Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 48
SKOÐUN 48 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ENDA þótt Háskóli Íslands sé lít- ill í alþjóðlegu háskólasamfélagi er hann stór, öflug og traust há- skólastofnun á Íslandi. Háskólinn hefur breyst mikið undanfarin ár, að flestra mati til hins betra. Breyting- arnar eru af margvíslegum toga en segja má að mesta breytingin sé sá mikli vöxtur sem átt hefur sér stað í rann- sóknartengdu fram- haldsnámi. Háskóla- árið 2003–2004 eru 1.239 stúdentar skráð- ir í meistara- og dokt- orsnám og eru því 239% fleiri stúdentar í rannsóknartengdu framhaldsnámi en skólaárið 1999–2000 voru framhaldsnemar 365. Mikill vöxtur hefur einnig verið í grunn- námi og voru 7.878 stúdentar skráðir til náms til fyrstu háskólagráðu háskólaárið 2003– 2004. Þetta eru 31% fleiri stúdentar en skólaárið 1999–2000 en þá voru þeir rúmlega 6.000. Af þessu má sjá að fjölgun nem- enda hefur verið mikil sl. fimm ár, eða sem nemur 43%. Vöxturinn er í sjálfu sér ánægjulegur og bendir tví- mælalaust til þess að ungt fólk telji að Háskóli Íslands hafi margt að bjóða sem er eftirsóknarvert fyrir stúdenta og samfélagið. Vaxtarverkir Flest fyrirtæki telja það eftirsókn- arvert að vaxa. Vöxturinn leiðir alla jafna af sér ýmsa jákvæða þætti, s.s. fleiri viðskiptavini, auknar tekjur og sterkari markaðsstöðu. Með aukn- um tekjum og hagnaði gefst fyr- irtækjum tækifæri til að bæta enn vörur sínar og þjónustu sem aftur er líklegt að leiði til frekari vaxtar. Þessu virðist öfugt farið hjá Há- skóla Íslands. Þar bendir allt til þess að vöxturinn og velgengnin sé að skapa skólanum fjárhagsleg vand- ræði. Háskóli Íslands er ríkisháskóli og hefur sem slíkur ákveðnum skyldum að gegna. Forsvarsmenn skólans hafa litið svo á að allir sem á annað borð uppfylla mennt- unarlegar kröfur, geti stundað nám við sitt hæfi í Háskóla Íslands. Starfsemi skólans er að stærstum hluta fjármögnuð af hinu opinbera. Í grundvallaratriðum er fjármögn- uninni skipt í tvo hluta, kennslu- framlag og rannsóknarframlag. Kennsluframlagi er þá ætlað að fjár- magna kennslu og rannsókn- arframlagi er ætlað að fjármagna rannsóknir. Til viðbótar hefur skól- inn sértekjur og ennfremur hafa rannsóknarstofnanir sem og kenn- arar tekjur úr ýmsum rannsókn- arsjóðum, innlendum sem erlendum. Flestum er ljós munurinn á kennslu og rannsóknum og það hvarflar að fáum að eðlilegt sé að leggja saman kennsluframlag, rann- sóknarframlag og sértekjur, deila upp í með fjölda nemenda og bera niðurstöðuna saman við skóla sem fyrst og fremst gegna kennslu- hlutverki. Kennsluframlag til Háskóla Ís- lands er það fjármagn sem Háskól- inn getur notað til kennslu. Kennsluframlagið er mjög mismunandi og fer eftir því hvers kon- ar nám viðkomandi nemandi stundar. Mun dýrara er t.d. að kenna nemanda sem stundar nám í raunvísindum en þeim sem leggja stund á félags- eða hugvís- indi. Framlagið er föst fjárhæð sem tekur mið af ákveðnum fjölda ein- inga en fylgir ekki þeim vexti sem átt hef- ur sér stað undanfarin ár. Afleiðingarnar eru þær að nú veitir Háskóli Íslands nokkur hundruð nemendum kennslu án þess að fá greitt fyrir. Háskóli Ís- lands vill veita nemendum sínum eins góða kennslu og frekast er unnt og það er sjálfsögð krafa