Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í dag kveðja ung- mennafélagar einn sinna tryggu og traustu félaga, Stefán Jasonarson. Ungur gekk hann til liðs við ung- mennafélagið Samhygð og var fljót- lega valinn til forystustarfa þar og varð formaður félagsins 1936 og gegndi því hlutverki næstu áratug- ina, enda mikill félagsmálamaður þar á ferð. Í Stefáni sameinuðust allir þeir fjölbreyttu þættir sem Ungmenna- félagshreyfingin stendur fyrir, þ.e. ræktun lýðs og lands, í víðasta skiln- ingi þeirra orða. Hann var mikill áhugamaður um náttúru landsins og undir hans stjórn hófst m.a. skógrækt í Timb- urhólum 1952, þrátt fyrir að margir hafi ekki spáð vel fyrir skógrækt þar, frekar en annars staðar í Flóan- um á þeim tíma. Í þessum fallega skógarreit, sem undirritaður m.a. skoðaði og kortlagði á vegum UMFÍ fyrir röskum áratug, koma íbúar sveitarinnar nú árlega saman til að gleðjast og njóta samveru í fallegum og skjólsælum reit. Á þessar sam- komur lét Stefán sig ekki vanta á meðan heilsan leyfði. Stefán var að mörgu leyti braut- ryðjandi hvað varðar ýmis menning- armál og bera mörg verkefni sem hann stóð að því glöggt vitni. Má þar nefna þátt hans að gerð myndarinn- ar „Í dagsins önn“, og eru þetta í dag ómetanlegar heimildir um liðinn tíma. Stefán lagði sitt líka af mörk- um við varðveislu rjómabúsins á Baugstöðum, þar sem ennþá má sjá hin gömlu vinnubrögð við vinnslu mjólkur. Er þetta dýrmætt nú á dög- um þegar fólk fær sínar landbúnað- arvörur í neytendapakkningum stór- markaðanna og fjarlægist þar með upprunann. Íþróttir og hreyfing voru alla tíð eitt af áhugamálum Stefáns og naut æska landsins og ungmennafélags- hreyfingin þess á marga vegu í stóru sem smáu. Hann var árið 1939 upp- hafsmaður að árlegum íþróttamót- um grannfélaganna Samhygðar og Vöku og eru þau mót ennþá við lýði. Hann var formaður landsmótsnefnd- ar fyrir landsmótið sem haldið var á Laugarvatni árið 1965. Þar samein- uðust kraftar mikilla stórmenna ungmennafélagshreyfingarinnar með Stefán og Hafstein Þorvaldsson í fararbroddi, glæsilegir keppendur, fjöldi áhorfenda og blessun veður- guðanna, að gera mótið allt hið glæsilegasta. Þetta landsmót á Laugarvatni var það fyrsta sem ég tók þátt í og er í minningunni slík há- tíð, að ekkert mót skyggir á það síð- an. Stefán kom ekki einungis að skipulagi og umsjón íþróttamóta, hann tók einnig þátt í þeim sem keppandi. Hann var góður íþrótta- maður og keppti m.a. í víðavangs- hlaupum og tók síðast þátt í slíku hlaupi árið 1998. Árið 1994 réðst Stefán í það mikla stórvirki að ganga hringinn í kringum Ísland, þá átt- ræður að aldri. Öll þjóðin fylgdist með þessari miklu hetjudáð hans og hvar sem hann fór um var honum fagnað og sýnd virðing fyrir þetta mikla afrek. Á kveðjustund vil ég fyrir hönd UMFÍ þakka Stefáni öll þau ómet- anlegu störf og dyggan stuðning við ungmennafélagshreyfinguna í gegn- um árin. Fjölskyldu Stefáns og öðr- um aðstandendum sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ. STEFÁN JASONARSON ✝ Stefán Jasonar-son fæddist í Vorsabæ í Gaul- verjabæjarhreppi í Flóa, 19. september 1914. Hann lést á Kumbaravogi á Stokkseyri 19. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Gaulverjabæjar- kirkju 27. febrúar. Seint verður ofmetið gildi þess fyrir okkur Gaulverja að hafa átt jafn einstakan mann og Stefán Jasonarson. Þá er óþarfi að láta fylgja með að sveitarfélagið sé fámennt. Stefán hefði í hvers kyns sam- félagi orðið stór á sinn hátt, enda landsþekkt- ur maður. Að vera síungur og síkátur er fáum gefið. Þannig var Stefán. Fram á síðustu ár mætti hann alltaf á að- alfund ungmennafélagsins Sam- hygðar. Hvatti alla til dáða og óskaði unga fólkinu til hamingju með fram- tíðina. Hann var andstæða hins dæmi- gerða Flóamanns, sem er stundum á efri mörkum hógværðar og hefur sig lítt í frammi. Þvert á móti ræddi Stefán teinréttur í baki, hvar sem var um sig og sín ótal mörgu bar- áttumál sem aðrir rekja án efa hér. Hann setti svip á samfélagið og hafði sig í frammi við flest tækifæri. Ekki fór hjá því að á stundum þætti fólki nóg um og Stefán fullbrattur á bár- unni. En ástæðan fyrir því að öllum þótti samt vænt um Stefán var hve hann var ætíð óspar á hrós og hvatn- ingu til annarra. Samgladdist af ein- lægni ungum sem öldnum í áfanga- sigrum lífsins og hélt því títt á lofti. Hafði að vísu oft skoðun á hvað mætti betur fara, en öfund var ekki til í hans orðabók. Verk hans hér tengd formennsku hans í umf. Samhygð eru ekki lítil og við njótum þeirra enn. Driffjöður í íþróttastarfi, menningarstarfi, bygg- ingu gamla Félagslundar, gerð íþróttavallarins, skógarreitsins í Timburhól og gerð kvikmyndar um mannlífið hér frá 1954 til 1958 svo eitthvað sé nefnt. Enginn er eyland. Kona hans Guð- finna Guðmundsdóttir átti sinn drjúga þátt í að hann kúabóndinn gæti sinnt jafn fjölbreyttum verk- efnum. En hér í sveit og reyndar í héraðinu öllu lagði Stefán Jasonar- son trausta hönd á plóg. Bæði með eigin verkum og með því að efla með öllum aldursskeiðum bjartsýni, trú og stolt gagnvart sinni fortíð, samtíð og framtíð. Við í sveitarstjórn þökkum fram- lag til betra mannlífs. Samúðar- kveðjur til ættingja. Valdimar Guðjónsson. Kveðja frá Búnaðarsambandi Suðurlands Forystumaður bænda á Suður- landi til margra ára, Stefán Jasonar- son í Vorsabæ, er fallinn frá. Stefán lét mikið til sín taka í fé- lagsmálum, var m.a. formaður ung- mennafélagsins Samhygðar, formað- ur rjómabúsins Baugsstöðum, formaður klúbbanna Öruggur akst- ur og hreppstjóri. Hann var kosinn í stjórn Búnaðarsambandsins 1959 og árið 1969 var hann kjörinn formaður og gegndi því til ársins 1987. Hann var fréttaritari ríkisútvarpsins til margra ára og flutti ætíð fréttir af jákvæðum atburðum úr héraðinu. Seinna var Stefán gerður að heiðurs- félaga Búnaðarsambandsins. Í formannstíð Stefáns hjá Búnað- arsambandinu var gróska og upp- bygging hjá félaginu. Verk Stefáns sjást víða, s.s. á tilraunabúinu á Stóra-Ármóti, en uppbygging þess hófst í stjórnartíð hans og muna margir eftir dugnaði hans og ákafa við öflun fjár m.a. með að standa fyr- ir byggingahappdrætti. Útgáfa Sunnlenskra byggða var ákveðin í formannstíð Stefáns. Landbúnaðar- sýningin 1978 var mikið þrekvirki og Búnaðarsambandinu til mikils sóma en sýningin var haldin í tilefni af 70 ára afmæli þess. Í mörg ár eftir að hann hætti í stjórn sambandsins sá hann um söfnun auglýsinga í ársrit Búnaðar- sambandsins. Glaður og reifur stormaði hann inn til fyrirtækjanna og fékk jafnan góðar móttökur. Stef- án var árrisull og sat þá gjarnan við skriftir. Morgunstund gefur gull í mund sagði hann gjarnan. Hann var sporléttur og fús til verka og gaman að vinna með honum. Á þessum árum voru félagsstörf og ferðalög þeim tengd tímafrek og var Stefán því löngum að heiman þeirra vegna. Því voru félagsmál mikið álag fyrir heimilið en á þessum árum tíðkaðist ekki að greiða fyrir slík störf sem neinu nam. Stefán naut mikillar gæfu í einka- lífi, Guðfinna var heilsteypt og vel gerð