Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 22
MINNINGAR
22 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Eðvarð PetersenÓlafsson fæddist
á Akureyri 23. júní
1939. Hann lést á
heimili sínu 1. febr-
úar 2004. Hann ólst
upp hjá móðurfor-
eldrum sínum, Jó-
hönnu Magnúsdótt-
ir, f. 22. febrúar
1881, d. 18.júní 1970,
og Ólafi Jónssyni frá
Skjaldarstöðum, f. 9.
október 1887, d. 14.
febrúar 1971. Faðir
Eðvarðs hét Peter
Edvardsson frá Nor-
egi, hann er látinn. Systur hans
samfeðra eru Thorbjörg, Liv og
Kirsti. Þær búa í Noregi. Móðir
Edda var Anna Ólafsdóttir, f. 4.
febrúar 1920, d. 17. sept 1993, eig-
inmaður hannar var Árni Her-
mannsson. Systkini Eðvarðs sam-
mæðra eru: 1) Jóhanna L.
Árnadóttir, gift Ólafi Baldurssyni
1993. D) Laufey Lára, f. 8. mars
1995. E) Aldís Anna, f. 22. júní
1996. 2) Helgi Eðvarðsson, f. 26.
apríl 1963, d. 12. mars 1999. Hann
átti einn son, Eðvarð Þór Helga-
son, f. 9. apríl 1987.
Stjúpdóttir Eðvarðs er Ólöf Sæ-
mundsdóttir, f. 19. mars 1961, gift
Sigurði Jóni Björnssyni, f. 7. apríl
1957. Synir þeirra eru: A) Ólafur
Sigurðsson, f. 12. febrúar 1983.
Hann lést af slysförum 29. október
2001 ásamt unnustu sinni Bryndísi
Ósk Reynisdóttur. B) Eyjólfur, f.
16. janúar 1991.
Eðvarð var blikksmiður að
mennt og vann í Vélsmiðjunni
Odda á Akureyri til ársins 1985 er
hann fluttist til Hveragerðis. Frá
árinu 1985-1987 rak hann ásamt
bróður sínum Jón Inga blikk-
smiðju í Hveragerði. Hann fluttist
til Reykjavíkur 1987 og starfaði
um skeið í Nýju blikksmiðjunni í
Ármúla. Hann starfaði hjá Guð-
mundi Breiðfjörð í Breiðfjörðs
blikksmiðju til 1997 er hann lét af
störfum. Hann fluttist til Skaga-
strandar í september á síðasta ári.
Útför Eðvarðs verður gerð frá
Glerárkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
og eiga þau þrjú börn.
2) Magnea Á. Árna-
dóttir, gift Sveini S.
Gíslasyni og eiga þau
þrjú börn. 3) Ólafur
Árnason, kvæntur
Rannveigu Guðjóns-
dóttir og eiga þau
þrjú börn. 4) Sigur-
laug Árnadóttir, gift
Árna Jóni Eyþórssyni
og eiga þau þrjár dæt-
ur. 5) Jón Ingi Árna-
son, hann á tvær dæt-
ur. 6) Hermann V.
Árnason. 7) Þórunn
Árnadóttir, hún á
fjögur börn.
Eðvarð giftist Báru Ólafsdóttur
1961. Þau skildu 1991. Börn þeirra
eru: 1) Anna Eðvarðsdóttir, f. 21.
maí 1962, gift Höskuldi Stefáns-
syni, f. 21. september 1960. Dætur
þeirra eru: A) Edda Bára, f. 2. jan-
úar 1985. B) Sigríður, f. 18. maí
1990. C) Ólöf Lilja, f. 22. desember
Elsku pabbi, það er svo sárt og
tómt að missa þig svona allt í einu,
ég sem átti eftir að heimsækja þig á
Skagaströnd og svo áttum við eftir
að fara saman á Strandirnar og
margt fleira. En svona er lífið hlut-
irnir gera ekki boð á undan sér. Við
vorum búin að þekkjast frá því að ég
fæddist og þú ólst mig upp og pass-
aðir alltaf svo vel uppá að gera ekki
upp á milli okkar systkinanna, þakka
þér fyrir að fóstra mig og þú leist
alltaf á mig sem stóru stelpuna þína,
og núna er ég búin að taka hana
Olgu þína í Búlgaríu að mér fyrir
þig, sem þú varst svo stoltur af að
geta styrkt með litlum pening á
mánuði sem dugði samt nóg til að
fæða hana og klæða.