starfs- manna sem og nemenda að mörkuð verði skýrari stefna af hálfu stjórn- valda í fjármögnun kennslunnar. Ýmsar leiðir hafa verið nefndar, s.s.:  að ríkið greiði fyrir þá nemendur sem sannanlega fá kennslu við skólann  að skólinn taki upp fjöldatak- markanir  að skólinn taki upp skólagjöld í öllu eða hluta þess náms sem boð- ið er  að skólinn dragi úr þeirri þjón- ustu sem nemendur fá nú. Skiptar skoðanir eru um leiðirnar sem hér eru nefndar og þær útiloka í sjálfu sér ekki hver aðra. Verst af öllu væri þó óbreytt ástand, að skól- inn héldi áfram að taka við ótak- mörkuðum fjölda nemenda án þess að fá umsamdar greiðslur fyrir það. Það myndi eingöngu draga úr gæð- um þeirrar þjónustu sem skólinn veitir og rýra það mikla traust sem hann nýtur í samfélaginu. Háskóli Íslands nýtur mikils trausts IMG Gallup kannar reglulega hve mikið eða lítið traust almenningur ber til nokkurra stofnana í sam- félaginu. Á mynd 1 má sjá að Há- skóli Íslands er sú stofnun í sam- félaginu sem almenningur ber mest traust til. Sjá mynd 1. Hlutfall þeirra sem bera traust til Háskóla Íslands hefur verið nokkuð stöðugt sl. 5–6 ár en um og yfir 85% svarenda telja sig bera traust til skólans. Það kemur ekki á óvart þar sem Háskóli Íslands á og þarf að njóta trausts í samfélaginu og mik- ilvægt að hann standist væntingar. Að sjálfsögðu er skólinn ekki hafinn yfir gagnrýni, enda hafa há- skólamenn verið duglegir að gagn- rýna hver aðra. Stúdentapólitíkin er, og hefur alltaf verið, mjög virk og veitt stjórnendum sem og kennurum skólans heilbrigt aðhald. Þetta er allt eðlilegt í jafn stóru samfélagi og Háskóli Íslands er. Aðalatriðið er að gagnrýnin sé sanngjörn og studd faglegum rökum. Slík gagnrýni er ekki vatn á myllu Kölska heldur fjörefni í enn öflugri starfsemi Há- skóla Íslands. Viðhorf til Háskóla Íslands Í júní árið 2003 framkvæmdi IMG Gallup viðhorfskönnun fyrir Há- skóla Íslands. Markmið könnunar- innar var að athuga viðhorf til Há- skóla Íslands í samanburði við aðra íslenska háskóla. Úrtakið var 1250 einstaklingar á aldrinum 16–75 ára sem valið var úr þjóðskrá. Fjöldi svarenda var 807 og var því svar- hlutfall rúm 64%. Markmið könnunarinnar var einn- ig að athuga hvaða háskóli stæði fremst í þáttum sem Háskóli Íslands telur mikilvæga þegar háskólastarf er annars vegar. Spurt var um fjög- ur atriði, rannsóknir, fjölbreytni í námi, alþjóðleg samskipti og starfs- skilyrði. Niðurstöður er jákvæðar fyrir alla háskólana, þar sem um og yfir 90% hafa frekar eða mjög jákvætt viðhorf til þeirra. Sker þar enginn skóli sig úr og má því álíta að al- menningur sé almennt séð jákvæður í garð háskólanáms. Þegar kemur að því að segja til um hvaða skóli stendur fremst varð- andi rannsóknir, fjölbreytni í námi, alþjóðleg samskipti og starfsskil- yrði, hefur Háskóli Íslands mikla yf- irburði. Þetta kemur vel fram á mynd 2. Hvað rannsóknir varðar þá nefna 7% Háskólann í Reykjavík, 5,4% Tækniháskóla Íslands, en aðrir eru nefndir sjaldnar. Háskóli Íslands hefur einnig yf- irburði þegar kemur að fjölbreytni í námi, en rúm 82% telja að hann bjóði upp á mesta fjölbreytni í námi. Háskólinn í Reykjavík er nefndur af 9,4% svarenda og Háskólinn á Ak- ureyri í 8,4% tilvika, en aðrir eru nefndir sjaldnar. Sama er uppi á teningnum þegar kemur að því að fá mat fólks á því hvaða háskóli á í mestum alþjóð- legum samskiptum, en tæp 75% svarenda telja það vera Háskóla Ís- lands. 