Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 63
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 63 Hann er ekki þessi dæmigerðasöguhetja í kvikmynd. Unniðallt sitt líf sem skjalavörður á spítala, farið í og úr vinnu, gert lítið sem ekkert annað. Aldrei úti að skemmta sér, engar svaðilfarir. Bara í og úr vinnu. Það æsilegasta sem kom- ið hefur fyrir er þegar hann hefur fundið einhverja sjaldgæfa djassplötu á flóamarkaði í hverfinu, eða lesið bók sem hreyfði við honum. Það sem meira er þá hefur hann allt á hornum sér, leiðist flest, einkum annað fólk, og liggur heldur ekkert á þeim skoð- unum sínum frekar en öðrum. Harv- ey Pekar er m.ö.o. holdgervingur hversdagsleikans og ekki bara það heldur eiginlega frekar leiðinlegur gaur ef út í það er hugsað. Það sem krakkarnir myndu kalla: fúll gamall kall! Og vegna þess hversu fúll hann var og önugur sá David Letterman hann sem hið fyndnasta atriði í skemmtiþætti sínum og fékk hann reglulega til sín á 9. áratugnum í nokkurs konar nöldurhorn. Þangað til Pekar fór á límingunum, nöldraði yfir sig, móðgaði allt og alla, líka yfirmenn Lettermans, og þar við sat. Frægðin fyrir bí. Það er því merkilegt hvernig þeim hjónum Shari Springer Berman og Robert Pulcini datt eiginlega í hug að mynd um þennan mann gæti orðið áhugaverð. En þau vissu betur. Höfðu kynnst manninum á bak við fýlusvip- inn og geðvonskuköstin í Letterman betur en flestir aðrir. Í gegnum dag- bókarmyndasögur hans. Engin ofurhetja – bara ofurvenjulegur Um er að ræða myndasögur sem Pekar tók upp á að skrifa á 8. áratug síðustu aldar með aðstoð vinar síns, teiknarans kunna Roberts Crumbs. Ekki þessar hefðbundnu myndasögur eða hasarblöð um ofurhetjur í æsi- legri baráttu við myrk öfl heldur hálf- gert blogg, lýsingar ofurvenjulegs manns á ofurvenjulegum gjörðum sínum og hugsunum. En hér er ekki að hefjast nein frásögn um einhvern sem braust úr fátækt og láglaunaðri dagvinnu til ríkidæmis og sundlaugar í bakgarðinum. Nei, þessi myndasaga seldist og hefur aldrei selst í bílförm- um heldur hefur aðallega notið hylli í smærri afmarkaðri hópum kúrista, eindregnustu unnenda myndasagna- listarinnar. Þau eru á fertugsaldri, hjónin Berman og Pulcini, og höfðu getið sér gott orð fyrir heimildamyndagerð áð- ur en þau réðust í að gæða myndasög- ur Pekars lífi. Þau tvinnuðu líka sam- an við sögur Pekars átakanlega myndasögu sem Joyce Brabner, eig- inkona Pekars, skrifaði um baráttu hans við krabbamein. En hvað var það við Pekar og sögur hans sem fékk þau til að vilja fjalla um hann í sinni fyrstu leiknu mynd? „Þessi maður er svo ekta,“ segir Berman, þar sem hún sat undir sólhlíf á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra við hlið manns síns. Þar voru þau að frumsýna mynd sína í Evrópu og gerðu mikla frægðarför, vöktu óskipta athygli og fengu sérstök verð- laun dómnefndar. „Harvey er umbúðalaus og talar hreint út. Sér engan tilgang í að lát- ast. Hann les ekki bækur til að slá um sig með tilvitnunum eða geta sagst hafa lesið þær. En hann er samt ótrú- lega lesinn,“ segir Berman. Drullusama Pulcini bætir við að það sem hafi heillað þau – og greinilega aðra í kjöl- farið – sé hversu drullusama honum er um allt og alla: „Það er svo skrítið að fólk hefur alltaf svo mikinn áhuga á þeim sem kæra sig kollótta um aðra. Þeir sem ekki hafa áhuga á að höfða til annarra fara ósjálfrátt að gera það, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Harvey höfðar til fólks á þeim for- sendum og er hreint ekki búinn að gera upp við sig hvernig hann kann við það. Þar er annar þáttur sem gerir þennan flókna karakter áhugaverð- an.