Ég sendi henni bréf og segi henni
hvað hafi gerst og núna ætli ég að
taka við. Ég er búin að setja mynd-
ina af henni uppá hillu hjá mér.
Það fyrsta sem mér dettur í hug
þegar ég hugsa til þín núna er orðið
spekúlera, sem þú sagðir svo oft, þú
spekúleraðir flott þegar þú smíðaðir
dúkkurúmin úr blikki handa okkur
systrunum og sem við Anna systir
fengum í jólagjöf og mamma saum-
aði sængurföt og fullt af dúkkufötum
á dúkkurnar okkar, þetta var nú
meiri lukkan, þér fannst svo gaman
að koma okkur systkinunum á óvart.
Elsku pabbi það var svo gaman
þegar þú fórst á rúntinn með okkur
Eyjólfi og við fengum okkur stund-
um ís, þú hafðir svo mikinn áhuga á
honum og varst svo góður við hann
enda Eyjólfur mikill afastrákur.
Elsku pabbi, þú varst svo dugleg-
ur að byggja þig upp eftir að þú
veiktist mikið fyrir um 6 árum síðan
og læra að lifa með því. Svo þegar þú
veiktist aftur mikið fyrir rúmu ári
síðan og varst fluttur hingað suður
með sjúkraflugi frá Ströndum, þar
sem þú varst búinn að vera meira og
minna síðustu árin, þar sem þér leið
svo vel í sveitakyrrðinni, sveitinni
sem þú varst í þegar þú varst strák-
ur. Eftir það varstu svo duglegur að
einbeita þér að hollum mat og hreyf-
ingu, mér fannst það svo gaman þeg-
ar þú komst gangandi til mín alla
leið frá Þórufelli í Selásinn. Ég bauð
þér köku með sem þér þótti svo gott,
nei núna var sko kaka á bannlista,
eina sem þú vildir var kaffi og sagð-
ist ekki ætla að fórna því enda alltaf
verið mikill kaffikarl.
Elsku pabbi, núna veit ég að þú
ert kominn til þeirra, barnanna okk-
ar, sem við vorum bæði búin að upp-
lifa að missa frá okkur, ég Óla minn
og Bryndísi hans og þú elsku Helga
bróður, öll svo skyndilega og á alltof
stuttum tíma. Það sem hjálpar mér
mest núna eftir að vera búin að
missa þig líka er að núna veit ég að
þú ert kominn til þeirra og passar
þau fyrir mig.
Guð geymi þig.
Ólöf.
Fögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.
(Þýð. M. Joch)
Kær bróðir minn Eðvarð eða Eddi
eins og hann var alltaf kallaður hef-
ur kvatt þennan heim alltof snemma
tæplega sextíu og fimm ára. Hjartað
gaf sig en hann fór í hjartaaðgerð
fyrir um einu og hálfu ári. Eftir að-
gerðina lifði hann mjög heilbrigðu
lífi, hætti að reykja, fór daglega í
gönguferðir ef til þess viðraði en
gerði annars æfingar innan dyra og
mataræðið var mjög svo heilsusam-
legt.
Margar minningar á ég um Edda,
þær fyrstu úr Oddagötunni af hon-
um og vinum hans þeim Víði, Kristni
Arnþórs, Halla Páls og Reyni
Pálma. Þessir strákar voru heima-
gangar og maður leit upp til þeirra.
Svo man ég þegar hann var á Arn-
arfellinu með pabba og þá færði
hann okkur ýmislegt. Minnisstæðust
er dúkkan sem gekk og sagði
mamma. Hann gaf Diddu systur
hana því hún var í mestu uppáhaldi
hjá honum. Næstu minningar eru
frá Hrauni og Þorlákshöfn eftir að
við fluttum suður. Svo giftist hann
Báru 1961 og þau fóru að búa í Lög-
bergsgötu 5 á Akureyri. Sumarið ’62
fór ég til þeirra og passaði Ólöfu og
Önnu og aftur ’63 og þá hafði Helgi
bæst við og var þetta ánægjulegur
tími.
