Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 9 Menning, umgjörð, umhyggja Málþing um niðurstöður CCC-verkefnis Evrópusambandsverkefni um möguleika kvenna og karla til fæðingar- og foreldraorlofs og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Staður: Hótel Kea, Akureyri. Tímasetning: 5. mars kl. 13:00-17:00. Fundarstjóri: Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Setning: Árni Magnússon, félagsmálaráðherra. Um verkefnið - tildrög og vinnuferli. Elín Antonsdóttir, verkefnisstýra. Rannsóknarskýrslan: Menning umgjörð og umhyggja í fjórum löndum. Niðurstöður rannsóknar. Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við HÍ. Few but committed fathers on parental leave. Antonia Griese - Federal Ministry for Family Affairs, Þýskalandi. Flexible fathers - the Norwegian experience. Elin Kvande og Berit Branth, Norwegian University of Sience and Technology, Þrándheimi, Noregi. Maternity leave and parental rights in Spain. Ingólfur Gíslason fyrir hönd Maria Amparo Ballester-Pastor, Universitat de Valencia, Spáni. Umræður og fyrirspurnir. Rannsóknaraðilar sitja fyrir svörum. Frumsýning valdra kafla heimildarmyndar. Jafnframt vinnu rannsóknarskýrslu var á vegum verkefnisins gerð heimildarmynd sem einnig byggir á viðtölum við foreldra í þátttökulöndunum um rétt þeirra og notkun fæðingar- og foreldraorlofs. Ráðstefnulok. ALLTAF BETRA VERÐ Í VEIÐIHORNINU OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 13-17 Veiðihornið Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 Veiðihornið Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sjá upplýsingar á www.veidihornid.is Munið gjafabréfin – Sendum samdægurs Ódýrustu byssuskáparnir á markaðnum? 3 mm stál, boltalæsing með 5 25 mm boltum, innfelldar lamir, gataðar fyrir veggfestingar. Geymdu skotvopn í öruggum, viðurkenndum skápum frá Veiðihorninu. Allar upplýsingar í símum 551 6760 og 568 8410 eða á www.veidihornid.is. Nú geymir þú ekki byssurnar undir rúmi lengur. Frábært pakkatilboð á 3" pumpu Norinco pumpa, 28" hlaup, 3" skot, ólarfestingar, ól, 3 þrengingar, hörð plasttaska, 250 skeet-skot og 150 leirdúfur. Verð aðeins 38.900 fyrir allt þetta. Góð byssa fyrir byrjendur eða í slarkið. Fáir pakkar í boði. www.veidihornid.is 22 cal l.r. Norinco riffill 6x40 sjónauki, festingar, hörð plasttaska og 100 skot. Frábært verð. Aðeins 29.990 fyrir allt þetta. Sage flugustangapakki á frábæru tilboðsverði. Sage grafit 2, diskabremsuhjól, uppsett flotlína með baklínu og taumatengi. Aðeins 29.900 fyrir allt þetta. Sage er vinsælasta stöngin á markaðnum - það er ekki tilviljun. Sage VPS 14 feta tvíhenda, diskabremsuhjól og Rio lína með skiptanlegum sökkendum. Aðeins 59.900. Ný sending frá Sage var að koma í hús - 40 gerðir af Sage stöngum á lager í Veiðihorninu. Lærðu að hnýta heima. 2 ný íslensk kennslumyndbönd í fluguhnýtingum. Hvergi meira úrval af fluguhnýtingaefni og verkfærum frá Whiting, Veniard, Hareline, Dr. Slick, Sprit River og fleirum. Alltaf betra verð í Veiðihorninu. Námskeiðin hafin, leiðbeinendur Sigurjón Ólafsson og Sigurður Pálsson. Skráning í símum 551 6760 og 568 8410 eða veidihornid@veidihornid.is. Alltaf meira úrval í Veiðihorninu - Opið í dag 13-17 INNAN við klukkutíma sigling er hjá Hornafjarðarskipunum, Jónu Eðvalds og Ásgrími Halldórsyni, á loðnumiðin 10 mílur suðvestur af Hornafirði og landa þau daglega hjá Skinney-Þinganesi hf. Mok- veiði var á föstudag og segja má að nótaveiðin sé núna fyrst að komast á skrið. Skipin fengu góð köst um nóttina, allt upp í 400 tonn. „Það var fyrst í morgun sem menn fóru að fá almennileg köst,“ sagði Halldór Jónasson, skipstjóri á Jónu Eðvalds, í samtali við Morgunblaðið á föstudag. Jóna Eðvalds landaði 720 tonnum af loðnu þá um morguninn eftir stutta veiðiferð. Halldór segir að núna fyrst sé komin alvara í