Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 9 Menning, umgjörð, umhyggja Málþing um niðurstöður CCC-verkefnis Evrópusambandsverkefni um möguleika kvenna og karla til fæðingar- og foreldraorlofs og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Staður: Hótel Kea, Akureyri. Tímasetning: 5. mars kl. 13:00-17:00. Fundarstjóri: Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Setning: Árni Magnússon, félagsmálaráðherra. Um verkefnið - tildrög og vinnuferli. Elín Antonsdóttir, verkefnisstýra. Rannsóknarskýrslan: Menning umgjörð og umhyggja í fjórum löndum. Niðurstöður rannsóknar. Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við HÍ. Few but committed fathers on parental leave. Antonia Griese - Federal Ministry for Family Affairs, Þýskalandi. Flexible fathers - the Norwegian experience. Elin Kvande og Berit Branth, Norwegian University of Sience and Technology, Þrándheimi, Noregi. Maternity leave and parental rights in Spain. Ingólfur Gíslason fyrir hönd Maria Amparo Ballester-Pastor, Universitat de Valencia, Spáni. Umræður og fyrirspurnir. Rannsóknaraðilar sitja fyrir svörum. Frumsýning valdra kafla heimildarmyndar. Jafnframt vinnu rannsóknarskýrslu var á vegum verkefnisins gerð heimildarmynd sem einnig byggir á viðtölum við foreldra í þátttökulöndunum um rétt þeirra og notkun fæðingar- og foreldraorlofs. Ráðstefnulok. ALLTAF BETRA VERÐ Í VEIÐIHORNINU OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 13-17 Veiðihornið Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 Veiðihornið Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sjá upplýsingar á www.veidihornid.is Munið gjafabréfin – Sendum samdægurs Ódýrustu byssuskáparnir á markaðnum? 3 mm stál, boltalæsing með 5 25 mm boltum, innfelldar lamir, gataðar fyrir veggfestingar. Geymdu skotvopn í öruggum, viðurkenndum skápum frá Veiðihorninu. Allar upplýsingar í símum 551 6760 og 568 8410 eða á www.veidihornid.is. Nú geymir þú ekki byssurnar undir rúmi lengur. Frábært pakkatilboð á 3" pumpu Norinco pumpa, 28" hlaup, 3" skot, ólarfestingar, ól, 3 þrengingar, hörð plasttaska, 250 skeet-skot og 150 leirdúfur. Verð aðeins 38.900 fyrir allt þetta. Góð byssa fyrir byrjendur eða í slarkið. Fáir pakkar í boði. www.veidihornid.is 22 cal l.r. Norinco riffill 6x40 sjónauki, festingar, hörð plasttaska og 100 skot. Frábært verð. Aðeins 29.990 fyrir allt þetta. Sage flugustangapakki á frábæru tilboðsverði. Sage grafit 2, diskabremsuhjól, uppsett flotlína með baklínu og taumatengi. Aðeins 29.900 fyrir allt þetta. Sage er vinsælasta stöngin á markaðnum - það er ekki tilviljun. Sage VPS 14 feta tvíhenda, diskabremsuhjól og Rio lína með skiptanlegum sökkendum. Aðeins 59.900. Ný sending frá Sage var að koma í hús - 40 gerðir af Sage stöngum á lager í Veiðihorninu. Lærðu að hnýta heima. 2 ný íslensk kennslumyndbönd í fluguhnýtingum. Hvergi meira úrval af fluguhnýtingaefni og verkfærum frá Whiting, Veniard, Hareline, Dr. Slick, Sprit River og fleirum. Alltaf betra verð í Veiðihorninu. Námskeiðin hafin, leiðbeinendur Sigurjón Ólafsson og Sigurður Pálsson. Skráning í símum 551 6760 og 568 8410 eða veidihornid@veidihornid.is. Alltaf meira úrval í Veiðihorninu - Opið í dag 13-17 INNAN við klukkutíma sigling er hjá Hornafjarðarskipunum, Jónu Eðvalds og Ásgrími Halldórsyni, á loðnumiðin 10 mílur suðvestur af Hornafirði og landa þau daglega hjá Skinney-Þinganesi hf. Mok- veiði var á föstudag og segja má að nótaveiðin sé núna fyrst að komast á skrið. Skipin fengu góð köst um nóttina, allt upp í 400 tonn. „Það var fyrst í morgun sem menn fóru að fá almennileg köst,“ sagði Halldór Jónasson, skipstjóri á Jónu Eðvalds, í samtali við Morgunblaðið á föstudag. Jóna Eðvalds landaði 720 tonnum af loðnu þá um morguninn eftir stutta veiðiferð. Halldór segir að núna fyrst sé komin alvara í