Vísir - 25.04.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 25.04.1981, Blaðsíða 8
vtsm Laugardagur 25. april X981 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjúri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon, Fríða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, Herbert Guðmundsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristln Þorsteinsdóttir, Páll AAagnús- son, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttlr. Blaðamaðurá Akureyri: GIsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Páls- son, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Otlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson. Safnvöröur: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstióri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14, slmi 86611, 7 llnur. Auglýsingar og skrifstof ur: SIðumúla8. Símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, slmi 86611. Askriftargjald kr. 70 á máhuði innanlands og verð I lausasölu 4 krónur eintakið. Vlsir er prentaður i Blaðaprenti, Slðumúla 14. ,,Hin herta verdstödvun 99 Einhver kostulegasta sjón- hverfingin í þeim efnahagsað- gerðum, sem boðaðar voru um síðustu áramót var verðstöðvun sem átti að gilda til 1. mai. Þar sem lögbundin verðstöðvun hefur ríkt hér á landi allan siðasta ára- tuginn, dugði ekki annað en kalla þessa efnahagsaðgerð „herta verðstöðvun". Hún hófst með því eins og frægt er orðið, að opin- berum þjónustufyrirtækjum var heimiiað að hækka gjaldskrár sínar um 10% og síðan hef ur lítið lát verið á. Ýmist hefur verð- lagsstjóri heimilað hækkanir upp á eigin spýtur samkvæmt svo- kallaðri 5-15 reglu, verðlagsráð hefur afgreitt fjöldann allan af málum eða að fyrirtæki hafa hreinlega hækkað vöru sína og þjónustu að eigin vild. Og svo hefur ríkisstjórninni sjálfri verið mál að fá f ram sfnar eigin hækkanir. Þannig hækkaði hún verð á brennivíni og tóbaki á miðju verðstöðvunartímabilinu, með því að skjóta sér á bak við á- fengisvarnarráð! Innfluttar vörur hafa að sjálf- sögðu hækkað í verði jafnt og þétt, enda er það eins og áður að fáránleiki verðstöðvana bitnar eingöngu á íslenskum fram- leiðsluvörum, meðan þær er- lendu eru stikkfrí. Afleiðingin af þessum sjón- hverfingum er sú, að kaupmað- urinn setur nýja verðmiða á vör- una í hverri viku og neytandinn greiðir hærra vöruverð fyrir alla almenna neysluvöru. (slensk fyrirtæki komast í þrot hvert á fætur öðru, en ráðherrar gæla við útreikninga um verðlagsþróun, sem hvergi eru til nema í þeirra eigin skýrslum. Skollaleikurinn varðandi Sem- entsverksmiðju ríkisins er skóla- dæmi um þessa vitleysu. Verksmiðjan framleiðir sem- entmeð bullandi tapi, vegna þess að verðið fæst ekki hækkað. Þeg- ar svo er komið að hún á ekki lengur fyrir eldsneyti á verk- smiðjuvélarnar gengur öll ríkis- stjórnin í að leysa málið með þeim árangri að lán fæst fyrir olíu fram yfir helgi! Þá stoppast allt aftur. ( fumi sínu og fáti var einn ráðherranna búinn að flytja Sementsverk- smiðjunni þau boð, að ríkis- stjórnin hefði heimilað 10% hækkun á sementsverði, en þá hótaði verðlagsráð að kæra verk- smiðjuna og ríkisstjórnina til Rannsóknarlögreglunnar. Heim- ildin var dregin aftur. Nú liggja fyrir milli 40 til 50 beiðnir um verðhækkanir, og Steingrfmur Hermannsson talar um að hreinsa þurfi úr „pipun- um". Sú hreinsun fer væntanlega fram næstu daga> hinni hertu verðstöðvun til háðungar. Nú er aðeins vika síðan bráða- birgðalögin um verðstöðvun til 1. maf voru afgreidd. Aðeins nokkr- ir dagar eru til mánaðamóta, og eftir þvf sem fregnir herma sitja stjórnarflokkarnir þessa stund- ina og ræða um nýja verðstöðv- un. Eitthvað á hún þó að vera vægari en sú hin fyrri, enda þurfa ráðherrar að fá svigrúm til að hreinsa úr pípunum og taka tillittil áfengisvarnarráðs, þegar fé skortir í ríkiskassann! Allan síðasta áratug gi Itu verð- stöðvunarlög. Þá hækkaði verð- lag á (slandi tífalt á við verðlag í nágrannalöndunum. Á árinu 1979 voru í gildi tvenn verðstöðvunar- lög, minna dugði ekki. Þá hækk- aði verðlag um 60% á milli ára, eða meira en nokkru sinni fyrr. Dæmin sanna að þar sem verð- myndun er frjáls og samkeppni nýtur sín fer minnst fyrir verð- hækkunum. Á (slandi, í landi verðlagsráða, verðlagshamla, og verðstöðvana eru verðhækkanir mestar. Það er auðvitað góðra gjalda vert að sporna við verðbólgu, en það er margsannað mál, að verð- hækkanir verða ekki stöðvaðar einar sér, ef ekki er ráðist gegn rótum þeirra og forsendum. Rík- isstjórnin getur