Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 25
irnar okkar áður en við förum að
sofa.
Bless elsku besta amma okkar –
sofðu rótt.
Langömmustelpurnar þínar,
Sara Bryndís og Arna Björk.
Skammt er stórra höggva á milli.
Nú er hún Debba systir mín farin
líka en Sigrún Þorsteinsdóttir, fyrrv.
mágkona mín, lést fyrir rúmum
fimm mánuðum. Báðar höfðu þessar
góðu konur skilað dagsverkinu og
urðu vafalítið hvíldinni fegnar enda
báðar misst heilsuna og voru saddar
lífdaga.
Hún var fíngerð, grönn, ljóshærð,
alvörugefin, umhyggjusöm, heima-
kær og hafði þetta yfirbragð sem
laðaði fólk að henni, eins konar inn-
byggðan virðuleik og hlýju. Hún
fæddist í Reykjavík en ólst upp fyrir
vestan í þeirri fögru sveit Gundar-
firði til 12 ára aldurs en eftir það fór
hún í skóla í Reykjavík og bjó hjá
ömmu okkar á veturna en var fyrir
vestan á sumrum. Hún var borgar-
barn og hafði ekki sömu taugar til
fjarðarins, fjallanna og fólksins á
æskustöðvunum eins og sumir
bræðra hennar og Óli Pétur, sonur
hennar. Hún gekk í Kvennaskólann
og útskrifaðist þaðan en stundaði
síðan verslunarstörf í Reykjavík þar
til hún giftist Friðþjófi Adolf Ósk-
arssyni rakarameistara vorið 1940.
Eftir giftinguna fluttu þau Frið-
þjófur til Húsavíkur þar sem þau
bjuggu í 2–3 ár en síðan einn vetur á
Akureyri. Eftir það flutti fjölskyldan
aftur til Reykjavíkur.
Hún var 19 árum eldri en ég og ég
kynntist henni ekki sem barni eða
unglingi – ég fór ekki að þekkja hana
fyrr en ég fór að ganga í skóla í
Reykjavík 15 ára gamall. Þá bjó fjöl-
skyldan á efri hæðinni að Kirkju-
torgi 6 og þar sem þau bjuggu svo
miðsvæðis í borginni var oft ærið
gestkvæmt á heimilinu – æði margir
litu við hjá Debbu þegar þeir áttu
leið í bæinn. Ég býst við að stundum
hafi álagið á heimilið verið meira en
góðu hófi gegndi en þetta var bara
svona – þeir voru margir sem heim-
sóttu Debbu og litu við til þess að
spjalla og hvíla sig og margir sóttu
til hennar ráð. Fjölskyldumeðlimir
voru þar tíðir gestir og vinátta henn-
ar og Jóns, Skafta og Halldórs,
bræðra okkar, entist ævilangt. En
þeir eru allir farnir á vit feðra sinna.
Um miðjan sjöunda áratuginn
keyptu þau Friðþjófur einbýlishús
að Efstasundi 33 og byggði Friðþjóf-
ur vinnustofu áfasta húsinu en um
svipað leyti hóf Debba störf hjá
Bernharð Laxdal þar sem hún starf-
aði í allmörg ár en síðar varð hún
verslunarstjóri hjá Kápunni á
Laugavegi og starfaði þar þangað til
hún fór á eftirlaun.
En Friðþjófs naut ekki lengi við –
hann lést úr krabbameini snemm-
sumars 1967. Óskar Haukur, sonur
þeirra, tók við stofunni og rak hana
alla tíð á meðan mamma hans átti
húsið í Efstasundinu. Bræðurnir Óli
Pétur og Óskar Haukur festu báðir
ráð sitt í Reykjavík en Hólmfríður
dóttir þeirra giftist til útlanda og
hefur mestan part búið í Bandaríkj-
unum og býr þar enn.
Þegar þau fluttu í Efstasundið
urðu þau Debba nágrannar foreldra
okkar – aðeins voru fáein hús á milli.
Samband mömmu og Debbu var
ekki aðeins samband móður og dótt-
ur heldur varð með þeim djúp vin-
átta og verður Debbu seint fullþökk-
uð sú umhyggjusemi og nærgætni
sem hún sýndi móður okkar síðustu
æviár hennar. Ég held að varla hafi
liðið sá dagur að Debba heimsótti
ekki foreldra okkar.
Árið 1972 hóf hún sambúð með
Jörundi Þorsteinssyni en þau
bjuggu saman, fyrst í Efstasundinu,
en frá 1988 í Hvassaleiti 58 þar til
hann lést fyrir rúmlega tveimur ár-
um.
Skömmu eftir fráfall föður okkar
flutti hún mömmu til þeirra Jörund-
ar í Efstasund 33 og átti mamma þar
sínar síðustu stundir umvafin þeirri
hlýju sem Debba og Jörundur veittu
henni.
Nú er hún farin sjálf. Maður fer
ekki lengur í morgunkaffi til hennar
á slaginu níu eða hálftíu á laugar-
dagsmorgnum eins og við Óli Pétur
gerðum stundum þegar undirritaður
var staddur í bænum og töluðum um
fólkið okkar og við Óli Pétur létum
móðan mása um Grundarfjörðinn.
