Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að vantar ekki upphrópanir og
yfirlýsingar um að nýtt menn-
ingarstríð sé skollið á í Banda-
ríkjunum. Og það er ekki fjarri
lagi. Á nokkrum dögum hafa
samskipti samkynhneigðra
orðið að helsta bitbeininu í
bandarískri umræðu og gætu haft lykiláhrif í
forsetakosningunum í nóvember. Kveikjan var
úrskurður hæstaréttar í Massachusetts-ríki í
byrjun febrúar um að frá miðjum maí myndu
samkynhneigð pör geta gengið í hjónaband. Í
kjölfarið sigldi ákvörðun borgarstjórans í San
Francisco, Gavins Newsoms, fyrir tveimur vik-
um um að byrja að gefa saman samkynhneigð
pör og láta sig einu gilda að slík hjónabönd
ættu sér ekki stoð í lögum í Kaliforníu. Þessir
atburðir hafa vakið mikla umræðu í Bandaríkj-
unum og reiði meðal ákveðinna hópa. Á þriðju-
dag gekk George W. Bush forseti síðan fram
fyrir skjöldu og lýsti yfir því að hann styddi að
ákvæði um að banna hjónabönd samkyn-
hneigðra yrði sett í stjórnarskrá. Í máli sínu
vísaði hann bæði til úrskurðar hæstaréttar í
Massachusetts og ákvörðunar borgarstjórans í
San Francisco.
Viðbrögðin við yfirlýsingu Bush létu ekki á
sér standa. Stuðningsmenn hans fögnuðu, en
sumir sögðu þó að hann hefði ekki gengið nógu
langt. Andstæðingar hans gagnrýndu hann fyr-
ir að ætla að nota réttindi samkynhneigðra í
pólitískum tilgangi með það fyrir augum að
þjappa saman stuðningsmönnum repúblikana
og reka fleyg í raðir stuðningsmanna demó-
krata. Vísa þeir til þess að þetta séu þekktar að-
ferðir hjá Bush-fjölskyldunni, en í kosninga-
baráttunni 1988 höfðaði George H.W. Bush,
faðir núverandi forseta, til kynþáttafordóma
þegar syrti í álinn í kosningabaráttunni við
Michael Dukakis. Aðrir segja að hugur fylgi
máli hjá forsetanum, stjórnarskrárbreyting sé
það viðamikil og erfið að hann myndi ekki
hætta sér út í slíkt nema hann tryði á málstað-
inn.
Ný borgarahreyfing?
Yfirlýsing Bush varð til þess að ásóknin sam-
kynhneigðra í að ganga í hjónaband jókst og
hafa nú tæplega 3.500 pör gifst. Ekki er ljóst
hver lagaleg staða þeirra verður ef hjónabönd
samkynhneigðra verða bönnuð í stjórnarskrá,
en á föstudag hafnaði hæstiréttur í Kaliforníu
beiðni dómsmálaráðherra ríkisins, sem hafði
fyrir atbeina Arnolds Schwarzeneggers ríkis-
stjóra farið fram á það að rétturinn stöðvaði
giftingarnar í San Francisco og ógilti þær gift-
ingar, sem þegar hefðu farið fram.
Víðar hefur dregið til tíðinda. Fyrr í mán-
uðinum gaf embættismaður í Nýju-Mexíkó út
26 giftingarvottorð fyrir samkynhneigð pör, en
dómsmálaráðherra ríkisins lýsti þau ógild. Á
föstudag neitaði embættismaður í Iowa City í
Iowa rúmlega 30 samkynhneigðum um gifting-
arvottorð. Í fréttum kom fram að embættis-
maðurinn væri samkynhneigður og hefði sagt
að hann þyrfti að framfylgja lögunum. Á föstu-
dag gengu einnig 25 samkynhneigð pör í hjóna-
band í bænum New Paltz. Dómsmálaráðherra
New York neitaði að verða við beiðni um að
stöðva giftingarnar í bænum. Það væri dóm-
stóla að kveða á um lögmæti giftinganna.
