Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 27 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Skrifstofa fjarskipta og öryggisþátta samgöngumála fer með yfir- stjórn öryggismála siglinga, flugs og umferðar á landi auk fjarskipta- mála. Umferðarmál fluttust til samgönguráðuneytisins í janúar síð- astliðnum. Á skrifstofunni er unnið að stefnumótun í málaflokkum hennar, gerð lagafrumvarpa og reglugerða og afgreiðslu stjórnsýslu- mála. Deildarsérfræðingur í samgönguráðuneytinu Staða deildarsérfræðings á skrifstofu fjarskipta og öryggisþátta samgöngumála í samgöngu- ráðuneytinu er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með lögfræði- eða verkfræðimenntun, önnur háskólamenntun kemur einnig til greina. Framhaldsmenntun og starfsreynsla að loknu háskólanámi er æski- leg. Umsækjendur þurfa að búa yfir góðri færni í íslensku, enskukunnáttu og kunnáttu í einu Norðurlandarmáli. Einnig að hafa frumkvæði og geta unnið sjálfstætt. Starfið felur í sér mikil samskipti og krefst hæfileika til að vinna með öðrum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi FHSS og fjármálaráðuneytisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu berast samgönguráðuneyt- inu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykj- avík, eigi síðar en 8. mars nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 545 8200. Netfang: sigurbergur.bjornsson@sam.stjr.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR SEFL - Samtök eldri félaga í Lífeyrissjóði verkfræðinga Aðalfundur Samtaka eldri félaga í Lífeyrissjóði verkfræð- inga verður haldinn í húsi Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9, kjallarasal, miðvikudag- inn 3. mars 2004 kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. NAUÐUNGARSALA Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp í Fiskeldisstöð í landi Gil- eyrar, 460 Tálknafirði, mánudaginn 1. mars 2004 kl. 17.30: Tölvur með tilheyrandi búnaði. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 20. febrúar 2004. Björn Lárusson, ftr. Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp í Fiskeldisstöð í landi Gil- eyrar, 460 Tálknafirði, mánudaginn 1. mars 2004 kl. 17.00: Oxy Gueard viðvörunarkerfi. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 20. febrúar 2004. Björn Lárusson, ftr. TILBOÐ / ÚTBOÐ Óskað er eftir tilboðum í verkið: „Geymir 3 á Reynisvatns- heiði - stálsmíði og frá- gangsvinna“ Verkið felst í að smíða, einangra og klæða um 10.500 m3 miðlunargeymi fyrir heitt vatn, ásamt teng- ingu við núverandi kerfi. Efnisþörf stáls u.þ.b. 300 tonn. Verkinu skal að fullu lokið 15. nóvember 2004. Útboðsgögn verða seld hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 24. febrúar 2004. Verð útboðsgagna er kr. 5.000. Tilboðin verða opnuð á sama stað í fundarsal á 5. hæð, vesturhúsi, miðvikudaginn 16. mars 2004 kl. 14:00. OR 2004/21  MÍMIR 6004022319 III  HEKLA 6004022319 VI  GIMLI 6004022319 I I.O.O.F. 19  1842238  I.O.O.F. 10  1842238  ÞAÐ er óhætt að segja að loka- umferðin í tvímenningskeppni Bridshátíðar, sem lauk á laugar- dagskvöld, hafi verið æsispennandi. Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson höfðu haft forustu nánast allt mótið en Ásmundur Pálsson og Guðmund- ur Páll Arnarson fylgdu jafnan í humátt á eftir. En þegar ein umferð var eftir settust skyndilega þeir Kristján Blöndal og Jón Sigur- björnsson í efsta sætið. Þessi þrjú pör sátu öll í NS í síð- ustu umferðinni á þremur efstu borðunum. Jón og Þorlákur spiluðu við Justin Hackett og Nick Sand- quist, Kristján og Jón spiluðu við Lars Blakset og Peter Fredin og Ás- mundur og Guðmundur spiluðu við Karl Sigurhjartarson og Snorra Karlsson. Í fyrsta spilinu byrjuðu Jón og Þorlákur á að fara í 4 hjörtu, sem var heldur hátt og spilið fór einn niður, 50 til andstæðinganna. Jón og Krist- ján fengu 100 þegar þeirra andstæð- ingar spiluðu 3 spaða, en Ásmundur og Guðmundur spiluðu 3 hjörtu og unnu þau, 140 til þeirra. Í næsta spili spiluðu öll pörin 4 spaða. Guðmundur og Þorlákur fengu báðir þægilegt útspil og alla slagina þegar legan var góð. 710 til þeirra. Kristján fékk hins vegar 12 slagi, 680. Í þriðja spilinu mátti vinna bæði 6 lauf og 6 spaða í AV með því að finna laufadrottningu en liturinn var ÁKG86 á móti 10542. Þeir Hackett og Sandquist spiluðu 6 lauf sem unn- ust, 920 til þeirra. Blakset og Fredin spiluðu 6 spaða og unnu þá, 980 en Karl og Snorri spiluðu 4 spaða og fengu aðeins 11 slagi, 450. Í síðasta spilinu spiluðu NS pörin á borðunum þremur bút og fóru öll 1 niður, 100 til andstæðinganna. Eins og sést af þróaðist setan best fyrir þá Ásmund og Guðmund og þetta reyndist vera lokastaðan: 1. Ásmundur Pálsson - Guðmundur Páll Arnarson, 809 2. Lars Blakset - Peter Fredin, 797. 