Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 26
HESTAR 26 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ KEPPNISTÍMABILIÐ er nú hafið af góðum krafti og hafa nokkur hestamót verið haldin og má þar nefna vetrarmót á Gaddstaðaflöt- um, hjá Geysi, á Æðarodda hjá Dreyra, hjá Sörla í Hafnarfirði og á ís á Meðalfellsvatni hjá Herði og á ís á Kjóavöllum hjá Andvara svo eitt- hvað sé nefnt. Mótið á Meðalfellsvatni fór fram fram í blankalogni og blíðu á sunnu- dag fyrir rúmri viku. Þátttaka var fín, en um 40 knapar mættu til leiks og nokkur fjöldi áhorfenda skemmti sér vel. Bændur í Kjós ruddu braut- ir vítt og breitt um vatnið þannig að hægt var að fara í fínan útreiðartúr á ísnum. Allt sem fram fór var kvik- myndað og verður notað sem uppi- staða í sjónvarpsþætti sem Banda- ríska sjónvarpsstöðin Horse TV (http://www.horse-tv.com/cent- ral.html ) mun sýna í apríl og end- ursýna fjórum sinnum á næstu 6 mánuðum. Úrslit urðu eftirfarandi: Unglingar 1. Ásaug A. Sigurbjörnsdóttir á Aldísi frá Ragnheiðarstöðum 2. Linda R. Pétursdóttir á Aladín Konur 1 . Bíbí Gunnarsdóttir á Fróða frá Hnjúki 2. Ásta B. Benediktsdóttir á Írafár frá Ak- ureyri 3. Camilla Rip á Gerplu frá Ási 1 4. Halldóra S. Guðlaugsdóttir á Gusti frá Lækjarbakka 5. Ragnheiður Þorvaldsdóttir á Hervöru frá Hvítárholti Karlar 1. Sigurbjörn Magnússon á Búa frá Kiða- felli 2. Ásgeir Heiðar á Þorra frá Stykkishólmi 3. Ólafur Ólafsson á Rakel frá Hjálmholti 4. Atli Helgason á Fífli frá Flekkudal 5. Guðmundur Björgvinsson á Flugari frá Hvítárholti Meistarar 1. Súsanna S. Ólafsdóttir á Garpi frá Torfa- stöðum 2. Guðlaugur Pálsson á Mekki frá Björgum 3. Kristján Magnússon á Hrafnari frá Hind- isvík 4. Bjarni Kristjánsson á Ófeigi frá Þorláks- stöðum 5. Þórdís Gunnarsdóttir á Mekki frá Skarði Vetrarmót Andvara haldið á Kjóavöllum Pollar 1. Andri Ingason, Glampi frá Litla-Hamri, 15 v., brúnskjóttur. 2. Steinunn Jónsdóttir, Mundi frá Torfa- stöðum, 13 v., brúnn. 3. Gunnar Sigurðsson, Fjöður frá Garðabæ, 25 v., móskjótt. 4. Sara Ý. Guðjónsdóttir, Erill frá Gunn- arsholti, 12 v., brúnn. Börn 1. Ástríður Magnúsdóttir, Pjakkur frá Garðabæ, 7 v., jarpur. 2. Lydia Þorgeirsdóttir, Páfi frá Reykjadal, 14 v., rauður. 3. Rebekka Guðmundsdótir, Lómur frá Eyjólfsstöðum, 10 v., grár. 4. Kolbrún Inga Bjarnadóttir, Gutti frá Fljótshlíð, 7 v., jarpur. Unglingar 1. Áslaug A. Sigurbjörnsdóttir, Aldís frá Ragnheiðarstöðum, 6 v., bleik. 2. Ólöf Þ. Jóhannesdóttir, Stjörnudís frá Kjarnholtum, 9 v., jörp. 3. Ásta S. Harðardóttir, Sölvi frá Hólavatni, 9 v., rauðblesóttur. 4. Sandra S. Rúnarsdóttir, Felgur frá Ket- ilsstöðum, 6 v., rauðjarpur. 5. Anna G. Oddsdóttir, Rauður frá Skóg- arkoti, 9 v., rauður. Ungmenni 1. Ívar Örn Hákonarson, Rosi frá Hlíð, 11 v., jarpur. 2. Halldór F. Ólafsson, Nýherji frá Hjarð- arholti, 11 v., grár. 3. Már Jóhannsson, Valíant frá Miðhjáleigu, 10 v., móálóttur. 4. Ingvar Freyr Ingvarsson, Snuggur frá Eyrarbakka, 7 v., brúnn. 5. Margrét S. Kristjánsdóttir, Safír frá Þór- eyjarnúpi, 11 v., grár. Konur II 1. Silvía R. Gísladóttir, Krummi frá Heims- enda, 8 v., brúnn. 2. Anna M. Hedman, Snót frá Selfossi, 11 v., rauðskjótt. 3. Inga D. Sváfnisdóttir, Hausti frá Efri- Hömrum, 8 v., grár. 4. Oddný Erlendsdóttir, Máni frá Sólvöll- um, 11 v., brúnstjörnóttur. 5. Ingibjörg Bjartmars, Gosi frá Reykjum, 11 v., rauðblesóttur. Karlar II 1. Ingi Guðmundsson, Greifi frá Oddgeirs- hólum, 10 v., brúnn. 2. Sigurbjörn Magnússon, Búi frá Kiðafelli, 11 v., móálóttur. 3. Ásgeir Heiðar, Þorri frá Forsæti, 8 v., móálóttur. 4. Jón Halldórsson, Kópur frá Hvanneyri, 9 v., jarpur. 5. Jón Magnússon, Mósart frá Einiholti, 14 v., móálóttur. Konur I 1. Þórdís Gylfadóttir, Katla frá Flugumýri, 5 v., brún. 2. Erla Gylfadóttir, Brúnka frá Varmadal, 10 v., brún. 3. Randý Friðjónsdóttir, Garri frá Gerðum, 6 v., bleikálóttur. 4. Dagný Bjarnadóttir, Ljómi frá Brún, 8 v., moldóttur. 5. Britha Kristiansen, Hljómur frá Hofi, 7 v., jarpur. Karlar I 1. Kristján Stefánsson, Þróttur frá Efri- Hömrum, 8 v., jarpur. 