Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 53

Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 53
mein, en þær hafa óhjákvæmilega áhrif á lífsgæði kvenna er fyrir þeim verða. Nýgengi og dánartíðni Gagnstætt leit að legháls- krabbameini greinir brjósta- myndataka forstig krabbameins í fremur litlum mæli en flýtir grein- ingu krabbameina, einkum hinna hægt vaxandi. Nýgengi sjúkdóms- ins hefur verið hækkandi frá upp- hafi skráningar hérlendis árið 1955 (sjá mynd). Eftir að leit með myndatöku hófst varð skyndileg hækkun á nýgenginu meðan á fyrstu umferð hennar stóð en eftir það lækkun fyrst í stað, hvort tveggja eins og búast má við. Síð- an hefur það haldið áfram að vaxa, svipað og fyrir 1987. Hlutfall brjóstakrabbameina og forstiga þeirra sem greindust við hópleit hérlendis var um 35% af heildarfjölda árin 1998–2002. Um helmingur meinanna voru óáþreif- anleg, þ.e. fundust alls ekki við sjálfskoðun né við læknisskoðun eftir myndatöku. Næmi leitarinnar árin 1990–2002 var í heild 82% sem er svipaður árangur og er- lendis. Sama gildir um hlutfall greindra krabbameina og forstigs- breytinga meðal þátttakenda. Hér á landi var aldursstöðluð dánartíðni úr brjóstakrabbameini nokkuð stöðug á tímabilinu 1966– 1990, um 20,4 tilfelli á hverjar 100.000 konur. Hún fór síðan hæst í 26,4 á tímabilinu 1991–1995 en var lægst 1996–2000, 17,8 (sjá mynd). Þótt dánartíðnin sé kannski tiltölulega svipuð á heild- ina litið, er um greinilega lækkun að ræða miðað við stöðugt vaxandi nýgengi sjúkdómsins. Dánartíðni á næsta fimm ára tímabili mun leiða í ljós hvort lækkunin 1996–2000 verður til frambúðar eða ekki, en það er mjög háð mætingu til leitar. Upplýsingar til kvenna Við fyrstu boðun í brjóstamynda- töku fá konur sendan fræðslu- bækling um brjóstakrabbamein, gildi hópleitar og greiningarferlið. Ef grunur vaknar um krabbamein á hópleitarmyndum er konan köll- uð til viðbótarmyndatöku. Sé ástæða til er jafnframt gerð óm- skoðun á brjóstum og stundum tekið fínnálarsýni. Að loknum þessum rannsóknum er tekin af- staða til þess hvort konunni verði vísað til töku lítils skurðsýnis eða meðferðar. Góður árangur Árið 2002 mættu 15.249 konur til hópleitar með myndatöku hér á landi. Um 3,7% þeirra (570 konur) voru boðaðar til viðbótarmynda- töku, 0,6% (92 konur) fóru í skurð- aðgerð og 68 konur (0,45%) greindust með krabbamein eða forstig þess, þar af þrjár með mein í báðum brjóstum. Fyrir hverjar þrjár konur með krabbamein eða forstig þess greindist þannig í skurðaðgerð aðeins ein með góð- kynja breytingu. Jákvætt spágildi leitarinnar var því 75%, sem er vel sambærilegt við árangur Svía. Jákvætt spágildi leitar með myndatöku segir til um getu henn- ar til að aðgreina konur án sjúk- dóms frá hinum sjúku. Spágildið er háð tækjabúnaði og hæfni starfsfólks. Búnaði hefur fleygt mikið fram, sem hefur leitt til betri mynda og minni geislunar. Myndataka og úrlestur krefjast sérstakrar þjálfunar starfsfólks, geislafræðinga og röntgenlækna. Skortur á sérhæfðu starfsliði og aðstöðu hefur hamlað útbreiðslu hópleitar víða erlendis. Mæting til leitar Hátt þátttökuhlutfall er ein meg- inforsenda góðs árangurs af leit. Heildarmæting til brjóstamynda- töku hér á landi hefur valdið von- brigðum. Tveggja ára mæting 50– 69 ára kvenna er um 64%, og hlut- fall 40-49 ára kvenna hefur fallið úr 68% í byrjun leitar niður í 59% í lok árs 2002 (sjá mynd). Þátttaka í almennri hópleit hérlendis er mun lélegri en í Svíþjóð (85%) og Finnlandi (allt að 90%). Ástæður