Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Mars og apríl Fimmtudaga og mánudaga 3, 4 eða 7 nætur Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslend- inga sem fara nú þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Í mars byrjar að vora enda er þetta vinsælasti tími ferða- manna til að heimsækja borgina. Farar- stjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menn- ingu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veit- inga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 36.550 Flugsæti til Prag, 11. mars Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 11. mars M.v. 2 í herbergi á ILF Hotel. Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Helgarferð til Prag 11. mars frá kr. 36.550 BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra víkur á heimasíðu sinni að end- urskipulagningu lögregluumdæma og hættunni sem íslensku samfélagi stafar af alþjóðlegri glæpastarfsemi. Kveikjan að umræðunni er líkfund- urinn á Neskaupstað fyrr í þessum mánuði. Í október á liðnu ári reifaði ráðherra hugmyndir sínar um breyt- ingar á skipan lögreglumála í landinu. „Þar nefndi ég meðal annars al- þjóðlega glæpastarfsemi og sagði að það yrði að skipuleggja lögregluna þannig að hún gæti tekist á við ný og vandasöm verkefni með vísan til verkefna en ekki landafræði, það er lögregluumdæma. Ég setti eftir þennan fund af stað vinnu við þessa endurskipulagningu lögreglunnar. Við slit lögregluskólans 11. desember vék ég enn að nauðsyn þess að styrkja lögregluna og nefndi þá sér- sveit hennar sérstaklega til sögunn- ar. Innan dómsmálaráðuneytisins og á vegum lögreglunnar hefur síðan verið unnið að málinu, samhliða því sem ég hef unnið að því á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ segir Björn. Dómsmálaráðherra gerir líka að umtalsefni umræður um samskipti fjölmiðla og lögreglunnar. „Þessar umræður koma engum á óvart, sem þekkir til metnaðar fjölmiðla annars vegar og þarfar lögreglunnar hins vegar fyrir að gæta rannsóknarhags- muna.“ Nefnd að störfum Sem áður segir skipaði Björn Bjarnason starfshóp til þess að móta og setja fram tillögur að breytingum á umdæmaskipan við löggæslu og innra starfi lögreglunnar í október. Tillögurnar eiga miða að því að styrkja og efla starfsemi lögreglu og sýslumanna og nýta fjármuni betur. Ennfremur er hópnum ætlað að móta löggæsluáætlun til næstu ára, þar sem kynnt verður forgangsröð við úr- lausn verkefna og þess freistað að setja löggæslunni mælanleg mark- mið. Stefán Eiríksson skrifstofustjóri og formaður hópsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að unnið væri að tillögum um þessar mundir. „Fyr- irmæli liggja fyrir um að vinna tillög- urnar eins hratt og kostur er og þær verða lagðar fram síðar á þessu ári,“ segir hann. Ráðherra vill breyta skipan lögreglumála í ljósi alþjóðlegrar glæpastarfsemi Skipulag á að miðast við verkefni, ekki landafræði LITHÁINN Tomas Malakauskas, einn mannanna þriggja sem úr- skurðaðir voru í gæsluvarðhald um miðjan dag á laugardag vegna rann- sóknar í kjölfar líkfundar í höfninni á Neskaupstað 11. febrúar sl., hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Grétar Sigurðsson unir gæslu- varðhaldsúrskurðinum en þriðji maðurinn, Jónas Ingi Ragnarsson, hefur tekið sér frest til að ákveða hvort hann kærir úrskurðinn. Menn- irnir þrír voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 3. mars. Rannsókn málsins beinist að því að kanna ferðalög mannanna þriggja og hins látna, Vaidas Jucivicius, seg- ir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Heimildir Morgunblaðsins herma að lögreglan telji að Jucevicius hafi far- ið með Jónasi og Malakauskas frá flugstöðinni í Keflavík austur á Nes- kaupstað í jeppa sem mennirnir tóku á leigu. Arnar vildi ekki stað- festa þetta. Hann segir sýni sem tekin voru í jeppanum nú í rann- sókn, en ekki er ljóst hvenær nið- urstöður fást. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins halda hinir grunuðu því fram að þeir hafi aldrei hitt hinn látna, né séð myndir af honum. Ætluðu að hitta Vaidas Tveir mannanna, Jónas og Malak- auskas, munu hafa sagt við yfir- heyrslur að þeir hafi farið til Kefla- víkur 2. febrúar til að taka á móti manni sem þeir segja að hafi haft fornafnið Vaidas, en segjast ekki hafa vitað eftirnafn hans. Þeir segja að hann hafi ekki látið sjá sig en að „Vaidas“ þessi hafi síðar hringt í Jónas og sagt að hann hefði fengið far með portúgölskum vinum sínum. Jónas mun hafa sagst hafa verið í símasambandi við hann áður en hann kom, og að hann hefði haft í huga að flytja hingað sumarhús og jafnvel reyna að fá atvinnuleyfi hér á landi. Arnar staðfesti að rannsóknin beindist m.a. að því að kanna hvort einhverjir mannanna hafi hitt