Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 62
DAGBÓK
62 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Skaptafell og Freri
koma í dag.
Fréttir
Fjölskylduhjálp Ís-
lands Eskihlíð 2 - 4 í
fjósinu við Miklatorg.
Móttaka á vörum og
fatnaði, mánudaga kl.
13–17. Úthlutun mat-
væla og fatnaðar,
þriðjudaga kl. 14–17.
Sími skrifstofu er
551 3360, netfang dal-
ros@islandia.is, gsm
hjá formanni 897 1016
Mannamót
Aflagrandi 40. Farið
verður í Þjóðleikhúsið
laugd. 7. febrúar að sjá
Græna landið eftir Ólaf
H. Símonarson
pantanir í síma
562 2571 og í afgreiðslu
Aflagranda. Rútuferð
frá Grandavegi og
Aflagranda
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Þorrablót
verður haldið föstudag-
inn 6. febrúar miðasala
er hafin, allir velkomn-
ir.
Félagsstarf aldraðra í
Garðabæ. Fótaaðgerð-
arstofan, sími 899 4223.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Dansleikur í
kvöld kl. 20 Caprí-tríó
leikur fyrir dansi.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Félags-
heimilið er opið alla
virka daga frá kl. 9–17.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Mosfellsbæ. Pútt-
kennsla í Íþróttahús-
inu á Varmá, á
sunnudögum kl. 11–12.
Gjábakki, Fannborg 8.
Fyrirhugað er að halda
námskeiðið að skera í
tré, undir leiðsögn
Katrínar Karlsdóttur á
miðvikudögum kl. 16.
15 ef næg þátttaka
fæst. Skráning og nán-
ari upplýsingar í Gjá-
bakka s. 554 3400.
Kristniboðsfélag
karla. Aðalfundur fé-
lagsins verður í kristni-
boðssalnum Háaleit-
isbraut 58-60
mánudaginn 2. febrúar
kl. 20. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Allir karl-
menn velkomnir.
NA (Ónefndir fíklar).
Neyðar- og upplýs-
ingasími 661 2915.
Opnir fundir kl. 21 á
þriðjudögum í Héðins-
húsinu og á fimmtu-
dögum í KFUM&K,
Austurstræti.
Norðurbrún 1. Þorra-
blót verður haldið
föstudaginn 6. feb. nk.
kl 18. Þorramatur á
borðum. Harmonikku-
leikur, upplestur, Þor-
valdur Halldórsson
leikur fyrir dansi.
Veislustjóri Gunnar
Þorláksson. Skráning
og upplýsingar í síma
568 6960.
Kvenfélag Grens-
ássóknar heldur aðal-
fundinn í safn-
aðarheimiliunu 9.
febrúar kl. 20, venju-
lega aðalfudnarstörf,
erindi um konur í Ke-
níu.
Kvenfélag Seljasókn-
ar. Aðalfundurinn
verður þriðjudaginn 3.
febrúar, kl.19.30 á dag-
skrá: Léttur máls-
verður, venjuleg aðal-
fundarstörf. Rut
Rebekka verður með
fyrirlestur um jóga.
Kvenfélag Garða-
bæjar. Aðalfundurinn
verður haldinn þriðju-
daginn 3. febrúar að
Garðaholti. Fundurinn
hefst kl. 20.
Kvenfélag Háteigs-
sóknar aðalfundurinn
verður þriðjudaginn 3.
febrúar kl. 20 í setrinu.
Venjuleg aðalfund-
arstörf, upplestur,
munið félagsgjöldin.
Kvenfélag Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði
heldur aðalfundinn
þriðjudaginn, 3. febr-
úar í safnaðarheimilinu
við Linnetstíg kl. 20.30.
Kvenfélagið Fjallkon-
urnar heldur spjall-
fund þriðjudaginn 3.
febrúar kl. 20 í safn-
aðarheimili Fella- og
Hólakirkju. Konur
beðnar að mæta með
handavinnu. Vöfflu-
kaffi.
Kvenfélag Laug-
arnessóknar. Aðal-
fundurinn verður
mánudaginn 2. febrúar
kl. 20 í safnaðarheimili
kirkjunnar.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Suðurlandi:
Skóverslun Axels Ó.
Lárussonar, Vest-
mannabraut 23, Vest-
mannaeyjum, s.
481 1826 Mosfell sf.,
Þrúðvangi 6, Hellu, s.
487 5828 Sólveig Ólafs-
dóttir, Verslunin
Grund, Flúðum, s.
486 6633 Sjúkrahús
Suðurlands og Heilsu-
gæslustöð, Árvegi, Sel-
fossi, s. 482 1300 Versl-
unin Íris, Austurvegi 4,
Selfossi, s. 482 1468
Blómabúðin hjá Jó-
hönnu, Unabakka 4,
815 Þorlákshöfn, s.
483 3794.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félags-
ins eru afgreidd í s.
540 1990 og á skrifstof-
unni í Skógarhlíð 8.
