Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ég hlaut þar á margan hátt á við há- skólagráðu. Aðrar ástæður komu þó til – fyrir utan löngun mína til að geta helgað mig ritstörfum þá áttaði ég mig á að ég var að missa af strák- unum mínum. Konan mín hafði verið meira heima við þegar þeir voru litlir og svo höfðu þeir vaxið og þroskast meðan ég vann og vann í Þjóðleik- húsinu. Þeir voru þó allir enn heima þegar ég tók skrefið og hætti í leik- húsinu og gerðist heimavinnandi. Það brá svo við að ekki aðeins synir mínir undu þá vel heima við heldur vinir þeirra líka. Ekki það að þeir væru að abbast mikið upp á mig, en þeir vissu af návist minni og vildu kannski þess vegna heldur vera hér en í tómu húsi heima hjá sér. Þetta var góður tími, en nú eru synirnir all- ir fluttir að heiman, búnir að eignast sínar konur og sá elsti, Kári, er gift- ur og á dreng. Kári hefur frá barnæsku séð og skynjað fleira en aðrir og oft sótti hann litla bróður sinn til að sofa inni hjá sér þegar hann var smeykur á nóttunni. En hann er hreint ekki einn um að sjá hér fjölmenni sem aðrir ekki sjá. Erla Stefánsdóttir kom hingað með Messíönu Tómasdóttur, vin- konu minni. Erla er skyggn sem kunnugt er, hefur m.a. kortlagt álfa- byggðir í Hafnarfirði, hún ætlaði varla að komast inn í húsið hérna fyrir „þröng“, öllu því fólki sem hér var fyrir og sá það þó enginn nema hún. Þegar liðið var töluvert á heim- sóknina sagði hún allt í einu: „Já, það er svona mikið af trjám í garðinum, ég sá þau ekki fyrir ungum manni sem sat fyrir glugganum. Og svo lýsti hún bróður Hildar.“ Þess ber að geta að við Hildur höf- um aldrei upplifað neitt þessu líkt fyrr en í þessu húsi. En Kári sonur okkar hefur verið skyggn frá barn- æsku. Það endaði með því að hann varð hræddur hér og kvartaði og áleit ráðlegt að tala við Símon Jón Jóhannsson, kennara sinn, sem er formaður Sálarrannsóknarfélagsins í Hafnarfirði. Daginn eftir var Kári við vinnu sína og stóð úti í dyrum, þá kom Símon Jón til hans og sagði: „Vildir þú tala við mig?“ Ekki kann ég skýringu á hvernig Símon fann þetta út. Símon Jón kom honum í samband við Maríu Sigurðardóttur, sem ég nefndi hér fyrr til sögu. Hún kenndi honum að beita ákveðnum aðferðum til þess að hafa stjórn á þessu. Umrædd reynsla hefur hins vegar orðið til þess að Hildur, kona mín, er gengin í Sálarrannsóknarfélag Hafnarfjarðar og ég sæki þar stund- um fundi.“ Eitthvað einkennilegt á einum stað í Þjóðleikhúsinu Að lokum spyr ég Árna hvort hið óvenjulega ástand í húsinu hafi orðið honum að söguefni. „Ekki beint, en ég hef notað drauma sem útgangspunkt t.d. í leik- rit. En að vísu skrifaði ég þátt í Ár- bók Akurnesinga sem tengist þessu örlítið. Ég var ekki myrkfælinn sem barn. Oft bað amma mig að „skreppa ofan“ (niður í kjallara) til að sækja í búrið sultukrukku eða kartöflur. Aldrei varð ég þó hræddur í þeim ferðum þótt dimmt væri niðri. Ég varð þó einu sinni löngu síðar mjög skelkaður vegna yfirnáttúr- legra og óvinsamlegra áhrifa. Ég hafði vinnuaðstöðu norðanmegin í Þjóðleikhúsinu. Til að komast þang- að þurfti að fara um pall framan við inngang að norðanverðu sem mikið var notaður meðan skrifstofan var í húsinu. Eitt sinn var ég að vinna síðla kvölds, einn í húsinu. Þegar ég kom niður á stigapallinn þyrmdi yfir mig ákaflega skrítin tilfinning. Ég var lengi niður stigann og þorði ekki að líta til baka. Seinna fannst mér ég ekki komast þarna niður og fór held- ur yfir dimmt sviðið og gegnum allt húsið. Ég hafði orð á þessu og í ljós kom að margir höfðu sömu sögu að segja. Einn leikarinn sagði: „Er þetta ekki þar sem hálfi maðurinn er?