veið- arnar. „Fyrst voru hömlur á veið- unum, óvissa með kvóta og brælu- kafli í síðustu viku svo það birtir óneitanlega yfir mönnum um borð,“ segir Halldór. Þeir á Jónu Eðvalds fengu tvö 300 tonna köst á föstudagsmorgun og aðeins liðu tólf tímar frá því skipið fór á veiðar þar til það lagðist að bryggju nánast með fullfermi. Frysting á Japansmarkað er í fullum gangi hjá Skinney- Þinganesi hf á Höfn. Að sögn Her- manns Stefánssonar framleiðslu- stjóra vinna þrjátíu manns á vökt- um allan sólarhringinn í frystingunni. Það er aðeins hrygnan sem er fryst fyrir Jap- ansmarkað en hængurinn er flokkaður frá og fer í bræðslu. Hrognafyllingin er 19–20% og loðnan á eftir einhverjar vikur í hrygningu. Það er því talsverður tími þar til hrognataka hefst. Loðnuhrogn hafa ekki verið unn- in á Hornafirði síðustu ár en nú hyggjast menn sækja á þann markað. Mikið af hreinum sjó eða saltvatni þarf í hrognavinnsluna og í vetur var reynt að bora eftir ferskum sjó í nágrenni við fisk- iðjuver Skinneyjar-Þinganess. Það bar ekki árangur og verður notað tilbúið saltvatn í staðinn. Japansloðnan er flutt landleið- ina til Reykjavíkur þaðan sem hún fer með skipi til Japans. Frystigetan hjá fyrirtækinu er 330 tonn á sólarhring og því fara 10–15 gámabílar daglega frá Hornafirði með frysta loðnu. Mokveiði og innan við klukkutíma í land 10–15 gámabílar fara daglega frá Hornafirði með frysta loðnu til Reykjavíkur Morgunblaðið/Sigurður Mar Í brúnni: Halldór Jónsson, skipstjóri á Jónu Eðvalds, við stjórnvölinn. Hornafirði. Morgunblaðið. EXPERT á Íslandi ehf., nú Ex- Nor ehf., sem rekið hefur raf- tækjaverslunina Expert í Súðar- vogi, hefur gert kröfuhöfum sín- um tilboð um sáttagreiðslu vegna krafna á Ex-Nor ehf. Hljóðar til- boðið upp á að allir kröfuhafar með lögmætar heildarkröfur upp á kr. 100.000 eða meira fái 50% greiðslu en þeir sem hafi lægri kröfur en 100.000 fái fullnaðar- greiðslu. Í bréfi sem félagið hefur sent kröfuhöfum kemur fram að tap félagsins á síðasta ári hafi numið 211,4 milljónum króna og eigið fé félagsins sé neikvætt um 98 millj- ónir króna. Ex-Nor ehf. er að fullu í eigu Expert Norge ASA sem starf- rækir rúmlega 380 verslanir á Norðurlöndum og tengist inn- kaupasambandinu Expert Global. Fá minna fyrir kröfur sínar takist samningar ekki „Náist ekki samningar í þessa veru blasir ekkert annað við en formlegir nauðasamningar eða gjaldþrot en í báðum tilvikum er það okkar álit að kröfuhafar fengju mun minna upp í kröfur sínar,“ segir í bréfi Ex-Nor ehf. til kröfuhafa. Þar segir jafnframt að sam- kvæmt kaupsamningnum um rekstur félagsins muni nýir eig- endur taka yfir verslun félagsins með lager, húsgögnum og tækj- um og tólum gegn greiðslu á 152 milljónum króna sem að meg- instofni til greiðast í febrúar 2004, en eftirstöðvar á næstu tveimur árum. Þá segir að Ís- landsbanki sé með veð í hinu selda upp á 42 milljónir króna. „Af þessu leiðir að félagið mun fá peningagreiðslu upp á 110 millj- ónir króna. Frá þessari fjárhæð þarf að draga skatta, launakostn- að, kostnað vegna sölunnar og kostnað við að loka félaginu,“ segir í bréfi Ex-Nor ehf. til kröfuhafa. Viggó H. Viggósson, annar nýrra eigenda Expert-verslunar- innar, sem tóku við rekstrinum í byrjun janúar sl., segir í samtali við Morgunblaðið að í samningi nýrra eigenda við Ex-Nor sé ákvæði um að það sé ósk nýrra eigenda að frágangur mála þeirra hér á Íslandi sé með þeim hætti að það skaði ekki fyrirtækið. Eins og kom fram í fréttum í byrjun janúar var ástæða þess að Expert Norge ASA seldi rekst- urinn slæmt gengi og að rekst- urinn hér hafi íþyngt rekstri Ex- pert-samstæðunnar. Tap Ex-Nor ehf., áður Expert, var rúmar 211 milljónir króna í fyrra Býður kröfu- höfum sátta- greiðslu Nauðasamningar eða gjaldþrot semjist ekki, segja eigendur Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.