Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 46
HUGVEKJA 46 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Áður fyrr tóku íslenskirsjófarendur ofan ogbáðust fyrir, áður enhaldið skyldi frálandi. Þótt hugur væri djarfur og til í flest, var bát- urinn nefnilega lítill, en hafið stórt, og ferðin þar af leiðandi mjög svo óviss. En hönd almætt- isins þótti traust. „Guð í hjarta, Guð í stafni, gefur fararheill,“ var sannfæring þeirrar tíðar. Og í þeirri bjargföstu trú ýttu menn úr vör. En svo komu nýir tímar með stærri og traustari fleytum, og þörfin fyrir að senda bæn í him- ininn minnkaði í réttu hlutfalli við það. Já, það er dapurleg stað- reynd. Eins var þessu farið með hina andlegu sjóferð, lífsgönguna. Það kemur vel fram í orðum Jónasar Jónssonar frá Hrafnagili, prests og þjóðfræðings, í bókinni Ís- lenzkir þjóðhættir, sem fjallar um hætti og menningu á Íslandi á 18. og 19. öld, en þar segir m.a.: Bænræknir voru menn mjög, að minnsta kosti fjöldinn af fólki, lærði fjölda af bænum og las það með sjálfu sér bæði kvöld og morgna. Voru margir, bæði karlar og konur, sem byrjuðu bæna og versalesturinn, þegar þeir voru að byrja að hátta, og héldu svo áfram, svo lengi sem þeim þótti við eiga. Sömuleiðis byrjaði fólkið á morgnana, þegar það fór að klæða sig, og hélt áfram, þangað til því verki var lokið … Fjöldi manna kunni og las morgun- og kvöldbæn ung- menna … og margir enduðu bænir sínar með þessari bæn: „Guð komi til með mér og varðveiti mig frá öllu illu til lífs og sálar þessa nótt (þennan dag) og alla tíma í Jesú nafni; amen.“ Margir enduðu og á faðirvor- inu og blessunarorðunum, aðrir aftur byrj- uðu á faðirvori, – allt eftir því sem börnin voru vanin við í æsku. Þeim voru kenndar bænir og vers, undireins og þau voru altal- andi, og þau látin þylja það, áður en þau sofnuðu á kvöldin. Hélzt svo þessi vani lengi frameftir aldri og alla ævina, svo að gamalt fólk las barnabænir í elli sinni í einfaldleik hjarta síns … Þegar menn ferðuðust eitt- hvað langt eða fóru til kirkju, tóku menn of- an og lásu bæn, oftast faðirvor … Sagt er, að ekki hafi menn lagt svo út í á, ef hún var mikil, eða aðra hættu, að þeir tækju ekki fyrst ofan og gerðu bæn sína … En svo varð lífið „bærilegra“, með tilkomu öryggis og þæginda hverskonar, og hinn gamli bjarg- vættur varð utanveltu í því ferli öllu. Úreltur. Og í augum margra er þetta framandi heimur núna, eða a.m.k. hálfgert vafaatriði, að eitthvað geti verið til í þessu með að ná sambandi við Guð um farveg bæn- arinnar. Í raun ætti það að vera algjörlega á hinn kantinn, þ.e.a.s. að við ættum ekki að þurfa að efast um slíkt í byrjun 21. aldar, þar sem hver múrinn af öðrum, sem löngum var talinn óvinnandi vígi, er að hrynja fyrir tilstilli vís- indanna. En með bænina virðist gegna öðru máli á þeim bæ. Mönnum hættir til að merkja hana forneskjunni, þeim tíma, er myrkur grúfði yfir heimi þekking- arinnar. „Nútíminn burstar í sér tennurnar í staðinn fyrir að fara með kvöldbæn,“ er séra Jón Prím- us látinn segja í Kristnihaldi undir Jökli, bók Halldórs Laxness. Það er í stíl við áðurnefnt. Á fimmtudagskvöldið var sat ég og íhugaði þetta allt, fór í hug- anum í gegnum málið og velti fyr- ir mér stöðunni, og fannst hún eiginlega ekkert of björt hvað þetta varðaði, fyrir hönd kristn- innar. Með öðru auganu fylgdist ég með kvikmyndinni „Draugar á Mars“, vísindatrylli