“ Sómi Ameríku hlaut gagnrýnenda- verðlaun á kvikmyndahátíðinni á Sundance þar sem hún var heims- frumsýnd 2002 og hefur vakið geysi- mikla athygli á hjónunum, leikstjór- unum sem aldrei höfðu gert leikna mynd áður. Þau segja að ein ástæðan fyrir efn- isvalinu hafi verið sá raunveruleika- blær sem var yfir því, þessi óljósu tengsl milli skáldskapar og veru- leikans. Hvernig þau gátu nýtt sér reynsluna af því að vinna með veru- leikann í heimildamyndum við gerð sinnar fyrstu leiknu myndar. Þannig sjái þau Sóma Ameríku sem nokkurs konar millistig, fyrsta skrefið yfir í heim skáldskaparins. „Það er eins og gefur að skilja erfitt að fara að vinna með skáldskap eftir að hafa haft svo lengi að markmiði að endurspegla veruleikann í sinni réttustu mynd. Það hversu jarðbund- inn Harvey er og hversdagslegur auðveldaði mjög þessi miklu umskipti okkar. Okkur fannst við í raun vera að gera leikna heimildamynd og sú til- hugsun var róandi því þá töldum við okkur vita betur hvað við værum að gera.“ – Paul Giamatti og Hope Davis, sem leika hjónin Harvey og Joyce, hafa hlotið lof fyrir frammistöðu sína. En hvernig fóruð þið að því að gera leikarana og fas þeirra svona sláandi líkt fyrirmyndunum? „Við byggðum samt ekki á persón- unum sjálfum heldur á karakterunum í myndasögunni. Sem reyndar eru mjög líkir fyrirmyndunum,“ svarar Berman. „Paul og Hope fengu reynd- ar tækifæri til að eyða nokkrum dög- um með Harvey og Joyce áður en tök- ur hófust, sérstaklega til að reyna að tileinka sér samskiptamáta þeirra, hvernig þau kæmu fram hvort við annað.“ – Hvað fannst þeim Harvey og Joyce um það uppátæki? „Þau voru almennt mjög spennt að fá að taka þátt í ferlinu og tóku vel í allt sem við báðum þau að gera fyrir okkur. Þau litu líka á það sem tæki- færi til að koma á framfæri óskum sínum, fá hlutina á hreint í eitt skipti fyrir öll. Harvey vildi reyndar ekkert tala um myndina þannig að þeir Paul fóru saman að grúska á bókamörk- uðum, enda báðir miklir bókaelskend- ur og eru enn að skiptast á fornbók- um. Þeir eru bókavinir og reyndar meira en það núna því í gegnum þenn- an sameiginlega áhuga fundu þeir út að þeir ættu margt annað sameigin- legt eins og t.d. íþróttir. Joyce og Hope töluðu meira um staðreyndir og hvað gerðist, sem við bjuggum vel að.“ Harvey og Letterman – Hvers vegna notuðuð þið ekki at- riðið sjálft úr umdeilda Letterman- þættinum? „Það kemur tvennt til. Listræn ástæða og tilneydd. Sú listræna er sú að þeir öskruðu svo mikið hvor á ann- an og það var erfitt að greina orðaskil. Svo röfluðu þeir mikið um pólitík sem ofarlega var á baugi þá en er flestum gleymd núna. Við ákváðum því að þetta væri of mikil óreiða. En hvort eð er hafði NBC þá verið búið bannaði okkur að nota þau, af þeirri augljósu ástæðu að Harvey fór miður lofsam- legum orðum um nokkra toppa hjá fyrirtækinu og nafngreindi þá. Lett- erman var sjálfur stakt ljúfmenni og gerði allt sem hann gat til að hjálpa okkur, m.a. að leyfa okkur að nota það sem hann réð yfir, nokkuð sem hann gerir aldrei. Þannig