Eddi varð fyrir þeirri þungu raun
að Helgi lést 1999 og barnabarn
hans Óli lést í bílslysi 2001 ásamt
unnustu sinni. Eftir að Helgi lést fór
Eddi að vera mikið norður á Finn-
bogastöðum á Ströndum hjá Guð-
mundi Þorsteinssyni og á sumrin var
þar einnig Pálína móðir Guðmundar
og reyndist þetta fólk Edda einstak-
lega vel sem og séra Jón Ísleifsson í
Árnesi á Ströndum og vil ég þakka
þessu fólki vináttuna við hann. Sein-
ustu árin bjó Eddi í Reykjavík en
kunni aldrei vel við sig þar. Síðast-
liðið sumar flutti hann svo til Skaga-
strandar og hafði komið sér vel fyrir
þar og leið honum einstaklega vel og
fannst mér vera svo létt yfir honum
þrátt fyrir hvað snjóaði mikið í jan-
úar.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
EÐVARÐ P.
ÓLAFSSON
✝ Birna Eggerts-dóttir Norðdahl
fæddist í Hólmi í
Reykjavíkursókn í
Kjósarsýslu, 30.
mars 1919. Hún lést
á Akranesi 8. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldra hennar
voru Eggert Guð-
mundsson Norð-
dahl, f. í Langholti,
V-Skaft. 18. júní
1866, d. 14. janúar
1963 og Ingileif
Magnúsdóttir, f. í
Bessastaðasókn,
Gullbringusýslu, 2. desember
1882, d. 17. mars 1976. Albróðir
Birnu var Magnús Bruno Egg-
ertsson Norðdahl, f. 3. jan. 1909,
d. 5. maí 1997. Samfeðra systkini
Birnu eru Hrefna Eggertsdóttir,
f. 10. ágúst 1893, d. 20. feb. 1972;
Rannveig Eggertsdóttir Norð-
dahl, f. 12. sept. 1895, d. 9. júní
1980; Karl Viggó Eggertsson
Norðdahl, f. 8. apríl 1898, d. 5.
okt. 1983 og Guðrún Eggertsdótt-
ir, f. 23. september 1902, á lífi á
gagnstætt Hólmi við Hólmsá laust
eftir 1950 og kallaði Bakkakot
eftir æskuheimili bóndans. Birna
sjálfmenntaði sig í olíumálningu
og litablöndun og naut jafnframt
leiðsagnar frænda síns, Bjarna
Jónssonar listmálara. Tréskurð
nam hún hjá Hannesi Flosasyni.
Vann hún að þessum listgreinum
til dauðadags og liggja eftir hana
ótal málverk og smíðisgripir.
Birna lærði skák af Karli bróður
sínum á unga aldri, en mikið var
teflt á bernskuheimili hennar.
Þegar kvennaskákmót hófust á
Íslandi varð hún tvívegis Íslands-
meistari, 1976 og 1980. Hún var
frumkvöðull að þátttöku íslensks
kvennalandsliðs á ólympíuskák-
mótinu í Buenos Aires 1978 og
sigldi einnig með sama liði á ól-
ympíuskákmótið á Möltu 1980.
Reykjavíkurmeistari varð hún
1976. Birna tók þátt í sex-
landamóti í Svíþjóð 1975. Hún
tefldi alls sjö Íslandsþing kvenna.
Birna bjó með ær og hesta í
Bakkakoti vel fram yfir 1980.
Hún hélt þar til fram undir árið
2000 og gaf sig mest að garð-
rækt. Seinustu árin dvaldi Birna
löngum á Dvalarheimilinu
Barmahlíð á Reykhólum.
Útför Birnu fer fram frá Ár-
bæjarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
hundraðasta og öðru
aldursári.
Sonur Birnu og
Bjarna Blomsterberg
f. 1917, er Eggert
Norðdahl Bjarnason,
f. 25. júlí 1937. Maður
Birnu var Ólafur
Baldvin Þórarinsson,
bakari í Reykjavík, f.
í Bakkakoti í Gull-
bringusýslu 18. mars
1904, d. 28. mars
1987. Börn þeirra eru
Inga Vala, f. 7. maí
1944, Þórarinn, f. 3.
september 1948, In-
diana Svala, f. 22. jan. 1950, Anna
María, f. 1. apríl 1951, og Vaka
Helga, f. 13. ágúst 1958.
Birna ólst upp á Hólmi í Gull-
bringusýslu, skammt austan við
Rauðavatn, en bærinn nefndist þá
Hólmur á Seltjarnarnesi. Hún
gekk á Laugarvatnsskóla 1934.
