Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 52
SKOÐUN 52 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRJÓSTAKRABBAMEIN er algengasta krabbamein hjá konum (um 30% þeirra). Árin 1998–2002 greindust að meðaltali 163 kon- ur árlega á Íslandi með slík mein. For- varnaraðgerðir til að draga úr dánartíðni sjúkdómsins eru því afar mikilvægar. Röntgenmyndataka af brjóstum er eina aðferðin sem við- urkennd er af Aþjóðaheilbrigð- ismálastofnuninni (WHO), og er hópleit með henni beitt víða um heim. Á nýafstöðnu fræðsluþingi lækna í Reykjavík, Lækna- dögum, fullyrti for- stjóri Nordic Coch- rane Centre í Kaupmannahöfn að rannsókn stofnunar- innar hefði leitt í ljós að slík leit leiddi til óásættanlegrar of- greiningar og hefði engin áhrif á að bæta lífslíkur kvenna. Hann sagði konur illa upplýstar um afleiðingar hóp- leitar og taldi ekki ástæðu til að hvetja þær til að sinna boðun til hennar. Ekki kom fram að hann tæki tillit til nýlegra niðurstaðna tveggja virtra stofnana (WHO og Forvarnastofnunar Bandaríkj- anna) og tveggja nýrra sænskra rannsókna. Allar staðfestu þær gildi hópleitar til lækkunar dánartíðni úr brjóstakrabba- meini. Skemmst er frá að segja, að heilbrigð- isyfirvöld í öðrum löndum hafa ekki breytt um stefnu varðandi hópleit með brjóstamyndatöku vegna ofangreindrar gagnrýni. Leitin nær til sífellt fleiri landa, og milljónir kvenna í a.m.k. 25 löndum (Bandaríkjunum, öll- um Norðurlöndum og flestum öðrum lönd- um Vestur-Evrópu og Ástralíu) fara nú reglulega í slíka rann- sókn. Þar sem gagnrýn- inni hefur verið vand- lega svarað á al- þjóðavettvangi, verður hér ekki farið í saumana á forsendum hennar heldur reynt að upplýsa almenning um tilgang hópleitar með brjósta- myndatöku, framkvæmd hennar og mat á árangri hér á landi. Markmið leitarinnar er að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins með því að finna hann á byrj- unarstigi, áður en hann uppgötvast vegna einkenna. Áhrif leitar á dán- artíðni hafa verið rannsökuð í átta slembivalsrannsóknum. Sú fyrsta var gerð í Bandaríkjunum árin 1963–1969, þar sem borin var sam- an dánartíðnin í hópi sem var boð- in brjóstamyndataka og brjósta- þreifing og í viðmiðunarhópi sem ekki var boðaður til leitar. Rann- sóknin staðfesti að dánartíðnin í öllum boðaða hópnum (þær konur sem ekki mættu meðtaldar) var marktækt lægri en í hinum. Þessi niðurstaða hratt af stað nokkrum sænskum slembivals- rannsóknum, þar sem eingöngu var beitt brjóstamyndatöku en ekki brjóstaþreifingu. Samkvæmt upplýsingum frá WHO benda nið- urstöður sænsku rannsóknanna samanlagðra ásamt rannsókn í Finnlandi til þess að brjósta- myndataka á 24–33 mánaða fresti hjá konum 50–69 ára geti leitt til um 35% hlutfallslegrar lækkunar á dánartíðni þeirra kvenna sem í raun mæta í myndatöku (hinum sleppt). Rannsóknir af öðru tagi benda til enn meiri lækkunar, um og yfir 50%. Gagnsemi slíkrar hópleitar hjá yngri konum, 40–49 ára, hefur ver- ið umdeild. Nýjustu niðurstöður benda þó til að búast megi við svipaðri lækkun dánartíðni hjá þeim og í hópnum 50–69 ára. Talið er að vöxtur brjóstakrabbameins sé að jafnaði hraðari í yngri kon- um og því rökrétt að hafa bil milli skoðana styttra en hjá þeim eldri til að ná sambærilegum árangri. Meðal yngri kvenna hefur því ver- ið mælt með að millibilið verði ekki lengra en 18 mánuðir, í stað 24 mánaða hjá eldri hópnum. Hópleit með brjóstamynda- töku á Íslandi Skipuleg leit Krabbameinsfélags- ins að brjóstakrabbameini með myndatöku hófst hérlendis í nóv- ember 1987. Nýgengi sjúkdómsins er óverulegt fyrir 30 ára aldur en fer ört vaxandi eftir fertugt. Öllum konum 40–69 ára er því boðið til myndatöku á tveggja ára fresti (um leið og til leghálskrabba- meinsleitar). Eldri konur eru einn- ig velkomnar þótt þær fái ekki boðunarbréf. Leitin nær til alls landsins (sjá mynd) og er hluti af almennri forvarnaþjónustu á veg- um heilbrigðisyfirvalda. Mat á árangri leitar Allmörg ár geta