Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 37
Ráðamenn þjóðarinnar gleðjast í þingveislu BLÁSIÐ var til árlegrar þingveislu á föstudagskvöldið, þar sem þingmenn þjóðarinnar og makar þeirra fögnuðu saman ásamt for- seta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og eiginkonu hans, Dorrit Moussayef. Veislan fór fram í Súlnasal Hótels Sögu eins og undanfarin ár og lék hljómsveit hússins fyrir dansi. Stemmningin ku hafa náð há- marki þegar Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, vippaði sér upp á svið og söng meðal annars hið fornfræga „Traustur vinur“ með hljómsveitinni ásamt óþekktum „grúppíum“ úr Samfylkingunni sem tóku vel undir sönginn. Það er hefð á þingveislum að engar ræður séu haldnar, en ef menn vilja taka til máls er skylt að gera það í bundnu máli. Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins fuku ófáar skemmtilegar vísur manna á milli og var mikið um glettinn tækifæriskveðskap. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra kvað svo til Halldórs Blön- dal, forseta Alþingis, Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, þar sem þeir sátu saman við háborðið: Við háborðið sé ég fagnaðarfund fyrirmanna, en segja verð væri nú ekki staður og stund til að staðfesta eina reglugerð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og eig- inkona hans Dorrit Mo- ussayef voru heið- ursgestir þingveislunnar. Morgunblaðið/Sverrir Davíð Oddsson forsætisráðherra og kona hans, Ástríður Thor- arensen, mættu prúðbúin og skemmtu sér vel í þingveislunni. Glens og glaumur í Súlnasalnum MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 37 ÁLFABAKKI kl. 3.45. Ísl. tal. KRINGLAN kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 4 og 6 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. AKUREYRI Sýnd kl. 8. Gamanmynd eins og þær gerast bestar !  Kvikmyndir.com Diane Keaton tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Kvikmyndir.is DV  ÓHT Rás 2 i i .i KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Tilnefningar til óskarsverðlauna KRINGLAN kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI kl. 4, 7 og 10. AKUREYRI kl. 8. KEFLAVÍK kl. 8 og 10.15. Stórbrotin ogmargverðlaunað stórmynd með Óskarsverðlaunahafanum, Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zellweger og Jude Law.  Kvikmyndir.com B.i. 16 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 7 og 10. b.i. 14 . EF MARKA má gríðargóðar undirtektir þegar miðasala á væntanlega tónleika Sugababes hófst mun verða frá- bær stemmning í Laugardalshöllinni þegar þær stöllur stíga á svið að kvöldi áttunda apríl næstkomandi. Ísleifur Þórhallsson, skipuleggjandi tónleika Sugaba- bes, segir sér lítast mjög vel á undirtektirnar. Miðasalan stefnir í að fljótt verði uppselt. „Ef það verður eitthvað eftir af miðum eftir daginn í dag, þá er það ekki mikið. Við eigum eftir að heyra lokatölur úr miðasölunni, en þetta lítur rosalega vel út. Fólk var byrjað að mæta klukkan fjögur í nótt fyrir utan allar þrjár búðir,“ segir Ísleifur, sem þykir miðasalan fara mun kröftuglegar af stað en búist var við. „Það er mikill hiti í kringum þetta og fólk er mjög þakklátt að fá eitthvað annað en rokk í höllina. Þetta er annar hópur en venjulega, svolítið breiðari. Það var fólk á öllum aldri að kaupa miða í dag og oft virtust foreldrarnir spenntari en unglingarnir,“ segir Ísleifur. Upphitunarbandið fyrir Sugababes verða Skytturnar frá Akureyri, sem leika upplýst hip-hop á raunveruleg hljóðfæri og með pólitískum textum. Umboðsskrifstofa Sugababes valdi Skytturnar úr fríðum hópi íslenskra sveita, ekki síst vegna þess hversu góðir þeir eru í lifandi spilamennsku auk þess sem þeir gáfu út kraftmikla og góða plötu fyrir síðustu jól. Einnig mun Kalli Bjarni, sigurvegari Idol-stjörnuleit- ar, hita upp fyrir stúlkurnar, en víst er að margir hlakka til að sjá kappann í essinu sínu. Löng biðröð eftir miðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Hópur ungmenna var mættur fyrir utan verslun Skífunnar í morgun. Gríðargóð aðsókn í miða á Sugababes LISTSKAUTADEILD skautafélags Reykjavíkur brá á leik á laugardaginn þegar með- limir hennar sýndu listdans á skautum í Skautahöllinni. Margir áhorfendur komu á svæð- ið til að berja listina augum og þótti þeim mikið til hæfileika hinna ungu dansara koma, en listdans á skautum er tiltölulega nýlega farinn að skipa sess hér á landi. Bæði mátti á sýn- ingunni sjá hópdans og einstaklingsdans. Skautafélag Reykjavíkur var fyrst stofnað 1873 af menntaskólanemum og er eitt af elstu íþróttafélögum Reykjavíkur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hópur stúlkna dansaði lystilega vel á svellinu í Laugardalnum. Stokkið og snúist á svellinu Listdans á skautum í Skautahöllinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.