Morgunblaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 35
Tilnefningar til
óskarsverðlauna11
Sýnd kl. 4.30. B.i. 12. Sýnd kl. 4. Íslenskt tal.
Charlize Theron:
Golden Globe verðlaun
fyrir besta leik í
aðalhlutverki.
Tilnefnd til Óskarsverðlauna
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.
MIÐAVERÐKR. 500.
www.laugarasbio.is
Kvikmyndir.comHJ MBL
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Frábær
gamanmynd
frá höfundi
Meet the
Parents
f f i
t t
t
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
Besta leikkona í aðalhlutverki
Besti leikari í aukahlutverki
21
GRAMM
www .regnboginn.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
2
HJ Mbl.
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
ÓHT Rás2
„Dýrmætt
hnossgæti“
EPÓ Kvikmyndir.com
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
Besta mynd, besti leikstjóri, besta
handrit og besti leikari í aðalhlutverki
4
BILL MURRAY SCARLETT JOHANSSON
Allir þurfa félagsskap
SV MBL
Fréttablaðið
ÓHT Rás 2
SV Mbl.l
Kvikmyndir.com
ÓHT Rás2
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára.
H A L L E B E R R Y
HINN rússneskættaði Vadim Pe-
relman sýnir mögnuð tilþrif með
frumraun sinni á leikstjórnarsviðinu,
kvikmyndinni Hús byggt á sandi eða
The House of Sand and Fog. Um er
að ræða aðlögun á samnefndri skáld-
sögu rithöfundarins Andre Dubus
III, sem vakti mikla athygli og var
m.a. tilnefnd til National Book Aw-
ard. Perelman vinnur á næman hátt
úr þessari dæmisögu mannlegra
samskipta, og með hjálp úrvalsleik-
ara, tökumanns og annars hæfileika-
fólks fær hann kvikmyndina til að
krauma af merkingu jafnframt því
sem atburðarásin er dregin skýrum
dráttum.
Sagan lýsir deilum tveggja aðila
um eignarrétt á ofurvenjulegu
strandhúsi í úthverfi á San Franc-
isco-svæðinu. Kathy Nicolo (Jenni-
fer Connelly) hefur misst hús sitt í
hendur yfirvalda, það er tekið eign-
arnámi vegna vangoldinna skatta
sem lagðir voru á hana fyrir mistök.
Íranski innflytjandinn og fyrrum
hershöfðinginn Massoud Amir Be-
hrani (Ben Kingsley) kaupir húsið
fyrir fjórðung markaðsvirðis þess,
og vonast til þess að geta tryggt fjöl-
skyldu sinni betri framtíð með því að
hagnast á endursölunni. Báðir aðilar
reynast eiga rétt á húsinu, en Be-
hrani neitar að sjá af gróðanum með
því að selja ríkinu húsið á upphaflegu
kaupverði.
Ágreiningur þeirra Kathy og Be-
hranis verður smám saman að harð-
vítugri deilu þar sem framtíðarsýn,
fortíð og skapgerð málsaðila setur-
mark á framvinduna, og stýrir henni
í ófyrirsjáanlegan harmleik. Barátt-
an um húsið verður svo örvænting-
arfull sem raun ber vitni vegna þess
að sögupersónur hafa samsamað
húsið draumum sínum um hamingju
í lífinu. Kathy er í sárum eftir skilnað
og baráttu við eiturlyfjafíkn og þeg-
ar hún missir húsið, sem faðir henn-
ar arfleiddi hana að, er grunninum
endanlega kippt undan tilverunni.
Örvænting hennar vex því hratt,
langt fram úr hinu svifaseina rétt-
arkerfi sem hún reynir að leita til.
