Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 16
LISTIR 16 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNTASKÓLANEMAR við Sund ráðast í stórvirki með svið- settri bíómynd Woodys Allens, Bullets over Broadway, sem gerist á kreppuárunum í New York. Það er ekki eins einfalt og ætla mætti að sviðsetja um það bil fimmtíu at- riði úr bíómynd. Merkilegt nokk, þá gengur þetta upp að mestu leyti því Helga Vala leikstjóri hefur unnið þrekvirki með þeim fjörutíu krökkum sem stíga á svið í Aust- urbæ til þess að leika og dansa. Í upphafi fengu Freyvangarar í Eyjafirði þá hugmynd að þýða bíó- myndina, sem undirrituð hefur ekki séð, og settu upp ágæta sýn- ingu. Woody Allen á ekki upp á pallborðið hjá öllum en þeir sem hafa gaman af honum eru sérstak- lega hrifnir af samræðunum en þar er hann fremstur meðal jafningja. Þýðing þeirra Ármanns og Hann- esar virðist hafa tekist prýðilega því samtölin voru skemmtileg og runnu lipurlega. Það er þó augljóst að verkið mætti stytta nokkuð og þyrfti að skrifa markvissa leikgerð þar sem hægt væri að forðast of löng „blackout“ eða hlé í myrkri og þar sem byrjunin væri meira í ætt við kynningu á aðstæðum en ekki jafn brött og raun ber vitni. Auk þess mætti sleppa innskotum sem gera ekkert fyrir gang sögunnar. Þarna er nefnilega sögð saga og hún skemmtileg. Í örstuttu máli fjallar hún um leikskáldið David Shane sem hefur skrifað leikrit sem honum þykir mjög vænt um en umboðsmaður hans fær bófafor- ingjann Nick Valenti til að fjár- magna sýninguna gegn því að kær- asta hans Olive fái hlutverk. Sá hængur er á að hún er algerlega hæfileikalaus svo ekki sé meira sagt. Þó að MS-ingar þurfi flestir að leika þó nokkuð upp fyrir sig í aldri komu þau textanum oftast skýrt á framfæri þótt stundum hafi framsögnin farið forgörðum. Það þarf mikið skipulag og mikinn aga til að stjórna fjörutíu ungmennum á sviði en Helga Vala hefur farið þá áhættusömu leið að hafa mjög lítið af sviðsmunum og notfæra sér þau tjöld og lýsingu sem fyrir voru í Austurbæ. Þessi leið krefst meira af leikurunum og merkilegt hvað hægt er að finna marga góða dans- ara og leikara í einum skóla. Því miður verða aðeins fáir nefndir hér en aðalhlutverkið lék Kári Viðars- son mjög vel með því að búa til sína eigin persónulegu og tauga- veikluðu Woody Allen-týpu, í þetta sinn leikskáldið sem lendir í órtú- legustu aðstæðum. Í stað þess að fá að næra tilvistarlega angist fá- tæka listamannsins stendur hann frammi fyrir raunverulegum lífs- háska þar sem hver sem er getur verið skotinn á færi og fólk er til dæmis drepið fyrir að vera öm- urlegir leikarar. Bófaforingjann Nick sýndi Flosi Jón Ófeigsson mjög skemmtilega; hann var töffari yst sem innst, hverja sekúndu. Ljóskuna Olive lék Edda Rut Þor- valdsdóttir með ótrúlegri rödd og líkamsbeitingin eins og hjá óþekkri fimm ára stelpu. Prímadonnuna Helen Sinclair lék svo Þórunn Kar- ólína Pétursdóttir af miklu öryggi. Margir fleiri í stórum hlutverkum stóðu sig vel og greinilegt að leik- stjórinn hefur nostrað við hvern og einn ásamt því að sinna vel öllu því smáa og fyndna í bakgrunni at- burðanna. Til viðbótar var gaman að sjá dansatriðin þar sem nokkrar stúlkur sýndu vel samda og fjör- lega hópdansa. Þær gerðu þetta svo vel að ætla mætti að þær væru atvinnumenn. Búningar þeirra voru fallegir og hárgreiðslan enn fallegri. Hið sama má segja um aðra búninga í verkinu; þeir voru látlausir en alveg í anda þess tíma er verkið gerist á. Það er meira en að segja það að láta tugi stuttra atriða renna lip- urlega með fjörutíu leikurum og dönsurum en þrátt fyrir einhverja hnökra hafa Helga