Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ F rumvarp til laga um verndun Mývatns og Laxár var lagt fram á Alþingi í byrjun febrúar og var frumvarpið rætt á þingi í vikunni. Gildandi lög um vernd- un Mývatns og Laxár eru frá 1974, en þau voru sett í kjölfar svonefndrar Laxárdeilu, harð- vítugrar deilu milli heimamanna og þáverandi eigenda Laxárvirkjunar á árunum um og upp úr 1970. Eigendur virkjunarinnar vildu þá hækka stífluna í óþökk heimamanna. Deilun- um lauk 1973 með svonefndri sáttagjörð, en þar er kveðið á um að breytingar á vatnsborði Laxár og Mývatns séu óheimilar nema með samþykki Landeigendafélagsins. Frumvarpið var lagt fram á vorþingi á liðnu ári, en var ekki afgreitt þá og er því endurflutt nú. Nýju lögin eru að stofni til samhljóða þeim sem lögð voru fram í fyrra, en bætt hefur verið inn í þau bráðabirgðaákvæði þar sem segir að Umhverfisstofnun geti heimilað hækkun stíflu við inntak Laxárstöðva I og III efst í Lax- árgljúfri að undangengnu mati á umhverfis- áhrifum og að fengnu samþykki Landeigenda- félags Laxár og Mývatns. Ákvæðið er til tíu ára, fellur úr gildi í lok árs 2014. Umræðan nú snýst einkum um hvort með þessu ákvæði sé opnað fyrir þann möguleika að stíflan verði hækkuð, en til þess stendur vilji Landsvirkj- unar, eiganda virkjana í Laxá. Það skiptir í tvö horn með afstöðu heima- manna til málsins, sumir vilja tryggja rekstur virkjunarinnar og heimila hækkun stíflunnar, telja að starfsemi hennar verði að öðrum kosti hætt. Aðrir telja það fráleitt fýsilegan kost að hækka stífluna, m.a. út frá sjónarmiðum nátt- úruverndar. Þá eru einnig skiptar skoðanir um hversu mikið stíflan þurfi að hækka, Landsvirkjun horfir til þess að hún hækki um tíu til tólf metra. Margir heimamanna eru mótfallnir svo mikilli hækkun, en geta fellt sig við 4–6 metra. Samkvæmt hinu umdeilda bráðabirgðaákvæði er lokaorðið hjá heimamönnum; Landeigend- afélagið þarf að samþykkja hækkun til að af henni verði. Nokkrar væringar eru heima í héraði vegna þessa. Um 130 manns eru í félag- inu nú, en formaður þess, Atli Vigfússon, sagði að allir þeir sem eru landeigendur og ábúendur á bökkum Laxár og Mývatns gætu verið fé- lagsmenn. Samþykktir félagsins eru nokkuð frá- brugðnar öðrum félagasamþykktum og það er túlkunaratriði hvernig á að fara með atkvæða- greiðslu á fundinum og hvort menn geta komið með umboð. Nú hefur borið á því að fólk sé að grennslast fyrir um hvort það geti gengið í Landeigendafélagið, en til þess þarf það að skrifa undir samþykktir þess þannig að það sætti sig við þau markmið sem þar er að stefnt. Almennur félagsfundur hefur verið boðaður á fimmtudag, 4. mars, á Narfastöðum í Reykja- dal. Þar verður fjallað um nýju lögin um vernd- un Laxár og Mývatns. Framleiðir um 2% af heildarorkunni Í Laxá eru þrjár litlar vatnsaflsstöðvar, þar sem Laxárgljúfur opnast út í Aðaldal. Fyrsta stöðin var tekin í notkun 1939, næsta 1953 og sú þriðja 1973. Laxárvirkjun var í fyrstu í eigu Akureyrarbæjar, en 1950 eignaðist íslenska ríkið hlut í félaginu. Landsvirkjun tók við rekstri virkjana við Laxá 1983. Framleiðslan þar nemur um 2% af heildarframleiðslu Lands- virkjunar. Fulltrúar Landsvirkjunar voru í vikunni á ferð fyrir norðan og kynntu rekstr- arvanda Laxárstöðva á tveimur fundum, í Mý- vatnssveit og í Aðaldal. Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar, sagði að upplýsingar um áform félagsins hefði skort og margir farið frjálslega með þær hug- myndir sem uppi væru og miðuðust að því að bæta rekstur Laxárstöðva. Mikilvægt væri að fólk tæki málefnalega afstöðu. Málið væri við- kvæmt en fyrirtækið vildi forðast að vekja upp gamla drauga, eins og hann komst að orði. Fjárfesta þarf fyrir allt að milljarði á næstunni Bjarni sagði kostnað við rekstur Laxár- stöðva hærri en annarra stöðva fyrirtækisins og vinnslukostnað um fimmfalt hærri en þar sem hann væri lægstur. Þá lægi fyrir að mik- illar endurnýjunar væri þörf í stöðinni, en ætla mætti að fjárfesta þyrfti á komandi árum fyrir minnst 700 milljónir króna og allt að einum milljarði til að viðhalda framleiðslugetu hennar og tryggja reksturinn til frambúðar. Þá benti hann á að hagnaður af rekstri Laxárstöðva væri um tíu milljónir á ári og hefði svo verið nokkur síðustu ár. Óbreyttur rekstur réttlætti því vart svo miklar fjárfestingar. „Við verðum sem fyrst að fá niðurstöðu um þau skilyrði sem stöðinni verða búin til fram- tíðar, það er okkur nauðsyn að vita hvort stöðin muni standa undir rekstri vegna þeirra fjár- festinga sem ráðast verður í á næstu árum,“ sagði Bjarni. Með því að hækka stífluna myndi framleiðsla aukast en ekki síst væri horft til þess að í leiðinni leystust tæknileg vandamál sem gert hefðu erfitt fyrir í rekstrinum. Grjót, ís og sandur valda óeðlilegu sliti Bjarni Már Júlíusson, tæknistjóri hjá Landsvirkjun, sagði að við hönnun Laxár III hefði verið gengið út frá 56 metra háa stíflu og vatnsinntak stöðvarinnar verið við það miðað. Um þessa háu stíflu stóð Laxárdeilan fyrir 30 árum og fór sem kunnugt er þannig að stíflan var aldrei reist. Því hefur inntakið staðið upp úr vatni öll þessi ár. Bjarni Már sagði að sand- ur, grjót, krapi og ís ættu því greiða leið inn í vélar stöðvanna, sandur og grjót yllu sliti á vél- um og rekstrartruflanir yrðu iðulega af ís og krapa. Eina leiðin til að losna við þessi vanda- mál væri að hækka stífluna. Þegar árið 1988 hófust viðræður þessa efnis við heimamenn, en það var í tengslum við samstarfsverkefni Landsvirkjunar og heimamanna um upp- græðslu í Krákárbotnum. Þaðan er sandurinn sem berst síðar niður í Laxá upprunninn. Nátt- úruverndarráð lagðist ekki gegn því á þessum tíma að stíflan yrði hækkuð um átta metra og í maí árið 1989 lágu fyrir drög að samningi um slíka hækkun milli Landsvirkjunar, Landeig- endafélagsins og Veiðifélags Laxár og Krákár en í viðræðum aðila var einnig rætt um flutning á laxi á milli svæða, þ.e. að hann yrði fluttur upp fyrir virkjanir við Brúar í Laxá. Á árunum 1989 og ’90 var hækkun stíflu um átta metra samþykkt á aðalfundum Landeig- endafélagsins og Veiðifélags Laxár og Krákár, en ekkert varð úr framkvæmdum eftir að Nátt- úruverndarráð lagðist gegn því að lax yrði fluttur upp fyrir virkjanir. Það var svo um miðjan tíunda áratuginn sem farið var að viðra hugmyndir um gerð sandgildru til að fjarlæga sand úr ánni, en talið var að til að svo gæti orð- ið þyrfti að hækka stíflu í Laxá um minnst tíu metra. Samningur milli stjórna Landsvirkjun- ar, Landeigendafélagsins og Veiðifélags Laxár og Krákár þess efnis var undirritaður á gaml- ársdag 1996, en hann var naumlega felldur á fundi síðastnefnda félagsins sumarið á eftir, 1997. Alls voru 17 með en 19 á móti. Engar við- ræður hafa farið fram síðan, en Landsvirkjun leitað lausna á rekstrarvandanum. Þeir nafnar, Bjarni og Bjarni Már, segja það eitt vaka fyrir Landsvirkjun að leysa vandann sem blasir við rekstri Laxárstöðva. „Í þessu felst engin hót- un. Það er ekki verið að stilla heimamönnum og starfsfólki upp við vegg. Við vísum slíkum ásökunum á bug. Í þessu máli er einungis verið að horfa til rekstrar stöðvanna til framtíðar, annað væri handvömm af okkar hálfu. Hvort svo verður af framkvæmdum við hækkun stífl- unnar er ekki í okkar höndum, landeigendur hafa síðasta orðið.