Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 63

Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 63 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú gætir leiðst út í deilur um heimspekileg eða trúarleg mál- efni í dag. Spurðu sjálfa/n þig að því hvort rifrildið snúist ekki í raun og veru um eitthvað allt annað. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú vilt fá þínu framgengt ann- að hvort í vinnunni eða á heim- ilinu í dag. Reyndu að sýna þol- inmæði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú gerir þér grein fyrir því að samband þitt við einhvern þarf að breytast. Reyndu að vera opin/n og heiðarleg/ur og mundu að það þarf einhver að taka fyrsta skrefið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur mikla þörf fyrir að gera breytingar í kringum þig. Þú ættir þó að ganga úr skugga um að aðrir séu þér sammála áður en þú hefst handa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú berð heitar tilfinningar til einhvers en verður að gæta þess að fæla ekki viðkomandi í burtu með ákafa þínum. Ef þú heldur aftur af þér ætti sam- band ykkar að verða ánægju- lega eftirminnilegt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú getur ekki bætt samband þitt við vin þinn með því að breyta honum/henni. Eina leið- in til að bæta sambandið er að sætta þig við hann/hana eins og hann/hún er. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þig langar til að gera umbætur í vinnunni og þú gerir ráð fyrir að samstarfsmenn þínir séu þér sammála. Það er þó ekki sjálfgefið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samband þitt við einhvern ná- inn þér er komið á það stig að þið eruð sammála um að vera ósammála. Þú leggur að öllu jöfnu mikið upp úr stöðugleika. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fylgdu innsæi þínu og gerðu gagngerar umbætur á heim- ilinu. Hikaðu ekki við að losa þig við það sem þú hefur ekki lengur not fyrir. Þú þarft að geta byrjað alveg frá grunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú færð ekki fólk til að sam- sinna þér með því að æpa á það. Prófaðu að taka eitt skref aftur á bak þannig að félagi þinn geti stigið skref fram á við. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert haldin/n sterkri löngun til að kaupa eitthvað sem er sennilega ekki mjög skyn- samlegt. Það mælir hins vegar ekkert á móti því að þú íhugir möguleikana sem þér standa til boða. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það lítur út fyrir að samband sem hefur skipt þig miklu máli sé að rofna. Til að koma í veg fyrir það þarftu að sýna mikinn sveigjanleika og velvilja. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Afmælisbörn dagsins: Þú ert jarðbundin/n, vel að þér og hefur skarpa hugsun. Aldurinn mun færa þér aukinn andlegan styrk. HLUTAVELTA SVO virðist sem farið sé að nota so. að fljúga á annan veg en ég og vafalítið marg- ir fleiri hafa vanizt. Flug- maðurinn flýgur flugvél- inni, hvort sem hann er einn í vélinni eða farþegar með honum. Þá segir mál- venjan okkur, að það hafi t.d. verið flogið með far- þega til Ísafjarðar. Hins vegar var þeim aldrei flogið þangað, það er að segja, þeir voru ekki sjálfir þol- endur. Ég held lesendur geti verið mér sammála um þetta. Ég hef vissulega ein- hvern tímann heyrt so. að fljúga notað á þennan hátt og það ekki