Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Bil lund 19.995kr. Flugsæti Flogið með Loftleidir Icelandic alla miðvikudaga frá 2. júní til. 1. september. Ver› frá LÍKA NJÓSNAÐ UM BLIX Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segist hafa grun um að samtöl hans hafi verið hleruð af Bandaríkjamönnum í aðdraganda Íraksstríðsins. Hann ýtir þar með stoðum undir þær staðhæfingar Clare Short, fyrrverandi ráðherra í bresku stjórninni, að njósnað hafi verið um helstu embættismenn SÞ af hálfu Vesturveldanna. Vinir á ný? Vel fór á með þeim George W. Bush Bandaríkjaforseta og Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, eftir fund sem þeir áttu í Washington. Fréttaskýrendur segja þó ekki gróið um heilt í vináttu þeirra eftir deilur er vörðuðu árásina á Írak í fyrra. Ræða hækkun Laxárstíflu Haldinn verður almennur félags- fundur í Landeigendafélagi Laxár og Mývatns í þessari viku. Þar verð- ur tekin afstaða til umdeilds bráða- birgðaákvæðis í frumvarpi umhverf- isráðherra sem veitir Umhverfisstofnun heimild til hækk- unar stíflu við Laxárvirkjun að und- angengnu umhverfismati og fengnu samþykki landeigendafélagsins. Skiptast menn í tvo flokka í héraði, þá sem vilja heimila hækkun stífl- unnar og þá sem eru því andvígir. Samningur um verk Laxness Undirritaður hefur verið við- aukasamningur milli Vöku-Helga- fells, eins forlaga Eddu útgáfu, og fjölskyldu Halldórs Laxness um út- gáfu og kynningu á öllum verkum hans hérlendis og erlendis. Skv. samningnum verður starfrækt Skrifstofa Halldórs Laxness. Ekki neyðarástand Stjórnendur Heilsugæslunnar í Reykjavík eiga ekki von á að fjörutíu starfsmenn sem sagt hafa upp störf- um vegna deilunnar um heima- hjúkrun mæti til vinnu á morgun. Segja þeir fullyrðingar um neyðar- ástand ekki eiga við rök að styðjast. Ógnaði með byssu Lögregla var kölluð að húsi í vest- urbæ á föstudagskvöld en þar ógn- aði maður fólki í nágrannahúsi með skotvopni þar sem honum líkaði ekki hávaði frá gleðskap í húsinu. Y f i r l i t Í dag Skissa 6 Myndasögur 56 Sigmund 8 Bréf 56 Ummæli vikunnar 11 Dagbók 58/59 Af listum 28 Auðlesið efni 60 Listir 32/35 Hugvekja 61 Forystugrein 36 Spurt er 61 Reykjavíkurbréf 36 Leikhús 62 Minningar 38/43 Fólk 62/69 Skoðun 44/48 Bíó 66/69 Kirkjustarf 50 Sjónvarp 70 Þjónusta 55 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is STJÓRNENDUR Heilsugæslunn- ar í Reykjavík reikna ekki með að þeir 40 starfsmenn af 83 sem sagt hafa upp störfum mæti til vinnu á morgun og hafa lagt drög að því hvernig staðið verður að heima- hjúkrun í næstu viku. Þeir segja fullyrðingar um að neyðarástand muni skapast ekki eiga við rök að styðjast en ljóst sé þó að þjónusta muni raskast og þá einkum í kvöld- þjónustu og hjá þeim sem fá heima- hjúkrun sjaldan. Stefnan sé sú að taka einn dag í einu í næstu viku og halda að sem mestu leyti uppi óbreyttri dagþjónustu við þá sjúk- linga sem þurfa oft á aðstoð heima- hjúkrunarinnar að halda. Fyrir liggi að ríflega helmingur starfs- manna verði áfram og þá sé gert ráð fyrir að þrír hjúkrunarfræðing- ar og einn sjúkraliði bætist við eftir helgina. Þetta var meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi sem stjórn- endur Heilsugæslunnar héldu með fjölmiðlum í gær svo og það að þeir vonuðust í lengstu lög til þess að starfsmenn myndu draga uppsagn- ir sínar til baka áður en til samn- ingsrofs kæmi, þ.e. fyrir miðnætti í kvöld. Heilsugæslan vildi halda í þessa starfsmenn og hefði raunar hugboð um að einhverjir starfs- menn myndu draga uppsagnir til baka. Spurður