Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 54

Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 54
SKOÐUN 54 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MEGINÁSTÆÐUR þess, að flest lýðræðisríki í Vestur-Evrópu og önnur þróuð lýðræðisríki heims búa við takmarkanir á eignarhaldi á fjöl- miðlum eru þær, að lýðræðinu stafi hætta af því, að örfáir einstaklingar ráði lýðræðislegri umræðu og fréttaflutningi og geti þannig einok- að „upplýsinga- og skoðanamark- aðinn“. Það er óttinn við fákeppni á upplýsinga- og skoð- anamarkaði, sem ligg- ur til grundvallar reglum um eignarhald. Fjölmiðlar eiga að þjóna hagsmunum al- mennings og lýðræð- inu. Nýr fjölmiðlarisi er fæddur á Íslandi og samkvæmt fréttum hefur verið stofnað sérstakt félag um fjöl- miðlaeign Jóns Ás- geirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þá renna í sömu sæng Frétt (Fréttablaðið og DV), Norðurljós (Stöð 2, Sýn, Bylgjan, kvikmyndahús) og Skífan o.fl. Ef sömu reglur giltu um eignarhald á fjölmiðlum hér á landi og hafa gilt hingað til í Bandaríkjunum mætti Jón Ásgeir alls ekki eiga alla þessa prent- og ljósvakamiðla auk annarra fyrirtækja í miðlunar- og skemmt- anaiðnaði. Gera má ráð fyrir því að Samkeppnisstofnun fái málefni nýja fjölmiðlarisans inn á sitt borð. Samkvæmt hliðstæðum reglu- gerðum og lögum í flestum löndum í vesturhluta Evrópu, er niðurstaðan sú sama þrátt fyrir almenna til- hneigingu í mörgum ríkjum Evrópu- bandalagsins og víðar að slaka veru- lega á eignarhaldsreglum. Einungis í flestum hinna nýfrjálsu landa Aust- ur-Evrópu (þar sem útlendingar eiga lungann af fjölmiðlunum) væru sennilega ekki gerðar athugasemdir við slíkt fjölmiðlaveldi og hér er orð- ið til enda eru þau enn að fikra sig áfram við að koma skikk á nýeinka- vætt viðskiptaumhverfi eins og á Ís- landi og lýðræðislegt regluverk á flestum sviðum samfélagsins. Þar skortir reglur um eftirlit. Því má ekki gleyma, að alþjóð- legur samanburður er ákaflega erf- iður. Smæð íslenzka markaðarins er þvílík, að réttast væri að líta á hann eins og 300 þúsund manna borg er- lendis. En fyrir vikið er þörfin fyrir séríslenzkar reglur enn ríkari. Hérlendis hófst umræðan um samþjöppun og fákeppni á fjölmiðla- markaði að þessu sinni vegna breyt- inga á eignarhaldi dagblaðsins DV og ljósvakafyrirtækisins Norður- ljósa. Tilefnið er að þessu sinni ærið. Nú er það að gerast í fyrsta skipti á íslenzkum fjölmiðlamarkaði að við- skiptablokk er búin að ná rækilegri fótfestu í þjónustugrein lýðræðisins með stofnun nýs hlutafélags með Frétt hf. og Norðurljós að bak- hjörlum. Fjölmiðlun er hrein auka- geta Baugs. Einhver þeirra fjölmörgu, sem lagt hafa orð í belg í umræðunni og mælti gegn eignarhaldsreglum, varpaði fram spurningu um það hver hefði trúað því fyrir örfáum árum, að nýtt dagblað næði þeim árangri að ná meiri útbreiðslu en Morg- unblaðið? Viðkomandi andstæð- ingur reglna um eignarhald áttaði sig ekki á því, að með orðum sínum færði hann í raun rök fyrir eign- arhaldsreglum! Ofurvald Morg- unblaðsins og meðfylgjandi fá- keppni „lokaði“ markaðnum fyrir nýjum blöðum og þar með aukinni fjölbreytni í fréttaflutningi og þjóð- félagsumræðu. Af þessari ástæðu, meðal annars, getur ótakmarkað eignarhald á fjölmiðlum ekki talizt vera æskilegt. Eini kosturinn við öfl- uga eigendur og öfluga fjölmiðla er rýmri fjárráð, rekstraröryggi og starfsöryggi starfsmanna. Á