“ Einn starfsmaður elti mann- veru um allt hús sem hvarf svo. Ég tel að þessi slæðingur eigi rætur að rekja til þess hlutverks hússins að vera fangelsi og jafnvel aftökustaður hersins á stríðsárunum. Þess ber þó að geta að sum gömul leikhús hafa orð á sér fyrir að vera full af draug- um. Um þetta eru til margar sögur, einkum erlendar. Því er ekki að neita að reynslan af „umganginum“ hér á heimilinu hefur breytt dálítið lífi og áhugamálum fjölskyldunnar. Einnig hefur þetta orðið til þess að ég hef velt meira fyr- ir mér hugmyndum manna um fram- haldslíf. Sem og hefur þetta einnig orðið til þess að við höfum frétt meira af dulrænum málefnum en ella hefði verið. Hingað kom t.d. formað- ur sænska Leikskáldafélagsins, Rolf Börjelund, sem er m.a. ábyrgur fyrir sjónvarpsgerðum af sögum Henning Mankell. Hann hafði mikinn áhuga á „umganginum“ sem við köllum svo. Hann fékk að sitja inni í „fiskaher- berginu“ dágóða stund og var afar þakklátur. Margir útlendingar hafa gist í þessu herbergi og þeir hafa flestir haft orð á að þeir hafi hvílst þar óvenjulega vel. Ég læt mig ekki dreyma um að við komumst nokkurn tíma að því hvað hér er á ferð en ég legg eyrun við ef menn eru að tjá sig um þessa hluti.“ gudrung@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Stekkjarkinn 19 í Hafnarfirði. Eiríkur Smith listmálari byggði þetta hús ásamt konu sinni Bryndísi Sigurðardóttur, þau seldu Hildi, systurdóttur Bryndísar, og Árna Ibsen húsið 1990, er þau fluttu í stærra hús. Þ egar ég var barn var oft mikið af fólki í kringum mig. En ekki var neitt meira um slíkt en endra- nær þegar ég var í heimsókn í hús- inu þar sem foreldrar mínir búa nú,“ segir Kári Árnason. „Ég var þar í gæslu þegar ég var sex ára og kom síðar oft þangað í heimsókn, einkum á árunum áður en ég fermdist. Frændi minn sem þá bjó þarna hjá foreldrum sínum átti trommusett og ég fékk að æfa mig á það. Seinna notaði ég bílskúrinn sem æfingastað þegar ég eignaðist sjálfur trommusett og var fluttur í húsið og æfi mig þar enn stundum. Í heimsóknunum á æskuárunum kom ég mér gjarnan fyrir í horninu á vinnustofunni hans Eiríks Smith, þar sem mér þótti mjög gott að leggja mig. Mikil kyrrð ríkti þá í húsinu, – Eríkur var að mála og oft var ég sofnaður þegar hann leit upp frá verki sínu. Þegar foreldrar mínir keyptu húsið og hólfuðu sundur vinnustofuna hans Eiríks lagði ég á það mikla áherslu að fá herbergi í horninu þar sem ég hafði svo oft hvílst vel sem barn. Í fyrstu fann ég ekki annað en allt væri nokkurn veginn með felldu, að vísu heyrði ég umgang og ýmis hljóð af og til, en ekkert sem ég hræddist. Sá í glerinu andlit ókunnugs manns En eina nóttina vaknaði ég við að eitthvað lagðist þungt ofan á mig, svo ég gat varla andað. Ég varð hræddur og leið mjög illa. Ég hafði að vísu áður orðið fyrir líkri reynslu í öðru húsi, en þetta var miklu öfl- ugra. Ég var um tvítugt þegar þarna var komið sögu. Ég fann að ég átti mjög erfitt með að reisa mig upp úr rúminu. Mér varð litið í glerramma sem var fyrir ofan rúmið mitt. Venjulega sá ég speglast í glerinu andlit mitt en nú sá ég allt annað andlit – andlit ókunnugs manns. Ég gerði mér jafn- framt grein fyrir að allt var á fleygi- ferð í herberginu, húsgögn hreyfðust til og gluggatjöldin sveifluðust, þótt glugginn væri harðlokaður og dyrnar líka. Það var engu líkara en mér væri haldið niðri og jafnframt var eins og mér væri gefið rafstuð, – líkt og ég hefði gripið um kló á rafmagnstæki sem leiddi út. Það tók mig langan tíma að komast úr rúminu og skríða út úr herberginu, svo fast var sótt að mér. En um leið og ég komst út úr herberginu linnti ásókninni. Ég svaf ekki mikið þessa nótt. Ég vakti pabba og við ræddum saman. Ég sagði honum að ég væri hvekkt- ur á ásóknum. Ég vildi ekki láta koma mér þannig að óvörum. Ég vildi láta loka fyrir þetta. Ég hafði svo sem lengi fundið fyrir ýmsu undarlegu, þegar ég var strák- ur sat t.d. oft einhver á rúm- stokknum hjá mér og mér líkaði ekki að finna fyrir slíkri návist. Ég hafði smám saman áttað mig á að þarna væri á ferðinni eitthvað óskilgreint og nú fannst mér komið nóg. Þarna um nóttina ákvað