Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 11
MINNSTAÐUR | VESTURLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 11 FRÁBÆRT VERÐ ! OSRAM flúrperur Lumilux Daylight, Lumilux Cool White Lumilux Warm White Lumilux Interna Kaupbætir fy lg i r hver jum 100 stk af perum. Jóhann Ólafsson & Co Johan Rönning Reykjavík/Akureyri Rekstrarvörur Reykjavík Rafbúðin Álfask. Hfj. Rafbúð R.Ó. Keflavík Árvirkinn Selfoss Faxi Vestmannaeyjar Rafás Höfn S.G. Raftv. Egilsstaðir Víkurraf Húsavík Ljósgjafinn Akureyri Tengill Sauðárkrókur Straumur Ísafjörður Glitnir Borgarnes Rafþj.Sigurdórs Akranes Það birtir til með OSRAM Kynningarfundur Ferðaþjónustu bænda Í febrúar-apríl mun Ferðaþjónusta bænda halda 9 fundi vítt og breitt um landið til að kynna starfsemi samtakanna. Kynnt verður vinna í gæðamálum, umhverfismálum, markaðs- og sölumálum, vef- og tæknimálum ásamt rannsókna- og kennslu- starfi ferðamáladeildar Hólaskóla. Með í för er Árni Jósteinsson, nýráðinn starfsmaður Bændasamtakanna, sem mun kynna verk- efnið „Sókn til sveita“ en það felst í ráðgjöf varðandi atvinnuþróun og nýsköpun sem lýtur að öðru en hefðbundnum landbúnaðar- greinum. Dagskrá næstu viku: 24. feb. - þriðjudagur Kríunes við Elliðavatn kl. 20.00 25. feb. - miðvikudagur Hellishólar í Fljótshlíð kl. 20.00 26. feb. - fimmtudagur Smyrlabjörg í Suðursveit kl. 19.00 Allar nánari upplýsingar um fundina eru á www.sveit.is Stafholtstungur | Varmalands- skóli í Borgarfirði hefur nú bæst í hóp þeirra „skógarskóla sem taka þátt í þróunarverkefninu „Lesið í skóginn – með skólum. Að verk- efninu koma Skógrækt ríkisins, Kennaraháskóli Íslands, Kenn- arasamband Íslands, Norðurlands- skógar og Námsgagnastofnun auk sjö grunnskóla af öllu landinu. Undirritun samnings um að- komu Varmalandsskóla að verk- efninu fór fram við formlega at- höfn í skógarreit við skólann síðastliðinn miðvikudag. Skóla- stjóri Varmalandsskóla, Flemming Jessen, flutti ræðu og nemendur skemmtu viðstöddum með hljóð- færaleik, söng og ljóðaupplestri auk þess sem boðið var upp á hressingu á eftir. Helga Halldórsdóttir, formaður skólanefndar Varmalandsskóla, afhenti skógsvæði umhverfis skól- ann sem er í eigu sveitarfélagsins til afnota til verkefnisins. Auk Varmalandsskóli bætist í hóp „skógarskóla“ Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktarinnar, (t.h.) og Flemming Jes- sen, skólastjóri Varmalandsskóla, innsigluðu samkomulag um verkefnið. þess var formlega opnuð bjál- kabrú sem nemendur hafa smíðað úr skógarafurðunum. Birgir Hauksson skógarvörður gaf skól- anum veðurmæli, einnig smíðaðan úr heimafengnum efnivið. Hinir „skógarskólarnir“ eru Hrafnagilsskóli í Eyjafirði, Hall- ormsstaðarskóli á Héraði, Flúða- skóli á Suðurlandi, Laug- arnesskóli í Reykjavík, Kleppjárnsreykjaskóli í Borg- arfirði og Andakílsskóli í Borg- arfirði. Tilgangur verkefnisins er að safna þekkingu og reynslu um skipulega fræðslu um skóga og skógarnytjar í grunnskólum auk þess að efla útinám á öllum ald- ursstigum. Verkefnisstjóri „Lesið í skóginn – með skólum“ er Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi skógræktarinnar, en hann átti einnig hugmyndina að þessu samstarfsverkefni. Að sögn Ólafs þróaðist hugmyndin upp úr svipuðu verkefni í Reykja- vík sem hefur verið í gangi frá árinu 2001. Hann segir síðustu kynslóð hafa verið kynslóð rækt- unar, en nú sé komið að því að kenna komandi kynslóðum að hirða skóginn og afla þekkingar og reynslu í úrvinnslu skógar- afurðanna, reynslu sem við búum ekki yfir hér á landi og flyst því ekki sjálfkrafa á milli kynslóða. Auk þess sé þetta kærkomin upp- stokkun á náminu hjá grunn- skólabörnunum og góð leið til að nýta lengingu skólatímans vor og haust til skapandi skólastarfs. Farið var af stað með verkefnið síðastliðið haust með því að kenn- arar skólanna sóttu námskeið í úr- vinnslu skógarafurða og skóla- börnin hófu söfnun skógarafurða sem þau hafa nú þegar hafið úr- vinnslu úr með dyggri aðstoð kennara sinna. Einnig munu nem- endur taka þátt í skipulagningu svæða, gerð göngustíga og sett verða upp smíðaverkstæði í skól- unum svo eitthvað sé nefnt. Verk- efnið nær til loka ársins 2006. Sjö skólar taka þátt í verkefninu um okkur þurfa að einbeita okkur að ákveðnum þáttum, en sú stefnumót- un er ekki fullmótuð enn. Samt ligg- ur ljóst fyrir að við munum leggja áherslu á liðskiptaaðgerðir og kven- sjúkdóma- og fæðingarþjónustu.