15,7% nefna Háskólann í Reykjavík og 9,3% nefna Við- skiptaháskólann á Bifröst, en aðrir eru nefndir sjaldnar. Yfirburðir Háskóla Íslands eru ekki jafn augljósir þegar kemur að því að fá mat svarenda á því hvaða háskóli bjóði bestu starfsskilyrðin, en tæp 52% nefna Háskóla Íslands. Með starfsskilyrðum er átt við starfsskilyrði fyrir nemendur, kenn- ara eða sérfræðinga í rannsóknum. Rúm 28% nefna Háskólann í Reykjavík, 15,5% nefna Við- skiptaháskólann á Bifröst og 10,7% nefna Háskólann á Akureyri. Aðrir skólar voru nefndir sjaldnar. Af þessu má sjá að staða Háskóla Íslands er mjög sterk og svo virðist sem almenningur vilji veg og vanda skólans sem mestan. Almenningur er einnig jákvæður í garð hinna skólanna þótt hann telji Háskóla Ís- lands fremstan á þeim sviðum sem hér hafa verið nefnd. Flestum er ljóst að hinir háskólarnir vinna gott starf, hver á sínu sviði. Þeir eru hins vegar að mörgu leyti ólíkir Háskóla Íslands, sérstaklega hvað varðar umfang rannsókna og fjölbreytni námsleiða. Það er óþarfi að allir skólar verði eins og vænlegra til ár- angurs fyrir þá að þeir sérhæfi sig á tilteknum sviðum. Þegar upp er staðið gildir það sama um háskóla og annað, þeir verða dæmdir af athöfnum sínum en ekki orðum. Háskóli Íslands hefur látið verkin tala í rúm níutíu ár, ein- mitt þess vegna er Íslendingum svona annt um hann. Þversögn velgengninnar Eftir Þórhall Örn Guðlaugsson ’Það er óþarfi að allirskólar verði eins og vænlegra til árangurs fyrir þá að þeir sérhæfi sig á tilteknum sviðum.‘ Þórhallur Örn Guðlaugsson Höfundur er lektor við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og for- maður markaðs- og samskipta- nefndar háskólaráðs. Hver af háskólunum stendur fremst hvað varðar nokkra þætti Hlutfall þeirra sem nefna Háskóla Íslands 85,2% 82,2% 74,7% 51,7% 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% Rannsóknir Fjölbreytni í námi Alþjóðleg samskipti Starfsskilyrði Mynd 1: Hlutfall þeirra sem bera traust til stofnana. Heimild: IMG Gallup, Þjóðarpúls mars 2003. Mynd 2: Hver af háskólunum stendur fremst hvað varðar nokkra þætti, hlutfall þeirra er nefna Háskóla Íslands. Heimild: IMG Gallup, könnun unn- in fyrir HÍ í júní 2003.                   ! " !   #      $  !% ! &'(    ) (  !!  !   ) &  !!( )     )   '  & !  '  ' ** '  !% +         ! $   & ' ! ! ,! )! - ' !  .  /% )!       " "#"  #  $ 0' % $        & ' ! !  Viðskiptatækifæri – Veitingaeldhús Spennandi tækifæri í hringiðu borgarinnar. Fullbúið og glæsilegt veislueldhús með frysti- og kæliklefa ásamt öllu lausafé sem góðu veislueldhúsi þarf að fylgja. Mjög góð viðskiptasambönd geta fylgt eftir áralöng viðskipti. Reksturinn er í 168 fm björtu, eigin húsnæði á jarðhæð með góðu aðgengi. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Valtýsson hjá Fasteignakaupum, sími 515 0500 eða gsm 865 3022. Erna Valsdóttir Lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sölufulltrúi: Guðmundur Valtýsson, gsm 865 3022, gudmundur@fasteignakaup.is Ármúla 15 Sími 515 0500 Fax 515 0509 www.fasteignakaup.is fasteignakaup@fasteignakaup.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.