Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 58

Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 58
58 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Svínið mitt framhald ... ELSKAN!! © DARGAUD © DARGAUD OF ... OFURSTI!? AF ... AFSAKIÐ! SKOTIÐ SKAUST ÚT ALVEG SJÁLFT ... EIN ... EINS OG SKOT! ... DÓMSDAGS FÍFL! EF FRÆNDI MINN ... RÓLEGUR HARALDUR! ... BARA TVEIR GAURAR SMÁ RUGLAÐIR! ENGIN MERKI UM ÓLIVER ... AFVOPNAÐU þÁ! TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚINN, FULLTRÚI! EKKI SKJÓTA! ÉG ...ÉG ER ÓVOPNAÐUR ... KOMIÐ HÆGTFRAM OG SEGIÐ HVER ÞÉR ERUÐ! ... ... LÁKI MARTEINS. ÞVOTTAEFNIÐ! ... OG SÁ STUTTI, HVAR ER HANN? INNI ... INNI Í HÚSINU ... KÓBRAN OG TVEIR AÐRIR HALDA HONUM Í GÍSLINGU! MÉR TÓKST AÐ KOMAST UNDAN ... HVAÐ SANNAR AÐ ÞÚ SÉRT EKKI EINN AF ÞEIM? NÆST MIÐA ÉG Á KRAKKANN! ELSKAN ... VILTU FÆRA ÞIG ADDA VILL SOFA Á MILLI OKKAR ... HÚN ER SVO HRÆDD VIÐ ÞRUMUVEÐRIÐ ... SVONA LITLA KRÚTTIÐ MITT ÉG ER SVO HRÆDD ELSKAN MÍN ... ADDA VILL FÁ AÐ SOFA Á MILLI OKKAR ... BÍDDU ... AFTUR ... HVAÐ MEINAR ÞÚ ... AFTUR!! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VÍST er að landsmenn þekkja þá orrahríð sem átti sér stað á milli ís- lenskra kvennasamtaka annars veg- ar og Icelandair – Flugleiða hins veg- ar á liðnu ári. Deilurnar áttu rætur sínar að rekja til vægast sagt vafa- samra auglýsingaherferða flug- félagsins á erlendri grundu þar sem íslenskar konur voru hafðar að fífl- um. Ekki þarf að undra að Kvenrétt- indafélag Íslands (KRFÍ) hafi séð sig knúið til að leita álits kærunefndar jafnréttismála á því hvort auglýsing- ar Icelandair – Flugleiða á vefsíðum og póstlistum félagsins brytu í bága við 18. grein laga um jafna stöðu og rétt karla og kvenna. Nú hefur kæru- nefnd jafnréttismála skilað frá sér áliti og niðurstaðan er skýr. Annars vegar vísar nefndin kæru KRFÍ vegna auglýsinga á erlendum netsíð- um frá á þeim forsendum að íslensk jafnréttislög nái ekki yfir auglýsingar á erlendri grundu. Hins vegar kemst kærunefndin að því að orðatiltækið „tvær í takinu“ af póstlistum fyrir- tækisins á Íslandi brjóti ekki í bága við áðurnefnd lög. Þess má geta að kæra KRFÍ var víðtæk og náði til fjölmargra þátta í auglýsingaherferð- um flugfélagsins á mörgum markaðs- svæðum en álit kærunefndarinnar tók til færri atriða en búist var við. Álitið vekur mikla athygli og spurningar vakna um tilgang og mat kærunefndar jafnréttismála sem ein- skorðar sig eingöngu við mál innan íslensku lögsögunnar. Ef nefndin tel- ur sig ekki varða þau mál sem fram fara á Netinu má velta því upp hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða vinnureglur hennar í ljósi almennrar notkunar og útbreiðslu Netsins. Annar flötur á málinu sem vert er að skoða er fjármögnun umdeildra markaðsherferða af þessu tagi. Á síðasta ári fengu Icelandair – Flugleiðir 80% af þeim 200 milljónum sem útdeilt var úr sjóðum Ferða- málaráðs til Íslandskynningar á er- lendri grundu. Stjórn