Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK.
GUÐJÓN Þórðarson hefur skrifað undir
nýjan samning við enska 2. deildarliðið
Barnsley, þar sem hann er knatt-
spyrnustjóri. Hann tók
við stjórn liðsins sl.
sumar en síðan skipti
félagið um eigendur og
hinir nýju voru nú að
semja við Guðjón upp á
nýtt.
„Það sem vekur at-
hygli mína er hve samn-
ingurinn er einfaldur í
sniðum – miklu einfald-
ari en samningur minn
við Stoke á sínum tíma.“ Hann gildir ekki
í ákveðinn tíma, en er ætíð uppsegj-
anlegur með 12 mánaða fyrirvara.
„Launaliðir eru svipaðir og í gamla samn-
ingnum, en bónusar miklu hærri og ef
rekstur félagsins batnar nýt ég líka góðs
af því,“ segir Guðjón.
Peter Ridsdale, aðaleigandi og stjórn-
arformaður félagsins, segir í samtali við
Morgunblaðið að aldrei hafi komið til
greina að skipta um framkvæmdastjóra
eftir að hann eignaðist félagið í haust.
„Nei, að mínu mati hefur [Guðjón] staðið
sig afar vel í starfi,“ sagði hann. Ridsdale,
sem áður var stjórnarformaður úrvals-
deildarfélagsins Leeds United, kveðst hrí-
fast af þeim aga og metnaði sem hann
segir einkenna störf Guðjóns, „enda hef
ég fullvissað hann um það að við munum
byggja félagið upp í sameiningu.“
Guðjón semur
á ný við
Barnsley
Afslappaður/20
ÓVENJU kalt hefur verið á land-
inu undanfarna daga og hefur
frost víða náð tveggja stafa tölu.
Samkvæmt spá Veðurstofu Ís-
lands verður ekkert lát á kuld-
anum í dag eða á morgun og
verður frost víða á bilinu 8 til 13
stig til landsins, en 3 til 8 við
sjávarsíðuna. Á þriðjudag er gert
ráð fyrir að dragi heldur úr
frosti og má reikna með að frost-
laust verði sunnanlands síðar í
vikunni.
Í gærmorgun mældist 23 gráða
frost á Setri suður af Hofsjökli
og á Hveravöllum var 18 gráða
frost. Enn er þó langt í að kulda-
met verði slegin en mestur kuldi
mældist frostaveturinn mikla
1918, þá var 38 gráða frost á
Grímsstöðum og í Möðrudal.
Í Reykjavík hefur Tjörnina
lagt en fáir virðast nýta sér hana
til skautaiðkunar þótt fjölmargir
stytti sér leið yfir hana.Morgunblaðið/Heiðar Þór
Áfram er
spáð frosti
UNGT fólk á aldrinum 18–24 ára, foreldrar
barna og fráskildir fresta eða hætta við heim-
sóknir til lækna umfram aðra hópa eða 28–33%
einstaklinga í þessum hópi. Þetta kemur meðal
annars fram í viðamikilli heilbrigðiskönnun sem
byggist á svörum nærri 2.000 einstaklinga á
aldrinum 18–75 ára um allt land en rannsóknin
leiddi í ljós að fjórði hver þátttakandi frestaði
eða hætti við heimsókn til læknis.
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor og doktor í
heilsufélagsfræði, segir að það sem skipti mestu
máli varðandi möguleika á að komast til læknis
sé að fólk hafi heimilislækni sem það þekki með
nafni, eigi auðvelt með að komast frá vinnu eða
heimili og að ekki sé langt að sækja þjónustuna.
Skýringar á því hvers vegna ungt fólk, 18–24
ára, frestar læknisheimsókn fremur en aðrir
eru í samræmi við þetta. Þannig hafa aðeins tæp
69% þeirra heimilislækni sem þau þekkja með
nafni. Elsti hópurinn, 65–75 ára, hefur hins veg-
ar nær allur, eða 90%, slíkan lækni.
