Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN 18 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegar fullbúnar íbúðir verð frá 14,6 - 24,6 milljónir kr. Við bjóðum vandaðar, nýtískulegar og vel hannaðar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í 101 Skuggahverfi. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna. Hverri íbúð fylgir bílastæði í lokaðri bílageymslu. Gerið samanburð á gæðum og verði við aðrar eignir á svæðinu. 2 og 3 herbergja íbúðir í miðborginni Íbúðir til afhendingar í september 2004 Verðdæmi: 69 m2 2 herb. 14,6 m kr. 73 m2 2 herb. 17,2 m kr. 95 m2 3 herb. 19,9 m kr. 102 m2 3 herb. 21,7 m kr. 117 m2 3 herb. 24,5 m kr. 123 m2 3 herb. 24,6 m kr. Bílastæði í lokaðri bílageymslu fylgir. www.101skuggi.is Sími 588-9090 FYRIR nokkru sagði Seðla- banki Íslands okkur frá því í op- inberri tilkynningu að svokallaðir „einkabankar“ í Reykjavík skuld- uðu 700 miljarða erlendis. Mikið af þessu eru stutt lán á háum vöxtum. Okr- að er á okkur. Nú skulum við gefa okkur það að hægt væri að semja um 1% vaxtalækkun á þessari risaskuld okkar erlendis. Það væru 7 miljarðar ár- lega. Þetta er svipuð fjárhæð og ríkissjóð vantar til að þurfa ekki að skera niður í menntamálum og á Landspítala. Líklega væri afgangur til margra annarra góðra mála svo sem lista. Áður tókum við lán erlendis með ríkisábyrgð með beinum hætti. Þessi lán gátu verið til langs tíma, t.d. 10–15 ára, og á lágum vöxtum. Svo vildu menn losa ríkissjóð við þá áhættu og ábyrgð sem þessar erlendu lántök- ur fólu í sér. Þessi erlendu lán eru í dag tekin af „einkabönkunum“ og ríkissjóður á að vera laus allra mála. Skuldar lítið sjáfur erlendis og ber ekki beint ábyrgð á neinum teljandi erlendum skuldum. Þetta er hrein blekking. Er ekki satt. Í raunveruleikanum eru inn- lendu „einkabankarnir“ að „gera út“ á ríkissjóð. Allir erlendir bankar lána okkar „einkabönkum“ í raun þessa 700 miljarða í dag að- eins út á þá trú og vissu að rík- issjóður Íslands borgi ef illa fer. Vita það í raun og veru fullvel. Okkar „einkabankar“ fá ekki eignalitlir 700 miljarða að láni er- lendis bara út á andlitið eitt. Það er fullvissa erlendu bankanna um endanlega ábyrgð ríkissjóðs Ís- lands ef illa fer sem heldur þess- ari risaskuldasúpu gangandi. Svo borgum við útlendingum of háa vexti og lánin eru í allt of stuttan tíma. Samkvæmt frétt Mbl. 7. jan- úar sl. eru um 350 miljarðar á gjalddaga erlendis fyrir lok nóv- ember á þessu ári. Erlendu bank- arnir vilja aðeins lána stutt lán með háum vöxtum. Vantreysta bersýnilega okkar ágætu „einka- bönkum“. Telja þá ekki örugga borg- unarmenn fyrir 700 miljörðum ef snöggan vanda ber að höndum svo sem mikla vaxta- hækkun erlendis. Stærðargráða skuld- arinnar er sama og kostar að byggja 7 nýjar virkjanir við Kárahnjúka (7x100 miljarðar). Hér er komið með þá tillögu að rík- issjóður gangist í skriflega ábyrgð fyrir þessum 350 miljörðum sem „einkabankarnir“ eiga að greiða fyrir haustið og fá líklega bara framlengda frá degi til dags í örfáa mánuði. Um leið og fengin er ríkisábyrgð full eða tak- mörkuð þá gætu „einkabankarnir“ fengið þessa 350 miljarða sem eru að gjaldfalla á næstu mánuðum framlengda og breytt í langlán til jafnvel 10–15 ára. Í dag eru þessi sömu lán oft til 10–15 mánaða. Á þessu munar miklu. Munar raunar öllu. Vextir og annar bankakostnaður á þessum 350 miljörðum í lausa- skuldum bankanna í dag erlendis myndu lækka verulega eða t.d. um árleg 2% sem er áætluð tala. Rík- isábyrgð lækkar vexti alltaf veru- lega. Lengir lánstíma. Í þessari tillögu er gert ráð fyrir því að öll vaxtalækkun á þessari 350 milj- arða skuld yrði greidd í ríkissjóð sem ábyrgðargjald. Ríkissjóður fengi þarna um 7 miljarða árlega sem er áætluð tala. Rökin fyrir þessari tilllögu eru