Vala og krakk- arnir hennar búið til skemmtilega sýningu sem er vel þess virði að eyða kvöldstund í að sjá. Leikskáld í lífshættu LEIKLIST Thalía – Leikfélag Mennta- skólans við Sund Höfundur: Woody Allen. Þýðing: Ármann Guðmundsson og Hannes Örn Blandon. Leikstjórn: Helga Vala Helgadóttir. Leik- mynd: Búi Hrafn Búason. Búningar: Rak- el J. Blomsterberg. Ljósamaður: Hans Orri Straumland. Höfundur dansa: Unnur Birna Vilhjálms- dóttir. Frumsýning í Austurbæ 17. febr- úar. BÓFALEIKUR Á BROADWAY Hrund Ólafsdóttir SÝSLULÝSING Dalasýslu er hér skrifuð af Kristjáni Magnúsen (kamm- erráðinu á Skarði) og er sú lýsing fremst í bók fyrir utan Inngang um- sjónarmanns og hið upprunalega boðs- bréf og spurningar, sem ætíð fylgja út- gáfu Sýslu- og sóknalýsinga Bókmenntafélagsins. Að lokinni Sýslulýsingu taka við sóknalýsingar gerðar af viðkomandi prestum (nema í einu tilviki). Fyrst kemur Miðdalaþing, er nær yfir Snóksdals- og Sauðafellssóknir. Þær ritar að mestu bóndinn Jón Jónsson í Hlíð, þó að séra Vigfús Reykdal und- irriti. Þá kemur Kvennabrekkupresta- kall. Um það ritar sr. Bjarni Eggerts- son. Þar eru Kvennabrekku- og Stóra-Vatnshornssóknir. Næst er Hjarðarholtssókn, en henni lýsir sr. Stefán Benediktsson. Feðgarnir sr. Jón Gíslason og sr. Þorleifur Jónsson rita um Hvammsprestakall. Presta- kallið nær yfir Hvammssveit og Fells- strönd og eru fjórar kirkjur í presta- kallinu: í Hvammi, Sælingsdalstungu, Ásgarði og Staðarfelli. Sr. Friðrik Eggerz ritar um Skarðs- þing, þ.e. Skarðs-, Búðardals- og Dag- verðarnessóknir. Raunar ritar Krist- ján kammerráð einnig um Skarðsþing. Uppdráttur er af Skarðsþingum. Sr. Jón Þorleifsson ritar um Saurbæjar- þing, þ.e. Staðarhóls- og Hvolspresta- köll. Kammerráðið ritar einnig um Saurbæjarþing. Uppdráttur er yfir Saurbæjarþing úr handriti sr. Jóns. Eins og í öðrum Sýslu- og sóknalýs- ingum, sem áður hafa verið gefnar út, eru þessar misjafnlega ítarlegar. Veld- ur því auðvitað misgóð staðþekking prestanna, svo og árvekni þeirra og áhugi á að leysa verkefnið vel af hendi. Lýsing séra Friðriks Eggerz er að mínu viti mjög góð, þó að hann fari sín- ar eigin leiðir í framsetningu og óneit- anlega er hún einna læsilegust. En seint hefur karl svarað, ekki fyrr en 1846. Kammerráðið hefur verið orðinn úrkula vonar um að nokkuð myndi frá honum koma og prestinum í Saurbæj- arþingum, eins og hann segir í bréfi sínu til Bókmenntafélagsins. Af því leiddi að hann ritaði einnig um bæði þingin. Hvað Saurbæjarþing varðar var það til mikilla bóta, því að lýsing prestsins, sem ekki er vitað hvenær kom, er rýr í roði. Ekki hefði þó þess þurft með Skarðsþing. Vitaskuld leiddi af þessu nokkra tví- tekningu, en ekki fannst mér það koma mjög að sök. Dr. Einar G. Pétursson, sem umsjón hafði með útgáfunni, hefur unnið sitt verk af hinni mestu prýði. Hann hefur samið langar aftanmálsskýringar við hverja lýsingu og tekið þar upp það ný- mæli að vitna í ýmis heimildarit og rit þar sem meiri fræðslu er að finna. Þá hefur hann samið æviágrip ritaranna. Myndir eru af nokkrum þeirra. Einnig eru gamlar teikningar af kirkjum. Í bókarlok er ítatleg Nafnaskrá eins og vera ber. Mér skilst að nú sé einungis eftir að gefa út Sýslu- og sóknalýsingar fyrir Borgarfjörð og er þá þetta mikla og merkilega safn loks á þrykk út gengið eftir meira en hálfa öld. Það eitt harm- ar maður að það skuli ekki allt hafa verið gefið jafnvel út og í sama formi og þær síðustu, sem Sögufélagið hef- ur staðið að. En við því verður ekki gert, nema þær eldri verði gefnar út á ný. Lýsing Dalasýslu BÆKUR Sagnfræði Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839–1855. Einar