2. Ársæll Hafsteinsson, Elding frá Brekk- um, 6 v., svört. 3. Sveinn Gaukur, Skuld frá Garðabæ, 5 v., brúnstjörnótt. 4. Jón Ó. Guðmundsson, Baldur frá Holts- múla, 8 v., rauðtvístjörnóttur. 5. Ágúst Hafsteinsson, Aþena frá Gýgjar- hóli, 5 v., rauðblesótt Keppnistímabilið hafið af krafti NÁMSKEIÐAHALD er nú víða komið í fullan gang víða um land og hafa ýmsir góðir kostir verið í boði. Má þar nefna námskeið á vegum suðurdeildar Félags tamn- ingmanna þar sem Eyjólfur Ísólfs- son kenndi um helgina. Þá er vænt- anlegur til landsins heimsmeistarinn í gæðingaskeiði Johan Häggberg frá Svíþjóð en hvorki er búið að tíma né staðsetja það námskeið enn. Lands- liðseinvaldurinn Sigurður Sæ- mundsson brá sér hinsvegar á nám- skeið hjá Þjóðverjanum Christoph Müller sem kennir þessa dagana grunn að klassískri reiðmennsku í Hindisvík í Mosfellsbæ við góðar undirtektir en meðal annarra þátt- takenda má nefna Trausta Þór Guðmundsson og Sigurð Sigurð- arson ásamt umboðsmanni íslenska hestsins Jónasi R. Jónssyni. Á myndinni situr Sigurður hryssuna Spyrnu frá Holtsmúla undir vök- ulum augum Christophs. Morgumblaðið/Vakri Gróska í námskeiðahaldi MIKIÐ er um að vera í reiðhöllinni Svaðastöðum um þessar mundir, enda núna tíminn sem notaður er til að temja og undirbúa sýningar- og keppnishross fyrir sumarið. Að sögn Ingimars Ingimars- sonar framkvæmdastjóra Svað- astaða er Skagfirska mótaröðin, sem svo er nefnd að hefjast og er fyrsta mótið þann 27. þessa mán- aðar, þar sem keppt verður í fjór- gangi og tölti, þann 12. mars í fimmgangi og skeiði og þannig áfram, en síðan í byrjun apríl verði úrslitakeppni þar sem stigahæstu keppendur leiða að lokum saman hesta sína og fá fram niðurstöðu um gæði og frammistöðu kepp- enda. Þá sagði Ingimar að nú annað árið í röð væri kenndur sex eininga valáfangi í hestamannsku við Fjöl- brautaskólann sem nefndist Jór, og nyti hann vaxandi vinsælda, og ein- mitt á meðan dvalið var hjá Ingi- mar voru þrjár ungar stúlkur að spretta af hestum sínum og ljúka kennslustundinni, en aðrir nem- endur voru farnir. Einnig sagði Ingimar að barna- og unglingastarf hestamannafélag- anna í Skagafirði færi fram í reið- höllinni aðra hverja helgi og sæktu þá fræðslu tæplega 60 krakkar og gengi mjög vel. Þess á milli fengju bæði frjálsíþróttamenn og knatt- spyrnumenn að iðka sínar íþróttir í höllinni og væri því ljóst hversu mikil þörf væri á góðri aðstöðu eins og hér væri. Auk hins hefðbundna starfs væru svo allmargar hátíðir og nefndi Ingimar þar til 10. apríl, þegar karlakórinn Heimir og reið- höllin héldu samkomu þar sem kór- inn og hestarnir færu með aðal- hlutverkinn og benti á að á síðasta ári hefði verið flutt leikgerð Jóns Ormars Ormssonar á sögunni um Djáknann á Myrká, en nú yrði saga Solveigar og séra Odds á Miklabæ skoðuð, og dagana 23. og 24. apríl væru dagar sem kallaðir væru Tek- ið til kostanna á Króknum. Þessir tveir dagar væru ásettir fjölmörgum glanssýningaratriðum þar sem þeir bestu, bæði meðal hesta og knapa færu á kostum. Morgunblaðið/Björn Björnsson Nemendur Fjölbrautaskólans f,v. Silja, Ásta og Margrét ánægðar með námsbrautina Jó að lokninni kennslustund. Skagfirska mótaröðin að hefjast HESTAMANNAFÉLAGIÐ Glaður stendur þessa dagana fyrir reið- námskeiði í Búðardal. Kennari er Anton Páll Níelsson. Kennt er í fjögra manna hópum og eru nem- endurnir alls 23 talsins, á öllum aldri, allt frá börnum sem eru að byrja í hestamennskunni til atvinnu- tamningamanna. Anton mun koma og kenna í þrjú skipti, tvo daga í senn. Anotn er einn aðalreiðkennari Hólaskóla og er jafnframt með þjálf- ara- og reiðkennarapróf FT. Þar sem engin reiðskemma er í Dölunum þurfa menn að treysta á veðurguð- ina sem brugðust ekki þessa helgina. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Valberg Sigfússon, Monica Backmann og Einar H. Einarsson í tíma hjá Antoni Páli Níelssyni, reiðkennara frá Hólum. Hestamennskan blómstrar í Dölum Ást og umhyggja Barnavörur www.chicco.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.