„Tengsl yngsta fólksins við heilbrigðisþjón-
ustuna eru veik,“ segir Rúnar, „landfræðilegur
hreyfanleiki er líka mikill, meðal annars vegna
náms, og fjárhagsstaðan er oft slæm. Trygg-
ingaverndin er mun meiri hjá öldruðum og þeir
borga lág komugjöld í hverri heimsókn til lækn-
is. Athyglisvert er í þessu sambandi að enginn í
aldursflokknum 65–75 ára frestaði læknisheim-
sókn vegna kostnaðar en það gerðu hins vegar
13% í yngsta aldurshópnum.“
20 þúsund manns án heimilislæknis
Að sögn Óskars Einarssonar, formanns
Læknafélags Reykjavíkur, er áætlað að um 20
þúsund manns á Reykjavíkursvæðinu séu án
heimilislæknis. Óskar segir að aðgengi að heim-
ilislæknum á Reykjavíkursvæðinu hafi sýnst
erfiðara síðustu árin og að uppbygging heilsu-
gæslunnar sé ekki í takt við fólksfjölgun á svæð-
inu.
„Fyrir 10 árum var aðgengi að heimilislækn-
um þannig að allir gátu fengið tíma innan 2ja til
3ja daga,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, pró-
fessor í heimilislækningum við Háskóla Íslands.
„Þetta hefur breyst síðustu 5 árin. Nú þarf fólk í
sumum tilvikum að bíða í allt að viku ef ekki er
um bráðatilfelli að ræða.“
Jóhann Ágúst bendir á að mikið af tíma sér-
fræðinga fari í eftirlit sem kemur í veg fyrir að
þeir geti tekið eins marga nýja sjúklinga. „Þeir
ættu að geta vísað þessu eftirliti til heimilis-
læknanna. Ef þeir hins vegar gerðu það myndu
heilsugæslustöðvarnar ekki ráða við það að
óbreyttu. Aðallausnin er að mínu mati að fjölga
heimilisæknum. Annað úrræði væri til dæmis að
breyta launakerfinu þannig að hluti launanna
væri afkastahvetjandi. Enn ein lausnin væri að
auka þátt annars heilbrigðisstarfsfólks í hjúkr-
unar- og sálfræðiþjónustu. Hjúkrunarfræðing-
ar gætu annast fleiri störf en þeir gera nú, til
dæmis krabbameinsleit, sykursýkiseftirlit,
blóðþrýstingseftirlit og ráðgjöf af ýmsu tagi,“
segir Jóhann Ágúst.
Ungt fólk, foreldrar barna og fráskildir leita síður til læknis
Fjórði hver frestaði eða
hætti við að fara til læknis
Tímarit/18
„JEG VAR presenteraður fyrir
Konunginum, sem accepteraði
mig, og hef jeg fengið officiel
tilkynningu frá Alberti [Íslands-
ráðherra] um, að Konungur,
hafi ályktað að útnefna mig frá
og með þeim degi að telja, er
lögin öðlast gildi,“ segir Hannes
Hafstein, fyrsti ráðherra Ís-
lands, í bréfi til Klemensar
Jónssonar, sýslumanns Eyfirð-
inga og bæjarfógeta á Akureyri,
dagsettu 17. nóvember 1903.
Bréf Hannesar til Klemensar
þar sem hann óskaði eftir því
við Klemens að hann tæki að
sér embætti landritara, eru í
eigu afkomenda Klemensar og
hafa ekki áður komið fyrir al-
menningssjónir.
Í grein Önnu Agnarsdóttur,
dósents í sagnfræði við Háskóla
Íslands og barnabarns Klemens-
ar, í aukablaði Morgunblaðsins
um 100 ára afmæli heima-
stjórnar er bréf Hannesar og
svarbréf Klemensar birt í heild
sinni.
