Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 1
Ljósmynd/Friðþjófur Helgason „AFLI dagsins losar sennilega um þrjú tonn. Það hefur heldur dregið úr aflabrögðunum síðustu daga,“ sagði Árni Halldórsson, skip- stjóri á netabátnum Níelsi Jónssyni EA frá Hauganesi, þegar Morgunblaðið ræddi við hann á föstudag. Árni, sem rær á bátnum við þriðja mann, lagði netin í fyrsta sinn hinn 12. febrúar sl., austan við mynni Eyja- fjarðar, og sagði vertíðina hafa farið vel af stað. „Við erum með sex trossur og fyrstu dag- ana var aflinn jafnan vel yfir fimm tonnum. Við erum að fá mjög góðan fisk, mest átta kílóa þorsk, sem við seljum í saltfiskverkun GPG á Húsavík og fáum gott verð fyrir.“ Níels Jónsson EA er einn af síðustu svo- kölluðum vertíðarbátum sem enn eru gerðir út frá Norðurlandi og segir Árni að reyndar hafi mjög dregið úr netaveiðum fyrir Norð- urlandi á síðustu árum. Báturinn er sömu- leiðis einn fárra eikarbáta sem enn eru í út- gerð hérlendis. Margir eikarbátar eru þó enn í notkun sem hvalaskoðunarbátar víðs- vegar um landið en Árni hefur einmitt siglt með ferðamenn og sýnt þeim hvali frá árinu 1989. „Við erum á netum þrjá til fjóra mánuði á ári en gerum út á ferðamenn á sumrin og fram á haust. Þetta hefur gengið ágætlega en það eru sveiflur í þeirri útgerð, rétt eins og fiskveiðunum. Það gekk til dæmis vel í hvalaskoðuninni í sumar, ágætur ferða- mannastraumur og talsvert af hval á sveimi. Það voru hnúfubakar að þvælast inn á okkar svæði megnið af sumrinu og það kunnu allir vel að meta,“ sagði Árni skipstjóri. Gerir bæði út á fisk og fólk Kemur akademían á óvart eða snýr Hilmir heim með fangið fullt? | 28 Tímaritið | Uppgjör ólíkra kvenna  Dagur í lífi flugfreyju  Heimsókn  Tíska  Flugan  Stjörnurnar Atvinna | Vinnusetur fyrir ungt fólk  Atvinnuleysi jókst Tímaritið og Atvinna í dag 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 BOÐAÐ hefur verið til almenns félagsfundar í Landeigendafélagi Laxár og Mývatns í næstu viku en þar verður tekin afstaða til frumvarps til laga um verndun Mývatns og Laxár sem umhverfisráðherra lagði fyrir Al- þingi í byrjun febrúar. Lögunum er ætlað að leysa af hólmi lög sem sett voru árið 1974 í kjölfar Laxárdeilunnar svonefndu. Í frum- varpinu er nú að finna bráðabirgðaákvæði til 10 ára þar sem segir að Umhverfisstofnun sé heimilað að hækka stíflu við inntak Laxár- stöðva að undangengnu mati á umhverfis- áhrifum og að fengnu samþykki Land- eigendafélags Laxár og Mývatns. Í sáttargjörð sem undirrituð var að lokinni Laxárdeilu er kveðið á um að breytingar á vatnsborði séu óheimilar. Landsvirkjun hef- ur viðrað hugmyndir um hækkun Laxárstíflu til að mæta rekstrarvanda stöðvarinnar. Skiptast menn í tvo flokka í héraði, þá sem vilja heimila hækkun stíflunnar, en þeir telja að hún muni að öðrum kosti hætta starfsemi, og svo þá sem ekki vilja heyra á það minnst að stíflan verði hækkuð. Bráðabirgðaákvæðið kom á óvart Flestir eru þó sammála um að bráða- birgðaákvæðið hafi komið á óvart. Þannig segir Atli Vigfússon, formaður Landeigenda- félagsins, að líkja megi ákvæðinu við sprengju sem varpað sé inn í samfélagið. Það sé þó mikilvægt að hægt sé að sætta sjón- armið og finna lausn sem allir geti sætt sig við. Samfélagið hreinlega þoli ekki að ganga í gegnum harðvítugar deilur að nýju. „Þetta ákvæði hefur skaðað málið og skap- að visst óöryggi í hérðaði,“ sagði Atli. „Að- algallinn við það er að það gildir í tíu ár, en mín skoðun er sú að til þess að fara í fram- kvæmdir við virkjunina til lagfæringa hefði ekki þurft að gefa svo langan tíma.