þessa geta verið marg- víslegar. Sumar konur með eðli- lega ættarsögu varðandi brjósta- krabbamein telja sig ekki vera í hættu, þótt vitað sé að aðeins tí- unda hvert brjóstakrabbamein tengist ættarsögu. Aðrar halda að þreifing ein sér gefi sambærilega vörn, þó ljóst sé að hún greinir helmingi færri æxli en myndatak- an, æxli sem eru að jafnaði stærri og því með meiri hættu á dreif- ingu. Hræðsla við áhættu af geisl- un við röntgenmyndatöku er nokk- uð algeng, þótt vitað sé að hún er óveruleg. Síðast en ekki síst hefur ítrekaður, illa grundaður áróður ýmissa krossfara gegn þessari for- vörn skaðleg áhrif á mætingu. Áhrif á heildarlifun Því hefur verið haldið fram að hópleit með brjóstamyndatöku geri lítið gagn, þar sem hún hafi óveruleg áhrif á heildarlifun kvenna. Hér kemur til, að helsta dánarorsök kvenna sem karla eru hjarta- og æðasjúkdómar, sem aft- ur undirstrikar að samstillt for- varnarátak þarf gegn þekktum or- sakavöldum þeirra. Það útilokar þó engan veginn forvarnargildi brjóstamyndatöku. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til að hún geti leitt til 1–5% lækkunar á heildardánartíðni kvenna. Lokaorð Forvarnargildi hópleitar með brjóstamyndatöku er vel sannað, en meginforsenda viðunandi ár- angurs er góð þátttaka kvenna. Sjálfskoðun og læknisskoðun geta á engan hátt komið í stað mynda- töku. Léleg þátttaka í leitinni hér- lendis er áhyggjuefni. Hana þarf að bæta með vísindalega vel rök- studdri fræðslu til almennings og heilbrigðisstétta. Fullyrðingar af því tagi er fram komu á Lækna- dögum byggja á rökleysu og hafa skaðleg þjóðfélagsleg áhrif. Kristján Sigurðsson er yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameins- félagsins og Baldur F. Sigfússon yf- irlæknir Röntgendeildar Krabba- meinsfélagsins. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 53 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði   Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala HVALEYRARBRAUT - HF. - TIL SÖLU Til sölu - leigu. Nýkomið nýtt atvhús- næði frá 210-530 fm. 4 m lofthæð. Innkdyr 3,7 m. Óvenju hagst. leiga á 210 fm nýju húsnæði. Afh. strax. Hagstætt verð og kjör. SKEIÐARÁS - GBÆ Nýkomið gott nýlegt 820 fm atvinnuh. sem skiptist í 2-3 bil. Laust strax. Möguleiki á 2-3 bilum. Hag- stæð kjör og verð. (85% lánað). 67381 MELABRAUT - HF. Vandað fjölnotahús (atvhúsn.) á tveimur hæðum, samtals ca 1.500 fm. Innkeyrsludyr. Selst í einu eða tvennu lagi. Fullbúin eign. Ath. að öll fiskvinnslu- tæki geta fylgt með. Hagst. verð og kjör. Eigandi bankastofnun. 55429 HAMRABORG - KÓP. - ATVH. Til sölu eða leigu snyrtil., 126 fm atvhúsn. Á jarðhæð mið- svæðis í Kópavogi (ekki innkeyrsludyr). Laust strax. Hagstætt verð. Verð 6,9 millj. 55534 MELABRAUT - HF. - TIL LEIGU Glæsilegt nýlegt 120 fm atvhúsn. m. innkeyrsludyr- um bakatil og góðum gluggafronti að framan. Hús- næðið er í verslunarmiðstöð, tilvalið fyrir verslun, heildsölu eða léttan iðnað. Mögul. á langtímaleigu. Leiga kr. 85.000 á mánuði. Laust strax. AUSTURSTRÆTI - RVÍK - SKRIFST- HÆÐ Nýkomið í einkasölu sérl. gott húsnæði á efstu hæð í lyftuhúsi („penthouse“), samtals ca 170 fm. Húsnæðið skiptist í 3-4 skrifstofur, snyrt- ingu, eldhús o.fl. Rúmgóðar svalir. Stórt herbergi í risi fylgir. Parket. Frábær staðsetn. í borginni. Áhv. hagst. lán. Verðtilboð. 