Vísir - 04.04.1981, Síða 15

Vísir - 04.04.1981, Síða 15
Laugardagur 4. april, 1981 VÍSIR 15 TlÐARANDINN TEKINN Á LÖPP Heiti: Punktur punktur komma strik Upprunaleg hljóðrás, samin og útsett af Valgeir Guðjónssyni. Ýmsir flytjendur. Útgefandi: Svart á hvitu h/f. Stjórn upptöku og hljóðblöndun: Baldur Már Arngrimsson, Sigurður Rúnar Jónsson og Tony Cook. Iflestum kvikmyndum skiptir tónlist verulegu máli, og þó henni sé alla jafna ekki mikill gaumur gefinn, væru margar myndir býsna kauöslegar án hennar. Tónlist er nefnilega mestanpart lætt a& áhorf endum svo litiö beri á til aö gera hann virkari. Hún er einhverskonar krydd myndarinuar. Hvar væru tilaömynda kossarhvita tjalds- ins ef engir væru strengirnir i fiölunum? 1 sumum myndum er tónlistin bara krydd. Þar eru rjátlaö við hljóöfæri á stöku staö og búið spil. 1 öðrum myi\dum er gildi hennar umtaisvert. Svó er um kvikmyndina „Punktur punkt- ur komma strik”, en tónlist þeirrar myndar birtist einn daginn i formi hæggengrar hljómplötu. Eftir að hafa séð myndina á fyrstu sýningardög- um hennar hvarflaði ekki aö manni aö tónlistin gæti staðið ein og sér á plötu, — með sóma. En þaö er nú öðru nær! Þetta er nefnilega bráð- skemmtileg plata og sérdeilis áheyrileg. Valgeir Guðjónssyni hefur tekist að skapa tónlist sem er og á að vera bergmál áranna milli fimmtiu og sextiu, aukin heldur samið fjarska geö- þekk bfómyndóstef, sem bregður fyrir éins og rauöum þræði i nokkrum laganna. I myndum sem hafa yfirbragð einhverrar nostalgiu hefur stundum verið brugðið á það ráð að notast við tónlist þess tima sem um er fjallað. Það lukkaðist bærilega vel i „American Graffiti” mynd- unum. A hinn bóginn er miklu áhrifameira þegar frumsamin tónlist nær þeim tiðaranda sem Atriöi úr kvikmyndinni Punktur punktur komma strik til er ætlast, að ég tali nú ekki um þegar það heppnast jafn fullkomlega og i „Punktinum”, Valli og allt hans lið á skilið mikið hrós fyrir, en ýmsir valin- kunnir tóniistarmenn koma við sögu á plötunni, svo sem Diddú, Egill, Geiri (trommari), Diddi fiðla, Þórður Arna, Jónas R., Mikki, Tommi Einars og Tommi Tomm. Hljóðrásin (islensk þýöing á orðinu sound- træk) er ekki kvikmyndatónlist i þess or&s fyllstu merkingu. af þvi einfaldlega að tónlistin getur lifað sjálfstæðu lifi. Sliku er sjaldnast til að dreifa um hljóðrásir,. En auðvitað sakar ekki að hafa séð myndina. -Gsal. Hvaö er nú það? Það er von að menn spyrji. Jú, þetta er stærsta vatn Evrópu, um 539 ferkm. að stærð, og liggur i vestanverðu Ungverjalandi. Við efnum til ferða, annan hvern föstudag frá 15. mai til 21. ágúst og bjóðum þar upp á fjölbreytt baðstrandarlif við þetta fallega vatn og um- hverfi. A undan förum við um norðvestur- og miö- héruð Ungverjalands, um 5 daga ferð eftir að hafa stoppað 2 daga i Budapest, einni failegustu höfuðborg Evrópu. Við bjóðum að venju aðeins 1. flokks hótel með baði, WC og svölum á hótelum við ströndina. Fullt fæði og skoðunarferðir til Budapest og í ferðiniji, en hálft fæði við ströndina (matarmiðar). J6—23—30 daga ferðir. ógieymanleg^ férð — Fallegt land, sérstæð og viðmótsþýð þjóð. Matur og þjónusta það besta sem þekkist. íslenskir fararstjórar. Skoð- anaferðir frá Balaton m.a. til Vinar. > Eitt mest sótta ferðamannaland Evrópu i dag. Tiltölulega hagstætt verð i landinu og ágætt að versla i stórborgjnni — Búdapest. Fá sæti eftir i Pántið strax! verja ferð. 'Ferdaskriístofa KJARTANS HELGASONAR Gnoðavog 44-104 Reykjavík - Simi 86255.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.