ég að tala við Símon Jón Jóhannsson kennara minn, sem ég vissi að væri formaður sálarrannsóknarfélags. Daginn eftir þegar ég opnaði búð- ina sem ég vann í kom Símon gang- andi á móti mér, það var undarleg tilviljun. Hann kom mér strax í sam- band við Maríu Sigurðardóttur miðil og þá fóru hlutirnir að skýrast. Hún svaraði spurningum sem ég ekki orðaði en hafði lengi verið að velta fyrir mér. Hún vildi meina að mjög auðveld leið væri að mér og jafn- framt að í herberginu mínu væri „hurð“ inn í húsið okkar. Svo virðist vera sem ýmsir að handan hafi not- fært sér þetta. Ég sagði Maríu að ég vildi vera laus við ásókn og hún lagði mér ráð svo það gæti orðið. Ég get ekki lýst beinlínis hvernig ég fer að. Eftir þetta hélt ég að vísu eftir sem áður áfram að heyra umgang í húsinu heima og vaknaði oft við slíkt, en ég var ekki hræddur og leið bara notalega. Það var eins og stólar væru hreyfðir til, skrjáfaði í blöðum og ræskingar heyrðust, líkt og einhver væri að vinna í vinnuherberginu, þótt engum væri til að dreifa og fað- ir minn væri jafnvel erlendis. Ég fór iðulega til að athuga hvað væri á seyði en um leið og ég kom inn í herbergið þá datt allt í dúnalogn, – ljósið var slökkt og ekkert að sjá. Stundum fannst megn reykjarlykt í húsinu. Ýmsir velta fyrir sér hvað þarna geti verið á ferð. Ég tel að í svona tilvikum sé um að ræða einhvern sem fylgir manni eða þá að einhver „kíki í heimsókn“, frekar en að það sé eitthvað viðloðandi í húsum, þetta er í kringum alla, hvort sem fólk kýs að trúa því eða ekki. Stund- um er þetta þægilegt og stundum ekki. Það fylgir eitt og annað fólki. Mamma veit t.d. allaf þegar ég er að koma. Það heyrist þramm og dyr opnaðar. Svo verður þögn en svona tíu mínútum síðar kem ég þramm- andi og opna dyrnar. Það er ástæðu- laust að óttast svona nokkuð. Framliðnir leita í ljósið sem fylgir hinum lifandi Ég hef tilfinningu fyrir því að lif- andi fólk sendi frá sér ljós sem hinir framliðnu leita í, einkum þeir sem eru nýfarnir og eru enn nálægir þeim sem þeir hafa haft mikið sam- band við. Stundum finn ég að illt fylgir fólki, þá er eins og eitthvað hvíli á öxlum þess og slíkt truflar mig. Ekki síst finn ég þetta á sam- komum þar sem verið er að drekka, og það þarf ekki mikinn drykkjuskap til. Það er nokkuð ljóst að það sækir ýmislegt að drukknu fólki og sumt ekki gott. Þetta er ekki óeðlilegt, þegar fólk hefur ekki lengur stjórn á hinu líkamlega hefur það ekki stjórn á hinu andlega heldur. Ég reyni annars að hugsa sem minnst um ásókn og því um líkt. Ég er að sinna allt öðru, – fjölskyldunni, starfi mínu, djasstónlist og öðrum áhugamálum. Ég hef áttað mig á að ef maður fer að hugsa of mikið um málefni af þessu tagi þá er það eins og að opna dyr. Annaðhvort stígur fólk inn um þær dyr eða lætur það vera. Ég hef „kíkt á skráargatið“ – og líkaði það ekki. Eitthvað þungt lagðist ofan á mig! Morgunblaðið/Eggert Kári, elsti sonur Árna Ibsen og Hildar, hefur verið skyggn frá barnsaldri, hann situr hér í gamla herberginu sínu, þar sem mest hefur borið á hinum svokallaða „umgangi“. Miðill vill meina að „dyr“ fyrir framliðna séu á herberginu. Eiríkur Smith listmálari í vinnustofu sinni, 42 fermetra viðbyggingu sem hann reisti við hús sitt í Stekkjarkinn 19, fjórum árum eftir að hann flutti í húsið nýtt um 1955. Hann teiknaði húsið sjálfur. Í bókinni Steinar og sterkir litir frá 1965 spyr Gísli Sigurðsson Eirík um húsið: „Það er mitt verk og þótti á sínum tíma svo ljótt, að það var bæði almennt og vinsælt hneyksli hér í Firðinum. Ég hlóð það úr steini, múraði það og málaði, eða öllu heldur gerðum við það saman, hjónin. Þetta hús er sameiginlegt átak,“ svarar Eiríkur. Í einu horni þessarar vinnustofu hvíldist Kári Árnason vel í æsku, síðar fékk hann herbergi í þessu horni en varð þar fyrir erfiðri ásókn um tvítugt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.