Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 61

Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 61
AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 61 Netfang: auefni@mbl.is ÍSLAND mætir A-landsliði Englands í fyrsta skipti í knattspyrnulandsleik á City of Manchester leikvanginum í Manchesterborg laugardaginn 6. júní í sumar. Sex dögum áður, sunnudaginn 30. maí, er leikið gegn Japönum á sama stað en þjóðirnar taka þátt í þriggja landa móti sem er lokaáfanginn í undirbúningi Englendinga fyrir úrslitakeppni EM í Portúgal og hjá Japönum fyrir Asíuleikana. Þar með er ljóst að Ísland leikur fjóra landsleiki fyrri part ársins, til undirbúnings fyrir undankeppni HM sem hefst 4. september með leik gegn Búlgaríu á Laugardalsvellinum, en síðan er spilað við Ungverjaland, Möltu og Svíþjóð næstu vikur þar á eftir. Ísland hefur átta sinnum leikið gegn Englandi en aldrei áður hefur verið um A-lið Englendinga að ræða. Reyndar var leikur þjóðanna á Laugardalsvellinum þann 2. júní 1982, sem endaði 1:1, skráður sem A-landsleikur hjá Englendingum. Þeir voru þá með tvö landslið í gangi í lokaundirbúningi sínum fyrir HM á Spáni en sterkara liðið spilaði í Finnlandi á sama tíma. Arnór Guðjohnsen skoraði þá mark Íslands. Leikið var tvisvar gegn B-landsliði Englands og unnu Englendingar báða leikina, 2:0 á Laugardalsvellinum 1989 og 1:0 í Watford 1991. Hinir fimm leikirnir voru allir gegn áhugamannalandsliði Englands á árunum 1956 til 1971 og unnu Englendingar fimm þeirra en einn endaði með jafntefli. Ísland hefur aðeins einu sinni áður mætt Japan. Það var í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum árið 1971 og Japanir unnu leikinn, 2:0. Reuters Íslenskir landsliðsmenn mæta David Beckham, fyrirliða Eng- lands, og samherjum hans í Manchester. Ísland leikur gegn Englandi í Manchester TÍU manns týndu lífi í mikilli sprengingu í Ísrael á fimmtudag. Palestínskur maður framdi sjálfsmorð þegar hann sprengdi öfluga sprengju í strætisvagni. Árásin var gerð í borginni Jerúsalem. Strætisvagninn tættist í sundur. Um 50 manns særðust í árásinni. Árásin var gerð rétt hjá skrifstofu Ariels Sharons. Hann er forsætisráðherra Ísraels. Að minnsta kosti 3.727 manns hafa látið lífið í átökum Ísraela og Palestínumanna frá september 2000. Tíu týna lífi í sprengjuárás í Ísrael Reuters Sprengjan var gríðarlega öflug. UM 50 starfsmönnum Landspítalans hefur verið sagt upp störfum vegna sparnaðar í rekstri spítalans. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun stjórnvalda að spara í rekstri spítalans. Á fjölmennum fundi í Austurbæjarbíói var þess krafist að Alþingi og ríkisstjórnin endurskoðuðu fyrri ákvörðun um sparnað. „Ljóst er að sá niðurskurður á þjónustu sem nú hefur verið ráðist í stefnir öryggi sjúklinga í hættu,“ sagði í ályktun fundarins. „Með þessum aðgerðum stjórnvalda er verið að rjúfa þjóðarsátt um gott heilbrigðiskerfi og afleiðingarnar geta orðið mjög alvarlegar.“ Málið var rætt á Alþingi í vikunni og gagnrýndi stjórnarandstaðan ríkisstjórnina harðlega fyrir að skera niður útgjöld spítalans. Stuðningsmenn stjórnarinnar mótmæltu þessum orðum og bentu á að útgjöld til spítalans hefðu aukist verulegu á síðustu árum. Sparnaður í rekstri Landspítalans KÝRIN Áma frá Miðhjáleigu í Austur-Landeyjum var afurðahæsta kýr landsins á síðasta ári. Þau Bertha G. Kvaran og Jón Þ. Ólafsson eiga Ámu og eru afar ánægð með hana. Hún mjólkaði alls 11.842 kg á síðasta ári og mjólkaði mest um 45 kg á dag. „Áma er frábær kýr í alla staði, hún er þæg, góð og stór sem er kostur fyrir kú með svo mikla nyt. Það sem er kannski merkilegast við hana er hvað efnasamsetning mjólkurinnar er einstök,“ segir Bertha Kvaran, aðspurð um þessa góðu kú. Áma var auk þess að vera afurðahæsta kýr landsins með nýtt Íslandsmet í magni verðefna. Áma eignaðist kálf í fyrsta skipti í lok september 2001. Þau Bertha og Jón eiga fjögur börn og fluttu frá Hafnarfirði í sveitina 1998, svo ekki er áralöng reynsla af búskap ástæðan fyrir þessum góða árangri. Þau eru með 32 kýr. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Áma skilaði eigendum sínum mestum afurðum allra kúa á Ís- landi árið 2003. Áma er frábær kýr TVEIR merkir viðburðir í kvikmyndaheiminum áttu sé stað í vikunni. Golden Globe-verðlaunin voru afhent og tilkynnt var um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Flestar tilnefningar hlaut lokakafli Hringadróttinssögu, Hilmir snýr heim. Hún hreppti ellefu tilnefningar og fékk líka Golden Globe-verðlaun. Þar var hún valin besta myndin og Peter Jackson besti leikstjórinn. Í Óskarstilnefningunum gerðist það að kona var tilnefnd í þriðja sinn í flokknum besti leikstjórinn. Soffia Coppola var tilnefnd fyrir myndina sína Glötuð þýðing. Golden Globe-verðlaunin eru talin gefa vísbendingu um verðlaunahafa á Óskarnum. Hinn 29. febrúar verða Óskarsverðlaunin síðan afhent í Kodak-leikhúsinu í Hollywood. Golden Globe-verð- Orlando Bloom leikur hug- prúða álfinn Legolas í Hringa- dróttinssögu. Hringa- dróttins- saga áberandi launin og Óskarinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.