98783 BÆJARHRAUN - HF. Nýkomið sérlega gott verslunar- og þjónustuhúsnæði ca 470 fm, að hluta til í leigu (Landsbankinn). Frábær staðsetning, mikl- ir möguleikar. Laust strax. Verðtilboð. REYKJAVÍKURVEGUR - TIL LEIGU Nýkomið gott 120 fm versl./þjónustupláss (við hlið- in á Sparis. Hf. Norðurbæ). Til afh. strax. Uppl. gef- ur Helgi Jón á skrifst. RAUÐHELLA - HF. - ATVH. Nýkomið sérl. gott ca 100 fm atvhúsnæði auk ca 35 fm millilofts. Góð lofthæð og innkdyr. Sérl. góð eign. Afhendist strax. Verð 8,9 millj. 67512 KRÓKHÁLS - RVÍK - SKRIFSTOFU- HÆÐ Glæsil. ca 500 fm skrifsthúsnæði á 3. hæð (efstu) í lyftuhúsi. Eignin er sérl. vel innréttuð. Næg bílastæði. Útsýni. Lyfta. Laus strax. Hagstætt verð og kjör. Upplýsingar gefur Helgi Jón á skrifstofu. BÆJARHRAUN - HF. Nýkomið sérlega gott ca 300 fm verslunar- og þjón- ustuhúsnæði á jarðhæð (öll hæðin) á þessum frá- bæra stað. Lagerdyr á bak við, tilvalin eign fyrir heildsölu, verslun eða þjónustufyrirtæki o.fl. Laust strax. Verð 29,5 millj. SUÐURHRAUN - HF. Nýkomið gott 330 fm atvhúsnæði með mikilli lofthæð og háum innkdyr- um. Góð staðsetn. og aðkoma. Verð 20,5 millj. TRÖNUHRAUN - HF. Nýkomið gott bjart ca 230 fm atvinnuhúsnæði/ verslun á þessum vinsæla stað, innkeyrsludyr, sam- eiginlegur byggingarréttur, laust strax. Verð 14,9 millj. BÆJARHRAUN - HF. - SKRIFSTOFUH. Nýkomið í einkasölu sérlega bjart og gott 140 fm full- búið skrifstofuhúsnæði á þessum vinsæla stað, lyfta. Eignin skiptist m.a. í móttöku, 4 stórar skrifstofur, geymslu, snyrtingu, kaffistofu o.fl. Svalir, endabil, næg bílastæði. Laust strax. Lyklar á skrifst. 101576 SUÐURHRAUN - GBÆ - TIL SÖLU/ LEIGU Glæsil. ca 400 fm nýl. atvhúsnæði auk steypt millilofts. Malbikað bílaplan. Góð lofthæð. Innkdyr. Fráb. staðsetn. Áhv. 25 millj. Hagst. lán. Verð 35 millj. SUÐURHRAUN - GBÆ - TIL SÖLU/ LEIGU Glæsil. ca 400 fm nýl. atvhúsnæði 130 fm. Steypt milliloft. Malbikað bílaplan. Góð loft- hæð. Innkdyr. Fráb. staðsetn. Áhv. 25 millj. Hagst. lán. Verð 35 millj. LÆKJARGATA - HF. - VERSLUN- ARH. Nýkomið í einkas. sérl. gott 115,4 fm versl./ þjónustubil í nýl. húsi. Lagerdyr. Stæði í bílshúsi fylg- ir. Fráb. staðsetn. við lækinn. Laust. Hagstætt verð 7,8 m. REYKJAVÍKURVEGUR - HF. Sérlega gott 120 fm atvinnuhúsnæði (kjallari), ágæt loft- hæð og innkeyrsludyr. Verðtilboð. FLATAHRAUN - HF. - ATVINNUHÚSN. Nýkomið í einkasölu gott ca 300 fm atvhúsnæði á sérlóð ca 1.800 fm. Innkdyr. Bygg- ingarréttur af stóru húsi. Atvh./verslun. Teikningar fylgja. Frábær staðsetning og auglýs- ingagildi. Verðtilboð. DRANGAHRAUN - HF. - ATVINNUHÚSN. Nýkomið í einkas. sérl. gott ca 800 fm atvhúsnæði á óvenju stórri sérlóð. Húsnæð- ið skiptist í vinnslusali, skrifstofur o.fl., loft- hæð ca 7 metrar, innkeyrsludyr 4 metrar. Góð staðsetning í grónu hverfi, einstakt tækifæri til að eignast framtíðareign. Selt í einu eða tvennu lagi. Hagstætt verð og kjör. Nánari upplýsingar á skrifstofu. HÓLSHRAUN 2 - HF. - HEIL HÚSEIGN Glæsil. húseign Nýkomið í einkas. glæsileg húseign á tveimur hæðum, samtals 510 fm. Um er að ræða húsnæði Nýja tölvu- og viðskiptaskól- ans í Hafnarfirði. 1. hæð, jarðhæð, 287 fm fullinnréttað skrifstofu- og lagerpláss með innkeyrsludyrum. Efri hæð 216 fm fullinn- réttuð skrifstofuhæð. Vel staðsett eign ör- stutt frá Fjarðarkaup og Bæjarhrauninu, góð aðkoma og næg bílastæði. Selst í einu eða tvennu lagi. Verðtilboð. GJÓTUHRAUN - TIL LEIGU/SÖLU glæsil. vandað ca 600 fm atvhúsnæði/versl- un á sérlóð, til sölu eða leigu. Að auki er gert ráð fyrir millilofti m. góðum gluggum. Góð lofthæð og innkdyr. Selst/leigist í 180 fm bilum eða stærri. Möguleiki á 80% láni. Til afhendingar strax.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.