Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 50
SKOÐUN
50 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Saga FH og Hallsteins
Hinrikssonar verður
ekki aðskilin
HINN 2. febrúar halda FH-ingar
hátíð í Kaplakrika, en þá verður þess
minnst að Hallsteinn
Hinriksson, stofnandi
FH hefði orðið 100 ára
gamall. Hallsteinn,
ásamt 10 ungum fim-
leikadrengjum úr
Íþróttafélagi Hafn-
arfjarðar stofnuðu FH
hinn 15. október 1929.
Allt frá stofndeg-
inum og til dauðadags
10. október 1974 stóð
Hallsteinn í fararbroddi
í baráttunni fyrir FH,
sem aðalkennari félags-
ins og félagslegur leið-
togi. Hann var einstakur foringi.
Það var alla tíð mikil reisn yfir
Hallsteini – ákaflega virðulegur mað-
ur í jakkafötum, skyrtu og með bindi
og þannig mætti hann til leikfimi-
kennslu í skólunum og til að þjálfa
FH-inga eða til að stjórna liðum sín-
um í keppni.
Stíll Hallsteins var einfaldur, hann
krafðist stundvísi, hæfilegs aga og
snyrtimennsku. Smitandi áhugi hans
og ótrúleg seigla til að halda hópnum
saman var frábær. Hann var ein-
stakur mannasættir. Þetta leiddi af
sér vakningu meðal ungs fólks í
Hafnarfirði fyrir íþróttum og hollri
hreyfingu, þetta var leiðarljósið sem
enn þann dag í dag lýsir hafnfirskri
æsku.
Hallsteinn Hinriksson var fæddur
á Úlfsstöðum á Völlum í Suður-
Múlasýslu 2. febrúar 1904. Foreldrar
hans voru Hinrik Hinriksson, bóndi í
Kollastaðagerði á Völlum, og kona
hans Gunnþórunn Gísladóttir. Hann
flutti síðan með foreldrum sínum suð-
ur í Mýrdal árið 1914 og bjuggu þau
þar á jörðinni Norðurgarði, sem enn
er í eigu fjölskyldunnar. Í Mýrdaln-
um kynntist Hallsteinn fyrst íþrótt-
um. Eftir að hafa lokið unglinga-
skólanum í Vík lá leið Hallsteins í
Samvinnuskólann í Reykjavík. Sam-
hliða námi þar sótti hann íþrótta-
námskeið á vegum
UMFÍ og ÍSÍ veturinn
1926–1927.
Veran í Samvinnu-
skólanum hafði mikil
áhrif á Hallstein og alla
tíð síðan mátti glöggt
finna áhrif frá Jónasi
frá Hriflu og anda ung-
mennafélaganna í störf-
um Hallsteins.
Eftir Samvinnuskól-
ann gerðist Hallsteinn
skólastjóri í Vík í Mýr-
dal, en hugur hans stóð
til frekara íþróttanáms
og 24 ára gamall heldur hann til Dan-
merkur og stundar nám í íþróttum í
Statens Gymnastik Institut. Þar lýk-
ur hann námi 1929 og kemur þá heim,
en seinna eða árið 1937 heldur hann
aftur utan og stundar þá framhalds-
nám við sama skóla.
Við heimkomuna 1929 ræðst Hall-
steinn sem kennari við Barnaskóla
Hafnarfjarðar og Flensborg og varð
leikfimikennsla hans ævistarf.
Strax í upphafi vetrar 1929 leitar
til Hallsteins áðurnefndur hópur 10
drengja, er stundað höfðu fimleika
undir stjórn Bjarna Bjarnasonar,
sem gerst hafði skólastjóri að Laug-
arvatni og voru þeir nú þjálfaralausir.
Í stuttu máli ná þeir strax saman
Hallsteinn og piltarnir tíu og stofna
Fimleikafélag Hafnarfjarðar 15.
október.
Með stofnun FH verða mikil tíma-
mót í sögu Hafnarfjarðar, því FH
varð strax mjög áberandi íþrótta-
félag, fyrst í fimleikum pilta og
stúlkna og síðan frjálsum íþróttum en
þar var Hallsteinn mikill afreks-
maður og vann þar til Íslandsmeist-
aratitla og varð m.a. fyrsti Íslands-
meistari FH en það var í
stangarstökki. Síðar bættust á
keppnisskrá hjá FH knattspyrna og
handknattleikur.