En góðar minningar verða áfram hjá
okkur öllum.
Pétur Jósefsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 25
Systir, mágkona og elskuleg föðursystir
okkar,
SELMA KRISTIANSEN,
Tómasarhaga 23,
verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn
24. febrúar kl. 15.00.
Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði.
Trúmann Kristiansen, Birna Frímannsdóttir,
Matthías Kristiansen, Heidi Strand,
Ragnheiður Kristiansen, Þórhallur Pálsson,
Málfríður K. Kristiansen, Sigurður R. Gíslason,
Kolbrún Kristiansen,
Þóra Kristiansen, Sverrir Einarsson,
Svandís Kristiansen, Gylfi Birgisson,
Steinun Kristiansen,
Þorsteinn Kristiansen,
Þorgerður M. Kristiansen, Óttarr M. Jóhannsson,
Halldór H. Kristiansen, Auður Magnúsdóttir,
Selma Ósk Kristiansen, Helgi Kristjánsson,
Helga A. Kristiansen.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HELGA JÓNA SIGURÐARDÓTTIR,
Hrafnistu, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 19. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigríður Ebenesersdóttir,
Hulda Ebenesersdóttir,
Valgerður Ebenesersdóttir, Grímur Grímsson,
Eygló Ebenesersdóttir, Eyjólfur Guðmundsson,
Magnús Ebenesersson, Brynja Jóhannsdóttir
og ömmubörnin.
Elsku litla barnið okkar,
MARTA TRAUSTADÓTTIR,
sem lést á Landspítalanum laugardaginn 14.
febrúar, verður jarðsungin frá Digraneskirkju
miðvikudaginn 25. febrúar kl. 15.00. Blóm og
kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeir sem
vilja minnast Mörtu er bent á Barnaspítala
Hringsins, kt. 590793-2059, reikningur nr.
0517-14-100033.
Vigdís Guðmundsdóttir, Trausti Ágústsson,
Saga Traustadóttir,
Kristjana Stefánsdóttir, Guðmundur Þorkelsson,
Elínborg Kristjánsdóttir, Ágúst Ögmundsson.
Eginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi,
ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON
múrari,
Smáraflöt 6,
Garðabæ,
andaðist á líknardeild Landspítala, Landakoti,
laugardaginn 21. febrúar.
Fanney Hjaltadóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær amma okkar, tengdamóðir og lang-
amma,
VILBORG ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR,
Villa,
Hamarsbraut 17,
Hafnarfirði,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtu-
daginn 19. febrúar, verður jarðsungin frá Hafnar-
fjarðarkirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 15.00.
Vilborg Á. Sigurðardóttir, Ólafur Kr. Hjörleifsson,
Guðrún Karla Sigurðardóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Kristjana Ósk Sigurðardóttir, Stefán Sveinsson,
Sigurbjörg Hilmarsdóttir
og barnabarnabörn.
Sambýlismaður minn og faðir okkar,
SIGURJÓN AUÐUNSSON,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
áður til heimilis í Álfatúni 3,
Kópavogi,
lést 20. febrúar á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Jóhanna Einarsdóttir,
Gylfi Sigurjónsson,
Aðalsteinn Sigurjónsson,
Ingibjörg Sigurjónsdóttir.
Hjartkær eiginkona mín, móðir mín og amma okkar,
SVAVA JAKOBSDÓTTIR,
Einarsnesi 32,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum — háskólasjúkrahúsi 21. febrúar.
Jón Hefill Aðalsteinsson,
Jakob S. Jónsson
og barnabörn.
tug síðustu aldar lágu leiðir okkar
saman í gegnum störf fyrir stétt-
arfélögin okkar. Haraldur var mikill
baráttumaður fyrir bættum kjörum
og réttindum fyrir sína starfsstétt
framreiðslu. Hann hafði afskipti af
félagsmálum frá því að hann var að
læra framreiðslu á Hótel Borg og
var fremstur meðal jafningja í að
stofna nemafélag þjóna. Haraldur
var virkur í félagsstarfi í rúma hálfa
öld fyrir Félag framreiðslumanna,
sem stjórnarmaður, formaður og
starfsmaður. Við sem störfum í fé-
lagsmálum fyrir hótel- og matvæla-
greinarnar nutum góðs af reynslu
þessa geðprúða, sáttfúsa, fórnfúsa
og umfram allt óeigingjarna heið-
ursmans í starfi okkar við stofnun
Matvæla- og veitingasambands Ís-
lands (MATVÍS) 1996. Haraldur tók
mjög virkan þátt í stofnum MAT-
VÍS og lagasetning var undir hans
verkstjórn að miklu leyti. Hann var
mjög vakandi yfir lögum og reglu-
gerðum sambandsins og aðildar-
félaga þess og kom með tillögur til
laganefndar og stjórna aðildar-
félaga þegar breytinga var þörf.