Birna og Ólafur settu saman bú-
skap á Mel, þar sem nú er Ás-
vallagata 40, upp úr stríðslokum,
en Ólafur vann að iðn sinni í
Reykjavík. Birna byggði hús
Hún var þriðja konan sem ég kall-
aði ömmu í þessum heimi. Fyrst kom
skilgetin móðuramma mín, en önnur
í röðinni föðursystir mín. Þá kom
amma í Bakkakoti. Þar útfærði ég
hugtakið tengda-amma. Síðan eru
fjórtán ár. Mér fannst á einhvern
hátt ankannalegt að kalla hana
Birnu, það gerði enginn. Ég bar
þetta undir hana. „Hann Erlingur
kallar mig alltaf gömlu,“ var svarið.
Þetta hugleiddi ég í nokkra daga, en
það gekk ekki. Eftir það var hún
amma. Þá var amma í Bakkakoti
mætt á sjónarhóli mínum.
Þetta sumar, nánar tiltekið 1990,
var stóra stelpan mín níu ára. Hún
kom í Bakkakot og rótaðist þar heil-
an dag með ömmu, annars búandi í
Svíþjóðu. Niðurstaða: „Ég ætla að
verða amma í Bakkakoti þegar ég
verð stór,“ sagði stelpan. Hún var
jafnvel að hugsa um að verða heim-
ilislæknir og amma í Bakkakoti sam-
tímis. Svona er nú lífið. Af hverju
sagði stelpan þetta? Jú, þarna gat
hún valsað fram og aftur, sýslað í
garðinum með ömmu og sullað í
mannskæðu vatnsfalli að vild sinni.
Sama var upp á teningnum þegar
Birna yngri var í sumareldi hjá
ömmu á fyrri hluta áttunda áratug-
arins. „Ég bjó fyrir vestan en var í
sveit í Reykjavík á sumrin,“ segir
hún. Ég hef spurt hana um kosti og
ókosti. Eiginlega engir ókostir. Ekk-
ert mulið undir mann af veraldlegu
drasli, en varla telst það til ókosta.
Kostir ótvíræðir: Að geta vaðið
þarna upp og niður túnið og vesenast
í nánast hvaða hugdettum sem vera
skyldi. Mokað mold. Sett saman bú á
holtinu. Hjálpað ömmu að gefa ám
og hestum. Poppað fyrir sig og kind-
urnar sem borðuðu poppið með
bestu lyst. Farið einsömul upp í fjár-
hús og gert hrútinn brjálaðan svo
hann ætlaði að brjóta grindurnar.
Amma hafði einhverja óljósa hug-
mynd um það athæfi en lét óátalið.
Það var ekki fyrr en þau systkinin
dönsuðu á koppakofanum hans
Valda svo kopparnir sungu og
glumdu yfir höfði eigandans, sem
kom út æði fasmikill. Og báru
gúmmíhamarinn hans út á Hólmsá
svo hann mátti vaða í klyftir að
sækja hann, og var mikið niðri fyrir.
Þá tók amma í afturendann á krökk-
unum. Henni var ekki gefið um að
vegið væri að mönnum sem standa
höllum fæti.
Amma hafði mikið gaman af að
tala um sjúkdóma, en hún hafði ekki
áhuga á litlum sjúkdómum. Hún
sagði mér oft frá viðskiptum sínum
við læknana Frosta og Jón Níelsson
uppi á Borgarspítala, sem skáru
hana bæði langsum og þversum að
eigin ósk. Hún teiknaði af þeim
snilldarlega mynd. Þar er Frosti
mjög ábúðarmikill, líkt og storm-
sveipur. En Jón er hægur og allt að
því viðkvæmur í viðmóti. Myndin
hangir uppi á Reykhólum. Hún sagð-
ist hafa verið eina kerlingin í veröld-
inni sem hefði gert Frosta kjaft-
stopp, en orðaskiptin eru ekki eftir
hafandi. Bæði firnalega skapstór.
Amma sagði mér frá skarlatsótt-
inni á Laugarvatnsskóla 1934. Þær
bjuggu á vist sem þekkt er undir
nafninu Efri burstir. Þar voru þær í
einangrun nokkrar vikur. Þegar ein-
angrun lauk var frægur rithöfundur,
seytján árum eldri en amma, sestur
við að skrifa skáldsögu niðri í
kennslustofunni Babýlon. Hann
gegndi nafninu Halldór. Sagan ger-
ist á einhverri heiði. Á balli einu í
Babýlon dansaði amma við rithöf-
undinn heilt kvöld. Hún sagði að
hann hefði dansað eins og símastaur.