Kathy finnur samúð hjá lögreglu-
manninum Lester en með Kathy
vonast hann til að finna loks þá ham-
ingju sem hann hefur skort í hjóna-
bandi sínu, og gerir því allt hvað
hann getur til að koma henni til að-
stoðar, jafnvel þótt það kosti það að
beygja eða brjóta lögin. Með kaup-
um á húsinu vonast Behrani hins
vegar til þess að endurheimta þá
samfélagslegu virðingu sem hann
glataði er fjölskylda hans hraktist í
útlegð eftir stjórnarbyltinguna í Ír-
an. Sem útlendingur í Bandaríkjun-
um lendir hann hins vegar í neðstu
þrepum samfélagsins, í illa launaðri
vegavinnu og bensínafgreiðslu. Auk
erfiðrar fjárhagsstöðu hefur Be-
hrani-fjölskyldan glatað heimalandi
sínu fyrir fullt og allt og með kaupum
á húsinu finna þau í fyrsta sinn
samastað í nýja landinu, og líta fram-
tíðina björtum augum.
Reynsla innflytjandans sem nokk-
urs konar utangarðsmanns í eigin
landi setur mark á söguna og má
ætla að bakgrunnur leikstjórans,
sem fluttist frá Sovétríkjunum á tán-
ingsaldri, eigi þátt í því hversu
áþreifanlega tekst að skapa þessa til-
finningu í verkinu. Flóttamannafjöl-
skyldan reynir að fóta sig í nýju landi
en Kathy upplifir það að verða
skyndilega utangarðsmaður þegar
kerfið bregst henni. Hún lendir í
raun utan kerfisins vegna þess að
hún er sjálf orðin óstarfhæf innan
þess sökum depurðar. Hún reynir að
verja grundvallarréttindi sín, en svo
virðist sem fulltrúar kerfisins tali
ekki sama tungumál og hún. Skrif-
ræði og alger skortur á hluttekningu
er alltumlykjandi í samfélaginu, en
þeir sem hafa gleymt að lesa smáa
letrið að ameríska draumnum, sjá að
þar stendur að þeir sem ekki standa
sig í lífsgæðakapphlaupinu geti bara
átt sig, enda er lífsmottóið „hver er
sinnar gæfu smiður“ líkt og greypt í
þjóðarsálina. Og í risastóru landi þar
sem allir eiga sér drauma geta ekki
allir unnið, einhver hlýtur að troðast
undir og í tilfelli Kathy og Behrani-
fjölskyldunnar er það annaðhvort
hún eða þau.
Þannig skapast mikil spenna í sög-
unni, þar sem áhorfandi dregst inn í
málstað beggja. Hvorki Kathy né
Behrani eru óvinurinn í deilunni, þau
hafa bæði rétt fyrir sér og bæði grípa
til vanhugsaðra en skiljanlegra ráða.
Í skarpri andstæðu við gagnkvæma
fordóma og árekstra sögupersóna er
síðan samúðin sem þau eru bæði fær
um að sýna, en þau bregðast ekki við
fyrr en um seinan.
Í rauninni er ómögulegt að
ímynda sér kvikmyndina án Ben
Kingsley í hlutverki Behranis, svo
áþreifanlega holdgerir hann hina
margflóknu persónu og þau innri
átök sem reynast í senn þungamiðja
dramatísk framvindu sögunnar og
hvatinn að sláandi endalokunum.
Leikarinn er ekki mikill á velli en af
honum lýsir máttug skapgerð sögu-
persónunnar sem, líkt og konungur í
grískum harmleik, breiðir úr sér þar
til skuggi örlaga hans umlykur alla
frásögnina. Kingsley veitir Behrani
valdsmannslegt yfirbragð sem vísar
til fortíðar persónunnar sem yfir-
manns í herstjórninni í Íran en nær í
senn að skírskota til undirliggjandi
en djúpstæðrar siðferðiskenndar.
Miskunnarleysi blandast siðfágun,
fítonskraftur blandast yfirvegun.
