft í þeim kórum
sem hann söng í með ljúfmannlegri og
glaðri framkomu sinni.
Við kynntumst þeim Guðmundi og
Stefaníu best í hjónaklúbbi sem starf-
aði í sveitinni. Þar var fjallað um eitt-
hvert brýnt og bitastætt málefni og
þar var Guðmundur í essinu sínu.
Hann hlustaði vel, spurði bein-
skeyttra spurninga og kom gjarnan
með jákvæðar athugasemdir sem
vöktu bæði umhugsun og gjarnan
hlátur enda var Guðmundur maður
gleði og birtu.
Það er fólk eins og Guðmundur í
Ásum sem eykur á menningu þess-
arar þjóðar, sem kemur okkur til
manns, gerir okkur að meiri mönnum
með því að deila með okkur áhuga-
efnum sínum, reynslu og lífsgleði, já-
kvæðu lífsviðhorfi og örlátum stuðn-
ingi á lífsleiðinni.
Og nú er Guðmundur í Ásum geng-
inn inn í fögnuð herra síns eftir langt
og gott líf. Við minnumst hans með
mikilli virðingu, þökkum innilega
samfylgdina og biðjum hans góðu fjöl-
skyldu blessunar og huggunar Guðs.
Rannveig Sigurbjörnsdóttir,
Bernharður Guðmundsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 45
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
RÓSU INGIBJARGAR JAFETSDÓTTUR,
Erluhrauni 6,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem önnuðust
hana í veikindum hennar.
Kristján Þ.G. Jónsson, Sigríður G. Jónsdóttir,
Brynhildur R. Jónsdóttir, Guðmundur S. Halldórsson,
Kristín Jónsdóttir, Heimir Ólafsson,
Steinunn G. Jónsdóttir, B. Jens Guðbjörnsson,
Sigurður Jónsson, Brynhildur Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur
ómetanlegan stuðning og hlýju við andlát
mömmu, dóttur, systur, mágkonu og frænku
okkar,
ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings,
Rekagranda 6,
Reykjavík.
Eva Björk Kaaber,
Axel Kaaber,
Sigríður Björnsdóttir,
Björn Jónsson, Guðrún Valgeirsdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir, Eyjólfur Bjarnason
og systkinabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
móður minnar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
ELÍNAR SVEINSDÓTTUR,
Gullsmára 7,
áður til heimilis
í Helgamagrastræti 27,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 1 á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð fyrir hlýhug og góða umönnun.
Gréta Geirsdóttir, Þórir H. Jóhannsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
EINARS INGA GUÐJÓNSSONAR,
Vesturbergi 39,
Reykjavík.
Guðrún Árnadóttir,
Árni Guðni Einarsson, Rannveig María Jóhannesdóttir,
Böðvar Einarsson, Guðbjörg Halldórsdóttir,
Ellert Valur Einarsson, Þórunn Alfreðsdóttir,
Guðjón Magni Einarsson, Sif Guðmundsdóttir,
Hjördís Einarsdóttir, Ólafur Bjarnason,
Elín Einarsdóttir Jóhann Helgason,
Jón Páll Einarsson, Tina Jepsen,
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir fyrir vináttu og hlýhug vegna
andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
VALGERÐAR JÓHANNESDÓTTUR,
Langeyrarvegi 11,
Hafnarfirði.
Þóra Vala Þórðardóttir,
Viðar Þórðarson, Erla Gestsdóttir,
Bjarni Þórðarson, Kristín Guðmundsdóttir,
Jóhannes Þórðarson, Ingibjörg Ása Júlíusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞURÍÐUR GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
frá Króksfjarðarnesi,
til heimilis að Hæðargarði 33,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskrikju þriðju-
daginn 3. febrúar kl. 13.30.
Ólafía B. Ólafsdóttir, Halldór Þ. Þórðarson,
Haraldur H. Sigurðsson,
Anna K. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.