„Við erum nú að verða vitni að því að stærsta
lýðréttindahreyfing í Bandaríkjunum í heilan
mannsaldur blómstri,“ sagði Jason West, bæj-
arstjóri í New Paltz.
Það er í það minnsta ljóst að margir samkyn-
hneigðir hafa brugðist við yfirlýsingu Bush
með því að gifta sig. Þar á meðal var skemmti-
krafturinn Rosie O’Donnell, sem gifti sig Kelli
Carpenter, ástkonu sinni til margra ára. Hún
lýsti yfir því að kveikjan að giftingunni væri
yfirlýsing Bush: „Ég held að sitjandi forseti
hafi aldrei mælt jafn grimmileg og hatursfull
orð,“ sagði O’Donnell í sjónvarpsþætti þar sem
hún lýsti fyrirætlunum sínum. „Ég er í losti og
mig hryllir við.“
„Helsta grundvallarstofnun
siðmenningarinnar“
En hvað gengur Bush til? Þegar hann kvaðst
styðja stjórnarskrárbann við hjónabandi sam-
kynhneigðra sagði hann að hjónabandið væri
„helsta grundvallarstofnun siðmenningarinn-
ar“ og bætti við að það væri ekki hægt að að-
skilja það „menningarlegum, trúarlegum og
náttúrulegum rótum sínum“ án þess að veikja
samfélagið. Hann vísaði til þess að dómarar
hefðu reynt að endurskilgreina hjónabandið og
það varðaði þjóðarhag að vernda hjónabandið.
Þó mættu einstök ríki leyfa borgaralega sam-
búð samkynhneigðra. „Stjórnarskrárbreyting-
in ætti að vernda hjónabandið, en gefa þingum
ríkjanna svigrúm til að taka eigin ákvarðanir
um að skilgreina lagalega tilhögun aðra en
hjónaband,“ sagði hann.
Bush hvatti til þess að hafðar yrðu hraðar
hendur um stjórnarskrárbreytinguna, en það
er ekki hlaupið að því að gera slíka breytingu.
Tveggja þriðju hluta meirihluta þarf í bæði full-
trúa- og öldungadeild þingsins og síðan þurfa
þing í minnst 38 ríkjum að staðfesta breyt-
inguna og gæti það tekið allt að sjö ár.
John Kerry, sem allt bendir til að verði for-
setaframbjóðandi demókrata í kosningunum í
nóvember, hefur lýst því yfir að hann sé and-
vígur hjónaböndum samkynhneigðra, en um
leið gagnrýnt Bush harðlega fyrir að vera „í
pólitískum leik með stjórnarskrá Bandaríkj-
anna“.
Ekki ríkir einhugur um það meðal repúblik-
ana hvort breyta eigi stjórnarskránni vegna
þessa máls. Forustumenn repúblikana í öld-
ungadeildinni segja að tillaga um breytingu á
stjórnarskránni gæti komið til atkvæða fyrir
kosningarnar í nóvember og vitnaleiðslur gætu
hafist þegar í þessari viku, en Tom DeLay, leið-
togi meirihlutans í fulltrúadeildinni, var mun
varkárari um leið og hann hældi Bush fyrir að
taka forustu í málinu.
Þá er ekki samkomulag um orðalag slíkrar
stjórnarskrárbreytingar, þótt ýmsar tillögur
séu á sveimi. Ein breytingartillaga hefur verið
lögð fram og er hún svohljóðandi: „Hjónaband í
Bandaríkjunum skal aðeins vera sambúð karls
og konu. Hvorki þessari stjórnarskrá né stjórn-
arskrá nokkurs ríkis, né lögum nokkurs ríkis
eða alríkislögum, má haga þannig að gert sé að
skilyrði að staða hjónabands eða lagalegt ígildi
þess verði látin gilda um ógift pör eða hópa.“
Barist um kjósendur
Bush lét þess ekki getið hvernig hann skil-
greindi muninn á hjónabandi og borgaralegri
sambúð, sem veitti mökum lagaleg réttindi.
Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir
að hafa þennan möguleika opinn. „Við höfum
áhyggjur af því að hann skildi dyrnar eftir opn-
ar þannig að ríkin geta nú búið til hjónaband
samkynhneigðra undir öðru nafni, til dæmis
borgaraleg sambúð,“ var haft eftir Robert
Knight, stjórnanda Menningar- og fjölskyldu-
stofnunarinnar, í New York Times. „Hann fór
vel af stað en undir lokin gaf hann yfirvöldum
borga og ríkja í raun grænt ljós á að búa til
hjónaband samkynhneigðra undir öðru nafni.“
Ýmsir hafa hins vegar haldið því fram að
orðalag breytingartillögunnar gefi alls ekki
kost á lagalegri tilhögun annarri en hjónabandi
og vísa til þess að þar sé talað um að „hvorki
staða hjónabands [né] lagalegt ígildi þess“
megi gilda um önnur pör en karl og konu. Þetta
ákvæði gæti jafnvel skert þau réttindi, sem
samkynhneigðir í sambandi hafi þegar, til
dæmis í fjárhagsmálum.
Stjórnmálaskýrendur hafa sagt að með því
að setja þetta mál á oddinn hafi Bush verið að
huga að grasrót flokksins, sem hafi verið farin
að ókyrrast vegna snaraukins fjárlagahalla,
stækkandi ríkisbákns, laga um mestu aukningu
sjúkratrygginga í 38 ár og ákvörðunar um að
veita ólöglegum innflytjendum tímabundin at-
vinnuleyfi.
Herfræðingar repúblikana kveðast ekki ótt-
ast að íhaldssamir kjósendur hverfi frá Bush,
en hafa áhyggjur af því að ákveðinn kjarni kjós-
enda, sérstaklega úr hópi trúaðra, sé ekki jafn
ákafur í stuðningi sínum við Bush og ákveðinn
kjarni demókrata í andstöðu sinni við hann.
Í fréttaskýringu í New York Times segir að
demókratar telji að ávinningur Bush hjá kjarn-
anum verði ekki án affalla. Meirihluti Banda-
ríkjamanna kunni að vera andvígur hugmynd-
inni um hjónaband samkynhneigðra, en eigi þó
erfitt með að kyngja hugmyndinni um að
breyta stjórnarskránni af ótta við að það ýti
undir fordóma. Einnig sé forgangsröð stjórn-
arinnar tortryggileg á tímum átaka erlendis og
efnahagsvanda heima fyrir og skoðanakannan-
ir sýni að kjósendur velti fyrir sér hvaða hvatir
búi að baki hjá forsetanum.
Alþjóðlegar skírskotanir
Blaðið hefur eftir repúblikönum að stjórn-
arskrárbreyting hafi mun víðari skírskotun en
bara til hins ákveðna kjarna Repúblikana-
flokksins. Með þessu gætu repúblikanar náð
sér í stuðning hinna svokölluðu Reagan-demó-
krata, demókrata, sem eru á móti fóstureyð-
ingum, og demókrata, sem fara í kirkju. „Með
þessu er hægt að ná í fullt af demókrötum, sem
eru óánægðir með Bush í efnahagsmálum, en
eru ekki ánægðir með að Kerry skuli vera frá
Massachusetts,“ er haft eftir ónefndnum
starfsmanni Repúblikanaflokksins. Glen Bolg-
er hefur gert skoðanakannanir fyrir repúblik-
ana. Hann segir að spurt hafi verið um þetta
mál fram og til baka og hann sjái ekki að þetta
mál muni koma Bush í koll.
