Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DÓMSMÁLARÁÐHERRA?
Davíð Oddsson, forsætisráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins,
leiddi að því líkur í fréttaskýr-
ingaþættinum Í brennidepli sem
sýndur var í Sjónvarpinu í gærkvöld
að hann myndi hugsanlega taka við
dómsmálaráðuneytinu í haust. Sagði
Davíð utanríkisráðuneyti og fjár-
málaráðuneyti ekki heppileg fyrir
flokksformann.
Brutu ekki lög
Forsvarsmenn Heilsugæslunnar í
Reykjavík segja ásakanir starfsfólks
heimahjúkrunar um að þeir hafi lagt
fram ólöglegan samning rangar.
Hjúkrunarforstjóri segir breytingar
á núverandi fyrirkomulagi við akst-
urssamninga starfsfólks nauðsyn-
legar til að efla og bæta þjónustu
heimahjúkrunar. Starfsfólk geti valið
um að nota eigin bíla við vinnu eða fá
bíl sem heilsugæslan tekur á rekstr-
arleigu.
Cap Haitien fellur
Uppreisnarmenn á Haíti tóku í
gær á sitt vald næst stærstu borg
landsins, Cap Haitien, og tóku borg-
arbúar þeim fagnandi. Forseti lands-
ins, Jean Bertrand Aristide, hefur
fallist á alþjóðlega friðaráætlun, en
stjórnarandstaðan og uppreisn-
armenn hafna henni.
Drápu 192 í Úganda
192 voru drepnir í búðum uppflosn-
aðra í norðurhluta Úganda um
helgina, er uppreisnarmenn sem hafa
í á annan áratug barist gegn stjórn-
völdum í landinu gerðu árás og lögðu
eld að híbýlum og skutu á flýjandi
fólk.
Tilræði í Jerúsalem
Palestínskur tilræðismaður varð
sjálfum sér og átta öðrum að bana er
hann sprengdi sig í loft upp í þétt-
skipuðum strætisvagni í Jerúsalem í
gærmorgun. Ísraelsk stjórnvöld
segja tilræðið sýna fram á réttmæti
aðskilnaðarmúrsins sem þau eru að
reisa.
Nader í framboð
Bandaríski neytendafrömuðurinn
Ralph Nader tilkynnti í gær að hann
hygðist bjóða sig fram í forsetakosn-
ingunum sem fram fara í nóvember.
Hann bauð sig einnig fram í síðustu
kosningum og hlaut þá 2,7% atkvæða.
Sérfræðingar kafa í Kolkuós
Erlendir fornleifafræðingar sem
sérhæfa sig í að rannsaka mannvist-
arleifar verða líklega fengnir til að
kafa í Kolkuós sumarið 2005. Fyr-
irætlanirnar tengjast svokallaðri
Hólarannsókn en Kolkuós var hafn-
araðstaða Hóla í Hjaltadal um tíma.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Kirkjustarf 29
Vesturland 11 Þjónusta 29
Erlent 12 Bréf 30
Listir 16/17 Dagbók 32/33
Umræðan 18/19 Leikhús 34
Forystugrein 20 Fólk 34/37
Minningar 22/25 Bíó 34/37
Hestar 26 Ljósvakar 38
Brids 27 Veður 39
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
SVAVA Jakobsdóttir,
rithöfundur og fyrrver-
andi alþingismaður, er
látin, 73 ára að aldri.
Hún andaðist á Land-
spítalanum – háskóla-
sjúkrahúsi, laugardag-
inn 21. febrúar
síðastliðinn.
Svava fæddist í Nes-
kaupstað 4. október
1930. Foreldrar hennar
voru Hans Jakob Jóns-
son og Þóra Einars-
dóttir. Hún lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1949 og BA-prófi í ensk-
um og amerískum bókmenntum frá
Smith College í Northampton í
Massachusetts, Bandaríkjunum,
1952. Svava starfaði í utanríkisráðu-
neytinu og í sendiráðinu í Stokk-
hólmi 1955 til 1960 og var blaðamað-
ur við Lesbók Morgunblaðsins 1966
til 1969. Hún var þingmaður Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík 1971
til 1979 og átti m.a. frumkvæði að
jafnréttislögum sem Alþingi sam-
þykkti.
Svava sat í stjórn Rithöfunda-
félags Íslands 1968 til 1971. Hún
gegndi ýmsum nefndarstörfum og
var meðal annars í nefnd til að
semja frumvarp um hlutdeild rík-
isins í byggingu og rekstri dagvist-
arheimila 1971 og í
nefnd til að semja
frumvarp til laga um
Launasjóð rithöfunda
1973. Hún var enn-
fremur varamaður í
Norðurlandaráði 1971
til 1974 og aðalmaður
þess 1978 til 1979.
Svava var fulltrúi á
allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna árin
1972, 1974, 1977 og
1982. Hún var í stjórn
Máls og menningar
1976 til 1979 og átti
einnig sæti í fulltrúa-
ráði þess. Hún var fulltrúi Íslands í
jafnréttisnefnd Norðurlanda 1980 til
1983. Hún sat einnig í stjórn Leik-
skáldafélags Íslands 1986 til 1990,
svo nokkuð sé nefnt.