frá árinu 2001, sem á að gerast á reiki- stjörnunni Mars árið 2076. Mann- skepnan er komin þangað, íbúar um 640 þúsund og aðalat- vinnuvegurinn vinnsla góðmálma, sem fara þverrandi á jörðinni. Dag einn rekast námuvinnumenn- irnir á torkennilega hluti og þá losna öfl úr dróma, sem betur hefðu verið áfram neðan moldu; þetta eru draugar, sem er ekkert um aðkomuhyskið gefið. Í lokahluta myndarinnar, þar sem aðalhetjurnar, herlög- reglukona og karlkyns fangi hennar, eru á undanhaldi, með ill- skeytta vomana á hælum sér, ger- ist hið óvænta, sem líka kom hjartanu til að slá aukaslag eða tvö, og fékk roðann til að skjótast fram í kinnarnar, því Melanie Ballard (lögreglukonan), leikin af Natöshu Henstridge, segir allt í einu við James „Desolation“ Will- iams (fangann), sem leikinn er af O’Shea „Ice Cube“ Jackson: „Farðu með bænirnar.“ Það var síðasta hálmstráið. Þetta var mjög svo ánægjuleg upplifun, þessi eina, litla setning. Því jafnframt varð mér ljóst, að hvert sem mannkynið kann að brölta í þekkingarleit sinni, á téða reikistjörnu – eins og áform eru reyndar uppi um á næstu árum, eftir því sem Bandaríkjamenn fullyrða – eða eitthvað annað út í geiminn, mun trúin alltaf fylgja með, hún er bara þess eðlis, og um leið þá fylgifiskur hennar, bænin, undraþráðurinn, sem er lífæð hennar og fjörgjafi. Það eru góð tíðindi. Mig langar til að enda þetta á setningu úr áðurnefndri bók Jón- asar Jónassonar frá Hrafnagili, en í kaflanum um trúarlífið, þar sem er að ljúka frásögnum af bænaat- ferli manna, segir hann þetta: Þessi bænalestur er nú víða að mestu horfinn í þessari gömlu mynd, þótt hann haldist reyndar sumsstaðar við, enda er þetta fagur siður og ætti ekki að hverfa. Mættu þessi síðustu níu orð hans festa rætur með þjóð okkar og vaxa síðan og dafna um ókomna framtíð. Draugar á Mars sigurdur.aegisson@kirkjan.is Samkvæmt almanakinu er nú runninn upp bænadagur að vetri, sem fram eftir öldum var mikilvægur þáttur í lífi fólks í þessu landi. Sigurður Ægisson leiðir hugann að tengslum hinnar mjög svo fornu iðju við nútímann og framtíðina. MINNINGAR Afi var 14. jóla- sveinninn í mínum huga, fyrstu minningar mínar um afa eru þegar hann kom á aðfangadag með pakkana utan af Rangárvöllum. Maður beið spenntur allan daginn eftir að afi kæmi svo maður gæti farið að skoða pakkana. Ég held að afi hafi haft jafn gaman, ef ekki meira, af þessum heimsóknum heldur en ég. Hann hafði svo gaman af því að gleðja börn og fá þau til að hlæja. Oft lék hann sér að því að kalla börnin röng- um nöfnum og fékk þau þannig til að þræta við sig, svo eftir smástund fór hann að hlæja með sínum smitandi hlátri og þá hlógu börnin líka. Ég á margar góðar minningar um afa í Hjarðabrekku og gæti ég haldið endalaust áfram, en ég á líka góðar minningar um afa á Selfossi því að þegar ég varð eldri og þroskaðri kynntist ég honum á annan hátt. Ég sá það alltaf betur og betur hvað ég er líkur honum, hann unni fjöllunum og smalamennsku og öllu sem því fylgir. Við afi töluðum oft um smala- mennskur og hesta og skiptumst á sögum þegar ég kom í heimsókn. Ég veit að afa leiðist ekki þar sem hann er núna, en hann sagði eitt sinn við mig: „fólk lætur sér leiðast“. Ég held að það sé mikið til í þessu hjá afa og ætla að reyna að hafa þetta hug- fast. Hann var aldrei aðgerðalaus og er það eflaust ekki enn. Nú er ég tek- inn við hlutverki jólasveinsins og von- andi