kona. Það var notalegt að sækja þau heim, allt notalegt og góður andi ríkti á heimilinu. Stefán var glaðsinna og bjartsýnn eljumaður sem skilaði drjúgu dags- verki og vill Búnaðarsamband Suð- urlands þakka fyrir að hafa notið starfskrafta hans í nærri 30 ár um leið og við vottum aðstandendum samúð okkar. Fyrir hönd Búnaðarsambands Suðurlands Sveinn Sigurmundsson, Þorfinnur Þórarinsson. Ræktun lýðs og lands eru ein- kunnarorð sem lýsa allt eins vel lífs- starfi Stefáns Jasonarsonar eins og starfi ungmennafélagshreyfingar- innar, enda voru honum þessi mark- mið töm, bæði sem bóndi í Vorsabæ og í forystuhlutverki í Ungmenna- félaginu Samhygð áratugum saman. Stefán gekk í ungmennafélagið 10. janúar 1933, þá 18 ára gamall. Á að- alfundi þremur árum seinna var hann kosinn formaður og gegndi embættinu í fimm ár en lét af störf- um 1941 þegar sýnt var að hann yrði fjarverandi úr héraði um lengri tíma vegna atvinnu sinnar. Svo fór að Stefán var aftur kosinn formaður ári síðar og nú var hann við stjórnvölinn allt til ársins 1964. Stefán var ötull formaður og fór ætíð fremstur í flokki þegar átaks þurfti með. Hann var óþreytandi að hvetja félagsmenn sína til dáða og undir forystu Stefáns varð Umf. Samhygð eitt öflugasta ungmennafélag Suðurlands. For- sendan fyrir því var sá metnaður og stórhugur sem Stefán bjó yfir auk óbilandi trúar á samtakamátt fé- lagsmanna sinna. Á formannsárum Stefáns leiddi hann ungmennafélagið áfram til margra brýnna verka. Má þar til dæmis nefna skógræktargirðingu Samhygðar við Timburhóla sem var fyrst plantað í 1952. Ekki höfðu margir trú á skógrækt í Flóanum í ljósi misheppnaðra fyrri tilrauna en nú standa þar hátt í tíu metra há tré sem mynda skjólgóðan lund þar sem sveitungar koma saman árlega, grilla og gleðjast saman. Stefán var mikill áhugamaður um íþróttir og það var ekki síst fyrir tilstilli hans að hin sameiginlegu íþróttamót Sam- hygðar og Vöku hófu göngu sína sumarið 1939 og hafa gengið sleitu- laust síðan. Ungmennafélagar undir forystu Stefáns lyftu grettistaki við byggingu félagsheimilisins Fé- lagslundar sem hefur hýst ýmsa starfsemi félagsins í yfir hálfa öld. Á 70 ára afmæli Umf. Samhygðar 1978 var Stefán gerður að heiðursfélaga og hafa fáir verið betur að þeirri nafnbót komnir. Fram á allra síðustu ár var Stefán fastagestur á samkomum og fundum ungmennafélagsins. Á fundum steig hann ætíð í ræðustól, hvatti okkur unga fólkið áfram og var óspar á að lofa það sem honum leist vel á. Í fundarhléum stjórnaði hann stund- um leikjum svo yngstu fundargest- unum leiddist ekki eins fundarsetan. Stefán var Vormaður Íslands í orðsins fyllstu merkingu, hugsjóna- maður sem aldrei hugsaði um önnur laun en þau að verk hans kæmu sam- félaginu og umhverfinu að gagni. Það var gæfa ungmennafélagsins Samhygðar og æsku sveitarinnar að Stefán lagði fram krafta sína um ára- tugaskeið þeim til heilla. Hafi hann hugheila þökk fyrir. f.h. Umf. Samhygðar Stefán Geirsson, formaður. Eftir að ég fór að kynnast lands- háttum í Gaulverjabæjarhreppi og fólkinu sem þar hefur búið sl. mannsaldur, þá hef ég alltaf beðið þess með nokkurri óþreyju þegar ég hef átt erindi þangað að komast inn á miðju sveitarinnar og litast þar um, sjá út á alla jaðra þessa mikla og gjöfula láglendis og hinn dásamlega fjallahring með öllum sínum kenni- leitum. Þarna má sjá greinilega þeg- ar skyggni er gott allt sem manni kemur við, eins og til dæmis Hest- fjallahnúkinn, sem þarna er öllum til sýnis, og á þó heima inni á