Vísir - 04.04.1981, Page 5

Vísir - 04.04.1981, Page 5
Laugardagur 4. april, 1981 VÍSIR í ntedal viku eru fjögur hundrud manns myrtir t Bandaríkjunum. Pridjungur þessara tnorda er framinn af ókunnugum og án sjáaniegrar ástædu. Hér eru myndir af nokkrum fómarlömbum vikunnar S.-14. mars, 1981. Margareth Dudley, 61 árs, einka- ritari frá Detroit. Hún var rænd og siðan barin til dauða i kjallara kirkjunnar, sem hún vann i. Lögreglan handtók 17 ára gamlan ungling. Randolph Wright, 55 ára, biia- stæðisvörður i Houston. Hann sakaði æskuvin sinn um að hafa ekið yfir köttinn sinn. Vinurinn dró upp skammbyssu og skaut Randolph, Morðinginn var hand- tekinn. Thomas Mounce, 51 árs, kaup- sýslumaður i Memphis.Hann var skotinn i höfuðið á bilastæði fyrir- tækis sins. Arásarmaðurinn hefur ekki fundist. Aiejandro Freyre, 25 ára, var skotinn gegnum hjartað, þegar hann kom út úr húsi sinu I ein- kennisklæðnaði öryggisvarða, en óvopnaður. Enginn var hand- tekinn. Robin Bolden, 19 ára móðir mánaðargamals barns. Hún fór út að skemmta sér um kvöld, en kom ekki aftur heim. Hún fannst kyrkt i bilskúr i grenndinni. Eng- inn var handtekinn. Steve Bostic 21 árs bifvélavirki i Detroit. Þrir ókunnugir hjálpuðu honum að ýta bil i gang og vildu fá 10 dollara fyrir, hann bauð 5 dollara og einn þeirra skaut hann. Enginn var handtekinn. Margaret Bennet 82 ára þjónustu- stúlka á Miami Beach skrapp út að ná i blaðið. Ærður granni tæmdi skammbyssuna sina i höfuð hennar og brjóst. Hann var handtekinn. Harold Burgess, 47 ára kaupmaðuri Sunland. Hann barði að dyrum hjá kunningja sinum og var fagnað með skotum úr hagla- byssu og skammbyssu. Vinurinn sagðist hafa skotið i sjálfsvörn, en byssa fannst á liki Harolds. Gregory Sylvester, 17 ára nemi i Las Vegas, lenti i deilu um nýaf- staðinn körfuboltaleik. Hann var stunginn i brjóst, siðu og bak. Morðinginn var handtekinn. Kenny Biack, tvitugur verka- maður I Charlotte. Fjórir menn réðust að honum og skutu hann þar sem hann var á gangi með vini sinum. Vinurinn særðist ekki. Enginn var handtekinn. George Cole, 62 ára gæslumaðuri Washington, var skotinn á leið til vinnu, að þvi er virtist I ránstil- raun. Enginn var handtekinn. Carol Nixon Tebaut, 39 ára leigu- saliibúða i Lake Park var skotin I höfuðið~ þar sem hún sat ein á skrifstofu sinni i hádeginu. Grunaður var handtekinn. Ronald Fitzer 31 árs tannlæknir i Seattle, sat i bil sinum, þegar tveir menn réðust á hann. Hann var stunginn tvisvar og árásar- mennirnir voru handteknir. John Hicks 37 ára, atvinnulaus i Chicago. Hann lenti i rifrildi við kærustu bróður sins og hún stakk hann með búrhnif. Hún var siðan handtekin. William Hilborn 72 ára eftir- iaunamaður i Petersburg kom heim frá aftansöng með konu sinni og þau komu innbrotsþjóf á óvart. Bæði hjónin voru stungin þrem stungum. Enginn var hand- tekinn. Larry Potts, 21 árs prentarii Chi- cago. Hann var skotinn gegnum glugga þar sem hann var á æfingu með popphljómsveit. Félagi i óaldarflokki götunnar var hand- tekinn. Lyric Davis, 27 ára skrifstofu- maður i Los Angeles. Hún var stungin til bana ásamt 5 ára syni sinum, heima hjá sér að kvöld- lagi. Ekkert benti til innbrots eöa ráns. Enginn var handtekinn. Cheryl Ann Buckley, 25 ára gleöi- kona I San Jose. Fannst tveim dögum eftir að hún var skotin til bana utan við veg. Vinir og viðskiptavinir voru yfirheyrðir og kærasti siðan handtekinn. Bernard Beard 32 ára atvinnu- laus I Los Angeles. Hann yar hæfður tveyn skotum i brjóstið, þegar ráðikt var á vin hans. Morðinginn var handtekinn. Joseph L. Johnson, 85 áræ'eftir- Igunaþegi i Omaha. Okunnur máður barði að dyrum hjá honum Qg spurði til vegar og skaut hann siðan i höfuöiö. Tveir grunaðir voru handteknir. Clarivel Benites 19 ára ritari i Miami. A heimleið úr stórverslun stökk maður inn I bil hennar og reyndi aö ræna hana. Hún varöist og hann skaut hana. Enginn var handtekinn. Christopher Grove 34 ára uppboðshaldari i Grove. Maöur með riffil réðst inn i uppboös- húsið, skipaði Grove að leggjast á grúfu og skaut hann siöan i bakiö og höfuöið. Enginn var hand- tekinn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.