Hallsteinn var allt í öllu í starfi FH
enda var félagið og íþróttaæska bæj-
arins honum einkar hjartfólgin. Ævi-
ferill Hallsteins og saga FH voru
samtvinnuð hvern einasta dag sem
hann lifði. Hafnfirðingar geta aldrei
fullþakkað Hallsteini það verk sem
hann vann fyrir æskufólk bæjarins.
Ekki verður farið hér grannt ofan í
sögu FH Henni verða gerð betri skil í
75 ára afmælisriti félagsins sem út
kemur í haust í tengslum við afmæli
FH En minnast verður hér á fram-
göngu Hallsteins sjálfs í frjálsum
íþróttum. Hann fór í broddi fylkingar
með félaga sína til að taka þátt í mót-
um í Reykjavík, fyrst 1934 og var
framganga FH-inga þar rómuð. Hall-
steinn var þar fremstur meðal jafn-
ingja. Áður er getið Íslandsmeist-
aratitils hans í stangarstökki, en
frægt var þegar Hallsteinn sigraði
tvo Ólympíufara í 100 m hlaupi og
stangarstökki, skapaði það mikla
ólgu innan íþróttahreyfingarinnar og
þótti mörgum að Hallsteinn hefði átt
að fara á Ólympíuleikana í Berlín
1936.
Stofnun íslenska lýðveldisins árið
1944 hafði mikil áhrif á íþróttahreyf-
inguna í landinu og þar voru Hall-
steinn og FH engin undantekning og
FH átti sína fulltrúa í glæstum afrek-
um Íslendinga á árunum sem árang-
ur Íslendinga var sem frábærastur.
En sá hluti í starfi FH sem Hall-
steinn er kunnastur fyrir er hand-
knattleikurinn. Hallsteinn hefur
löngum verið kallaður faðir hand-
knattleiksins á Íslandi og sannarlega
var hann það í Hafnarfirði. Hand-
knattleikurinn í FH vakti þjóð-
arathygli og hafði mikil áhrif á iðkun
handknattleiks á landinu öllu. Á ár-
unum frá 1954 voru handknattleiks-
menn FH dáðir á landinu öllu líkt og
knattspyrnumenn Akraness. Þessir
hópar voru taldir mótvægi við stór-
borgina Reykjavík. Á þessum tíma
var Hallsteinn þjálfari FH og honum
tókst á sinn einstaka hátt að skapa lið
sem hélt saman í gegnum þykkt og
þunnt og skapaði fjölmarga Íslands-
meistaratitla. En frægð FH náði líka
til Norðurlandanna og Þýskalands,
því meistaraflokkur karla fór þangað
í þrjár frægar keppnisferðir á þess-
um árum. Skemmtilegt er að vitna
hér í ræðu sem fyrrverandi formaður
FH Gísli Sigurðsson flutti á 30 ára af-
mæli félagsins 1959. En þar segir
Gísli m.a.
„Ef til vill er það einber ágiskun
mín, að í kringum 1950 hafi hand-
knattleikurinn verið kominn í kyrr-
stöðu. Eitt er víst að hér í Hafnarfirði
var maður sem taldi að enn mætti
bæta leikinn og enn væri margt að
læra. Maður þessi var Hallsteinn
Hinriksson.
Með ærinni fyrirhöfn tók hann að
kynna sér umsagnir um leikinn. Er
hann hafði numið um hríð tók hann
að leita fyrir sér um aðra útfærslu á
leiknum en verið hafði. Hóf hann að
kenna eftir nýrri reglu, þriðja flokki
félagsins. Leið ekki á löngu að
kennslan tæki að bera árangur. Þriðji
flokkurinn varð sigursæll. Þessu var
áfram haldið upp í gegnum annan
Eftir Ingvar Viktorsson ’FH-ingar leggja allt í sölurnar til þess
að viðhalda þeim anda
sem byggður var upp
í félaginu á fyrstu
árunum undir
forystu Hallsteins.‘
Ingvar Viktorsson
Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Vel staðsett um 300 fm einbýli innst í botn-
langagötu. Mjög góð aðkoma að húsinu, stór
innkeyrsla að bílskúr. Aukaíbúð er á jarðhæð
ásamt miklu tómstundarými með heitum potti
o.fl. Góð staðsetning og fallegur garður. Verð
kr. 30,0 millj.