Fátt kemur upp í hugann sem sam-
bærilegt er við frammistöðu Kings-
leys í þessari mynd. Hann uppfyllir
kröfur í vandasömu hlutverki en
hann gerir líka eitthvað meira en
það, og það er þessi viðbót sem stað-
festir listrænan mátt leikarans. Frá
snöggum handa- og höfuðhreyfing-
um til ákveðins talanda, frá almenn-
um líkamsburði til einföldustu augn-
tillita, að ekki sé talað um
dramatíska hápunkta seinni hluta
myndarinnar, skapar Kingsley
nokkuð sem erfitt er að koma orðum
að nema með því að segja að svona
birtist sönn list kvikmyndaleikarans
þegar hún er leyst úr læðingi. Aðrir
leikarar dansa líkt og skuggar í
kringum loga Kingsleys, og tjá mikið
með látlausum og stundum orðlaus-
um leik. Shohreh Aghdashloo og Jo-
nathan Ahdout eru mjög áhrifarík í
hlutverkum Nadi, eiginkonu Be-
hranis, og Esmails sonar þeirra.
Jennifer Connelly er hér í sínu besta
hlutverki til þessa og nær á sannfær-
andi hátt að miðla sálarangist Kathy.
Á ákveðnu stigi mannlegra sam-
skipta getur aðeins skilningur og
vilji til gefa eitthvað eftir orðið til
þess að leysa deilu sem komin er í
hnút. Í túlkun leikaranna grillir svo
skýrt í þennan skilning í sögupersón-
unum, og því verður fall þeirra svo
átakanlegt.
Harmsaga í Kaliforníu
Leikarinn Ben Kingsley ber Hús
byggt á sandi uppi og „skapar
nokkuð sem erfitt er að koma orð-
um að nema með því að segja að
svona birtist sönn list kvikmynda-
leikarans þegar hún er leyst úr læð-
ingi“.
KVIKMYNDIR
THE HOUSE OF SAND AND FOG/
HÚS BYGGT Á SANDI Leikstjórn: Vadim Perelman. Handrit: V.
Perelman og Shawn Lawrence Otto.
Byggt á skáldsögu Andre Dubus III. Kvik-
myndataka: Roger Deakins. Klipping:
Lisa Zeno Churgin. Tónlist: James Hor-
ner. Aðalhlutverk: Ben Kingsley, Jennifer
Connelly, Ron Eldard, Shohreh
Aghdasloo og Jonathan Ahdout. Lengd:
126 mín. Bandaríkin. Dreamworks,
2003.
HÁSKÓLABÍÓ
Heiða Jóhannsdóttir
GÁFAÐASTA hljómsveit Íslands,
Spaðarnir, lét gamminn geisa í
Þjóðleikhúskjallaranum á laug-
ardagskvöldið, en hið árlega
Spaðaball er orðið að nokkurs kon-
ar menningarviðburði sem ófáir
bíða með eftirvæntingu ár hvert.
Spaðarnir létu jú ekki sitt eftir
liggja þetta árið frekar en önnur og
skiluðu af sér frábæru balli.
Það vantaði ekki kætina á dans-
gólfið í Leikhússkjallaranum þegar
fjörkálfar á öllum aldri stukku út í
vor dansgleðinnar við dunandi
þjóðlagatónlist hinna ástsælu
Spaða.
Hvort sem það er fyrir eða þrátt
fyrir mátulegan hallærisleik hafa
Spaðarnir öðlast hálfgerðar „költ“
vinsældir sem felast í því að þeir
eru vinsælir í hópi afar ólíks fólks,
sem hefur fundið eitthvað heillandi
í tónlist sveitarinnar og var það af-
ar ljóst þegar litið var yfir áhorf-
endahópinn.
Glatt á hjalla á Spaðaballi í Þjóðleikhúskjallaranum
Morgunblaðið/Sverrir
Hinn merkilega lagvissi Guðmundur Andri Thorsson fór á kostum.
Obb-bobb-bobboslega
skemmtilegt ball
Kátir gestir Spaðanna dönsuðu og gleðin var í algleymingi.