“ Torsótt leið Í fyrsta lagi þurfi Alþingi að samþykkja bráðabirgðaákvæði frumvarpsins sem nú er þar til umfjöllunar. Þá verði að ráðast í mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Næsta skref yrði að Landeigendafélagið samþykkti hækkunina og það væri svo í höndum Um- hverfisstofnunar að heimila framkvæmdir á grundvelli matsins og samþykkis landeigenda. Þeir segja því ljóst að leið Landsvirkjunar að því marki að tryggja rekstur stöðvanna verði torsótt nema víðtæk sátt náist um lausn. Hugrún Gunnarsdóttir, sérfræðingur í um- hverfismati hjá Landsvirkjun, sagði að und- irbúningur vegna mats á umhverfisáhrifum hefði hafist á síðastliðnu ári með rannsóknum á lífríki, botngerð, gróðri og fornleifum. Drög að tillögu að matsáætlun voru send Skipulags- stofnun í fyrrasumar og einnig kynnt heima- mönnum. Í kjölfar athugasemda sem þá bárust var ákveðið að kanna lagalegar forsendur fyrir framkvæmdinni. Álit Umhverfisstofnunar sem eftir var leitað þótti loðið og vafi lék á að lögin um verndun Mývatns og Laxár myndu leyfa stíflugerð, en þar segir að breytingar á hækk- un vatnsborðs stöðuvatna og rennsli straum- vatna séu óheimilar nema til verndunar og ræktunar og til þurfi að koma sérstakt leyfi Umhverfisstofnunar. Því var ljóst að ekki yrði unnt að halda áfram með málið. Bráðabirgða- ákvæði í frumvarpinu geri hins vegar kleift að halda vinnu við umhverfismatið áfram. Matið sé lögbundin leið til að tryggja opna og lýðræð- islega umræðu og stuðla að samvinnu þeirra sem hagsmuna eiga að gæta og það tryggi fag- legar rannsóknir á áhrifum framkvæmdarinn- ar á umhverfi og samfélag auk þess sem í því komi fram kostir og gallar framkvæmdarinnar. Þá leggi umhverfismatið grunn að upplýstri umræðu og ákvörðun. Gert er ráð fyrir að um- hverfismatið kosti um 50 milljónir króna. Landsvirkjun hefur óskað eftir stuðningi heimamanna og Landeigendafélagsins um að gera nú í sumar mælilón við Kráká í því skyni að safna upplýsingum um sandburð og er áætl- aður kostnaður um tvær milljónir króna. Þetta er liður í að skoða hugmyndir frá heimamönn- um um að fanga sandinn í Kráká, sunnan við Baldursheim eða Haganes, og gæti haft í för með sér lægri stíflu í Laxárgljúfri en áður var talið að þyrfti. Hefur fyrirtækið óskað eftir að stjórn Landeigendafélagsins tilnefni tvo menn til að fylgjast með athugunum og vera til ráðu- neytis um lausn sem sátt gæti náðst um. Bjarni Bjarnason sagði Landsvirkjun ekki hafa áform um frekari virkjanir í Laxá og væri fyrirtækinu ljúft að staðfesta það með hvernig sem heimamenn teldu fullnægjandi. Mikilvægt að halda rónni Ólína Arnkelsdóttir, oddviti í Aðaldæla- hreppi, sagði að sveitarstjórn hefði fengið Eins og sprengju sé varpað Laxá í klakaböndum neðan við Laxárvirkjun. Bráðabirgðaákvæði sem sett var inn í nýtt frumvarp til laga um verndun Mývatns og Laxár er umdeilt, en með því telja margir að opnað sé á möguleika á hækkun Laxárstíflu, svo sem vilji Landsvirkjunar stend- ur til, enda muni hækkunin leysa rekstrarvanda virkjunarinnar. Mar- grét Þóra Þórsdóttir og Kristján Kristjánsson kynntu sér sjónarmið Landsvirkjunar og ræddu við heimamenn um málið. Jón Benediktsson Sigrún Marinósdóttir Atli Vigfússon Ólína Arnkelsdóttir Benedikt Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.