SKIPTU VIÐ FAGMENN – ÞAÐ BORGAR SIG
Húsið er um 280 fm einbýli en með öllum
lögnum fyrir aukaíbúð á jarðhæð. Vandað hús
með 4 góðum svefnherbergjum og stórum
stofum, 2 ný baðherbergi og innbyggður bíl-
skúr o.fl. Stórar suðursvalir á efri hæð og ver-
önd á neðri hæð. Einstaklega gott skipulag í
húsinu. Rólegt hverfi og gatan er botnlanga-
gata, gott útsýni og veðursæld. Til afhending-
ar við kaupsamning. Verð kr. 29,8 millj.
Glæsilegt 240 fm einbýli á einni hæð með 5
góðum svefnherbergjum og rúmgóðum stofum.
Innbyggður bílskúr og glæsileg lóð með heitum
potti og góðri útiaðstöðu. Húsið er byggt 1993.
Hornlóð með útsýni. Verð kr. 43,0 millj.
Vel staðsett 205 fm einbýli byggt 1998 með bíl-
skúr og frágenginni lóð. Húsið er allt hið vandað-
asta og vel skipulagt. Góður garður með bæði
timbur- og helluverönd. Í húsinu eru 3 svefnher-
bergi, mjög góðar stofur, tvö baðherbergi og
sjónvarpsstofa. Verð kr. 37,0 millj.
Um 300 fm húseign með tveimur aukaíbúðum á
jarðhæð og innbyggðum bílskúr. Mjög góð að-
koma er að húsinu sem stendur innst í botn-
langagötu og góð bílastæði. Mjög áhugaverð
eign á rólegum stað. Til afhendingar við kaup-
samning. Verð kr. 33,5 millj.
FANNAFOLD
HNJÚKASEL
KÖGUNARHÆÐ - GARÐABÆ
ASPARGRUND - KÓPAVOGI
RAUÐAGERÐI
BRÚNASTAÐIR - FALLEGT
Glæsilegt einnar hæðar einbýlishús sem er
160,4 fm auk mjög rúmgóðs innbyggðs bílskúrs
sem er 31,1 fm, samtals 191,1 fm. Fjögur rúm-
góð svefnherbergi. Allar innréttingar eru vand-
aðar úr Mahogny viðarspón. Verð 25,6 millj.
5844
REYNIMELUR 53 - OPIÐ HÚS Í DAG
Nánari upplýsingar og myndir á www.Heimili.is og hjá
Boga Péturssyni, lögg. fasteignasala, s. 699 3444.
sími
530 6500
Bogi Pétursson
löggiltur fasteignasali
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Fallegt 175 fm parhús á þremur hæðum
með 42 fm aukaíbúð í kjallara og meðfylgj-
andi 34 fm sérstandandi bílskúr. 7 svefn-
herbergi alls eða leigumöguleikar á auka-
íbúð í nágrenni Háskólans. Vandaðar inn-
réttingar og gólfefni. Stór afgirtur bakgarð-
ur, svalir og hellulögð verönd í suður.
Eggert og Hulda taka á móti áhugasömum
í dag frá kl. 14.00-16.00.
Verð 29,5 millj. Áhvíl. 3,0 millj.
Til sölu gott skógræktarland á fallegum stað í uppsveitum Suðurlands.
Landið er um 40 ha að stærð og afgirt. Gott vegasamband og stutt í
hitaveitu.
Allar upplýsingar veitir sölumaður Hóls - bújarðir,
Jón Hólm Stefánsson, í síma 896 4761.
Upplýsingar gefur sölumaður Hóls –
bújarðir Jón Hólm Stefánsson,
sími 896 4761.
Skógræktarland
á fallegum stað
Ingólfur G. Gissurarson, lögg.
fast. s. 588 4477 - valholl.is -
Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Falleg 4ra herbergja íbúð á efstu hæð í þessu fal-
lega frábærlega vel staðsetta húsi á Seltjarnar-
nesi. Íbúðin, sem er björt og skemmtileg, skipt-
ist í 3 svefnherbergi, stofu, baðherbergi og eld-
hús. Sameign mikið endurnýjuð. Glæsilegt útsýni.
Áhv. 4,7 millj. Verð aðeins 13,3 millj. Laus fljót-
lega.Opið hús verður í dag, nnudag, frá kl. 15-17.
Erna tekur á móti áhugasömum.
Melabraut 15 - Seltjarnarnesi
Opið hús í dag frá kl. 15-17