um stöðu deilunnar sagði Guðmundur Einarsson, for- stjóri Heilsugæslunnar, það hafa verið sameiginlegt mat sitt og Ög- mundar Jónassonar, formanns BSRB, að það myndi ekki skila árangri að boða til samningafundar. Stjórnendur Heilsugæslunnar leggja áherslu á að þeir hafi þegar með tilboði sínu til starfsmannanna spilað út öllum þeim fjármunum sem sparast munu ef akstursfyr- irkomulagi verður breytt, kjarni málsins sé sá að hvatinn í núver- andi kerfi sé ekki í samræmi við þjónustumarkmið stofnunarinnar. Heilsugæslan segir neyðarástand ekki ríkja Kvöldþjónusta og þjónusta við þá sjúklinga sem sjaldnar fá heimsóknir mun þó skerðast BIFREIÐ valt á Sæbraut í Reykja- vík í kjölfar áreksturs í gærmorgun og hafnaði inni í porti. Þrír voru í bílnum og voru tveir þeirra fluttir á slysadeild. Ekki lágu fyrir upplýs- ingar um hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Ökumaður í hinum bíln- um stakk af af vettvangi á bíl sín- um, rauðum Subaru Impreza, og hafði lögreglu ekki tekist að hafa uppi á honum þegar blaðið fór í prentun. Skv. upplýsinum lögreglu er talið að bílarnir hafi verið í kappakstri á Sæbrautinni sem end- aði með þessum hætti. Morgunblaðið/Þorkell Bifreiðin sem valt er illa farin. Kastaðist hún eftir áreksturinn út af Sæbrautinni, yfir hljóðmön og inn í port þar sem hún skorðaðist við bíla sem þar voru á bílastæði. Þrír voru í bílnum og voru tveir þeirra fluttir á slysadeild. Árekstur og bílvelta eftir kappakstur tveggja bíla EINN var fluttur á slysadeild eftir árekstur þriggja bifreiða á þjóð- veginum á Mosfellsheiði á tíunda tímanum í gærmorgun. Fljúgandi hálka vegna ísingar var á veginum og lítið skyggni vegna þoku þegar áreksturinn varð. Sendir voru tveir sjúkrabílar og tækjabíll frá slökkviliðinu á vettvang. Ekki er talið að sá sem fluttur var á sjúkrahús hafi meiðst alvarlega í árekstrinum. Lögreglan lokaði veginum í gærmorgun. Meiðsl á fólki reyndust minniháttar en draga þurfti bæði hópferðabíl og jeppa af vettvangi. Var Þingvalla- vegi lokað um tíma frá þjónustu- miðstöðinni á Þingvöllum og að Mosfellsdal á meðan bílarnir voru fjarlægðir af veginum og starfs- menn Vegagerðarinnar unnu að því að dreifa salti á veginn. Á slysadeild eftir árekst- ur á Mos- fellsheiði ALÞJÓÐABJÖRGUNARSVEIT Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem var að störfum á jarðskjálfta- svæðinu í Marokkó var væntanleg heim til Íslands seinni partinn í gær. Björgunarsveitin aðstoðaði m.a. við að setja upp stjórnstöð björgunarliðs Sameinuðu þjóðanna í Al Hoceima og fór síðan í könnunarferðir um hamfarasvæðið í borginni og ná- grenni hennar. Björgunar- sveitin snýr heim LÖGREGLAN á Keflavíkurflug- velli handtók karlmann og konu frá Nígeríu sl. föstudag. Framvísuðu þau flóttamannavegabréfum sem lögregla telur að séu stolin. Fólkið, sem er um þrítugt, var á leið til Ís- lands frá Kaupmannahöfn í gegnum Mílanó. Eru þau í umsjá lögreglunnar á landamærunum í Leifsstöð á meðan mál þeirra eru til skoðunar. Til- gangur ferðar þeirra hingað til lands er óljós, skv. upplýsingum Jó- hanns R. Benediktssonar sýslu- manns. Par frá Níger- íu stöðvað með stolin skilríki KROSSGÁTA sunnudags- blaðsins er í dag birt í Tímariti Morgunblaðsins. Krossgátan hefur verið fastur liður í Morg- unblaðinu á sunnudögum um árabil og hefur skapað sér sess meðal lesenda blaðsins. Kross- gátan mun framvegis birtast í Tímaritinu og mun því áfram birtast á sunnudögum þótt hún hafi verið flutt um set. Krossgát- an í Tíma- ritinu ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.