Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 36
ÞAÐ ER óhætt að segja að gríðargóð stemmning hafi myndast á Stúdentakjall- aranum á laugardagskvöldið, þegar stúd- entar héldu tónlistarhátíð sem stóð yfir í tólf tíma, frá fjögur um daginn til fjögur um nóttina. Á þriðja tug hljómsveita kom fram á tónleikunum sem enduðu í samsulti tónlist- armanna úr öllum áttum og var dansað fram á nótt. Ekki skorti heldur fólkið á staðinn, sem var þétt skipaður bæði tónlistarfólki og áhugafólki um tónlist, sem naut lífsins og skemmti sér í mestu sátt og samlyndi. Var þarna um að ræða allt frá kassagítarpoppi til tölvutónlistar og til harðasta rokks og ríkti bæði sátt og eining meðal tónlistar- mannanna. Góður rómur var gerður að tónleikunum og hlökkuðu aðstandendur til þess að end- urtaka leikinn sem fyrst, enda eru svona viðburðir vítamínsprauta í félagslíf stúd- enta og auka styrk og samheldni stúdenta- samfélagsins. Tónlistarveisla stúdenta í Stúdentakjallaranum Morgunblaðið/Eggert Hljómsveitin Box of Rocks gerði það ekki endasleppt í rokkinu og flutti tónlist sína af mikilli innlifun. Valur Sigurðarson og Nanna Gunnarsdóttir fylgdust vel með fjölbreyttri tónlistinni. Tónlist úr öllum áttum  Sannkölluð stúdentastemn- ing myndaðist í áhorfendahópn- um, en and- rúmsloftið á Stúdentakjall- aranum er til- valið til tón- leikahalds. ÁSTIN og vonin um endurfundi eru öflin sem halda aðalpersónunum í Kaldbak (Cold Mountain), á floti á erfiðum tímum Borgarastyrjaldar- innar í Bandaríkjunun á sjöunda áratug 19. aldar. Inman (Jude Law) og Ada (Nicole Kidman), eru ungir og ástfangnir Suðurríkjamenn þeg- ar Þrælastríðið brýst út og bindur snöggan endi á ævintýri sem er að hefjast. Inman yfirgefur sveitina sína ásamt öðrum, vöskum Suður- ríkjamönnum, Ada situr eftir, ný- flutt úr borginni upp til fjallahéraðs- ins í Norður-Karólínu ásamt heilsutæpum föður sínum. Hann fellur frá og Ada stendur hjálpar- vana uppi með búið, uns hún fær liðsstyrk í sveitastelpunni Ruby sem kann á flestum hlutum skil. Á meðan berst Inman í miskunnarlausri styrjöld, slasast og í myndarbyrjun strýkur hann af herspítalanum, full- saddur á tilgangsleysi manndráp- anna. Tekur stefnuna á fjallið sitt Kaldbak, langt utan sjóndeildar- hringsins, við rætur þess bíður lífið og ástin sem bæði þrá og vona að sé fyrir hendi. Kvikmyndin Kaldbakur er líkt og bókin, allt að því goðsagnaleg. Ferðalag Inmans við erfiðar aðstæð- ur; yfirvofandi hættur, bæði af völd- um náttúrunnar og margvíslegra andstæðinga, jafnt úr röðum óvin- anna sem undirförulla samferðar- manna og heigla sem sitja heima og reyna að slá sig til riddara, minnir á hetjukviður Hómers. Í bakgrunni rís ofar öllu helgidómurinn sjálfur: Ástin og fjallið. Líkt og Ólympusfjall Grikkjum er Kaldbakur söguhetj- unni tákn frelsis og vona – hinn end- anlegi ákvörðunarstaður. Minghella, leikstjóri og höfundur kvikmynda- gerðar stórbrotnar sögu Fraziers, eykur við samlíkinguna frekar en hitt því Inman er ótvíræð þunga- miðja myndarinnar. Ada og Ruby fá ámóta mikið pláss og Inman á síðum bókarinnar en hlutskipti kvennanna er mun veigaminna á tjaldinu. Ming- hella heldur sig að mestu leyti við söguþráðinn á heimleiðinni ströngu. Hver persónan skýtur upp kollinum á fætur annarri og hver annarri bet- ur túlkuð af óaðfinnanlega saman- settum hópi valinkunnra skapgerð- arleikara. Ruby er frábærlega sköpuð sögupersóna frá hendi Fraz- iers. Í heillandi náttúrubarninu sam- samast staðgóð þekking höfundar á mannlífi, umhverfi, og ekki síður þjóðtrú og hindurvitnum ásamt stolti og sjálfstæði fjallabúans og Suðurríkjamannsins. Minghella hef- ur úr svo miklu að moða að Ruby verður yfirbotðskennd frá hans