Í dag er sunnudagur 1. febrúar,
32. dagur ársins 2004, Bændadag-
ur, Brígidarmessa. Orð dagsins:
En það er hið eilífa líf að þekkja
þig, hinn eina sanna Guð, og þann
sem þú sendir, Jesú Krist.
(Jóh. 17, 3.)
Hjörtur Einarsson seg-ir hægt að beita
tungumálinu til að ná
áhrifum og völdum.
„Vissulega hafa margir
orðfærir menn komist til
valda með tungulip-
urðina eina helst að
vopni. Náð að heilla
fjöldann með seiðmögn-
uðum ræðum og sann-
færingarkraftinum fólgn-
um í hverju orði. En það
er ekki eingöngu á þann
hátt sem tungumálið get-
ur verið nýtt til að ná yf-
irhöndinni í samfélagi.
Helsti mátturinn sem
fylgir tungumálinu er
nefnilega falinn og fæstir
átta sig á að með því, að
haga orðfæri sínu á
ákveðinn hátt geta þeir
verið að taka til sín völd,
eða misst þau,“ segir
hann í pistli á Sellan.is.
Hjörtur nefnir þéringarsem dæmi. „Það er
ekki ýkja langt síðan
þéringar lögðust af hér á
landi þó að fáir undir
fertugu hafi alist upp við
slíkan sið. Þéringar eru
líklega einn af sýnileg-
ustu (eða áheyrilegustu)
þáttum valdbeitingar
með tungumáli. Það má
kannski teljast jákvætt
að þéringar leggist af,
sér í lagi í hugum jafn-
aðarmanna og mætti
sjálfsagt finna sam-
svörun á milli minni þér-
inga og meiri jafnaðar.
Það er líka nokkuð
dæmigert að þéringar
finnast einkum hjá einum
aðila á Íslandi í dag, hinu
opinbera. Í dag þykir það
nefnilega ekkert sér-
staklega vottur um kurt-
eisi að þéra einstaklinga.
Þvert á móti virðist sá
sem þérar vera að setja
sjálfan sig á stall. Það er
því engin kurteisi fólgin í
því þegar hið opinbera
þérar þig í bréfum. Þessi
aðferð er notuð til að fá
þig til að hlýða. Valdbeit-
ing heitir þetta öðru
nafni. Lúmskt, ekki
satt?“
Jón Einarsson skrifarlíka um áhrif orðanna
á vef ungra framsókn-
armanna en í öðru sam-
hengi. Nefnir hann
spjallþræði Netsins sem
dæmi og nýleg ummæli
Magnúsar Þórs Haf-
steinssonar þingmanns á
þeim vettvangi þar sem
hann sagðist ætla að
„bomba“ samstarfsmenn
sína á Alþingi. „Þannig
eiga þeir sem treyst er til
að setjast á þing og fara
með stjórn landsins ekki
að tala,“ segir Jón.
Hann segir eitt alvegljóst: „Hinn nýi vett-
vangur stjórnmálaum-
ræðunnar, spjallþræð-
irnir, er vandmeðfarinn.
Og þó svo að nafnleyndin
sem þeim fylgir geti
virkað hvetjandi á menn,
að setja fram skoðanir og
sjónarmið sem þeir vita
að kunna að vera óvin-
sæl, þá ber líka að huga
að því að hægt er að mis-
nota nafnleyndina. Og
þegar menn lesa það sem
þar kemur fram verða
menn að lesa það með
þessa mögulegu misnotk-
un í huga,“ segir Jón.
STAKSTEINAR
Máttur tungumálsins
Víkverji skrifar...
Nordica hótel er smekklegt aðmati Víkverja en þangað kom
hann í fyrsta skipti á blaðamanna-
fund á dögunum. Fundurinn var
haldinn í litlum fundarsal og fyrir
svörum sátu nokkrir einstaklingar.
Víkverji tók samviskusamlega að
vanda upp það sem fram fór á fund-
inum og hélt svo á vinnustaðinn til
að skrifa fréttina. En þá komst hann
að því sér til mikillar gremju að illa
heyrðist af segulbandinu hvað fram
fór á fundinum. Eiginlega heyrðist
ekki neitt. Samt hafði Víkverji sama
dag skipt um rafhlöður í tæki sínu
sem hann hefur oft notað og þekkir
út og inn. Víkverji fór að kvarta yfir
þessu við samstarfsfélaga og komst
að því að sá hafði sömu sögu að segja
af litlu fundarsölum Nordica. Ein-
hverra hluta vegna berst hljóðið illa
um salina sem eru annars til fyr-
irmyndar hvað allt annað varðar að
mati Víkverja. Héðan í frá mun Vík-
verji því einbeita sér að því að hrað-
skrifa allt sem fram fer á fundum í
þessum sölum og halda upp-
tökutækinu nálægt viðmælendum
sínum.
Reyndar er einn annar vinsællfundarstaður sem Víkverji hefur
slæma reynslu af hvað þetta varðar.