“ Liðskiptaaðgerðum á Sjúkrahúsi Akraness hefur stöðugt fjölgað á undanförnum árum. Fyrstu lið- skiptaaðgerðirnar voru gerðar á Akranesi 1991 en það ár voru fram- kvæmdar 13 gerviliðaaðgerðir á mjöðm en fyrsta liðskiptaaðgerðin á hné var gerð árð 1995. Í fyrra voru liðskiptaaðgerðir 82 talsins og hafði þá fjölgað um 50% frá árinu áður. Af þeim voru 45 mjaðmaliðaaðgerðir og 37 liðskiptaaðgerðir á hné. Vonir standa til að aðgerðum þessum fjölgi enn frekar á þessu ári og að gerðar verði um það bil 3 aðgerðir í viku. Þá hefur fæðingum fjölgað mikið, ÞAÐ var jákvætt hljóð í þeim Stein- unni Sigurðardóttur hjúkrunarfor- stjóra og Guðjóni Brjánssyni fram- kvæmdastjóra og þau segjast bæði horfa björtum augum til framtíðar- innar. Sjúkrahús Akraness hefur yf- ir að ráða sérfræðingum í 13–15 sér- greinum og það þykir gott í ekki stærra sveitarfélagi. Þessir sérfræð- ingar reka stofur í Reykjavík og koma með sína sjúklinga á SHA og hefur orðið umtalsverð aukning í að- gerðum bæði á kvennadeild og handlæknisdeild að undanförnu. Alls eru gerðar tæplega 3.000 aðgerðir á ári, stórar og smáar, og hefur þeim fjölgað um tæplega 10% frá 2002– 2003. Steinunn sagði að þessi jákvæða þróun sé í raun þveröfug við það sem spáð hafði verið með tilkomu Hvalfjarðarganganna. „Margir töldu að hér yrði ef til vill ekkert eft- ir nema öldrunarstofnun,“ segir hún. „Þetta hefur svo sannarlega ekki ræst því starfsemin hefur aukist jafnt og þétt.“ Alls starfa um 240 manns við Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina á Akranesi sem í stjórnsýslunni geng- ur undir nafninu Heilbrigðisstofnun Akraness. Guðjón Brjánsson segir að reksturinn hafi gengið ágætlega og á síðasta rekstrarári var rekstr- arniðurstaðan jákvæð. Liðskiptaaðgerðir stór þáttur í starfseminni „Þessi árangur næst ef allir eru vakandi. Það hefur t.d. áður verið sagt frá því að okkur hefur tekist vel að halda lyfjakostnaði niðri. Við telj- en 208 börn fæddust á Sjúkrahúsi Akraness á nýliðnu ári, eða 50 fleiri en 2002. Fjölgunin nam því 30% á milli ára. Á þessu ári hafa þegar fæðst 40 börn á SHA. Steinunn segir athyglisvert að þessi fjölgun verði á sama tíma og fæðingardeildin sé í bráðabirgða- húsnæði. Ný deild verði tekin í notk- un í vor og gaman að vita hvort fæð- ingum fjölgi ekki enn meira á nýrri og vel búinni deild. Fjölgun sæng- urkvenna er mest frá svæðum utan Akraness. Mest frá Reykjavík, en það færist í vöxt að konur sem ætt- aðar eru frá Akranesi eða eiga önn- ur tengsl komi þangað til að fæða. Á SHA hefur verið unnið að margskonar nýbreytni. Meðal þess má nefna tilraunaverkefni þar sem iðjuþjálfari á vegum heilsugæslunn- ar hefur unnið með börn í samvinnu við barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Við verkefnið starfa einnig barnalæknir, sálfræðingur og heilsugæslulæknir. Um er að ræða börn sem eiga erfitt með einbeit- ingu, eru ofvirk eða skortir hreyfi- færni. Þau fara í gegnum greiningu og síðan þjálfun. Þjónustan hefur aðallega verið í boði fyrir börn í heilsugæsluumdæminu, sem er Akranes og hrepparnir sunnan Skarðsheiðar, en Guðjón segist von- ast til að hægt verði að bjóða svona þjónustu fyrir allt Vesturland og mun verkefnisstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu skoða hvaða þjónusta þurfi að vera til staðar fyrir börn með ýmis frávik. Undir Sjúkrahúsið heyrir allt gamla Vesturlandskjör- dæmið, en einnig hefur þjónustan náð norður í Strandasýslu og Húna- þing vestra. Sjúkrahúsið og heilsugæslan á Akranesi heldur úti mjög öflugum vef þar sem mikið magn upplýsinga er að finna. SHA hefur gefið út mik- inn fjölda af bæklingum með fræðsluefni fyrir sjúklinga og þeir eru allir aðgengilegir á vefnum. Auk þess er þar að finna upplýsingar um starfsemina, lista yfir starfsfólk, fréttir og fleira. Slóðin er www.sha- .is. Guðjón og Steinunn segja stofn- unina eiga mikla möguleika í fram- tíðinni. „Við þurfum að finna farveg til að vinna meira með öðrum stofn- unum, svo sem Landspítala – há- skólasjúkrahúsi,“ sagði Guðjón. „Ég sé fyrir mér að Sjúkrahús Akraness geti tekið að sér ákveðna þætti fyrir Landspítalann. Við erum vel í sveit sett og ekki hægt að tala um að fjar- lægðir séu hindrun.“ Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin Reksturinn í jafnvægi og starfsemin eykst Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Horfa bjartsýn fram á veginn. Steinunn Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri og Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri stýra spítalanum á Akranesi. Sjúkrahúsið á Akranesi er með stærstu vinnustöðum á Vesturlandi. Stjórnendur hans sögðu Ásdísi Haraldsdóttur að reksturinn hefði gengið bærilega og alltaf væri starfsemin að aukast. asdish@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.