mörg og öll jákvæð. Ríkissjóður er hvort sem er í óbeinni en faldri ábyrgð fyrir þessum 350 miljörð- um sem falla í gjalddaga á næstu mánuðum erlendis. Þá er betra að viðurkenna staðreyndirnar og fá 7 miljarða árlega í ábyrgðargjald. Ganga hreint til verks. Lengja lánstímann með ríkisábyrgð. Blekkja ekki sjálfan sig og aðra. Skuldadagurinn kemur án fyr- irvara. Ekki stæla Argentínu. Hafa allt á hreinu í 10–15 ára langláni. Það hlýtur að veikja mjög stöðu „einkabankanna“ erlendis þegar þeir halda sér gangandi með 350 miljarða í lausaskuldum til minna en 12 mánaða. Allir erlendir bank- ar hljóta að vantreysta okkar „einkabönkum“ þegar þeir stunda svona vafasöm og stórhættuleg viðskipti Bæta áhættugjaldi á öll viðskipti við Ísland. Svo er þeim aukna vaxtakostnaði velt áfram á fyrirtæki og einstaklinga hér á landi. Þeir borga endanlega hærri vexti en annars. Ef 7 miljarðar fást svona nánast á þurru þar sem ríkissjóður er í lánaábyrgðinni í dag hvort sem er en fær bara ekkert fyrir þá mætti nota þessa 7 nýju miljarða til góðra en bráðnauðsynlegra mála og verkefna ríkissjóðs sem við er- um í dag í vandræðum með. Myndi leysa rétt notað margan vanda. Háskóli Íslands, Landspítali og margvísleg menningar- og mann- úðarmál þurfa alla þessa 7 milj- arða og raunar meira. Þetta myndi samt laga mesta vandann í dag. – Stór lánaáhætta erlendis hverfur. Lægri erlenda vexti – Langlán öruggari Lúðvík Gizurarson skrifar um vaxtamál Lúðvík Gizurarson ’Háskóli Íslands, Land-spítali og margvísleg menningar- og mann- úðarmál þurfa alla þessa 7 miljarða og raunar meira. ‘ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Í LJÓSI hríðfallandi gengis bandaríkjadals vil ég vekja athygli á þeim mikla vanda sem blasir við ís- lenskum námsmönnum erlendis er þiggja framfærslulán í bandaríkjadölum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Sökum gengisþróunar hafa lán stórs hóps náms- manna skerst að raun- virði um 15% á þeirri önn sem nú er nýliðin og eru engin ákvæði í reglum Lánasjóðsins til að bregðast við þessari miklu skerð- ingu. Fyrir þá sem ekki þekkja vinnubrögð LÍN til hlítar er rétt að útskýra að í byrjun hvers vetrar veitir sjóðurinn umsækj- endum lánsloforð fyrir vissri upphæð (oftast í viðeigandi mynt fyrir námslandið) sem reiknað er út á for- sendum tekjuáætlunar og viðmiðunartaflna um framfærslu. Eru þessar töflur endur- skoðaðar í lok hvers vetrar, að því er ég kemst næst, en ekki við þeim haggað yfir veturinn, sama á hverju gengur. Út á lánsloforðið veita viðskipta- bankar námsmönnum síðan yf- irdráttarheimild (í krónum) á sér- stökum reikningi. Krónuupphæð yfirdráttarins er því sú upphæð sem námsmaðurinn hefur til ráðstöfunar á skólaárinu og sú upphæð sem hann miðar við í sínum fjárhagsáætlunum og skuldbindingum. Eftir hverja önn afgreiðir LÍN síðan lánið (reiknað í krónum á gengi útborgunardags), svo fremi að námsframvinda sé við- unandi, og greiðir námsmaðurinn þá upp skuld sína við banka sinn. En ef námsmaðurinn er svo óheppinn að sú mynt sem hann fær lánað í hríð- fellur í virði þarf hann að standa skil á mismuninum úr eigin vasa. Samkvæmt framfærslutöflu LÍN vegna námsmanna erlendis (Fylgi- skjal II í reglum sjóðsins) eru lán til námsmanna í 9 námslöndum, auk Bandaríkjanna, reiknuð í banda- ríkjadölum. Virðast þar engin sér- stök rök ráða því hjá hvaða náms- löndum miðað er við evru og hvar notast er við bandaríkjadal. Þannig eru t.d. framfærslulán í Rússlandi, Litháen og Póllandi (sem öll eru í túnfætinum á evrusvæðinu) reiknuð í bandaríkjadölum í fyrrnefndri töflu á meðan námsmenn í Suður-Afríku og Taílandi fá framfærslulán sín af einhverjum sökum reiknuð í evrum. Eins og 9. mánuðinn vanti Mikilvægt er að lagfæra þessa töflu og finna námslöndum viðmið- unarmynt sem