Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 55

Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 55
innar frá 1994 til 2001 hefur ávallt verið bent á fákeppni og sam- þjöppun á eignarhaldi á fjölmiðla- markaði. Almennt er það álitið, að samkeppnislög dugi ekki til að hafa hemil á fjölmiðlamarkaðnum. Sérlög þurfi til. Þessi markaður hefur verið að breytast ört hérlendis á sl. árum og er í þessu sambandi rétt að miða við það augnablik í fjölmiðlasögunni, þegar flokkarnir gáfust upp á dag- blaðaútgáfu og punktur settur í lok 1994. Fyrir og eftir hafði Morg- unblaðið algjöra yfirburði á blaða- markaðnum, sem margir töldu hættulega mikla þrátt fyrir öfluga samkeppni frá síðdegisblöðunum og síðast DV. Síðan hafa orðið ýmsar breytingar en sú allra mest, þegar Fréttablaðið hóf göngu sína (önnur tilraun) og hefur síðan verið dreift ókeypis í hvert hús á landinu. Morgunblaðið var í árdaga blaðs- ins í eigu Vilhjálms Finsens, sem að eigin sögn var neyddur til að selja kaupmannavaldi Reykjavíkur blað- ið. Þeir hótuðu að hætta að auglýsa í blaðinu, ef hann vildi ekki selja þeim það. Hann seldi. Þannig varð Morg- unblaðið blað kaupmanna og auglýs- enda, blað sem að lokum varð lang- öflugasta blaðið á Íslandi. Nú er komin upp sú staða, að Fréttablaðið fékk styrka fætur með yfirtöku kaupmanns og eins stærsta auglýs- andans á meðal kaupmanna lands- ins. Það athyglisverða við sögu þess- ara tveggja blaða er, að bæði verða þau beinlínis til í krafti kaupmanna og auglýsinga þeirra. Eignarhald, viðskipta- og auglýs- ingahagsmunir geta skapað vanda. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morg- unblaðsins, sagði í „fjölþjóðlegri“ kennslustund (svokallaðri netstofu) í Háskóla Íslands 1998, að á milli aug- lýsingadeildar og ritstjórnar væri „Kínamúr“. Fréttablaðið og DV standa andspænis þessum vanda. Í sömu spjallstund með stúdentum frá Bandaríkjunum, Chile og Íslandi fyr- ir 6 árum svaraði Styrmir aðspurður, að samþjöppun eignarhalds á fjöl- miðlum hérlendis væri komin að efri mörkum. Fákeppni á öllum sviðum miðlunar Nú blasir við, að annar risinn á dag- blaðamarkaðnum er búinn að eign- ast 60% í Norðurljósum, sem reka Stöð 2, einu sjálfstæðu sjónvarps- stöðina sem hefur fréttastofu á sín- um snærum og sinnir málefnum líð- andi stundar. Með stofnun nýrrar fjölmiðlasamsteypu Fréttar og Norðurljósa erum við búin að brjóta flestar þær reglur um takmarkanir á eignarhaldi í nafni lýðræðisins, sem gilda í okkar heimshluta. Og til að klára þetta fjölmiðla- dæmi, þá hefur Fróði um nokkra hríð haft um 80% af tímaritamark- aðnum, og í bókaútgáfunni er orðinn til nýr risi með samruna Máls og menningar, Vöku Helgafells o.fl. í Eddu, bókaútgáfu, sem að öllu sam- anlögðu hefur um 70–80% af bóka- markaðnum. Í heild lítur dæmið einhvern veg- inn þannig út (með mjög ákveðnum fyrirvara vegna skorts á nýjum veltutölum) að einn aðili á u.