er að Letterman er mjög hrifinn af Harvey og hefur alltaf verið. Hann var fljótur að fyr- irgefa Harvey fyrir það sem hann gerði og Harvey er að sama skapi mjög hlýtt til Lettermans. Ég spurði hann eitt sinn hvort hann myndi slá til og fara í þáttinn ef Lett- erman bæði hann og Harvey svaraði að hann myndi ekki hika við það. Þeir hefðu gengið í gegnum margt síðan þetta gerðist - báðir glímt við erfið veikindi - og þegar allt kæmi til alls væru þeir um margt líkir,“ segir Berman og tekur undir þau orð Harv- eys, segir hann og Letterman líka, enda sé uppruni þeirra svipaður. „Þeir eru báðir frá miðvesturhluta Bandaríkjanna. Vel lesnir og kunna illa við að blanda geði við aðra. Það sem virkaði svo vel þegar Harvey fór reglulega í þátt Lettermans var hversu vel þeir þekkja hvor inn á ann- an. Þeir sáu sig hvor í öðrum. Havey hefur líka sagt að þeir Lett- erman skilji hvor annan betur en flestir aðrir.“ Hafa þeir haldið sambandi? „Ég held ekki en ég veit að þeir koma reglulega skilaboðum hvor til annars,“ segir Berman. – Hvort var Letterman að hlæja að Harvey eða með Harvey? „Hvort tveggja held ég,“ svarar Pulcini hugsi. „Þetta er grínþáttur og Harvey er fyndinn gaur. Ég held að Letterman hafi dáðst að Harvey fyrir að geta verið svona ekta í þættinum, ólíkt flestum öðrum gestum.“ – Nafnið American Splendor hlýt- ur að virka svolítið skrítið í ljósi þess hve frábrugðinn Harvey er þeim löndum sínum sem birtast oftast á hvíta tjaldinu? „Nafnið er frábært vegna þess að Harvey er svo góður fulltrúi þeirra Bandaríkjamanna sem sjást aldrei, ekki í fjölmiðlum, kvikmyndum eða bókum. Fulltrúi venjulegs vinnandi fólks sem er í leiðinlegri andlausri vinnu en býr samt yfir bullandi sköp- unarmætti sem hvergi brýst út nema úr augsýn annarra. Það er erfitt að vera þannig í samfélagi sem mælir allt út frá velgengni.“ – Þið hljótið að hafa verið á nálum yfir því hvort Harvey myndi leggja blessun sína yfir? „Vissulega. Hann var svolítið ókyrr fyrst þegar hann sá hana og setti út á ýmis smáatriði eins og að hann hefði ekki hitt Crumb á bílskúrssölu heldur á plötumarkaði. Hann varð ekki ró- legur fyrr en á fyrstu sýningunni með áhorfendum á Sundance og þegar ég sá smábros læðast vissi ég að hann væri sáttur.“ – Leit hann aldrei á ykkur sem dekraða uppa? „Góð spurning,“ segir Pulcini og hlær, „en ég held samt að þú verðir að spyrja hann. Ég held að okkur hafi komið vel saman, hann hafi kunnað við metnað okkar, enda metnaðarfull- ur sjálfur.“ „Og hann virðist hafa treyst okkur alveg,“ bætir Berman við að lokum, „því það eina sem hann bað okkur um að gera ekki var að búa til einhverja hvítþvegna hetju úr sér – og við vor- um öll sammála um það.“ Hjónin Shari Springer Berman og Robert Pulcini eru leikstjórar American Splendor Holdgervingur hversdagsleikans Paul Giamatti í hlutverki skjalavarðarins Harvey Pekar. Shari Springer Berman og Robert Pulcini hafa verið gift í tíu ár. American Splendor er sýnd í Háskólabíói. skarpi@mbl.is Ein allra athygliverðasta mynd síðasta árs er Sómi Ameríku. Skarp- héðinn Guðmundsson hitti leikstjórana, hjónin Shari Springer Berman og Robert Pulcini, og ræddi við þau um þessa fyrstu leiknu mynd þeirra og hvernig þeim datt í hug að fjalla um kvistinn kynlega hann Harvey Pekar. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.