G. Pétursson sá um útgáfuna. Sögufélag, Örnefnastofnun Íslands, Reykjavík, 2003, 208 bls. SÝSLU- OG SÓKNALÝSINGAR DALASÝSLA Sigurjón Björnsson ÞÓRBERGUR Þórðarson skýtur upp kollinum víða á ferli Jóns Hjart- arsonar. Hann fór á kostum í Ofvit- anum á sínum tíma, algerlega trú- verðug mynd af meistaranum. Svo sannfærandi að, þökk sé velgengni sýningarinnar og síðar sjónvarpinu, að mynd hans er mynd Þórbergs í hugum margra, svo er allavega farið með undirritaðan, ef hann hefur ekki vara á sér. Seinna gerði Jón sviðs- gerð af Sálminum um blómið, setti upp með Leikfélagi Hornafjarðar og lék sjálfur Sobbeggi afa. Og nú er leikgerð sögunnar komin í útvarpið og enn er Jón Þórbergur, jafn trú- verðugur og áður, stílsmáti skálds- ins runnin honum í merg og blóð. Ekki hef ég þekkingu til að segja hversu mikið hin fyrri leikgerð Jóns er gengin aftur í þessari, enda skipt- ir það svo sem engu máli. Þroskasaga Lillu Heggu, eða kannski frekar, saga viðbragða Þór- bergs við fullorðnun þessarar litlu vinkonu sinnar, er makalaust verk, hliðstæðulaust í íslenskum bók- menntum, og mögulega heimsins. Leikgerðin byrjar á því að guð birt- ist Þórbergi og setur honum verk- efnið fyrir. Síðan er því lýst hvernig hann þarf að finna leiðina að verk- efninu, sem endar með því að hann leitast við að gera sér upp og nálgast þannig þroskastig viðfangsefnisins. Síðan rekur hver gullmolinn annan í lýsingum á samskiptum litlu mann- eskjunnar og höfundarins. Óneitan- lega er því eins farið með leikgerðina og söguna, fyrri hlutinn er mun skemmtilegri en sá síðari, meðan framandleikinn er mestur og Lilla Hegga sjálf í forgrunni. Í seinni hlut- anum verða önnur hugðarefni Þór- bergs og hvernig hann kynnir Lillu Heggu þau meira áberandi: Komm- únismi, Spírítismi og Suðursveit, og þá fatast verkinu flugið nokkuð. Eins og fyrr sagði er Jón Hjart- arson sannfærandi sem Þórbergur, en hefur að sama skapi minni möguleika á að sýna manni óvænta fleti á persón- unni sem hann hefur tengst svo traustum böndum á löngum tíma, enda reynir hann það alls ekki. Það er sjálfsagt að varðveita sem mest af þessu sérstæða sam- bandi leikara og við- fangsefnis úr raun- veruleikanum. Álfrún Örnólfsdótt- ir nær framúrskar- andi tökum á að lýsa þroska Lillu Heggu, óborganleg sem ungabarn, ótrúlega trúverðug upp frá því, og skemmtilegt hvernig hún dregur fram tilfinninguna fyrir því hvernig samneyti við fullorðna mót- ar orðfæri barnsins, eftir að málsnið þess hefur sett svip sinn á tungutak hinna fullorðnu. Anna Kristín Arngrímsdóttir er prýðileg sem Mammagagga, rödd skynseminnar og Þorsteinn Gunn- arsson sömuleiðis sem rödd guðs. Aðrir vekja varla eftirtekt, enda hlutverkin lítil. Öll vinnan við verkið einkennist að mínu viti af vandvirkni og trú- mennsku við viðfangsefnið. Á það við um stælalausa leikstjórn Maríu Reyndal, áferðarfallega tónlist Úlfs Eldjárn, hljóðvinnslu og alla fram- setningu. Guði líkur LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Leikgerð: Jón Hjartarson, leikstjórn: María Reyndal, hljóðvinnsla: Björn Ey- steinsson, tónlist: Úlfur Eldjárn. Leik- endur: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Álf- rún Örnólfsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Gunnar Hansson, Gunnar Helgason, Hanna María Karlsdóttir, Jón Hjartarson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Ólafur Darri Ólafs- son, Víkingur Gunnarsson, Þorsteinn Gunnarsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. SÁLMURINN UM BLÓMIÐ Þórbergur ÞórðarsonJón Hjartarson Þorgeir Tryggvason Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.