þ.b. 60% af dagblaðamarkaðnum, 50% af sjónvarpsmarkaðnum, annar aðili 80% af tímaritamarkaðnum og sá þriðji 70–80% af bókaútgáfunni. Ótalinn er Árvakur, sem rekur Moggann, með um 40% af dag- blaðamarkaðnum. Hvers vegna takmarkanir? Tjáningarfrelsi er dýrmætur réttur allra einstaklinga. Tjáningarfrelsi er margbrotið. Í hugtakinu er fólginn margvíslegur réttur, ekki bara ein- faldur réttur til að tjá sig um hvað- eina, heldur jafnframt rétturinn til að afla sér upplýsinga til þess að geta tjáð sig með sæmilegri þekk- ingu og einnig rétturinn til að hafa aðstöðu til þess að tjá sig, þ.e. að eiga aðgang að nauðsynlegum tækj- um tjáningar í nútímanum. Hefðbundin fjölmiðlaregluverk ráðast af því markmiði að koma í veg fyrir, að til verði upplýsingaeinokun og ráðandi „fjölmiðlaveldi“, þar sem slík þróun myndi skerða „fjölræði“, fjölbreytileika og jafna möguleika almennings til að tjá sig. Sama gildir um valdið yfir útvarpi og sjónvarpi, sem eru í raun sérréttindi í höndum útvalinna, sem hefur verið úthlutað útvarpsrásum, sem eru reyndar endanleg auðlind í eigu almennings, eins og kvótinn. (Hlutverk Útvarps- réttarnefndar er reyndar sérkafli í þessu máli öllu). Hér áður fyrr var í ríkjum ein- ræðis reynt að koma í veg fyrir tján- ingu almennings með því að tryggja að alþýða manna hefði ekki aðgang að prentvélum til að geta dreift rit- uðu máli andstætt stjórnvöldum. Síðar var jafnvel reynt að hefta út- breiðslu ljósritunarvéla. Lenín: Hugmyndir hættulegri en byssur Það þarf ekki annað en að vitna í Lenín, svona til tilbreytingar, til að heyra illræmdan stjórnmálamann tjá sig um mikilvægi tjáningarfrels- isins og brýna nauðsyn þess að hafa hemil á því afli. Nikolai Lenín sagði: „Hvers vegna ætti að leyfa mál- frelsi og frjálsa fjölmiðla? Hvers vegna skyldi ríkisstjórn, sem gerir það sem hún trúir, leyfa gagnrýni á sjálfa sig? Slík stjórn myndi ekki leyfa stjórnarandstöðunni að bera banvæn vopn. Hugmyndir eru mun hættulegri fyrirbæri en byssur. Hvers vegna skyldi hverjum sem er leyft að kaupa prentvél og dreifa skaðvænlegum skoðunum, sem væru eingöngu settar fram til að koma stjórnvöldum í bobba?“ Þar hafið þið það! Lenín skildi mátt fjölmiðlanna og kaus alræði. Viljum við fáræði og möguleika á al- ræði eins aðila? Guði sé lof fyrir al- mannasjónvarpið RÚV á Íslandi. Á okkar tímum snýst vandi tján- ingarfrelsisins sem fyrr um tang- arhaldið á upplýsingunum og tang- arhaldið á fjölmiðlunum. Þeir sem hafa tjáð sig um efnið hafa lang- flestir ruglazt í ríminu og beint um- ræðunni að allt öðru spursmáli, sem víkur að því hvort blaðamönnum sé treystandi til að vera heiðarlegir og vera ekki undir hælnum á eigendum fjölmiðlanna sem þeir vinna fyrir! Og svarið hefur verið, að vitanlega sé íslenzkum blaðamönnum treyst- andi. Ég er sammála því í sjálfu sér, að íslenzkir blaðamenn séu upp til hópa heiðarlegir og trausts verðir. En það er bara rangt svar við spurn- ingunni. Fjölmiðlar draga ávallt dám af skoðunum eigenda sinna eða stjórn- enda. Í þessum punkti skiptir heið- arleiki fréttamanna litlu eða engu. Þeir skrifa sínar fréttir samkvæmt eigin sannfæringu en ekki gegn henni. Á hinn bóginn er það mann- legt að laga sig að andrúmi vinnu- staðar síns og gegna starfi sínu í samræmi við þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Fréttamat á fjöl- miðlum fer að miklu leyti eftir mati þeirra sem stjórna fréttastofum eða ritstjórnum og eigendum fjölmiðils- ins. Fréttamenn laga sig meðvitað og ómeðvitað eftir þessu mati, kröf- um vinnustaðarins. Þetta er eitt at- riði. Oft verða þó