Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 65

Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 65 Smánarbletturinn er kvik-mynd gerð eftir kunnriskáldsögu eins virtasta rit-höfundar Bandaríkjanna, Pulitzer-hafans Philips Roths. Þetta er snúin saga og margbrotin enda segir hún frá viðburðaríku lífs- hlaupi menntamannsins Coleman Silks og þrotlausri baráttu hans gegn blekkingu, hugsanadoða, for- dómum og þröngsýni kollega sinna og nemenda á meðan hann sjálfur var meistari feluleikja og tvískinn- unngsins. Margir höfðu efast um að hægt yrði að gera kvikmynd eftir þessari skáldsögu Roths sem kom út árið 2000 og var lokakafli þríleiks um sviptingar í lífi bandarísku þjóð- arinnar á árunum eftir seinni heims- styrjöldina. Gary Sinise, sá er er leikur sögumanninn Nathan Zuc- kerman, er einn þeirra, staðfestir hann í samtali sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við hann á dög- unum. „Þegar mér bauðst fyrst að taka þátt í kvikmyndun bókarinnar og leika á móti Anthony Hopkins, Nicole Kidman og Ed Harris las ég bókina en hikaði svolítið. Fannst þetta svo margþætt frásögn, svo inn- ræn og djúp að ég sá bara ekki fyrir mér hvernig hægt yrði að skila slíku í kvikmynd. En svo las ég handrit Nicholas Meyers og sannfærðist.“ Lítill rokkari Klukkan var átta að morgni í Los Angeles þegar samtalið átti sér stað, nokkuð sem verður að segjast harla óvenjulegur fótferðartími viðmæl- enda þeirra sem koma við sögu á síð- um Fólks í fréttum. Lék blaðamanni því forvitni að vita hvort Sinise væri alltaf vaknaður svona snemma, hvort hann væri almennt svona „assgoti stabíll“ náungi? „Ég var að koma börnunum í skól- ann. Vaknaði klukkan sex til að gera það. Þegar maður er með fjölskyldu þá stillir maður klukkuna eftir henni.“ – Lífsstíll leikarans er sem sagt ekkert í líkingu við lífsstíl rokk- arans? „Nei, örugglega ekki. Ef kvik- myndaleikari sem hefur nóg að gera ætlar að reyna að lifa lífi sínu eins og rokkstjarna, eltast við öll partí og hanga þar fram undir morgun þá brennur hann fljótt út. Þetta er skrambi erfið og krefjandi vinna, kvikmyndaleikurinn.“ – En þú áttir þína rokkstjörnu- drauma áður en þú gerðist leikari og varst í hljómsveitum, er það ekki? „Jú, ég var í fullt af hljómsveitum sem aldrei komust út úr bílskúrnum. Ég stend reyndar enn í þessu hljóm- sveitabrasi og var rétt í þessu að ákveða að fara í tónleikaferð í febr- úar þar sem ég og hljómsveit mín munum spila fyrir bandaríska her- menn í herstöðvum víða um heim, sams konar og Bob Hope var að gera hér á árum áður. Ég hef gert þetta nokkrum sinnum áður og haft mjög gaman af.“ – Hvað heitir hljómsveitin þín þá? „Í þessari ákveðnu ferð mun hún heita Lt. Dan Band vegna þess að í hvert skipti sem ég spila fyrir her- menn þá kalla þeir stöðugt á Lt. Dan,“ segir Sinise hlæjandi og vísar þar í það hlutverk sem hann er trú- lega hvað kunnastur fyrir, sem hinn andlega og líkamlega bæklaði félagi Forrest Gump. „Það er makalaust hvað þessi per- sóna er hermönnum ennþá ofarlega í huga.“ – Syngurðu? „Nei, bassaleikari.“ – Ertu svona taktfastur? „Jæja, ég er spilaði allavega á bassa í hljómsveitum frá unglings- aldri en lagði hann svo á hilluna þar til fyrir einum sex árum að ég fór aft- ur að plokka hann. Það var við tökur á myndinni Snake Eye (með Nicolas Cage) í Montreal, sem ég fór að spila aftur með náungunum þar.“ Stofnandi Steppenwolf- leikhópsins Sinise er 48 ára gamall, sonur kvikmyndaklipparans Robert L. Sin- ise, þriggja barna faðir og giftur leik- konunni Moira Harris. Fékk leiklist- arbakteríuna þegar hann lék í West Side Story í menntaskóla og var bú- inn að stofna ásamt tveimur félögum, sinn eigin leikhóp fljótlega eftir leik- listarnám árið 1974, sem heitir The Steppenwolf Theatre Company. Hann var orðinn nafntogaður og eftirsóttur sviðsleikari og leikstjóri þegar fyrst fór að bera á honum í sjónvarpi síðla á 9. áratugnum. Fyrsta kvikmyndahlutverkið fékk hann þó ekki fyrr en árið 1992 er hann stal senunni í stríðsdramanu magnaða A Midnight Clear. Sama ár leikstýrði hann sinni fyrstu kvik- mynd og lék aðalhlutverkið á móti John Malkovich í Mýs og menn Steinbecks, og hlaut mikið lof fyrir. Árið 1994 var samt ennþá stærra fyrir hann því þá fékk hann sína fyrstu Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir áðurnefnt hlutverk Lt. Dan í Forrest Gump. Upphaflega átti hlutverk Sinise að vera smærra í myndinni en hann segir Robert Benton, leikstjóra myndarinnar, sem tvisvar sinnum hefur hlotið Óskarsverðlaun – fyrir Kramer vs. Kramer (1980) og Places in the Heart (1985) – hafa viljað hlut- verkið stærra. „Benton og handrits- höfundurinn byrjuðu á því að yngja upp Zuckerman og vildu svo færa hann frekar inn í framvinduna, nær Silk. Það heillaði mig að leika áhorf- anda að lífi annars, enda Zuckerman sjálfur kominn í andlegt öngstræti.“ Hann segir höfund bókarinnar Philip Roth ekkert hafa komið ná- lægt gerð myndarinnar eða mótun persóna. – Þú hefur komið að mörgum myndum sem byggðar eru á skáld- verkum og gerðir sjálfur eina slíka mynd (Of Mice and Men). Er það vegna þess að þú kýst frekar slík verkefni? „Ég sækist eftir góðum og inni- haldsríkum sögum og ætli þær séu ekki oftar en ekki byggðar á skáld- verkum. Veit samt ekki hvort ég beri mig sérstaklega eftir kvikmynda- gerðum á skáldverkum.“ Aðspurður segist Sinise enn vera viðriðinn Steppenwolf-leikhópinn sinn en stígur þó æ sjaldnar á svið. Það gerðist síðast er hann lék í Gaukshreiðrinu á Broadway árið 2001 og hlaut mikið lof fyrir. Gary Sinise leikur í kvikmyndaútgáfu á Smánarblettinum eftir Philip Roth Taktfastur leikhúsúlfur Vinirnir Silk og Zuckerman í léttum dansi. Sinise og mótleikari hans Anth- ony Hopkins í hlutverkum sínum. Gary Sinise fer með veigamikið hlutverk í The Human Stain. Skarp- héðinn Guðmundsson ræddi við Sinise um Roth, rokk og ról. skarpi@mbl.is Smánarblettur (The Human Stain) er sýnd í Háskólabíói.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.