miðjum Flóamannaafrétti með sínar gróður- sælu kvistivöxnu brekkur og skjól- góðar lautir. Og það er hvergi langt til sjávar í Bæjarhreppnum og þar er eilíf sýning, ýmist af grimmd og óvægnum brimsköflum, eða af því gagnstæða, sem er oft svo yndislegt í logni og aðfalli þá er eins og hér sé stórvinur að koma í heimsókn og verið sé að bjóða þér að sjá eitthvað dularfullt ef þú hefur smekk fyrir slíkt. Og í Bæjarhreppnum hefur á þessum árum alltaf verið mikið af tápmiklu hæfileikaríku fólki, sem hefur verið gaman að kynnast og starfa með. Nú þegar við erum að kveðja Stef- án Jasonarson bónda í Vorsabæ þá birtist hann okkur í mörgum mynd- um á lífsleiðinni. Hann er fjórði í röð- inni tápmikilla sona og einnar syst- ur, sem alast upp á góðbýlinu Vorsabæ, þegar ógæfan skellur á þessu myndarlega heimili og móðirin er hrifin brott og Stefán þá þriggja ára og er allt í einu móðurlaus, sem hefði getað stefnt allri framtíð hans í voða. En sem betur fór eignaðist hann mikilhæfa stjúpu og fjölskyld- an varð aftur sterk og dugmikil. Þá var föðurfólk Stefáns öflugt og myndarlegt fólk og efnalega traust og margt mjög vel verki farið. Stefán stundaði barnaskólanám í farskóla og telur hann að hann hafi verið heppinn með kennara og hann hafi verið fermdur í Gaulverjabæj- arkirkju vorið 1928 og var prestur- inn sr. Gísli Skúlason á Stóra- Hrauni. Hann var mikils metinn prestur og þjónaði Gaulverjabæjar- sókn frá 1905 til 1942. Á næstu árum urðu miklar fram- farir á mörgum sviðum í sveitum landsins og ekki síst á Suðurlandi. Má þar nefna að Flóaáveitan tók til starfa árið 1928 og við það jókst hey- fengur víða um 100% og síðan tók MBF til starfa í desember 1929. Jafnframt þessu var gert mikið átak í samgöngubótum og bjuggu menn hér við verulega batnandi hag þrátt fyrir kreppuna, sem hélt allri land- búnaðarframleiðslu í heljarklóm á þessum árum. Stefán gekk í UMF Samhygð árið 1933 og árið 1936 mætti hann á hér- aðsþingi Skarphéðins sem haldið var þá í Haukadal. Á þessu þingi tókst góður kunningsskapur með Stefáni og Sigurði Greipssyni og varð úr að Stefán sótti um skólavist á íþrótta- skólanum í Haukadal næsta vetur. Stefán hlaut skólavist í Haukadal árið 1937–’38 og með því tengdist hann sterkari böndum félagsmála- starfi Sigurðar Greipssonar og má segja að Stefán hafi þaðan í frá helg- að íþróttahreyfingunni og ung- mennafélagsstörfunum mikinn hluta af starfstíma sínum fram á gamals aldur. Árið 1938–’39 sótti Stefán nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni og þar kynntist hann vel Bjarna Bjarnasyni skólastjóra og hygg ég að báðir hafi þeir haft gott af því. Stefán fékkst talsvert við smíðar næstu árin með Þórði bróður sínum í Reykjavík og í Keflavík á fyrstu stríðsárunum og má segja að hann hafi öðlast mikla færni í húsasmíðum á þessum árum. En hugurinn beind- ist meir og meir að æskustöðvunum og árið 1943 vildi Jason faðir hans gjarnan fara að hætta að búa og við þetta bættist að Stefáni hafði tekist að fastna sér konu, Guðfinnu Guð- mundsdóttur frá Túni, stórmyndar- lega og duglega búkonu og giftu þau sig 29. maí 1943 og daginn eftir fóru þau niður að Vorsabæ í búskapinn og stunduðu hann með sóma þaðan í frá í 45 ár. Stefán varð góður bóndi og Guð- finna varð fyrirmyndar húsfreyja. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn sem öll stofnuðu heimili og barnabörnin eru tólf, öll efnileg og líkleg til að verða nýtir borgarar í þjóðfélaginu. Þegar Dagur Brynjólfsson lét af störfum hjá Búnaðarsambandi Suð- urlands árið 1959 eftir áratuga setu í stjórn og tíu ára stjórnarfor- mennsku, þá var Stefán Jasonarson kosinn í stjórn sambandsins og þar átti hann síðan sæti til 1987 eða í 28 ár og þar af var hann kosinn formað- ur sambandsins 1971, þegar Páll á Búrfelli lét af störfum, en Stefán lét af störfum 1987 eftir 16 ára sæti sem formaður. Ég sem þetta rita var fram- kvæmdastjóri búnaðarsambandsins rétt öll árin sem Stefán var formaður og get borið um það að Stefán lagði sig fram um það að vinna öll sín störf hjá búnaðarsambandinu með sóma og mikilli elju og hugkvæmni og nú að leiðarlokum er hann kvaddur af öllu samstarfsfólki með einlægri þökk fyrir heillarík störf. Hjalti Gestsson. Einn af fjölvirkustu félagsmála- mönnum Sunnlendinga um áratuga skeið, Stefán Jasonarson í Vorsabæ, er látinn á nítugasta aldursári. Þegar ég ungur að árum flutti í Flóann og hóf að hafa afskipti af fé- lagsmálum, með því að taka við for- mennsku í Ungmennafélaginu Vöku, var það mikið lán fyrir mig að í næstu sveit, Gaulverjabæjarhreppn- um, gegndi slíku starfi í Umf. Sam- hygð Stefán Jasonarson, mikill eld- hugi og óþreytandi félags- málamaður. Í Stefáni fann ég strax, ekki ein- asta góðan og hvetjandi leiðbein- anda, heldur og ekki síður eina alls- herjar samsvörun í flestu því sem ég hafði áhuga á í félagsmálum á þess- um tíma. Við Stefán höfðum báðir gengið í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og trúlega báðir fengið þar það félagslega uppeldi, sem nú leiddi okkur saman til starfa og brennandi áhuga til góðra verka. Mér er til efs að margir einstak- lingar hafi á sinni ævi náð að koma jafn víða við á hinum félagslega vett- vangi, eins og Stefán Jasonarson. Já, ekki bara koma við, heldur vera í forystusveit og setja mark sitt á og varða veginn með margvísleg- um afrekum sem sagan mun geyma og vitnað verður til um ókomna tíð. Í ljósi þessa er mér mikill vandi á höndum hvers á að minnast og hverju verður sleppt í þessum fátæk- legu kveðjuorðum til vinar míns Stefáns Jasonarsonar. Vöku-Samhygðarmótin, sem hald- in hafa verið samfellt frá 1939, leiddu okkur fyrst saman í framkvæmd og keppni. Héraðssambandið Skarphéðinn var sameiginlegur vettvangur okkar beggja um áratuga skeið. Héraðs- þingin, héraðsmótin og þátttaka og á stundum framkvæmd Landsmóta UMFÍ. Ritstörf Stefáns í héraðs- blöðunum Suðurlandi og Þjóðólfi leiddu okkur oftar en ekki saman. Forysta hans hjá Klúbbunum „Öruggur akstur“ og samstarf okkar á þeim vettvangi sömuleiðis. Þá minnist ég ánægjulegs sam- starfs okkar við Þorstein Einarsson, íþróttafulltrúa í starfsnefnd, varð- andi málefni Íþróttaskólans í Hauka- dal um áratuga skeið, fyrir hönd fyrrverandi nemenda íþróttaskólans og samstarfsmanna höfðingjans mikla Sigurðar Greipssonar, sem við náðum að minnast á verðugan og eft- irminnilegan hátt með myndarlegu minningarriti um hann árið 1997, þegar hann hefði orðið eitthundrað ára, undir ritstjórn Páls Lýðssonar, bónda í Litlu-Sandvík. Í myndarlegu endurminningariti sem Stefán ritaði og gefið var út 1991, segir í kaflafyrirsögn á einum stað í bókinni: „Gleymi aldrei Landsmótinu á Laugarvatni“ Þar er Stefán að vitna til ummæla Sigurðar Greipssonar um Landsmót UMFÍ á Laugarvatni 1965, en þá var hann formaður stjórnar HSK. Landsmótið á Laugarvatni 1965 er örugglega stærsta og best heppn- aða verkefni sem við Stefán unnum sameiginlega að á hans ferli. En hann var þá formaður landsmóts-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.