Hann er ekki einn um það og hefur
heyrt það sama frá fjölmörgum
starfsbræðrum sínum og -systrum.
Hér er um að ræða sjálft Þjóðmenn-
ingarhúsið, þ.e. stóra fallega salinn
þar sem fyrirmenn á borð við forseta
og forsætisráðherra erlendra þjóða
halda oft á tíðum blaðamannafundi
meðan á dvöl þeirra hér stendur.
Það er varla nokkur leið að heyra
orðaskil af segulbandsupptöku úr
Þjóðmenningarhúsinu. Hljóðið virð-
ist fara út og suður um þennan fal-
lega sal og enda sennilega á því að
fara beint út um gluggann, í það
minnsta ekki í segulbandið hjá
Víkverja.
x x x
Nú kann Víkverji engar skýringará því af hverju sumir fundarsalir
eru verri en aðrir hvað þetta varðar.
Hann hefur t.d. verið í mjög stórum
teppalögðum fundarsölum og heyrt
vel af segulbandinu en einnig verið í
sölum af sömu stærðargráðu þar
sem verra er að heyra orðaskil.
Kannski er þetta vandamál sem ein-
faldlega má laga. Kannski ekki.
Kannski er eitthvað að heyrn Vík-
verja. Hver svo sem skýringin er fær
Víkverji alltaf smáhnút í magann
þegar hann þarf að sitja mikilvæga
blaðamannafundi í Þjóðmenning-
arhúsi með erlendum þjóðhöfð-
ingjum. Umhverfið er vissulega til-
komumikið en það hjálpar nú lítið til
við fréttaskrifin. Segulbands-
upptaka er hins vegar orðin ómiss-
andi fyrir nútímablaðamanninn.
Morgunblaðið/Ásdís
Upptökutæki er þarfasti þjónn
nútímablaðamannsins.
Ættingja leitað
ÉG á ættingja á Íslandi og
óska eftir að komast í sam-
band við 2 konur á Íslandi.
Við erum fjórmenningar og
faðir þeirra hét Håkon Jen-
sen og var fæddur á eyjunni
Hitra sem er fyrir utan
Þrándheim. Ég veit ekki
hvað frænkurnar heita en
held að þær séu á sextugs-
aldri. Meðfylgjandi mynd
er af þeim á barnsaldri.
Ég vonast eftir að
ferðast til Íslands og vildi
gjarnan hitta þær þá og
vona ég að þær hafi sam-
band við mig en þær eiga
fleiri ættingja í Noregi og
eru þær beðnar að hafa
samband við:
Edgar Skjønhals,
P.O. Box 141,
N-2501 Tynset,
Norge.
Kleppsvegur 66–76
- endurfundir
VIÐ sem vorum búsett á
Kleppsvegi 66-76 á árunum
1965-1980 ætlum að hittast
laugardaginn 7. febrúar nk.
Þeir sem hafa áhuga á að
mæta geta fengið nánari
upplýsingar hjá Árnu Mar-
íu í síma 553 5392, Guðrúnu
í síma 553 6397 eða Svövu í
síma 691 3533.
Hvítur, loðinn
köttur týndur
HVÍTUR, ómerktur persa-
köttur með blá augu týndist
frá heimili sínu í Grjótaseli í
Breiðholti sl. þriðjudag.
Hann heitir Legolas og er
venjulega mjög loðinn en
var nýbúinn að fá klipp-
ingu. Legolas er inniköttur
og hefur því ekki ratað
heim til sín en þeir sem búa
í nágrenninu eru beðnir að
svipast um eftir honum í
bílskúrum og annars staðar
þar sem hann gæti hafa far-
ið inn. Persar eru mjög kul-
sælir og því er nokkuð víst
að Legolas hefur sótt ein-
hvers staðar inn. Þeir sem
hafa orðið varir við hann
eru beðnir að hafa samband
við Evu í síma 846 5662.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 blíða, 8 smákvikindi, 9
mannsnafn, 10 skart-
gripur, 11 hendi, 13
tarfs, 15 kuldastraum, 18
hrópa, 21 búinn, 22
víkka, 23 raunveruleiki,
24 logandi.
LÓÐRÉTT
2 einn postulanna, 3 upp-
hefð, 4 hitann, 5 skútu, 6
fita, 7 öruggur, 12 álít,
14 fæða, 15 spendýr, 16
snákur, 17 þreytuna, 18
ker, 19 launung, 20 bára.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 ámóta, 4 hægur, 7 japla, 8 rósum, 9 ráf, 11
norn, 13 þrír, 14 æskir, 15 fjör, 17 ásar, 20 fló, 22 vakur,
23 ljóri, 24 sárið, 25 neita.
Lóðrétt: 1 áþján, 2 óspar, 3 afar, 4 horf, 5 gusar, 6 róm-
ur, 10 Áskel, 12 nær, 13 þrá, 15 fávís, 16 öskur, 18 skóli,
19 reisa, 20 frið, 21 ólán.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16