Agnar Klemens Jónsson, son-
ur Klemensar, varðveitti bréfin
í bankahólfi áratugum saman
og segist Anna ekki vita til þess
að vitnað hafi verið til þeirra
eða greint frá innihaldi þeirra
áður. Anna segir fjölskylduna
hafa varðveitt heilmikið af per-
sónulegum heimildum Klemens-
ar og bréfin frá Hannesi hafi
verið þar á meðal. „Fjölskyldan
hefur vitað um þessi bréf og
hefur haldið þeim til haga.
Pabbi hefur væntanlega ætlað
að nota sér bréfin einhvern tím-
ann en ekki komið því í verk,“
segir Anna
Valdi Klemens
„Nú er hið fyrsta og merk-
asta sem fyrir liggur, að fá
rjettan mann til landrit-
unarstöðunnar, sem er sú af-
armikilsvarðandi. Þjer mun ef
til vill vera kunnugt, að þar eru
skiptar skoðanir, eins og geng-
ur, og einn heldur þessum fram,
annar hinum. Jeg er enn og hef
stöðugt verið sömu skoðunar
eins og jeg lauslega ljet í ljósi
við þig í þingbyrjun í sumar, að
jeg kýs helst þig, og er því efni
þessa brjefs að spyrja þig, hvort
þú viljir takast landritaraemb-
ættið á hendur,“ skrifaði Hann-
es í bréfi til Klemensar Jóns-
sonar.
Skemmst er frá því að segja
að Klemens ritaði Hannesi bréf
frá Akureyri og tók tilboðinu
og gegndi Klemens síðan land-
ritaraembættinu til 1917 þegar
það var lagt niður og fyrsta
þriggja ráðherra stjórnin var
skipuð.
Áður óbirt bréf Hannesar Hafstein birt á aldarafmæli Heimastjórnar
Geymd í bankahólfi áratugum saman
Morgunblaðið/Ásdís
Anna Agnarsdóttir með bréfin
frá Hannesi Hafstein og svarbréf
Klemensar. Heimastjórn/B9
ÍSLENDINGAR fjárfestu tuttugu millj-
örðum króna meira erlendis á árinu 2003
en árið á undan og hafa aldrei varið jafn-
háum fjárhæðum til
erlendra verðbréfa-
kaupa og í fyrra frá
því farið var að
halda saman upplýs-
ingum í þessum efn-
um fyrir tíu árum
síðan.
Samtals námu er-
lend verðbréfakaup
í fyrra 45,5 milljörð-
um króna en á árinu
2002 voru keypt er-
lend verðbréf fyrir
25,7 milljarða
króna. Kaupin árið 2000 námu 40,5 millj-
örðum króna, en á árinu 2001 voru kaupin
hverfandi miðað við það og námu einungis
3,7 milljörðum króna, samkvæmt upplýs-
ingum tölfræðisviðs Seðlabanka Íslands.
Fimmtungur eigna erlendis
Það eru lífeyrissjóðirnir sem einkum
standa fyrir þessum fjárfestingum erlend-
is. Í lok nóvember síðastliðins nam erlend
verðbréfaeign lífeyrissjóðanna 152,2 millj-
örðum króna sem var tæpur fimmtungur
af hreinni eign þeirra og hafði vaxið um
fjögur prósentustig á árinu, að því er fram
kemur á heimasíðu Landssamtaka lífeyr-
issjóða.
Fram kemur að heimsvísitala hlutabréfa
Morgan Stanley hækkaði um 30% í Banda-
ríkjadölum á síðasta ári eftir lækkanir
þrjú árin þar á undan. Hins vegar lækkaði
Bandaríkjadalur um 11,9% gagnvart ís-
lensku krónunni á síðasta ári og evran
hækkaði um 6%.
Erlend verð-
bréf keypt
fyrir 45,5
milljarða
#"
,---.,--/
@
G
HI
G)) G)( G)/ G)-
JHK
IHK
GIHI
♦♦♦