liðið þar til end- anlegur árangur hvað snertir heildardánartíðni kemur í ljós. Aðrir þættir eru því oft notaðir til að kanna hvort líklegt sé að leitin geti haft áhrif. Þeir eru auk þátt- tökuhlutfalls m.a. hlutfall krabba- meina sem greinast við leit og hversu mörg þeirra eru á forstigi eða byrjunarstigi. Næmi leit- arinnar, þ.e. hversu mörg krabba- mein finnast í leit af þeim sem greinast innan árs, skiptir einnig verulegu máli. Ennfremur er unnt að kanna jákvætt spágildi leitar þ.e. hlutfall skurðaðgerða sem leiða í ljós krabbamein og forstig þeirra. Það hlutfall gefur jafn- framt til kynna fjölda skurð- aðgerða sem leiða ekki í ljós þessi Skipuleg leit með brjóstamyndatöku er góð heilsuvernd Eftir Kristján Sigurðsson og Baldur F. Sigfússon ’Markmið leitarinnarer að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins með því að finna hann á byrjunarstigi, áður en hann uppgötvast vegna einkenna. ‘ Baldur F. Sigfússon Kristján Sigurðsson Hóll - tákn um traust í fasteignaviðskiptum EIGIN ATVINNUREKSTUR GOTT TÆKIFÆRI Merkingar - Útsaumur Af sérstökum ástæðum er til sölu góður rekstur með mikil verkefni framundan. Reksturinn þarf að flytja í annað húsnæði ca 60-80 fm. Upplýsingar gefur Halldór hjá Fasteignasölunni Hóli, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 595 90 95. Nánar upplýsingar eru aðeins gefnar á skrifstofu. Hrafnhildur Bridde - s. 899 1806 Netfang: hrafnhildurh@remax.is Fasteignasala: RE/MAX Suðurlandsbraut Til mín hafa leitað hjón sem eiga hæð á svæði 101. Þau langar að komast í sérbýli helst í Garðabæ, á Seltjarnarnesi eða á svæði 107. Verð ca 26 millj. Átt þú réttu eignina fyrir þau ? Óska eftir einbýli, par- eða raðhúsi Uppl. hjá ERON í síma 515 7440 og 894 8905. eron@eron.is Öldutún - Hafnarfirði - stór og falleg íbúð með bílskúr Til sölu ákaflega björt og falleg u.þ.b. 148 fm íbúð með sérinngangi á tveimur hæðum auk 24,3 fm bílskúrs, (áður raðhús en íbúð á jarðhæð fylgir ekki). Eignin er í mjög góðu ástandi, flísar á gólfum og fínt eldhús með góðri viðarinnréttingu og tækjum. Glæsilegt baðherbergi. 4 svefnh. Gengið úr stofu út á suðursvalir og niður í garð. Gróið og fallegt hverfi í nálægð við alla þjónustu. V. 18,9 millj. 564 6464 Opið hús - Giljasel 4 Glæsilegt og mikið endurnýjað einbýlishús á frábærum útsýnisstað. Skiptist í 208 fm aðal- íbúð, 46 fm bílskúr og ca.75 fm 2ja herb. auk- aíbúð. Aðalíbúðin skiptist í stofur, hol, 5-6 svefnherbergi, tvö baðherbergi og fjölskyldu- herb. Nýl. endurn. eldhús og baðherbergi. Vönduð gólfefni. Allt nýl. málað að innan, steypuviðgert að utan og tilb. til málningar. Nýtt gler í öllu húsinu. Verð 30,5 millj. Guðmundur á Hofi fasteignasölu verður með opið hús í dag milli kl. 14 og 16 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Mjög fallegt og afar vel staðsett 206 fm einbýlishús á tveimur hæðum auk 48 fm tvöf. bílskúrs með mikilli lofthæð og geymslurisi yfir. Húsið skiptist í forstofu, hol, gestasalerni, stórar samliggjandi stofur með út- gangi á stóra verönd, stórt eldhús með innrétt. í ítölskum stíl og útg. á verönd auk búrs og þvottaherb. Á efri hæð eru 3 stór barnaherb. auk stórs hjónaherb. með fataherb. innaf og svölum til suðurs, sjónvarpshol og rúmgott baðherb. Í kjallara er innrétt. sturtuherb. Lóðin er afar falleg, heitur pottur, stór verönd og góðir skjólveggir. Einstök staðsetning við opið svæði með útsýni yfir hraunið og til fjalla. Hraunhólar - Garðabæ Sjón er sögu ríkari. OPIÐ HÚS Í DAG LANGHOLTSVEGUR 95 Andreas og Ragnheiður hafa áhuga á að sýna þér íbúðina sína á milli kl. 14:00 og 16:00 í dag. Íbúðin er með tveim mjög stórum og góðum svefnherbergjum og góðri stofu. Stór sameiginlegur garður með nýlegri verönd. Endilega kíktu við í dag. Þau taka vel á móti þér. Áhv. eru 5 millj. í húsbr. og ásett verð er 12,9 millj. Sími 595 9000, opið virka daga 9-18. Allar nýjustu eignirnar á www.holl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.