veið- arnar. „Fyrst voru hömlur á veið- unum, óvissa með kvóta og brælu- kafli í síðustu viku svo það birtir óneitanlega yfir mönnum um borð,“ segir Halldór. Þeir á Jónu Eðvalds fengu tvö 300 tonna köst á föstudagsmorgun og aðeins liðu tólf tímar frá því skipið fór á veiðar þar til það lagðist að bryggju nánast með fullfermi. Frysting á Japansmarkað er í fullum gangi hjá Skinney- Þinganesi hf á Höfn. Að sögn Her- manns Stefánssonar framleiðslu- stjóra vinna þrjátíu manns á vökt- um allan sólarhringinn í frystingunni. Það er aðeins hrygnan sem er fryst fyrir Jap- ansmarkað en hængurinn er flokkaður frá og fer í bræðslu. Hrognafyllingin er 19–20% og loðnan á eftir einhverjar vikur í hrygningu. Það er því talsverður tími þar til hrognataka hefst. Loðnuhrogn hafa ekki verið unn- in á Hornafirði síðustu ár en nú hyggjast menn sækja á þann markað. Mikið af hreinum sjó eða saltvatni þarf í hrognavinnsluna og í vetur var reynt að bora eftir ferskum sjó í nágrenni við fisk- iðjuver Skinneyjar-Þinganess. Það bar ekki árangur og verður notað tilbúið saltvatn í staðinn. Japansloðnan er flutt landleið- ina til Reykjavíkur þaðan sem hún fer með skipi til Japans. Frystigetan hjá fyrirtækinu er 330 tonn á sólarhring og því fara 10–15 gámabílar daglega frá Hornafirði með frysta loðnu. Mokveiði og innan við klukkutíma í land 10–15 gámabílar fara daglega frá Hornafirði með frysta loðnu til Reykjavíkur Morgunblaðið/Sigurður Mar Í brúnni: Halldór Jónsson, skipstjóri á Jónu Eðvalds, við stjórnvölinn. Hornafirði. Morgunblaðið. EXPERT á Íslandi ehf., nú Ex- Nor ehf., sem rekið hefur raf- tækjaverslunina Expert í Súðar- vogi, hefur gert kröfuhöfum sín- um tilboð um sáttagreiðslu vegna krafna á Ex-Nor ehf. Hljóðar til- boðið upp á að allir kröfuhafar með lögmætar heildarkröfur upp á kr. 100.000 eða meira fái 50% greiðslu en þeir sem hafi lægri kröfur en 100.000 fái fullnaðar- greiðslu. Í bréfi sem félagið hefur sent kröfuhöfum kemur fram að tap félagsins á síðasta ári hafi numið 211,4 milljónum króna og eigið fé félagsins sé neikvætt um 98 millj- ónir króna. Ex-Nor ehf. er að fullu í eigu Expert Norge ASA sem starf- rækir rúmlega 380 verslanir á Norðurlöndum og tengist inn- kaupasambandinu Expert Global. Fá minna fyrir kröfur sínar takist samningar ekki „Náist ekki samningar í þessa veru blasir ekkert annað við en formlegir nauðasamningar eða gjaldþrot en í báðum tilvikum er það okkar álit að kröfuhafar fengju mun minna upp í kröfur sínar,“ segir í bréfi Ex-Nor ehf. til kröfuhafa. Þar segir jafnframt að sam- kvæmt kaupsamningnum um rekstur félagsins muni nýir eig- endur taka yfir verslun félagsins með lager, húsgögnum og tækj- um og tólum gegn greiðslu á 152 milljónum króna sem að meg- instofni til greiðast í febrúar 2004, en eftirstöðvar á næstu tveimur árum. Þá segir að Ís- landsbanki sé með veð í hinu selda upp á 42 milljónir króna. „Af þessu leiðir að félagið mun fá peningagreiðslu upp á 110 millj- ónir króna. Frá þessari fjárhæð þarf að draga skatta, launakostn- að, kostnað vegna sölunnar og kostnað við að loka félaginu,“ segir í bréfi Ex-Nor ehf. til kröfuhafa. Viggó H. Viggósson, annar nýrra eigenda Expert-verslunar- innar, sem tóku við rekstrinum í byrjun janúar sl., segir í samtali við Morgunblaðið að í samningi nýrra eigenda við Ex-Nor sé ákvæði um að það sé ósk nýrra eigenda að frágangur mála þeirra hér á Íslandi sé með þeim hætti að það skaði ekki fyrirtækið. Eins og kom fram í fréttum í byrjun janúar var ástæða þess að Expert Norge ASA seldi rekst- urinn slæmt gengi og að rekst- urinn hér hafi íþyngt rekstri Ex- pert-samstæðunnar. Tap Ex-Nor ehf., áður Expert, var rúmar 211 milljónir króna í fyrra Býður kröfu- höfum sátta- greiðslu Nauðasamningar eða gjaldþrot semjist ekki, segja eigendur Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.