tekst mér, síðar meir, að vera jafn góður afi og hann var. Ólafur Rúnarsson. Elsku afi, mér finnst svo skrítið að næst þegar ég fer til ömmu þá sért þú ekki þar. Ég hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman og allar stóru stundirnar sem ég á eftir að eiga þar sem þú verður ekki við- staddur. Ég man eftir því þegar þú og amma áttuð heima í sveitinni og ég kom í heimsókn og við fórum saman í kartöflugarðinn eða að skoða litlu lömbin á vorin. Eftir að þið fluttuð á Selfoss fannst mér alltaf gaman að fara með þér í hesthúsið þó að ég sé ekki mikill hestamaður og hálf hræddur við hestana, þá fékk ég bara að sópa ganginn og allir voru sáttir. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín mjög mikið en ég veit að núna líður þér betur og ert hjá Guði og ert búinn að hitta stóra bróður minn. Ég skal hugga ömmu þegar hún á bágt og saknar þín. Bless elsku afi minn, ég elska þig. Þinn Styrmir. Fregnin um fráfall Óla bónda, eins og hann var alltaf kallaður á okkar heimili, kom ekki á óvart. Hann hafði lokið ævistarfi sínu með sóma í sátt við guð og menn. Honum var því ekk- ert að vanbúnaði að skipta um veru- stað. Kynni okkar bræðra af Óla bónda og hans fólki á Hjarðarbrekku hófust fyrir rúmum 40 árum þegar við fórum að vera í sveit hjá þeim á ÓLAFUR GÍSLASON ✝ Ólafur Gíslasonfæddist í Lamb- haga á Rangárvöll- um 10. maí 1919. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 22. janúar síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Odda- kirkju 31. janúar. sumrin. Á þessum árum var fjölmennt á Hjarð- arbrekku. Auk Óla og Siggu voru í heimili þrjú af börnunum þeirra sem voru á svip- uðu reki og við bræður. Þá var á heimilinu Vil- mundur heitinn, tengdafaðir Óla, en hann var fæddur nokkru fyrir þar síð- ustu aldamót. Vilmund- ur stundaði silungsveið- ar í vatninu á Hjarðarbrekku og mátti glöggt greina aflabrögð á göngulagi gamla manns- ins þegar hann kom frá veiðum. Sam- ferða okkur bræðrum í kaupa- mennskunni var Óli bróðursonur Siggu og oft fleiri. Það var mikill gestagangur á Hjarðarbrekku. Þar komu bæði ná- grannar og aðrir lengra að komnir og gistu sumir í nokkra daga. Allir voru velkomnir og aldrei urðum við varir við að tíma skorti til að sinna öllu þessu fólki. Sigga sá um að hlaða á eldhúsboðið, mat eða bakkelsi, en Óli sat við eystri enda borðsins og ræddi við gestina um þjóðmálin. Hann sló gjarnan á létta strengi og gat brugðið fyrir sig góðlátlegri stríðni ef því var að skipta. Það var oft helgið dátt við eldhúsborðið á Hjarðarbrekku. Sem ungur maður stundaði Óli sjó- mennsku á vertíðarbátum. Honum líkaði vel á sjónum og hefði, að eigin sögn, vel getað hugsað sér að leggja sjómennskuna fyrir sig. Óli hlýddi þó kalli átthaganna og reisti sér bú í tún- fæti foreldra sinna og fetaði þar með í fótspor forfeðra sinna og gerðist bóndi. Á þeim tíma sem við dvöldum á Hjarðarbrekku var Ingólfur Jóns- son á Hellu landbúnaðarráðherra. Ingólfur var hans maður. Á þessum tímamótum koma upp í hugann myndir löngu liðinna atburða frá dvöl okkar á Hjarðarbrekku. Sumar af Óla bónda akandi um á grænum og hvítum Land Rover ár- gerð 1955. Í þeim bíl var tankurinn undir bílstjórasætinu og því var oft ilmandi bensínlykt inni í bílnum. Land Roverinn var fyrsti bíllinn sem við ókum og það sama átti við um marga aðra. Eins og margir bændur á þessum árum átti Óli gráa Massey Ferguson dráttarvél. Þetta