nýlega. Við at- hugun sé ég, að þetta so. hefur ekki verið til umræðu í þessum pistlum. Er þess vegna sjálfsagt að fara um það nokkrum orðum af gefnu tilefni. Fyrir fáum dögum var í fréttum Rík- isútvarpsins sagt frá fanga- skiptum í Ísrael. Með nokkra fanga var farið til Þýzkalands. Þá komst fréttastofan svo að orði eitthvað á þessa leið: Þeim var flogið til München. Þessi notkun so. að fljúga er ótæk. Þeim var aldrei flogið neitt, enda gandreið- ar löngu af lagðar. Hér átti auðvitað að segja, Flogið var með þá til Þýzkalands. Í OE 2002 segir m. a. svo um so. að fljúga: „2 ferðast með flugvél (flugtæki): ráð- herrann flaug til Færeyja í morgun.“ Ég held það væri fremur óviðfelldið að breyta þessu orðalagi og segja: ráðherranum var flogið til Færeyja í morgun. Flestir myndu áreiðanlega veigra sér við að komast þannig að orði. Auðvitað skilja allir, við hvað er átt, og engum dettur annað í hug en ráðherrann hafi verið innaborðs og í vélinni og flugmaðurinn flogið með ráðherrann til Færeyja, en ekki flogið honum sjálfum. Þá gerir enginn ráð fyrir því, að ráðherrann hafi stýrt flugvélinni, þótt sagt sé: hann flaug til Færeyja. Auðvitað var það flugmað- ur með réttindum, sem stjórnaði vélinni. – JAJ. ORÐABÓKIN Fljúga einhverju GAMALL MAÐUR OG HVÍTT HÚS Fugl, fugl dagsins er floginn til vesturs úr vitund minni. Lát fótatak mitt dreyma fjarlægð sín sjálfs undir forhlið þinni. Lát þinn hvíta vegg verða að húmbláum skugga í hugsun minni. Steinn Steinarr LJÓÐABROT 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Bb5 Dc7 4. Rf3 Rf6 5. O-O Rd4 6. He1 a6 7. Bf1 Rg4 8. g3 Rxf3+ 9. Dxf3 Re5 10. De2 e6 11. Bg2 d6 12. b3 Be7 13. Bb2 Rc6 14. Rd1 Rd4 15. Dd3 Bf6 16. c3 Rc6 17. Re3 O-O 18. Rg4 Be7 19. De2 Bd7 20. Hed1 a5 21. d4 a4 22. Hab1 axb3 23. axb3 Ha2 24. Re3 cxd4 25. cxd4 Bf6 26. e5 dxe5 27. dxe5 Be7 28. Rc4 Rb4 29. Rd6 Bc6 30. Dc4 Rd5 31. Bd4 Bxd6 32. exd6 Dd7 33. Bc5 Hc8 34. Dd4 Rf6 35. Bxc6 Hxc6 36. Ha1 Hxa1 37. Hxa1 Hc8 38. Ha7 Dc6 39. Ba3 h5 40. Db4 b5 41. Dd4 Hd8 42. Hc7 Df3 43. d7 e5 44. Dxe5 Dd1+ 45. Kg2 Hxd7 46. Hc5 h4 47. Df5 Hd8 48. Bb2 Rg4 49. Hc8 Hxc8 50. Dxc8+ Kh7 51. Df5+ Kg8 52. h3 Dxb3 53. Bxg7?? Margir skák- menn þekkja þá gryfju vel að tefla of stíft til vinn- ings í jöfnu tafli er leiðir til þess SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. að sá sem þráelkast við að fallast á skiptan hlut situr uppi með sárt ennið. Í þess- ari skák hafði Sergei Tivja- kov (2600), hvítt, reynt of mikið að vinna hinn unga bandaríska stórmeistara Hikaru Nakamura (2571) í B-flokki Corus skákhátíð- arinnar sem lauk fyrir skömmu. 53... Dxg3+! 54. fxg3 Re3+ 55. Kf3 Rxf5 svartur fær nú gjörunnið endatafl enda tveim peðum yfir. 56. Bc3 hxg3 57. Bb4 Kg7 58. Bc5 Kg6 59. Kg4 g2 60. Kf3 b4 61. Kxg2 b3 62. Ba3 Re3+ 63. Kf3 Rc4 64. Bc1 Kf5 65. h4 b2 66. Bxb2 Rxb2 67. h5 Kg5 68. Ke4 Kxh5 69. Kf5 Rc4 og hvítur gafst upp. ÞEGAR litið er á hendur NS ber ekki á öðru en að slemma í tígli sé nákvæmlega 50%. Norður ♠D82 ♥Á62 ♦D1095 ♣K64 Suður ♠ÁK5 ♥K74 ♦ÁKG842 ♣7 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 tígull Pass 2 tígar * Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar Pass Pass Pass * Góð hækkun. Vörnin á slag á laufás, en ef hann liggur í vestur má henda einu hjarta niður í laufkónginn. Í sveitakeppni er ásættanlegt að segja 50% hálfslemmur, því