3-4 Helgi Jónsson - Helgi Sigurðsson, 676 3-4. Hermann Lárusson - Ólafur Lárusson,676 5. Jón Sigurbjörnsson - Kristján Blöndal, 667 6. Erla Sigurjónsdóttir - Sigfús Þórðarson, 659 7. Anton Haraldsson - Sigurbjörn Haraldsson, 659 8 Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson, 638 9. Simon Gillis - oye Brogeland, 636 10. Justin Hackett - Nick Sandquist, 569. Það voru líka miklar sveiflur í næstsíðustu setunni en þá kom m.a. þetta spil fyrir: Norður ♠ÁK42 ♥ÁDG5 ♦D9 ♣K108 Vestur Austur ♠10653 ♠8 ♥98632 ♥1074 ♦4 ♦KG76 ♣ÁD3 ♣G7654 Suður ♠DG97 ♥K ♦Á108532 ♣92 Ásmundur og Guðmundur enduðu í 4 spöðum í suður og vestur spilaði út hjarta. Ásmundur drap heima, tók spaðadrottningu og spilaði spaða á ásinn og legan kom í ljós. Hann tók þá ÁD í hjarta og henti laufum heima og spilaði tíguldrottningu, kóngur og ás. Nú spilaði hann tígli á níuna og austur drap með gosa og spilaði laufi. En Ásmundur trompaði og spilaði tígultíu og þegar vestur trompaði gat Ásmundur yfirtrompað með kóng, farið heim á spaðagosa og lagt upp, 12 slagir. Vörnin gat haldið sagnhafa í 11 slögum. Vestur verður að trompa tígulinn og spila spaða því þá kemst sagnhafi ekki hjá því að gefa austri tígulslag til viðbótar. Í fljótu bragði virðist einnig duga að austur leyfi tígulníunni að halda slag, en þá getur sagnhafi tekið síðasta hjartað og víxltrompað síðan lauf og tígul. Jón og Þorlákur eru vanir að sækja og þeir fóru alla leið í 6 spaða í NS. Jón fékk einnig út hjarta og spil- ið leit vel út þar til tromplegan kom í ljós. Jón fylgdi leið Ásmundar lengi vel en eftir að hafa spilað tígul- drottningunni úr borði og drepið kónginn með ás, spilaði hann tígultí- unni að heiman; taldi ólíklegt að spil- ið ynnist ef tígullinn væri 4-1 og vildi ekki gefa vörninni tækifæri á að gefa tígulníuna. En nú trompaði Karl Sig- urhjartarson og spilaði trompi og Jón fór 2 niður. Æsispennandi loka- umferð á Bridshátíð BRIDS Bridshátíð Hótel Loftleiðir Bridshátíð Bridssambands Íslands, Bridsfélags Reykjavíkur og Flugleiða fer fram 20.-23. febrúar. Keppt er í tvímenn- ingi og sveitakeppni. Guðm. Sv. Hermannsson Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. VIÐ athöfn í Íþróttahöllinni á Húsa- vík fyrir skömmu kynnti Bjart- sýnisfélagið Verðandi úrslit í kosn- ingu á Garpi ársins 2003. Í samvinnu við héraðsfréttavefinn Skarp.is fór fram kosning í desem- ber og byrjun janúar á Garpi ársins 2003 úr hópi þeirra sem valdir höfðu verið garpar hvers mánaðar 2003. Þrír efstu í þessari kosningu voru: 1. sæti Meistaraflokkur Völ- sungs í knattspyrnu, sem voru Garpar nóvember. 2. sæti Birgitta Haukdal, sem var valin Garpur í maí. 3. sæti Sigurður Hákonarson, sem var Garpur marsmánaðar. Eitt af meginverkefnum Bjart- sýnisfélagsins er að vekja athygli á því sem vel er gert og í því skyni hefur félagið staðið fyrir vali á Garpi hvers mánaðar undanfarin tvö ár. Við þessa athöfn var einnig tilkynnt um val á Garpi janúar- og febrúarmánaðar þessa árs. Við af- hendinguna sagði Gunnar Jóhann- esson, stjórnarmaður í Verðandi, að öflugt atvinnulíf væri öllum sam- félögum afar mikilvægt. „Við höfum undanfarið fylgst með fyrirtæki á svæðinu vaxa og dafna undir öruggri stjórn fram- kvæmdastjóra þess og aðaleiganda. Það er ekki aðeins að fyrirtækið stækki og eflist heldur tók viðkom- andi einstaklingur áskorun gagn- vart rekstri annars fyrirtækis við erfiðar aðstæður sl. sumar (á Rauf- arhöfn) og hefur nýverið fært út kvíarnar, út fyrir landsteinana. Garpur janúar er Gunnlaugur Karl Hreinsson, framkvæmdarstjóri GPG, fyrir áræði, dug og kröftuga atvinnuuppbyggingu.“ Gunnar sagði um Garp febr- úarmánaðar að hann hefði eytt miklum tíma og orku fyrir nokkr- um árum í sveitarstjórnarmál fyrir sitt sveitarfélag. „Hún ákvað fyrir nokkrum árum að flytja sig um set og eiga rólegri tíma á nýju svæði, í öðru sveitarfélagi. En enn á ný tók viðkomandi áskorun, og er nú odd- viti í sínu nýja sveitarfélagi, og sinnir því af krafti og víðsýni svo eftir er tekið. Garpur febrúar er Katrín Eymundsdóttir, oddviti Kelduneshrepps, fyrir eljusemi, víðsýni og kjark,“ sagði Gunnar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Garpar ársins 2003, Víðir Svansson knattspyrnuráðsmaður t.v., sem tók við viðurkenningu fyrir Völsunga ásamt Birni Elí syni sínum, Sylvía Hauk- dal sem tók við viðurkenningu Birgittu Haukdal og Sigurður Hákonarson. Knattspyrnulið Völsungs Garpar ársins 2003

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.