er meira viðeigandi. En enn meira áríðandi er að leysa úr þeim vanda sem nú blasir við náms- mönnum erlendis í ljósi hruns bandaríkjadals. Dalurinn, og þar með raunvirði námslána í þeirri mynt, hefur hrunið bæði gagnvart krónu og öðrum gjaldmiðlum á und- anförnum mánuðum og þannig hefur dalurinn til dæmis fallið um nærri 15% í virði gagnvart krónunni frá því í byrjun skólaársins, eins og greint var frá í byrjun. Gefur augaleið að þessi 15% skerðing veldur stórvægilegri slag- síðu á fjárhag þeirra námsmanna sem fyrir verða og raskar stórlega þeim forsendum sem þeir höfðu í upphafi vetrar, þegar lánsloforð voru gefin út, til að sjá sér farborða í námi. Jafngildir þetta í raun að framfærslu eins af 9 mánuðum skólaársins vanti þegar upp er stað- ið. Það sætir furðu að ekki hafi fyrir löngu verið settir varnaglar við þeirri hættu sem lánþegum LÍN stafar af verulegum gengissveiflum, og ekki seinna vænna að gera þar bót á. Dregið frá á hærra gengi – greitt út á lægra gengi Það að LÍN noti dag- gengi á útborgunardegi framfærsluláns skýtur enn frekar skökku við í ljósi þess að í skerðing- arliðum notast sjóð- urinn við annað gengi og hallar þannig enn frekar á lánþega. Frádráttarliðir frá lánum eru reiknaðir í föstu gengi, miðað við 5. maí 2003. Þar má t.d. nefna frádrátt vegna tekna námsmanna er- lendis (grein 3.3.1 í reglum Lánasjóðsins) og endurgreiðslur námsmanna vegna of- greiddra lána eru líka reiknaðar á sama hátt (5.7.1 grein). Þannig lendir námsmaður sem af einhverjum sökum fær ofgreidd námslán, s.s. sökum vanskila á námsárangri eða van- áætlaðra tekna, í því að fá afgreidd lán á genginu 69 (m.v. 5. jan. 2004) en þarf að greiða það sem ofgreitt var til baka á genginu 74 (5. maí 2003), ef ég fæ skilið reglur Lánasjóðsins rétt. Það sama á við um frádrátt vegna styrkja (grein 5.2.2) og má þar nefna sem dæmi lánþega við nám í Bandaríkjunum sem hlotið hefur styrk frá skólanum sínum. Styrk- urinn er dreginn frá lánsupphæðinni á fasta genginu (dýrara genginu) en lánin borguð út á daggengi sem nú er um 5,5% óhagstæðara náms- manninum. Aðgerðir strax Hvað varðar lagfæringar á reglum Lánasjóðsins til frambúðar sé ég meðal lausna að við útborgun lána sé miðað við meðalgengi á tímabilinu frá því lánsloforð var gefið út og þar til lán er afgreitt, því þannig deila Lánasjóðurinn og námsmaðurinn með sér gengisáhættu. Einnig má fara þá leið að lán verði ekki af- greidd á lægra gengi en miðað er við í frádráttarliðum og loks má setja í reglur sjóðsins ákvæði sem kveða á um endurskoðun framfærslu- upphæðar ef gengi lánsmyntar gagnvart krónu hefur aukist eða minnkað um meira en 5% frá útgáfu lánsloforðs – og sé þá veitt uppbót sem því nemur. Mest aðkallandi er þó að leysa vanda þeirra námsmanna sem á næstu vikum munu fá afgreidd lán haustannar. Mikilvægt er að þeir sem málið varðar grípi til aðgerða hið bráðasta svo að námsmenn þurfi ekki að bera þungann af hruni bandaríkjadalsins. Er það von mín að LÍN, SÍNE, Stúdentaráð, ný- skipaður ráðherra menntamála og aðrir er málið varðar finni lausn á þessum vanda með snatri. Þætti mér þar eðlileg lausn að reikna þeim lán- þegum sem um ræðir sérstaka 5– 10% gengisuppbót, því þótt vel megi telja eðlilegt að námsmenn beri ein- hvern halla eða hagnað af geng- issveiflum þá er jafnmikil raunvirð- isskerðing og nú blasir við augljóslega fyrir neðan allar hellur. Gengisvandi íslenskra námsmanna Ásgeir Þ. Ingvarsson skrifar um vandræði námsmanna sem þiggja framfærslulán í bandaríkjadölum Ásgeir Þ. Ingvarsson ’En ef náms-maðurinn er svo óheppinn að sú mynt sem hann fær lánað í hríð- fellur í virði þarf hann að standa skil á mismun- inum úr eigin vasa.‘ Höfundur nemur við Smolny Institut, St. Pétursborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.