Á útmánuðum árið 2000 sagðist
amma vera eiginlega alveg að koðna
niður. Á heimili okkar hanga víða
málverk af kindum og hestum eftir
hana. En ég hef hvorki áhuga á kind-
um né hestum. Ég vissi hins vegar,
að á bakvið hurð í Bakkakoti hékk
skissa af bráðgóðri landslagsfantas-
íu, risastórri. Ég lýsti áhuga á mál-
verkinu. Skipti engum togum, að
amma tók til við að fullgera verkið
með svo miklum látum að ég hélt hún
myndi slasa sig. En árangurinn lét
ekki á sér standa. Myndin er for-
kunnargóð og hangir yfir píanóinu.
Amma sagði að málningarvinnan
hefði bjargað líftórunni hjá sér þetta
vor.
Naglarnir í veggjum okkar, sem
ekki bera málverk hennar, halda
flestir uppi tréskurðarmyndum.
Þessa kúnst lærði amma af Hannesi
á Bárugötunni og reifst við hann svo
Bárugatan gekk í bylgjum. Hún vildi
haga tréskurðarmunstrinu á sinn
veg. Ég nefni þetta, því það segir
mér, að amma skar tréð af innlifun
síns eigin höfuðs, enn ekki upp úr
dauðri bók.
Eitthvað var það svipað með skák-
ina. Hún sagði að alþjóðlegir meist-
arar hefðu tapað fyrir sér, af því hún
fór svo gjörsamlega eigin leiðir. Þeir
vissu ekki sitt rjúkandi ráð.
Nú er amma lögð af stað í hina
miklu austurför, eins og Kýros. Ég
óska henni velfarnaðar á þeirri
braut.
Stefán Steinsson.
Kæra amma.
Jæja, þá ertu farin í ferðina miklu
sem bíður okkar allra. Líf þitt hefur
gefið mér margt að minnast og á
svona stundu koma minningarnar
allar upp í huga minn. Þær hafa gefið
mér gott veganesti í lífinu. Þú varst
stór og mikill persónuleiki. Átti ég
því láni að fagna að vera hjá þér í
Bakkakoti á sumrin og stundum á
veturna. Þú varst mikið náttúrubarn
og elskaðir dýrin þín. Ég hef oft
hugsað um það hversu næm þú varst
á dýrin. Til dæmis gleymi ég aldrei
þegar þú sagðir einn daginn við mig
að nú þyrftum við að fara upp í heiði
til að athuga með rollurnar því þú
hefðir það á tilfinningunni að það
væri eitthvað að. Við fótum á jepp-
anum með Óla afa. Þegar upp í heiði
var komið fórst þú út úr bílnum og
kallaðir á hverja rollu fyrir sig með
nafni. Þær svöruðu, en síðan var ein
sem svaraði ekki kalli þínu og leit-
uðum við um alla heiði. Fundum við
rolluna sem ekki svaraði, var hún af-
velta og hafði verið það einhvern
tíma. Við tókum hana og lambið í bíl-
inn og ókum heim. Þú hlúðir svo vel
að henni að hún náði sér að fullu.
Einnig gleymi ég aldrei hvað þú
brást fljótt og rétt við þegar við vor-
um á skautum á Hólmsánni og ég
skautaði með litlu systur, Helgu, á
skíðasleða og við duttum niður um
vök á ánni. Ég komst sjálf upp úr, en
Helga flaut undir ísinn og Eddi
frændi náði henni upp um aðra vök
neðar á ánni. Ég hljóp heim og náði í
þig. Þú komst hlaupandi niður að á
og tókst Helgu upp á fótunum, sem
þá var hætt að anda, og hristir hana
og barðir alla leiðina heim á hlað. Þá
fyrst komu fyrstu andartökin hjá
henni. Þessa lífsbjörg þína og Edda
frænda hef ég geymt í hjarta mínu
og verður aldrei fullþakkað.
Ég vil þakka þér fyrir tilvist þína
og allt sem þú hefur kennt mér og
gefið. Góða ferð, kæra amma.
Unnur.
Við viljum minnast frænku okkar
Birnu Norðdahl í fáeinum orðum.
Hún ólst upp frá barnæsku á
Hólmi og var nágranni okkar í
Bakkakoti frá 1955.
Birna var mikill bóndi í sér, henni
þótti vænt um öll dýr og, var jafnan
kölluð til ef eitthvað amaði að ein-
hverri skepnu, því hún var mikill
dýralæknir í sér.
Búskapur var í áratugi bæði í
Bakkakoti og á Hólmi, samgangur
BIRNA EGGERTS-
DÓTTIR NORÐDAHL