ágóðinn ef slemman vinnst er jafn tap- inu ef hún fer niður. Dæmi: Fyrir að vinna fjóra spaða með tveimur yfirslögum fást 480, en 980 fyrir slemmuna. Mismunurinn er 500 stig, eða 11 IMPar. Ef slemman tapast, fæst 450 fyrir geimið og 50 í viðbót fyrir einn niður í slemmunni. Aftur sami mis- munur, 500, og sveifla upp á 11 IMPa. Af þessu leiðir aug- ljóslega: Allar hálfslemmur sem eiga sér meira en 50% vinningsvon eru góðar. Og slemman að ofan er aðeins fyrir 50 prósentin. Það sést á þessu: Útspil vesturs er lauf- gosi, sem þýðir auðvitað það eitt að hann á ekki ásinn. Hvernig á að spila með tilliti til þess? Ef austur á fimmlit í hjarta til hliðar við laufásinn vinnst slemman nokkuð sjálfkrafa með þvingun: Norður ♠D82 ♥Á62 ♦D1095 ♣K64 Vestur Austur ♠G743 ♠1096 ♥D10 ♥G9853 ♦76 ♦3 ♣G10982 ♣ÁD53 Suður ♠ÁK5 ♥K74 ♦ÁKG842 ♣7 Sagnhafi lætur lítið lauf úr borði, trompar það næsta og tekur alla slagina í trompi og spaða. Síðasta slaginn tekur hann á spaðadrottningu í blindum, en á þá Áx í hjarta og laufkóng. Heima er hann með K74 í hjarta. Austur getur enga björg sér veitt, hann verður að henda hjarta og þá fæst úrslitaslagurinn á hjartahund heima. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Morgunblaðið/Sigríður Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 22.443 kr. til styrktar Fé- lagi aðstandenda Alzheimer-sjúklinga. Þær eru Hrefna Lára Sighvatsdóttir, Fanney Elsa Hólmgeirsdóttir, Rakel Tómasdóttir og Guðrún Haraldsdóttir. Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla16.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Óþolsgreining Hómópatinn og grasalæknirinn Roger Dyson verður staddur í Reykjavík dagana 4.-7. febrúar. Upplýsingar og tímapantanir í síma 588 3077 eða 897 3077. Námskeið í indverskri grænmetismatargerð Fæða fyrir sál og líkama Skemmtilegt eitt kvöld 4., 9. eða 11. feb. kl. 18—22.30 með Shabönu, símar 581 1465 og 659 3045. Indversk matargerð í eldhúsinu þínu. Ef þú vilt halda veislu þá kem ég á staðinn og sé um matinn. Skemmtileg gjafabréf fyrir þá, sem ætla að gefa skemmtilega gjöf. Nýbýlavegi 20, sími 554 5022. 16 ára afmælistilboð Súpa og fjórir réttir. Verð 1.000 á mann. Gildir til 1. febrúar. Skemmtifundur kl. 15.00 í dag í Glæsibæ Meðal harmónikuleikara er Svanur Úlfarsson Hljómsveit F.H.U.R. leikur nýja dagskrá undir stjórn Reynis Jónassonar. Félagar úr Harmonikufélagi Selfoss o.fl. Kaffikonur sjá um veitingar. Allir alltaf velkomnir á skemmtifundi F.H.U.R. F.H.U.R Afmælisþakkir Ég þakka hinum mörgu er heiðruðu mig á 90 ára afmæli mínu 31. desember sl., með gjöfum, blómum og hlýjum handtökum. Ég þakka ein- staklingum, landssamtökum og fjölskyldu minni fyrir ógleymanlegan dag. Franch Michelsen, úrsmíðameistari, Mánatúni 6, Reykjavík. Jóga fyrir karla Byrjendanámskeið í jóga fyrir karla hefst í íþróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ, 9. febrúar. Kennt verður á mánu- daga og miðvikuddaga kl. 20:30-21:45 í fjórar vikur. Upphitun, öndun, athyglisæfingar, jógastöður og slökun. Kennari er Anna Ingólfsdóttir kripalujógakennari. Upplýsingar og skráning í símum 565 9722 og 893 9723. Aðrir tímar í Kirkjuhvoli í Garðabæ Framhaldstímar........ þriðjud. og fimmtud. kl. 18:00-19:15 Byrjendur ................. þriðjud. og fimmtud. kl. 19:30-20:45 Anna Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.