sosum gert sig hlægilega einu sinni enn með nýrri hertri verðstöðvun, en það verður sjónhverf ing eins og áður. r--------------------------------- Ýmsum sanntrúuöum mönn- um þykir ekki illt aö veröa fyrir nokkru mótlæti. Mótlætiö þrosk- ar, andstreymiö stælir. Menn trúa þvi lika gjarna aö þungbær reynsla af einhverju tagi, fjár- skaöi, heilsutjón, sé nokkurs konar staöfesting þess aö náö og velþóknun máttarvaldanna sé yfir þeim. Þaö sé eöli hinna æöstu afla, aö aga þann sem þau elska. Þvl var þaö, aö menn kysstu á vöndinn, er þeir uröu fyrir hirtingarhrlsi. Menn lögö- ust undir limann I vissu þess, aö velþóknun hins æðsta máttar reiddi hann upp. Guö minn, Guö minn, þakka ég þér, aö þannig sker Drottins dómurinn strangi, á séra ölafur Einarsson I Kirkjubæ aö hafa kveöiö. Þessi hugsun, aö mótlætiö sé mannbætandi, á sér trúlega margt til réttlætingar. Þroskinn fæst vlst ekki fyrirhafnarlaust, viskan ekki sársaukalaust. Óö- inn hékk nlu nætur á tré, særöur geiri, áöur en honum auönaöist hin æbsta speki. Allt um þaö hljómar þaö undarlega I eyrum margra, er menn lofa guö fyrir þaö sem löngum þykir ekki eftirsóknar- vert, jafnvel landplágur, drep- sóttir og hallæri. Þó „mótlætiö mannvitiö skapi”, stjakar slikt óhjákvæmilega viö eölislægri, heilbrigöri skynsemi og jarö- nesku raunsæi. Sannoröir menn hafa sagt mér aö prestur einn I Hvammi 1 Noröurárdal hafi veriö svo sannfæröur um ágæti and- streymisins, aö hann hafi sungiö guöi þakkargjörö, aö altari kirkju sinnar, fyrir hallæri mik- iö sem þá hafi gengið yfir land- iö, og sá mjög á fólki og fénaði. Þá kvaö fátækur raunsæismaö- ur: Reykjavik og þakka borgar- stjórn fyrir þaö hallæri að stór hluti ungs fólks þykir ekki nema | aö nokkru leyti I húsum hæfur. Svokallaöir unglingar koma hvarvetna aö lokuöum dyrum, | ef þeir ætla aö „fara út og ■ skemmta sér”, eins og fyrir þeim er haft, Jafnvel I afkima eins og Akureyri er þó ætlaö húsrými i þessu skyni, jafnvel víöar en á einum staö, svo aö þessi voðalegi þjóöflokkur, ung- lingarnir, megi eiga sér athvarf og jafnvel oftar en einu sinni I viku. Ungt fólk þarf nefnilega aö hittast og dansa. Sjónvarpiö heima hjá karli og kerlingu er hvort eö er ekki svo bermilegt. I Reykjavlk, sem kallar sig höfuöborg, er þjóðflokknum unglingar visaö á útivistarsvæði sem nefnist Hallærisplan, og fjasi hver sem vill, þó stundum heyrist horféö jarma I einhverj- um Noröurárdal þar um slóöir. En samt hneykslast menn á vanþakklæti unglinganna. Sjaldan launa kálfar ofeldi, segja menn og hrista ábyrgöar- þung höfuðin, og betra væri þessum lýö aö þola meira mót- læti. Vel heppnaö hallæri ætti aö kenna þeim Islandssöguna sem ekki vilja læra hana hjá þeim sem hafa numiö uppeldis- og kennslufræöi, og þaö ætti aö auka þeim þjóölegan metnaö. Þá myndu þeir kannski hætta þeirri óþjóðlegu iöju aö hrella góöviljaöa þolendur mótlætis meö skellugangi og skemmd- arverkum. En hittiröu eigi aö slöur vond- an og vanþakklátan ungling á hallærisplani farins vegar, faröu þá heim og horföu I spegil. Unglingar eru aöeins tvennt: erföir og uppeldi, og er næsta ljóst hvaöan hver og einn hefur slikt. 13.4.’81. G.J. EZI29 Af hallæri Þegar Drottni þakkaöi lega hollt og þroskandi, aö láta lifa I linnulausum allsnægtum þjónn hans fyrir hallæri eitthvaö á móti sér. Hvaö þoldu og axla þess I staö nokkrar heyröu menn I Herrans sal ekki forfeður okkar? Er ekki byröar? A misjöfnu þrífast horféö jarma I Noröurárdai. jafngott fyrir okkur aö hætta aö börnin best. Þaö hlýtur aö vera ________________________ þroskandi aö gjalda keisararn- Nærri má geta, aö ekki er ^ um sitt I háum sköttum og guöi sama hver máttarvöldin eru né & WHggi sitt I þakklátu hugarfari. Þaö hverju menn tfua, og gildir einu hlýtur aö efla meö mönnum hvort máttarvöldin eru þessa þjóöerniskennd og ættjaröarást, heims eöa annars. M" I aö vinna aö einhverju leyti Ég hitti stundum á förnum - ^ |H ---------- kauplaust. Þegnskylduvinna vegi menn sem hafa mjög mis- H hlýtur aö vera þjóbleg og góö. munandi skoöanlr á mótlæti H _ óvist er hvort nauösynlegt er aö eftir þvihvarjir meö völdinfara Mi.■ GIsli Jónsson skilja aö „her og þjóö”, þegar og eftir þvl hverrar trúar þeir skrifar: þroskinn er kominn á þetta stig. eru Ef átrúnaöargoö þeirra fara Ég stend þó orövana gagnvart meö völd, þó er gott, og einstak- þeim trúmönnum sem ég hitti I mm mm mm mmmm ■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■ wmm ■■ ■■ h ■■ h m nu ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.