var mikill kostagripur og margar minningar eigum við um Óla þar sem hann var að vinna á þeirri vél við heyskap. Hjónin á Hjarðarbrekku höfðu ákveðna verkaskiptingu sín á milli. Sigga sá m. a. um matseld og mjaltir en Óli einbeitti sér að útiverkum. Við vorum stoltir af þeim verkum sem hann trúði okkur fyrir og fundum að framlag okkar skipti máli. Óli bóndi var góður hestamaður. Hann naut þess að fara í útreiðatúra og umgangast hestana sína. Nöfn þeirra, litir og fas renna í gegnum hugann í endurminningunni. Á haust- in fór Óli í göngur með þrjá til reiðar. Hann hafði gaman af því að segja frá þeim ferðum og nefndi við okkur fjöl- mörg örnefni og kennileiti af Rang- árvallarafrétti. Áratugum síðar átt- um við þess kost að fara ríðandi um afréttarlönd Rangæinga. Þegar við heyrðum um kennileiti og heiti gangnamannakofa á þessum slóðum rifjuðust upp frásagnir Óla bónda úr gangnaferðum hans. Þau hjón brugðu búi fyrir nokkrum árum og komu sér upp fallegu heimili á Sel- fossi. Óli stundaði hestamennsku af kappi á Selfossi svo lengi sem hann hafði hafði þrótt til. Óli var trygglyndur maður. Góð vinátta tókst með foreldrum okkar og hjónunum á Hjarðarbrekku. Fyrir þá góðu vináttu viljum við þakka. Við þökkum Óla bónda fyrir samfylgdina og vottum Siggu og fjölskyldunni samúð okkar. Það er stormur og frelsi í faxins hvin, sem fellir af brjóstinu dægursins ok. Jörðin, hún hlakkar af hófadyn. Sem hverfandi sorg er jóreyksins fok. Lognmóðan verður að fallandi fljóti; allt flýr að baki í hrapandi róti. Hvert spor er sem flug gegnum foss eða rok, sem slær funa í hjartað og neista úr grjóti. (Einar Benediktsson.) Guðjón og Kristján. Það er komið að kveðjustund, í ör- fáum orðum langar mig að þakka Ólafi góðar samverustundir, það var ómetanlegt að fá að kynnast þeim Óla og Sigríði að Grenigrund 14 og oft var slegið á létta strengi við eldhúsborð- ið, mikið spjallað um heima og geima og ekki síst um andleg mál. Það var líka gaman að heyra sögurnar úr sveitinni og frá sjómennskuárum Óla. Lífið var ekki alltaf dans á rósum en þarna fór sterkur karl. Óli minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sigríður mín, innilegustu samúðar- kveðjur til þín og fjölskyldu ykkar og bið ég góðan guð að vera með ykkur um alla framtíð. Guðbjörg. Mósa á folald í sumar, Neisti, hann er hjá þér. Blesi étur ei humar og verður kyrr hjá mér. Ég passa þau vel fyrir þig, það er víst best fyrir mig, Mósa og Blesi hjá mér en Neisti hann er hjá þér. Elsku afi, minning þín lifir. Kveðja, Brynja. HINSTA KVEÐJA HRAFNHILDUR TÓMASDÓTTIR ✝ HrafnhildurTómasdóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1930. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 30. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 13. jan- úar. Elsku amma Hadda, nú ertu farin. Nú verð- ur ekki hægt að fara í Kríuhólana og fá mjólk í járnmálið og kremkex úr boxinu þínu sem ég hef fengið hjá þér síðan ég man eftir mér. Og engin amma að horfa á fót- bolta með en það var mjög gaman að vera með þér og horfa á fót- bolta, þú vissir svo mikið um fótboltann. Alltaf varstu svo góð við mig elsku amma og ég mun sakna þín mik- ið. Við hittumst svo oft síðustu dagana þína og mun ég geyma þær minningar vel og vand- lega. Elsku amma Hadda ég þakka þér fyrir samveruna og allar góðu stundirnar hjá þér. Ingi Hrafn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.