Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 31
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 31 Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Rafmótorar Á S P R E N T Verð birt með fyrirvara um prentvillur. Tilboðin gilda til 25. febrúar (nema annað sé tekið fram) eða meðan birgðir endast. Nettó Akureyri - Akranesi - Mjódd - Salavegi Kópavogi 400gr Fyrir sprengidaginn! &baunirSaltkjötFrá99,-kr/kg 99,- 39,- Rófur Laukur Sellery 299,- kr/kg Búrfells saltkjöt 99,-Blaðlaukur 49,- kr/kg 69,- kr/kg 99,- kr/kg 169,- kr/kg Átak félag fólks með þroska- hömlun heldur fund um málefni seinfærra foreldra, á morgun, þriðjudaginn 24. febrúar kl. 20–23 í Hinu húsinu. Erindi halda: Ottó B. Arnar, Hanna Björk Sigurjónsdóttir o.fl. Boðið uppá kaffiveitingar. Allir velkomnir. Á MORGUN HJÖRVAR Steinn Grétarsson, Taflfélaginu Helli, varð Norð- urlandameistari í skólaskák, eftir sigur á E-flokki. Mótið fór fram um helgina í Karlstad í Svíþjóð. Íslensku keppendunum gekk von- um framar á mótinu, en auk hans stóðu Atli Freyr Kristjánsson og Halldór Brynjar Halldórsson sig afar vel. Atli Freyr tapaði fyrsta sætinu eftir tvöfaldan stigaút- reikning, í c-flokki, og Halldór Brynjar hafnaði í 2. sæti í a- flokki. Úrslit íslensku keppendanna í 6. umferð: A-flokkur (1984–86): Halldór Brynjar Halldórsson sigraði og fékk 4 vinninga og hafnaði í 2. sæti. Björn Ívar Karlsson gerði jafntefli og fékk1,5 vinninga. Sig- urvegarinn varð Christian K. Pedersen frá Danmörku. B-flokkur (1987–88): Hilmar Þorsteinsson sigraði og fékk 3,5 vinninga og hafnaði í 3.–6. sæti. Ágúst Bragi Björnsson tapaði og fékk 2 vinninga. Nikolaj Mikkels- en frá Danmörku varð Norð- urlandameistari. C-flokkur (1989–1990): Atli Freyr Kristjánsson sigraði og fékk 4,5 vinninga og hafnaði í 2. sæti eftir tvöfaldan stigaútreikn- ing. Alex Cambrey Orrason tap- aði og fékk 0 vinninga. Norðmað- urinn Jon Ludvig Hammer sigraði en hann fékk einnig 4,5 vinninga rétt eins og Atli en sigraði eftir tvöfaldan stigaúteikning. D-flokkur (1991–92): Helgi Brynjarsson tapaði og fékk 3 vinninga. Sverrir Þorgeirsson gerði jafntefli og fékk 2,5 vinn- inga. Svíinn Lucas Wickström varð Norðurlandameistari. E-flokkur: Hjörvar Steinn Grét- arsson gerði jafntefli og fékk 5 vinninga og er Norðurlandameist- ari í skólaskák. Svanberg Már Pálsson sigraði og fékk 4 vinn- inga og hafnaði í 3.–4. sæti eftir stigaútreikning. Landskeppnin: 1. Svíþjóð 30,5 vinninga. 2. Noregur 33 vinninga. 3. Danmörk 31,5 vinninga. 4. Ísland 30 vinninga. 5. Finnland 28,5 vinninga. 6. Færeyjar 20,5 vinninga. Morgunblaðið/Ómar Hjörvar Steinn Grétarsson (í miðju) skákmaður varð Norðurlandameistari í skák um helgina í sínum aldursflokki . Niels Grandelius frá Svíþjóð varð í 2. sæti og Frode O. Urkedal frá Noregi varð í 3. sæti. Hjörvar Steinn Norðurlanda- meistari í skák REYKJAVÍKURBORG hefur auglýst eftir tilboðum í leigu á Iðnó til reksturs veitingahúss og menningarstarfsemi í hús- inu, þar sem tími leigusamn- ings er útrunninn. Skylt er að auglýsa eftir rekstraraðilum þegar samningurinn er útrunn- inn, en þeir aðilar sem nú starfa í húsinu hyggjast sækjast eftir áframhaldandi leigu á húsinu. Leigu- samningur Iðnó laus Framtíð almennings- samgangna SAMFYLKINGIN í Kópavogi held- ur opinn fund um framtíð almenn- ingssamgangna í kvöld klukkan 20.30 í Samfylkingarsalnum í Hamraborg 11, 3. hæð. Til að ræða málin koma Ásgeir Ei- ríksson, forstjóri Strætó og Har- aldur Teitsson frá Teiti Jónassyni. Nýtt leiðakerfi Strætó sem vænt- anlegt er á næstu mánuðum verður kynnt og rætt um málin frá ýmsum hliðum. Þarna er, að mati Samfylking- arinnar, um brýnt og mikilvægt mál að ræða á tímum vaxandi vandamála vegna einkabílismans. Fundurinn er öllum opinn og eru ungir sem aldnir, konur sem karlar, hvattir til að mæta og taka þátt í áhugaverðri umræðu. Kynningarfundur um uppbygg- ingu miðborgarinnar SKIPULAGS- og byggingarsvið Reykjavíkur boðar til kynning- arfundar í dag kl. 10:00 í Borgartúni 3, 4. hæð. Tilefni fundarins eru nýjar hug- myndir um uppbyggingu og skipu- lag í miðborginni, nánar til tekið nyrst í Kvosinni og á hafnarsvæðinu, í tengslum við fyrirhugað tónlistar- hús, ráðstefnumiðstöð og hótel. Jafnframt verður borgarafundur í Ráðhúsi Reykjavíkur nk. þriðjudag til að kynna þessar hugmyndir fyrir borgarbúum, heyra ábendingar og svara fyrirspurnum. Í DAG Handteknir með fíkniefni ÞRÍR menn voru handteknir á Akranesi um miðnætti aðfaranótt sunnudags eftir að 15 grömm af ætl- uðu amfetamíni fundust í bíl þeirra. Lögreglan á Akranesi stöðvaði bílinn í hefðbundnu eftirliti og fundust þá fíkniefnin. Einn mannanna viður- kenndi að eiga efnin, og var þeim sleppt að loknum yfirheyrslum. Mennirnir eru allir milli tvítugs og þrítugs, og voru ekki undir áhrifum þegar þeir voru stöðvaðir. Bílvelta við Bæjarháls BÍLL valt við Bæjarháls í Reykjavík um klukkan hálfátta í gærmorgun og var ökumaður sem í honum var flutt- ur á sjúkrahús. Hann kvartaði yfir eymslum í hálsi. Ökumaðurinn var einn í bílnum þegar hann valt. Við veltuna fór bíllinn á toppinn en lenti svo aftur á hjólunum. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.