hendi og ekki laust við að Zellweger ofleiki þessa hálfvilltu skógarstelpu með ráð undir rifi hverju. Brendan Gleeson er einn magnaðasti leikari samtímans og hann slær ekki feil- nótu frekar en Stobrod, faðir Ruby- ar, drykkjubolti, músikant og vinur manns úr bókinni. Bjargvætturinn Geitarkonan, Junior (Ribisi) og hyski hans; Sara, svo undur lítil og brothætt og allslaus með reifa- strangann í höndunum og bóndann í gröfinni, finlega túlkuð af Natalie Portman; klerkafmánin Veasey, við hittum þau öll við vegkantinn á leið- inni hans Inmans, að ógleymdum djöflamergnum Teague, sem sjálfur Ray Winstone fær að spreyta sig á með gamalkunnum tilþrifum. Ada Monroe kyndir frelsisbálið og lífslöngunina í brjósti Inmans og Kidman er sannarlega eftirsóknar- verð kona í höndum glæsilegrar og góðrar leikkonu. Hún er brothætt og umkomulaus, en Minghella á auð- veldara með að skapa trúverðugar karlpersónur að þessu sinni. Inman slær á réttu strengina frá upphafi til enda og Law ber myndina léttilega á lúnum herðum hetjunnar. Aðrar burðarstoðir Kaldbaks eru kvik- myndatökustjórinn John Seale, tón- listarmaðurinn Gabriel Yared og út- litshönnuðurinn Dante Ferretti. Þetta er mikilhæfur hópur heims- frægra fagmanna sem gefa ásamt leikurunum, útliti og yfirbragði Kaldbaks stormandi reisn í hverri töku. Kaldbakur er rómantískt hetjuljóð þar sem minnstu smáatriði eru unnin af vandvirkni, þau voru einnig mikilsverður þáttur í bókinni, Minghella er góður og skemmtileg- ur sögumaður og undir hans leið- sögn verður ferðalag Inmans hið minnisstæðasta. Reuters Ástir í skugga Þrælastríðsins KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó. Leikstjórn: Anthony Minghella. Handrit: Minghella, byggt á sögu eftir Charles Frazier. Kvikmyndatökustjóri: John Seale. Tónlist: Gabriel Yared. Aðalleik- endur: Jude Law, Nicole Kidman, Renée Zellweger, Donald Sutherland, Ray Win- stone, Brendan Gleeson, Philip Seymour Hoffman, Natalie Portman, Kathy Baker, James Gammon, Giovanni Ribisi, Eileen Atkins, Charlie Hunnam, Jena Malone, Jack White, Lucas Black. 160 mínútur. Miramax Films. Bandaríkin 2003 Kaldbakur (Cold Mountain)  ½ Sæbjörn Valdimarsson 36 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.20. AKUREYRI kl. 6. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI kl. 4 og 6. Ísl tal. Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Frá bæ r g am an my nd me ð f ráb ær ri t ón lis t. Með hinni efnilegu Beyoncé Knowles, fimmföldum Grammy verðlaunahafa og Óskarsverðlaunahafanum Cuba Gooding Jr. Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents KRINGLAN kl. 4. Ísl tal. / kl. 6. Enskt tal.EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6, 8 og 10. HJ. MBL  ÓHT. Rás2 6 Tilnefningar til óskarsverðlauna m.a. besta mynd ársins Sýnd kl. 10. B.i. 16. Heimur fa rfuglanna Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 8 OG 10.30. B.i. 14 ára. Mögnuð mynd með Óskarsverðlaunahöfunum Ben Kingsley og Jennifer Connelly Tilnefningar til óskarsverðlauna3 Sýnd kl. 5.50. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.30, 8, 9.15 og 10.30.  Kvikmyndir.com  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið Gamanmynd eins og þær gerast bestar ! Jack Nicholson, Diane Keaton, Keanu Reevesog Amanda Peet í Rómantískri Gamanmynd frá Nancy Myers, leikstjóra „What Women Want“.  Roger Ebert  HJ MBL  ÓHT Rás2 Sýnd kl. 5.20. Stórbrotin ogmargverðlaunað stórmynd með Óskarsverðlaunahafanum, Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zellweger og Jude Law. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16. Sýnd kl. 7.05 og 8.10. Skjóni fer á fjall Kynnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.