Kvenréttinda- félags Íslands vill varpa fram þeirri spurningu hvort íslenskum almenn- ingi þyki ásættanlegt að opinbert fé skuli notað í niðurlægjandi auglýs- ingaherferðir um íslenskar konur undir því yfirskini að um landkynn- ingu sé að ræða, eða er loksins nóg komið? Konur eru um 52% íslensku þjóð- arinnar og rétt eins og karlar eru þær skattborgarar þessa lands. Gegnum skattkerfið eru þær því neyddar til að kosta að hluta til markaðsátök þar sem skilaboðin fjalla um lauslæti ís- lenskra kvenna í útlöndum þar sem Ferðamálaráð styrkir auglýsinga- herferðir Icelandair að hluta til. Hvar höfum við villst af leið? FRAMKVÆMDASTJÓRN Kvenréttindafélags Íslands. Skattfé til markaðssetningar af vafasömu tagi ? Frá framkvæmdastjórn Kvenréttindafélags Íslands JÓN Eysteinsson, sýslumaður í Keflavík, gerir 20. janúar „athuga- semd“ við opið bréf mitt sem birtist í Morgunblaðinu þann 18. janúar. Í „athugasemd“ Jóns er þó í engu svarað þeim spurningum sem beint er að honum og varða meint misferli embættis hans. Eru þær því ítrekaðar hér með, óskað er undanbragðalausra svara og þess vænst að Jón Eysteinsson vísi í þau lög og lagagreinar er heim- ila slíka meðferð sakamála. Hvers vegna var kærum okkar frá 6. ágúst 2000 stungið undir stól? Skriflegar sannanir liggja fyrir um kærur okkar. Hvers vegna vorum við ekki boðuð til skýrslutöku varðandi málið? Hvers vegna voru kærur okkar hjóna, vegna þjófnaðar, ekki sendar til ríkissaksóknara? Hvers vegna þurfti þrettán mán- aða baráttu okkar til þess að fá stað- festa tilvist hinna stolnu muna? Hvers vegna var ekki farið að vinnureglum lögreglu, um að fjar- lægja skuli þýfi úr höndum þjófa? Jón Eysteinsson „rýfur trúnað“ en í athugasemdum hans frá 20. þ.m. er kæra frá öðrum aðila dregin inn í mál okkar. Sú kæra varðar önnur afbrot sömu gerenda. Sýslumaðurinn rugl- ar þarna saman aðskildum kærum, en sú kæra er lögð fram fjórum dög- um fyrr og er ekki til umræðu hér. Ítrekað er að kærur okkar hjóna frá 06.08.00 vegna þjófnaðar voru aldrei sendar ríkissaksóknara af sýslu- manninum í Keflavík. Ósvífni Jóns Eysteinssonar á sér engin takmörk er hann ræðir um heimili dóttur okkar sem var svívirt og rænt, en hann talar í athugasemd sinni um að íbúðin hafi verið „losuð“ rétt eins og um einhvern úrgang hafi verið að ræða. Sannanlega voru meintir gerendur í þessum sakamálum ekki að erfa okkur hjónin, né heldur dóttur okkar eins og Jón Eysteinsson heldur fram. Ég skora á sýslumanninn í Kefla- vík að lýsa sig vanhæfan, vegna fyrri afskipta af málinu og meintra emb- ættisafglapa er varða mál þetta. Sýslumaðurinn virðist ósáttur við birtingu bréfs þessa á opinberum vettvangi, en ég sá mér ekki annað fært því að reynslan sýnir að gögn eiga það til að týnast í meðförum sýslumannsins. HAFSTEINN ODDSSON, Barðaströnd 16, Seltjarnarnesi. Sýslumanninum í Kefla- vík ekki treystandi Frá Hafsteini Oddssyni Opið bréf til Jóns Eysteinssonar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.