hitt ber að líta að bæði Norðurljós og DV hafa átt í miklum fjárhagsörð- ugleikum auk þess sem það er stór spurning hvort Fréttablaðið sé ein- hver gullnáma, sem er undirrituðum reyndar til efs. Staðan er langt frá því trygg! Alþjóðasamtök blaðamanna áhyggjufull Bæði Alþjóðasamtök blaðamanna og hliðstæð Evrópusamtök (IFJ og EFJ) hafa nýverið lýst yfir áhyggj- um sínum vegna almennrar þróunar í tilslökunarátt í heiminum, t.d. í Ítalíu, Ástralíu og Brasilíu og segja regluleysið og stöðuna í fv. komm- únistaríkjum austur- hluta Evrópu mjög al- varlegt. Þá einkenni frjálshyggjusjónarmið í nafni markaðshyggju og alþjóðavæðingar æ meir breyttar áherzlur í stefnumótun í fjöl- miðlamálum Evrópu- bandalagsins frá því fyrsta grundvall- arskýrslan um þessi mál var birt 1992 („Pluralism and Media Concentration in the Internal Market“, CEC 1992). Evr- ópubandalagið hefur ekki enn mótað sameiginlega stefnu í þessu efni. Miklar deilur og umræður urðu í Bandaríkjunum í fyrra um þessi mál og standa enn og sömuleiðis á Bret- landi vegna nýrra laga um fjarskipti og fjölmiðla. Á Bretlandi hefur verið komið á fót nýrri stofnun, Ofcom („Office of Communications“), stundum kölluð „varðhundur fjöl- miðlanna“. Ofcom er ætlað að fylgj- ast grannt með fjölmiðlamarkaðnum á ýmsa lund, m.a. eignarhalds- málum, t.d. sölu Conrads Black á Hollinger-samsteypunni til Barclay- tvíburanna, m.a. The Daily Tele- graph. Samkvæmt bandarísku regl- unum mega fyrirtæki ekki eiga bæði dagblað og ljósvakamiðil á sama markaðssvæði og ekkert miðl- unarfyrirtæki mátti eiga sjónvarps- stöðvar sem næðu til meira en 35% þjóðarinnar. Ákvæðin eru mun fleiri. Sl. sumar ætlaði Bush forseti að slaka á kröfunum. Öldungadeild Bandaríkjaþings kom í veg fyrir það og harðvítugri deilu þings og forseta lauk með málamiðlun, þar sem Bush notaði fjárlagatillögu og kjör- dæmapot til að ná málamiðlun í þágu sjónvarpsrisanna, ABC, CBS, NBC og Fox. Málamiðlunin kom m.a. í veg fyrir að CBS og Fox þyrftu að selja slatta af sjónvarps- stöðvum, þar sem þessi tvö fyrirtæki voru búin að brjóta settar reglur og komin yfir 35% mörkin. Nú er eign- arhaldsþakið 39%, þökk sé Bush, sem veit sem er, að það er ekki verra að hafa fjölmiðlana góða. Fjölmiðlarisi fylgjandi eign- arhaldstakmörkunum Í umræðum liðins árs um tilslökun á eignarhaldi fjölmiðla í Bandaríkj- unum leyndist ákaflega athyglisverð grein eftir Ted nokkurn Turner, stjórnarformann Turner Enter- prises, einn stærsta hluthafann í Time Warner fjölmiðlarisanum og stofnanda CNN fyrir tæpum ald- arfjórðungi. Greinin er til varnar þeim reglum gegn samþjöppun sem hafa gilt í Bandaríkjunum, þar sem þær tryggi fjölbreytileika og nýmæli á fjölmiðlamarkaðnum. Í grein sinni, sem heitir „Einokun eða lýðræði“ segir hann, að hefðu þær breyttu reglur, sem FCC, fjar- skipta- og miðlunarráð Bandaríkj- anna, lagði til í júní í fyrra, verið í gildi 1970 þegar hann stofnaði fjöl- miðlafyrirtæki sitt hefði verið nær útilokað fyrir hann að koma fyr- irtæki sínu á legg og þaðan af síður hefði honum verið kleift 10 árum síð- ar að stofna CNN fréttastöðina. Ástæðuna segir hann, að samkvæmt nýju reglunum sé risunum hyglað. „Nýju reglurnar munu hefta um- ræðu, drepa nýjar hugmyndir og útiloka smærri fyrirtæki frá sam- keppni,“ segir Turner. Þá segir hann, að nýju reglurnar muni óhjá- kvæmilega hafa í för með sér fátæk- legri umræðu og nefnir hann dæmi