árekstrar og nægir að minna á mál Elínar Hirst, þegar hún sem fréttastjóri Stöðvar 2 neit- aði að hlýða fréttamati eigandans og „hugsaði ekki nægilega mikið um hvernig fréttamatið gæti skaðað auglýsingahagsmuni fyrirtækisins,“ eins og hún sagði í viðtali við Morg- unblaðið (18. okt.1996). Hún lét af störfum. Um leið og fáir einstaklingar eiga fjölmiðlana og sumir stóran hluta fjölmiðla á einum markaði, því keim- líkari verður heimsmynd þessara miðla og því keimlíkari verða mann- gerðirnar, sem skrifa í þessa fjöl- miðla, hvort sem um fréttir eða skoðanadálka er að ræða. Þetta ligg- ur í augum uppi og óþarfi að gera ágreining um framangreinda grein- ingu eða skoðun, a.m.k. að mínu mati! Ég hef alltaf haldið því fram, að fjölmiðlar eigi að veita stjórnvöldum og fyrirtækjum aðhald, gegna hlut- verki varðhunds almennings og sýna snerpu. En stórfyrirtæki vilja frið í samfélaginu, ekki óróa. Þau vilja vinnufrið. „Sá sem ræður upplýsingunum, ræður heiminum,“ er setning sem hljómar víða um heim á hverju kvöldi þessa dagana. Þetta er ekki tilvitnun í Rousseau, Voltaire, Ma- dison né nokkurn af frumherjum mannfrelsis í hinum vestræna heimi. Nei, þetta er auglýsingatexti! Það breytir því hins vegar ekki, að í þessu er fólginn mikill sannleikur. Þetta er ástæða þess, að sumir við- skiptajöfrar sækjast eftir fjöl- miðlum í eignasafn sitt. Algjört sinnuleysi hingað til Það er til marks um sinnuleysi okk- ar Íslendinga, að núna fyrst í lok ársins 2003 skuli í fyrsta skipti koma fram á Alþingi þingsályktunartillaga (Álfheiður Ingadóttir) um, að kann- að verði starfsumhverfi fjölmiðla og jafnframt sett niður nefnd til kanna hvernig reglum um eignarhald sé háttað í öðrum löndum (Tómas Ingi Olrich, fv. menntamálaráðherra). Þetta hefði átt að gera fyrir fjöl- mörgum árum og ekki skorti ástæð- ur til, eins og skýrslur Samkeppn- isstofnunar hafa sýnt svart á hvítu. Það sem er nýtt í málinu núna er, að samþjöppun eignarhalds hefur orðið svo mikil, að mörgum er brugðið og núna virðist vera meirihluti á Al- þingi til þess að taka á þessu vanda- sama máli. Í Silfri Egils spurði einn viðmæl- enda Egils hvers vegna væri verið að krefjast eignarhaldsreglna allt í einu nú? Og hann svaraði sjálfur með spurningu: Var ástandið eitt- hvað betra þegar stórkapítalið, Kol- krabbinn, átti Moggann og Vísi? Svarið er einfalt: Hvernig sem maður metur ástandið þá var líka rík þörf fyrir reglur. Þörfin er hins vegar miklu meiri núna! Efasemdamenn um eignarhalds- reglur og opinber afskipti af mark- aðnum hafa sitthvað til síns máls um, að óæskilegt sé að opinberir að- ilar séu með afskipti af „fjórða vald- inu“, þótt ekki væri nema af hrein- um „prinsippástæðum“. Ég er ekki efasemdamaður í þessu efni og tel reynsluna nægja mér sem sönn- unargagn. Reglum er ætlað að girða fyrir þá hættu, að upp geti komið sú staða að einn eða örfáir aðilar nái tangarhaldi á öllum fjölmiðlum eins lands. John Dewey heimspekingur sagði: „Umræða um lýðræðið er heldur inntakslítil, þegar risafyr- irtæki stjórna lífi fólks, með valdi sínu yfir framleiðslutækjunum, fjöl- miðlunum og öðrum tólum kynn- ingar, áróðurs og miðlunar“. Höfundur er blaðamaður og fjöl- miðlafræðingur. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 55 Skólavörðustíg 13 S ími 510 3800 Fax 510 3801 www.husav ik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali husavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Opið hús í dag frá kl. 14 -16 Falleg og vel skipulögð 87,4 fm íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi við Engihjalla í Kópavogi. Íbúðin snýr til suðurs og vesturs með ótrúlega fallegu útsýni, sjón er sögu ríkari. Stórar svalir í vestur. Eignin skiptist í flísalagða forstofu með skápum, fallegt eikarparket á holi og stofu. Dúkur á svefn- herbergjum og eldhúsi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með innréttingu, baðkari og glugga. Þvottahús á hæðinni. (342) Friðrik býður gesti velkomna frá kl. 14:00 - 16:00 Engihjalli 3 - Frábært útsýni Opið hús í dag frá 14-16 Dalía - Blómaverslun SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Vorum að fá í sölu af sérstökum ástæðum þessa rótgrónu og vel þekktu blómaverslun. Um er að ræða vel rekið fyrritæki, sem er sérlega vel búið tækjum og innréttingum. Reksturinn samanstendur af blómasölu og gjafavöru. Versluninn er til húsa í 225 fm leiguhúsnæði á besta stað í Fákafeni. Tilvalið tækifæri fyrir duglegt fólk. Góð greiðslukjör. Verð TILBOÐ. GÓÐUR SÖLUTÍMI FRAMUNDAN. Upplýsingar: Sveinbjörn Halldórsson í s. 6-900-816 og Ólafur Blöndal í s. 6-900-811. Vorum að fá í sölu vel rekna sportvöruversl- un á góðum stað á 1. hæð í Kringlunni. Verslunin er í 90 fm leiguhúsnæði auk 70 fm lagerpláss. Mjög góð velta. Verslunin skilaði mjög góðum hagnaði miðað við ársuppgjör, sem liggur fyrir á fasteignasölunni. Áhuga- samir hafi samband við Sveinbjörn Halldórs- son, sími 6-900-816 eða Ólaf Blöndal, sími 6-900-811. Sportvöruverslunin Marathon í Kringlunni SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Fasteignasalan Hóll auglýsir til sölu jarðirnar Nes og Gilsá 1 í Eyjafjarðar- sveit (áður Saurbæjarhreppur) um 30 km fyrir framan Akureyri. Jarðirnar eru samliggjandi og nytjaðar saman. Á jörðunum er gott kúabú í fullum rekstri. Til greina kemur að selja jarðirnar hvora í sínu lagi eða saman, án fram- leiðsluréttar og áhafnar. Einnig kemur til greina að selja jarðirnar saman í fullum rekstri með áhöfn, vélum og framleiðslurétti. Óskað er tilboða. Allar nánari upplýsingar veitir sölumaður Hóls - bújarðir, Jón Hólm Stefánsson, í sima 896 4761. Einkasala. Upplýsingar gefur sölumaður Hóls – bújarðir Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Til sölu jarðirnar Nes og Gilsá 1 í Eyjafirði Hóll - tákn um traust í fasteignaviðskiptum BREIÐAVÍK 77 OPIÐ HÚS LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 12.00 TIL 14.00 Opið hús laugardag og sunnudag frá kl: 12.00 til 14.00. Til sölu hjá okkur á Hóli er þetta glæsilega einbýlishús í hæsta gæðaflokki á ákjósanlegum stað rétt fyrir utan borgina. Húsið er á einni hæð og við byggingu þess var vandað til allra verka jafnt að innan sem utan. Frá húsinu er feykigott útsýni þar sem Esjan fannhvít ofanlút leikur aðalhlutverkið og gönguleiðir allt frá Gufunesi inn í Mosfellsbæ. Endilega lítið við, sjón er sögu ríkari. Sölumaður er Lárus - Sími: 595 9090 Fax: 595 9091 - Gsm: 824 3934 Netfang: larus@holl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.