Juc- evicius á flugvellinum og tekið hann með sér í bíl sínum. Arnar segir það ljóst að einn mannanna hafi síðar breytt flugmiða sem Jucevicius átti bókaðan af landi brott, og það tengi mennina vissulega við hinn látna, eða í það minnsta flugmiða hans. Húsleit hefur verið gerð á heimili allra mannanna, bifreiðum og víðar, segir Arnar. Hann staðfestir einnig að leitað hafi verið í húsnæði sem tengist einum mannanna á Nes- kaupstað. Allar húsleitir sem gerðar hafa verið til þessa tengjast mönn- unum þremur á einn eða annan hátt. Arnar vildi ekki segja til um hvort eitthvað hefði fundist í húsrannsókn- unum sem tengdi einhvern af mönn- unum þremur við Jucevicius, en seg- ir að sýni hafi verið tekin á mörgum leitarstöðum og séu þau nú í rann- sókn. Ekkert tómt hylki Endanlegar niðurstöður eru ekki komnar úr krufningunni og því er banamein Jucevicius ekki á hreinu. Arnar segir það þó rangt sem komið hefur fram í einhverjum fjölmiðlum að eitt eða fleiri hylki með ætluðu amfetamíni hafi verið tóm í maga Jucevicius, en tekur fram að ekki sé hægt að útiloka að eitthvert af hylkj- unum hafi lekið. Rannsókn réttar- meinafræðings beinist því ekki síður að því að komast að því hvort þetta mikla magn sem maðurinn var með inni í sér hafi leitt hann til dauða. Þrír í gæsluvarðhald til 3. mars vegna líkfundar Ætluðu að hitta Vaidas í Keflavík FOOD and Fun-hátíðinni, Matur og skemmtun, lauk um helgina með sérstökum galakvöldverði á Hótel Nordica og keppni milli erlendra matreiðslumeistara í Vetrargarði Smáralindar. Að sögn skipuleggj- anda hátíðarinnar, Baldvins Jóns- sonar, fór hún mjög vel fram og er talið að um átta þúsund manns hafi farið út að borða á þeim tólf veit- ingastöðum borgarinnar sem buðu sérstaka fjórrétta hátíðarmatseðla. Verða þeir áfram í boði næstu daga. Baldvin segir að hátíðin, sem var haldin í þriðja sinn, sé sífellt að vaxa og sé mikil lyftistöng fyrir veitingahúsin á þessum árstíma. Til landsins komu nærri 60 blaðamenn og er því umfjöllunar að vænta í fjölmiðlum víða um heim næstu daga og vikur. Baldvin segir mat- reiðslumenn erlendis sýna hátíðinni mikinn áhuga og þegar vilji 20 slík- ir koma hingað að ári. Hann segir einnig liggja fyrir að fjölmörg fjög- urra og fimm stjörnu veitingahús í Bandaríkjunum hafi ákveðið að hafa íslenska matseðla á boðstólum næsta haust. Í galakvöldverðinum á Nordica á laugardagskvöld settu 20 meist- arakokkar upp hlaðborð með öllu því besta sem íslensk matargerð- arlist hefur upp á bjóða. Sama kvöld fór fram verðlaunaafhending þar sem verðlaun voru veitt fyrir besta fiskréttinn, besta kjötréttinn og besta eftirréttinn. Að auki var krýndur Food and Fun-kokkur árs- ins 2004, sem hafði flest samanlögð stig fyrir alla réttina, og þá útnefn- ingu hlaut John Besh frá New Or- leans í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/ÞÖK Bestu matreiðslumenn Food and Fun-hátíðarinnar, f.v. þeir Hans Horberth, sem átti besta eftirréttinn, John Besh, sem hlaut aðalverðlaunin, Gerrard Thompson átti besta kjötréttinn og Per Thostesen besta fiskréttinn. Um 8.000 út á borða á Food and Fun TVÆR bílveltur urðu með stuttu millibili í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær. Bíll valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla, og voru tveir fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. Stuttu síðar valt bíll á Vesturlands- vegi við Leirvogsá, og voru ökumað- ur og farþegi fluttir á slysadeild, en meiðsl þeirra ekki talin alvarleg. Báðir bílarnir voru óökufærir eftir velturnar og þurfti að fjarlægja þá með kranabíl. Fjórir slas- aðir í bíl- veltum LÖGREGLAN á Hólmavík stöðvaði um 100 bíla í sérstöku átaki frá há- degi á föstudag fram á kvöld á sunnudag. Tilgangurinn var að kanna ástand bíla og ökumanna. Ár- angurinn var sá að ekki einn einasti ökumaður var látinn blása í blöðru. Aðeins tvær athugasemdir voru gerðar í sambandi við beltanotkun í aftursæti, auk nokkurra um ljósa- búnað. Telur lögreglan þennan ár- angur einkar góðan, sér í lagi þegar haft er í huga að þorrablót sem drógu að sér mikið af aðkomufólki voru á Hólmavík um helgina. Átak lögreglu á Hólmavík ♦♦♦ ÖKUMAÐUR fólksbíls slapp ótrú- lega vel þegar hann fór út af veg- inum og skall á miklum hraða á klett við vegbrúnina. Atvikið varð um kl. 18.30 í gær og var maðurinn á leið austur Barðaströnd. Lögreglan á Patreksfirði segir til- drögin vera þau að bíllinn lenti í krapa á veginum, snerist og fór út af veginum. Farþegahlið bílsins lenti á mikilli ferð á klett sem er við veg- brúnina, og kastaðist bíllinn af klett- inum og valt. Ökumaður slapp ótrú- lega vel að sögn lögreglu, kvartaði yfir smávægilegum eymslum. Ómeiddur eftir að hafa ekið á klett ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.