um hvernig stóru sjónvarpsstöðv- arnar hafi reynt að gera sem minnst úr sjónarmiðum þeirra, sem t.d. séu andvígir stríðinu í Írak og afgreiði þá sem eins konar jaðarhóp í sam- félaginu. Stóru stöðvarnar séu þröngsýnar. Turner vitnar í Hugo Black, fv. dómara í Hæstarétti Bandaríkj- anna, sem sagði í dómsniðurstöðu árið 1945: „Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar hvílir á þeirri forsendu að sem mest dreifing upp- lýsinga frá ólíkum og andstæðum aðiljum sé bráðnauðsynleg fyrir vel- ferð almennings.“ Þessi hugsun sé víðsfjarri fjölmiðlarisunum, sem hlýði því boðorði einu að græða. Gildandi reglur um eignarhald geti tryggt að hugsun Blacks lifi, en nýju reglurnar fari þveröfuga leið. Freedom House, óháð og sjálf- stæð rannsóknarstofnun í Banda- ríkjunum, hefur á hverju ári í ald- arfjórðung mælt frelsi fjölmiðla, nú síðast árið 2003 í 193 löndum og hef- ur Ísland alltaf lent í einu af þremur efstu sætunum, þar sem er mest fjölmiðlafrelsi („FREEDOM OF THE PRESS 2003 – A Global Sur- vey of Media Independence“). Með- al viðmiða í aðferðafræði rannsókn- arinnar eru pólitísk áhrif á fjölmiðla og meðfylgjandi sjálfsritskoðun, efnahagslegur þrýstingur, hlutdræg úthlutun rása á ljósvakanum, hvort og/eða hvaða reglur gildi um eign- arhald o.s.frv. Í blaðagreinum árið 1995–1997 fjallaði undirritaður um þessar kannanir og eignarhaldsmál í grein- um, sem báru fyrirsagnir á borð við „Íslenzkir fjölmiðlar í klóm risa“, „Á fjölmiðlafrelsi hér í vök að verjast“, „Eru fréttamenn málaliðar eig- endanna,“ þar sem ég varaði við samþjöppun eignarhalds fjölmiðla hérlendis. Morgunblaðið birti greinargóða frétt um könnunina 1995. Í frétt Moggans sagði Leonard Sussman, stjórnandi rannsóknarinnar: „Fjöl- miðlar eru að færast á færri hendur, eigendur þeirra eru valdamiklir og hagsmunir byggðir á því að halda góðu sambandi við fjármögnunar- aðila“. Skýringuna mætti yfirfæra á Ísland samtímans. Freedom House: Samþjöppun eignarhalds hættuleg Undirritaður gerði það í glöggv- unarskyni að kanna sérstaklega rannsóknir Freedom House o.fl. á fjölmiðlafrelsi síðastliðin 4–5 ár með sérstakri hliðsjón af eignarhaldi á fjölmiðlum. Niðurstaðan er sú ófrá- víkjanlega staðreynd, að fjölbreytt og dreift eignarhald á fjölmiðlunum er eitt þeirra grundvallaratriða, sem fjölmiðlafræðingar eru sammála um að sé ein af forsendum fjölmiðla- frelsis. Því meiri samþjöppun eign- arhalds og meðfylgjandi fákeppni, því minna fjölmiðlafrelsi. Tökum dæmi: Sjö lönd sem voru í efsta flokki hjá FF 2003 hvað varðar fjöl- miðlafrelsi detta í næsta flokk fyrir neðan vegna aukinnar samþjöpp- unar á eignarhaldi. Fjölmörgum öðrum löndum, sem halda sæti sínu í efsta flokki, er þó sérstaklega talin til lasts aukin samþjöppun og fá- keppni og má nefna Ástralíu, Kan- ada, Bandaríkin, Austurríki og Ítal- íu. Ástandið í Austurríki þykir slæmt, og yfirburðastaða Berlusconis á Ítalíu er heimsfræg að endemum. Hérlendis gilda ekki sérstakar reglur um eign á fjölmiðlum. Sam- keppnislögin gera hins vegar ráð fyrir að illilega fjársvelt Samkeppn- isstofnun fylgist m.a. með sam- þjöppun eignarhalds og fákeppni á þessu sviði viðskiptalífsins, einkum þó öðrum. Í skýrslum stofnunar- Eftir Halldór Halldórsson ’Fjölmiðlar draga ávalltdám af skoðunum eig- enda sinna eða stjórn- enda. Í þessum punkti skiptir heiðarleiki frétta- manna litlu eða engu.