“ Ákvæði til tíu ára um hækkun Lax- árstíflu skap- ar óöryggi  Eins og sprengju/10 DEILAN um meintar njósnir um ýmsa forystumenn Sameinuðu þjóðanna vatt enn upp á sig í gær þegar haft var eftir Hans Blix, fyrr- verandi yfirmanni vopnaeftirlits- nefndar SÞ, að hann grunaði að samtöl hans hefðu verið hleruð í að- draganda Íraksstríðsins. The Guardian birti í gær viðtal við Blix en þar segir hann sig hafa grunað að Írakar njósnuðu um sig en að sú tilhugsun að „einhver í sama liði“ hefði einnig njósnað um sig væri „viðurstyggileg“. Blix sagði að grunsemdir hefðu vaknað þegar síminn á heimili hans í New York bilaði ítrekað. Óhugur hans hefði magnast þegar Banda- ríkjamenn sýndu honum ljósmyndir sem aðeins hefði verið hægt að nálg- ast eftir vafasömum leiðum, sem lík- lega komu af skrifstofu Blix sjálfs. Blix segist hafa hitt John Wolf, varautanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í málefnum er varða út- breiðslu kjarnorkuvopna, tveimur vikum áður en ráðist var á Írak og sýndi Wolf honum þá tvær ljós- myndir af vopnum Íraka. „Þessar myndir hefði hann ekki átt að hafa undir höndum. Ég spurði hann hvernig hann hefði komist yfir þær og hann vildi ekki segja mér það, ég sagðist kunna því illa,“ sagði Blix. Blix taldi að samtöl hans væru hleruð „OKKUR hefur greint mjög á, hér áður. En það er ekkert at- hugavert við það að vinir séu ósammála. Við erum báðir stað- ráðnir í að snúa við blaðinu og horfa fram á veginn,“ sagði George W. Bush Bandaríkja- forseti þegar hann og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hittu fréttamenn eftir viðræður þeirra í Washington á föstudag. Tvö ár eru liðin síðan Schröder heimsótti síðast Hvíta húsið en sem kunnugt er skarst mjög í odda með Þjóðverjum og Bandaríkjamönnum vegna Íraksstríðsins í fyrra. Á fundi sínum á föstudag reyndu leið- togarnir tveir mjög að gefa til kynna að gróið væri um heilt í sam- skiptum þeirra. Hétu þeir því m.a. að vinna saman að því að ráða nið- urlögum hryðjuverkahópa og stuðla að lýðræði og stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Fréttaskýrendur segja hins vegar að þrátt fyrir allt vinarþelið hafi Bush og Schröder ekki getað náð samkomulagi um þau mál, sem helst brenna á mönnum nú um stundir. Bandaríkjamenn eru enn ekki tilbúnir til að gefa þýskum fyrirtækjum tækifæri til að bjóða í verkefni í tengslum við uppbyggingarstarfið í Írak og Schröder er, fyr- ir sitt leyti, ekki reiðubúinn til að senda herlið til Íraks eins og Þjóð- verjar hafa gert í Afganistan. Reuters Vinarþel í Washington HÆSTIRÉTTUR Kaliforníu-ríkis hafnaði í fyrrakvöld beiðni saksóknara ríkisins um að hann bannaði þegar í stað giftingar samkynhneigðra í San Francisco-borg og dæmdi ógildar þær næstum 3.500 hjónavígslur sem þegar hafa verið framkvæmdar. Bill Lockyer, saksóknari í Kaliforn- íu, hafði að frumkvæði Arnolds Schwarzeneggers ríkisstjóra beðið hæstarétt ríkisins um að grípa inn í deiluna um giftingar homma og lesbía á meðan dómstóllinn væri að hugleiða hvort giftingarnar stæðust lög. Rétt- urinn hafnaði þessari beiðni hins vegar á föstudagskvöld. Fór rétturinn fram á frekari rökstuðning í málinu og skal hann liggja fyrir í lok vikunnar. Hæstirétt- ur grípur ekki inn í San Francisco. AFP.  Nýtt menningarstríð/14 Eftirsótt Óskars- verðlaun afhent STOFNAÐ 1913 59. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.