Haraldur var starfsmaður MATVÍS
frá stofnun og þar til hann hætti
störfum sökum aldurs 1999. Við hjá
MATVÍS vildum svo gjarnan njóta
starfskrafta hans lengur en hann
hafði tekið sína ákvörðun. Sá mikli
tími sem fór í félagsstörfin hjá Har-
aldi í þau rúmu 50 ár sem hann fórn-
aði sér fyrir heildina var að sjálf-
sögðu að miklu leyti tekinn frá
fjölskyldunni, Elínu og sonum.
Þegar við Haraldur störfuðum
saman á Þarabakkanum sátum við
oftar en ekki saman í morgunkaffi
þar sem margar reynslusögur frá
fyrri tíð voru sagðar. Það eru mér
ógleymanlegar stundir og það sem
mér þótti alltaf merkilegast að þeg-
ar maður sat og spjallaði við Halla
þá var eins og maður sjálfur væri
eins og opin bók. Við unnum mikið
saman gegnum sætt og súrt í fé-
lagsmálunum og vorum nær alltaf
sammála um málefnin. Það var mik-
ill styrkur af því að hafa Harald Örn
Tómasson sér við hlið. Það er mikill
söknuður að horfa á eftir þessum
góða manni sem í mínum huga var
gull af manni. Minningin mun lifa að
eilífu og hans mun getið sem eins af
upphafsmönnum Matvæla- og veit-
ingasambands Íslands.
Fyrir hönd Matvæla- og veitinga-
sambands Íslands vil ég þakka Har-
aldi fyrir öll hans góðu störf í þágu
sambandsins og votta eiginkonu
hans, sonum og fjölskyldum þeirra
mína dýpstu samúð. Guð blessi
minningu þína.
Níels S. Olgeirsson.
Haraldur Örn Tómasson heiðurs-
félagi Félags framreiðslumanna er
fallinn frá. Haraldur eða Halli
Tomm eins og hann var jafnan kall-
aður af samferðamönnum sínum var
svo tengdur sögu Félags fram-
reiðslumanna að erfitt er að hugsa
sér félagið að honum gengnum.
Haraldur hóf nám í framreiðslu á
Hótel Borg árið 1929 að áeggjan
föður sín, sem starfaði sem dyra-
vörður við hótelið. Þegar við upphaf
náms komu í ljós miklir leiðtoga-
hæfileikar hans og réttlætiskennd.
Haraldur stofnaði á námsárunum
fyrsta nemafélag þjóna og má segja
að þar hafi hann stigið sín fyrstu
spor í baráttunni um aukin réttindi
launamanna en baráttan sú átti eftir
að einkenna lífshlaup Haraldar.
Haraldur tók sveinspróf í fram-
reiðslu árið 1949 í Sjálfstæðishús-
inu. Árið 1963 hóf Haraldur störf á
Hótel Sögu og starfaði þar fram til
ársins 1991 er hann snéri sér alfarið
að félagsmálunum og hóf störf á
skrifstofu Félags framreiðslu-
manna.
Á starfsferli sínum sem fram-
reiðslumaður gegndi Haraldur
fjölda trúnaðarstarfa fyrir Félag
framreiðslumanna. Hann var for-
maður félagsins árið 1952 þá aðeins
23 ára. Hann var aftur formaður ár-
in 1954 og 1955 og árin 1975 og
1976. Árin 1960 og 1961 var hann
formaður Sambands matreiðslu- og
framreiðslumanna.
Árið 1996 stofnaði Félag fram-
reiðslumanna ásamt Félagi mat-
reiðslumanna, Félagi íslenskra kjöt-
iðnaðarmanna og Bakarasveina-
félagi Íslands, stéttasamband
matvælagreina, MATVÍS. Harald-
ur, sem þá var starfsmaður Félags
framreiðslumanna, var einn af lyk-
ilmönnum í þeirri sameiningu og
starfaði síðan hjá MATVÍS þar uns
hann dró sig í hlé vegna aldurs.
Undirritaður var svo heppinn að
fá að starfa náið með Haraldi hjá
MATVÍS og fékk þar notið leið-
sagnar hans og visku. Þar kynntist
ég því líka hversu góður sagnamað-
ur Haraldur var og minnisgóður
með afbrigðum. Að sitja með Halla
yfir góðum kaffibolla og hlusta á
hann rifja upp liðna tíð, var eins og
að detta inn í vel gerða heimild-
armynd þar sem hvert smáatriði
kom skírt fram.
Ötulir baráttumenn og eldhugar
eins og Haraldur eru lífæð verka-
lýðshreyfingarinnar í baráttunni um
réttan skerf af þjóðarkökunni. Har-
aldar verður því sárt saknað úr bar-
áttunni, þeirri sem hann setti svo
mjög mark sitt á á lífsleiðinni.
Eftir stendur minningin um
manninn sem á svo stóran þátt í
sögu Félags framreiðslumanna.
Minningin um góðan félaga sem
miðlaði til sér yngri manna og
þreyttist aldrei á því að minna sína
menn á rétt þeirra jafnt sem
ábyrgð.
Eiginkonu og fjölskyldu Haraldar
sendum við innilegrar samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd Félags framreiðslu-
manna.
Þorsteinn Gunnarsson.