Fyrsta bók Svövu var smásagna-
safnið Tólf konur sem kom út árið
1965 en hún skrifaði smásögur,
skáldsögur og leikrit auk þess að
semja leikrit bæði fyrir sjónvarp og
útvarp. Hún skrifaði ennfremur
fjölda ritgerða og blaðagreina og
gerði þætti fyrir útvarp. Verk henn-
ar hafa verið þýdd á fjölmörg tungu-
mál og hafa leikrit hennar einnig
verið flutt víða erlendis.
Eftirlifandi eiginmaður hennar er
Jón Hnefill Aðalsteinsson og sonur
þeirra er Hans Jakob S. Jónsson.
Andlát
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
HJÁLMAR Jónsson dómkirkjuprestur minntist þeirra sem látist hafa í bíl-
slysum í vikunni í athöfn í Dómkirkjunni á sunnudag, en alls létust þrír í
tveimur slysum í vikunni. Kertum var komið fyrir í kirkjunni og mynduðu
þau ljósakross. Minningarathöfn var einnig haldin í Hagaskóla á laug-
ardag, en stúlkurnar sem létust við Bifröst stunduðu nám í skólanum.
Morgunblaðið/Eggert
Minntust látinna í umferðinni
Sat fastur í
nítján tíma
BJÖRGUNARSVEITIR frá Egils-
stöðum og Breiðdalsvík voru kallað-
ar út aðfaranótt sunnudags eftir að
tilkynnt var að maður, sem ætlaði að
keyra um fjallveg á milli Egilsstaða
og Djúpavogs, hefði ekki skilað sér.
Karlmaðurinn, sem var á stórum
jeppa, fannst heill á húfi í bíl sínum
eftir um tveggja tíma leit, en hann
hafði lagt af stað frá Egilsstöðum um
hádegi á laugardag. Ferðalagið tók
hann hátt í nítján klukkustundir en
fjallvegurinn er 87 kílómetra langur
og alla jafna ófær yfir háveturinn.
Maðurinn gat haft bílinn í gangi.
MAGNÚS Þorsteinsson, aðaleigandi
Air Atlanta, og Þóra Guðmundsdótt-
ir, annar stofnenda félagsins, hafa
undirritað samkomulag um kaup
Magnúsar á um 24% hlut Þóru í félag-
inu. Er um allan eignarhlut Þóru í fé-
laginu að ræða. Magnús á að loknum
þessum viðskiptum um 75% í Air Atl-
anta. Arngrímur Jóhannsson, stjórn-
arformaður félagsins, á áfram fjórð-
ung í félaginu.
Þóra Guðmundsdóttir og Arngrím-
ur Jóhannsson stofnuðu Air Atlanta
árið 1986 og hafa þau allar götur síðan
helgað fyrirtækinu starfskrafta sína.
Allt frá upphafi hefur Þóra starfað
hjá fyrirtækinu og setið í stjórn fé-
lagsins.
Í fréttatilkynningu frá Air Atlanta
segir að félagið þakki Þóru sameig-
inlega vegferð og óski henni bjartrar
framtíðar.
Air Atlanta leigir vélar sínar til
annarra flugfélaga. Auk vélanna leig-
ir félagið áhöfn og annast viðhald og
tryggingar. Flugfélagið er stærst
sinnar tegundar í heiminum, sama
hvort miðað er við stærð flugflota eða
fjölda útleigðra tíma. Í flota félagsins
eru 16 vélar af gerðinni Boeing 747,
átta af gerðinni Boeing 767 og þrjár
Boeing 757. Starfsmenn félagsins eru
rúmlega 750, – um 250 flugstjórar og
flugvélstjórar og um 500 flugþjónar.
Starfsstöðvar Air Atlanta eru yfir 12 í
tíu löndum, þ. á m. Bretlandi, Írlandi,
Lúxemborg, Þýskalandi, Argentínu,
Malasíu, Íslandi og fleiri löndum.
Kaupir hlut Þóru
Guðmundsdóttur
í Air Atlanta
UPPI varð fótur og fit á sýningu Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi
þegar í ljós kom að tuttugu þúsundasti gesturinn sat í salnum. Það var hún
Sólrún Erna Víkingsdóttir sem þar var stödd ásamt móður sinni Rakel Há-
konardóttur. Mikki refur, sem var hinn blíðasti, og Lilli klifurmús fögnuðu
tímamótunum, en samband þeirra hefur batnað til muna, ekki síst fyrir til-
stuðlan Bangsapabba sem segir að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tuttugu þúsundasti gest-
urinn heimsækir Hálsaskóg
Lést eftir bílslys
KONAN sem lést á gjörgæsludeild
Landspítalans á föstudag eftir um-
ferðarslys við Blönduós hét Margrét
Þóra Sæmundsdóttir, fædd 1959.
Margrét Þóra var til heimilis að
Hringbraut 26 í Reykjavík. Hún læt-
ur eftir sig þrjú börn og unnusta.
♦♦♦