‘ Halldór Halldórsson Eignarhald – tangarhald HÖFUM KAUPENDUR AÐ NEÐANGREINDUM EIGNUM EINBÝLISHÚS Í ÞINGHOLTUNUM ÓSKAST Höfum kaupanda að góðu einbýlishúsi í Þingholtunum. Æskileg stærð 250- 350 fm. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. ÍBÚÐ VIÐ KLAPPARSTÍG EÐA SKÚLAGÖTU ÓSKAST Höfum verið beðin um að útvega 100-130 fm íbúð í lyftublokk við Klapparstíg eða Skúlagötu. Nánari uppl. veitir Sverrir. RAÐHÚS, PARHÚS EÐA EINBÝLISHÚS Í VESTURBORGINNI ÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir eign eins og lýst er í fyrirsögn. Æskileg stærð 250-350 fm. Eignin má kosta á bilinu 25-40 millj. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLI, HÆÐ OG RIS EÐA HÆÐ OG KJALLARI Í VESTURBORGINNI Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 150-250 fm eign skv. ofan- skráðri lýsingu. Sjávarútsýni æskilegt. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Á SELTJARNARNESI ÓSKAST Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 220-250 fm einbýlishús á Seltjarnarnesi. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari uppl. Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Á SELTJARNARNESI ÓSKAST Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 250-350 fm einbýlishús á Seltjarnarnesi. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari uppl. Sverrir Kristinsson. TIL LEIGU SÍÐUMÚLI - STÓRGLÆSILEG SKRIFSTOFUHÆÐ Vorum að fá til leigu stórglæsilega 180 fm skrifstofuhæð sem hefur öll verið nýstandsett í hæsta gæðaflokki. Eignin skiptist m.a. í móttöku, fimm skrif- stofur, fundarsal, snyrtingar o.fl. Húsið er klætt að utan. Nánari uppl. veita Sverrir og Óskar. 3842 SÍÐUMÚLI Vandað atvinnuhúsnæði á götuhæð við Síðumúla í Reykjavík. Eignin skiptist í opið rými, snyrtingar, kaffistofu, geymslu og tvö skrifstofuherbergi. Linoleum- dúkur á gólfum. Kerfisloft með innfelldri lýsingu í loftum. Eignin er öll ný- standsett að innan og getur hentað ýmist undir verslun, þjónustu eða skrif- stofur. Nánari uppl. veita Sverrir og Óskar. 3844 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ ÓSKAST Í KÓPAVOGI Traustur kaupandi óskar eftir 4ra-5 herbergja íbúð í Smárahverfi eða Lind- um í Kópavogi. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson fasteignasali. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði   Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Burknavellir 17A - HF. - Lyftuhús • Íbúðirnar eru frá 87-107 fm og afhendast fullbúnar að innan án gólfefna. • Sérinngangur og klætt að utan (viðhaldslítið). • Vel skipulagt og barnvænt hverfi, stutt í skóla, leikskóla og íþróttasvæði. • Vandaðar innréttingar og tæki. • Stæði í bílageymslu. • Frábær staðsetning við hraunjaðarinn. • Traustir verktakar, Fjarðarmót. • Upplýsingar og teikningar á skrifstofu Hraunhamars. Glæsilegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í fallegu og vel skipulögðu húsi á góðum útsýnisstað við Ásvelli í Hafnarfirði. Hóll - tákn um traust í fasteignaviðskiptum MIÐHRAUN 13 Um er að ræða tæplega 1.600 fm atvinnuhúsnæði. Húsið stendur á góðum stað með tilliti til auglýs- ingagildis. Húsið er með góðri lofthæð og er hentugt fyrir heild- sölu, iðnað eða verslun. Húsið skilast fullbúið að utan en fokhelt að innan, eða í því ástandi sem það er í dag, þ.e.a.s. uppsteypt án þaks og glugga og eftir er að klæða húsið. Nánari uppl. á skrifstofu Hóls. Sími 595 9000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.