Bann við hjónaböndum samkynhneigðra í
Bandaríkjunum gæti hleypt af stað mikilli um-
ræðu. Sambúð samkynhneigðra er þegar við-
urkennd í Kanada og víða í Evrópu og velta
menn því fyrir sér hvort pör í slíkri sambúð
muni njóta slíkra réttinda flytji þau til Banda-
ríkjanna til að vinna. Þetta sama vandamál
gæti reyndar einnig komið upp innan Banda-
ríkjanna, þegar til dæmis samkynhneigð hjón
með hjúskaparvottorð frá Massachusetts
hyggjast krefjast réttar síns í ríkjum Banda-
ríkjanna, sem ekki viðurkenna hjónaband sam-
kynhneigðra. Og reyndar á það einnig við nú
þegar í Evrópu. Árið 1989 urðu Danir fyrsta
þjóð heims til að viðurkenna og setja reglur um
sambönd samkynhneigðra. Í kjölfarið fylgdu
Norðmenn, Íslendingar og Svíar. Árið 2000
urðu Hollendingar fyrstir þjóða til að leyfa
samkynhneigðum að ganga í hjónaband og
njóta allra réttinda, sem borgaralegu hjóna-
bandi fylgja, og í fyrra fylgdu Belgar fordæmi
þeirra. Evrópusambandið hefur ekki lögsögu í
fjölskyldurétti og því er það undir aðildarríkj-
unum komið að setja lög og reglur. Sambúð
samkynhneigðra er nú lögfest í flestum ríkjum
Evrópusambandsins, en þó eru þar á undan-
tekningar og má nefna Austurríki, Grikkland
og Ítalíu í því sambandi. Því geta samkyn-
hneigðir í staðfestri sambúð, sem flytja til ein-
hvers af þessum þremur löndum, lent í vand-
ræðum. Ian Sumner, sérfræðingur í
fjölskyldurétti við háskólann í Utrecht í Hol-
landi, segir í samtali við St. Petersburg Times
að þess séu dæmi að samkynhneigt par frá Ítal-
íu hafi látið staðfesta sambúð sína í Hollandi og
það hafi ekki verið viðurkennt þegar aftur var
snúið til Ítalíu. Hann nefnir einnig dæmi af
pari, sem fékk hjónaband ekki viðurkennt í Ísr-
ael.
Evrópusambandið getur ekki neytt aðildar-
ríki til að viðurkenna samband samkyn-
hneigðra, en hefur þó gripið til aðgerða til að
vernda réttindi samkynhneigðra para. Þannig
hefur verið gefin út tilskipun um að samkyn-
hneigður einstaklingur í skráðri sambúð eigi
rétt á að taka maka sinn með sér til lands, sem
viðurkennir slíka sambúð. Tilskipunin nær hins
vegar ekki til lands, sem ekki viðurkennir sam-
búð samkynhneigðra.
Deilunni um sambúð samkynhneigðra í
Bandaríkjunum mun ekki linna á næstunni og
sátt mun ekki nást hvort sem gerð verður
breyting á stjórnarskránni eða framhald verð-
ur á þeirri þróun, sem hófst með úrskurði
hæstaréttarins í Massachusetts og frumkvæði
borgarstjórans í San Francisco.
Nýtt menningarstríð
Maria Castillo og Georjina Graciano dansa við undirleik mariachi-hljóðfæraleikara við ráðhúsið í San Francisco eftir að hafa gengið í hjónaband. Síðan um
miðjan febrúar hafa um 3.500 samkynhneigð pör verið gefin saman í borginni.
Hjónabönd samkynhneigðra gætu
orðið eitt af þeim málum, sem ráða
úrslitum í næstu forsetakosningum
í Bandaríkjunum. George Bush, sem
vill binda ákvæði, sem bannar slíka
sambúð, í stjórnarskrá, hlýtur bæði
lof og gagnrýni fyrir. Karl Blöndal
kynnti sér umræðuna um málið.
Reuters
kbl@mbl.is