Vísir - 25.04.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 25.04.1981, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 25. april 1981 KfSZR Fráfarandi stjórn við upphaf aðalfundarins. Afkoma Flugleida skánar: Tapiö minnkaöi um 65% fra fyrra ári Kristjana Milla kosin í stjórn Flugleiða Innanlandsflugið. Afkoma innanlandsflugsins var áfram neikvæð á árinu og nam hallinn 8,9 milljonum króna. „Það er hryggileg staðreynd, að á siðastliðnum fimm árum hefur aldrei náöst aö reka innanlandsflugið hallalaust”. Sigurður sagði ennfremur, að verðlagshöftum væri um að kenna, hvaö reksturinn væri erfiður. „Fargjöldin hefðu þurft aö vera 16,6 prósent hærri siðustu fimm árin til aö endar næðu saman”. Reksturinn á öðrum eining- um, sem tengjast rekstri Flug- leiöa eðaeru teknar sem sjálf stæð fyrirtæki,en Flugleiöir eru aöili aö eignarlega, gekk mis- vel. Halli varð á rekstri Hótels Esju og á Ferðaskrifstofunni Orval. Rekstur Air Bahama hefur veriö færður niður i algert lágmark og Arnarflug hefur ekki farið varhluta af þeim erfiðleikum, sem eru I flug- rekstri. Hins vegar varö hagn- aöur af rekstri Cargolux og einnig af Bilaleigu Loftleiða og Hótel Loftleiðum. „Vona að við getum litið bjartari augum fram á veginn eftir þetta ár”. Flugleiöir hafa á undanförn- um árum tekið að sér verkefni erlendis og hafa bætt við sig verkefnum nýlega. Félagið hefur leigt tvær DC-8 vélar til Saudi Arabiu. Þá er félagið með tvær flugvélar á leigu i Lybiu. Nú I mánuðinum tókst að leigu- selja eina Boeing 727 til Nigeriu og Flugleiðir sjá um rekstur á tveimur DC-8 vélum i vöruflutn- ingum i Indlandi. Þessi verkefni hafa verið féla- inu hagstæð og útvegað mörg- um mönnum atvinnu. A6 lokum sagði Sigurður | Helgason um framtiðarhorf- urnar: „Rekstur félagsina siðastliðin tvö ár hefur verið afar erfiður sem kunnugt er. Þvi miöur eru erfiðleikarnir ekki fyllilega að baki, en ég vona að meiri árangur náist I rétta átt á þessu ári en þvi siðasta og að viö get- um litið bjartari augum fram á veginn eftir þetta ár”. —ATA Axel Einarsson, Einar Sigurðsson og ólafur Johnson bera saman bækur sinar. örn Ó. Johnson i ræðustól. — (Visism: GVA) lantshafsrekstrinum nam um 61 milljónum króna. Evrópuflugið. Afkoma Evrópuflugsins var léleg, miðað við fyrri ár. þó hagnaður hafi numið einni og hálfri milljón króna. Astæöan fyrir verri afkomu er meðal annars sú, að vegna samdráttar á Norður-Atlantshafinu lendir sifellt meiri stjórnunar- og markaðskostnaður á Evrópu- fluginu. Evrópuflugið nýtur ekki lengur góðs af hagkvæmni stórreksturs á Norður-Atlants- hafinu. Þá varð átta prósent sam- dráttur á flutningum á þessum leiöum, en Flugleiðir halda uppi reglubundnu áætlunarflugi milli Islands og sex staöa f Evrópu allt árið, og til tiu viðkomustaða á sumrin. Ekki rúm fyrir fleiri flugfélög! Sigurður tók það fram, að þaö væri skoðun Flugleiða að ekki væri rúm fyrir nema eitt is- lenskt flugfélag á millilanda- leiðum, enda væri það sú stefna, sem önnur lönd heföu markað, svo sem Norðurlöndin. „Sann- leikurinn er sá, að Islenski markaðurinn er engan veginn til skiptanna og ég tel aö með þeirri starfsemi, sem félagiö hefur haldið uppi, hafi verið mjög vel á þessum málum haldið og þessari þjónustu sinnt með hinum mesta sóma”. Kristjana Milla Thorsteinsson var kosin I stjórn Flugleiða á aðaifundi féiagsins I gær. Kristjana Milla hefur sem kunnugt er vakiö athygli fyrir harðra gagnrýni á Fluglciðir og ekki sfst forstjóra Flugleiöa, Sigurð Helgason. Kjósa átti fjóra menn f stjórnina að þessu sinni og komu aðeins fram tii- iögur um fjóra, þannig að stjórnin var sjálfkjörin. Áður en stjórnarkjörið fór fram, var borinn undir fundar- menn samningur, sem stjórn Flugleiöa og fjármálaráðherra, fyrir hönd rikissjóös, höfðu gert með sér. 1 samningnum var gert ráð fyrir að fjármálaráðherra skipaði tvo menn i níu manna stjórn Flugleiöa. örn ö. Johnson mælti ein- dregið með þvi fyrir hönd stjórnar Flugleiða, að fundar- menn samþykktu samninginn, og Kristjana Milla Thorsteins- son lýsti þvi yfir, að hún og Fjöl- eignarmenn myndu greiða hon- um atkvæöi sitt. Útkoman i at- kvæöagreiöslunni varð sú, aö handhafar rúmlega 99 prósent hlutafjárins greiddu samningn- um atkvæði sitt. Fréttaljós Axel Am mendrup skrifar Úr stjórninni áttu að þessu sinni að ganga þeir örn Ó. John- son, Siguröur Helgason, Alfreð Glslason, Óttarr Möller og Sigurgeir Jónsson. Alfreð Gisla- son lýsti þvi yfir, að hann gæfi ekki kost á sér i stjórn, en bað menn aö veita konu sinni, Kristjönu Miliu, brautargengi. Tillaga kom fram um fjóra menn i ötjórn. þau Sigurð Heigason, Kristjönu Millu Thor- stemsson, Orn Ó. Johnson og Ottarr Mölier óg voru þau sjálf- kjörin. Bergur G. Gislason sem unnið hefur gott og mikiö starf i þágu Flugleiöa, bauöst til að vikja úr stjórninni til aö hleypa að full- trúa rikissjóös, en Bergur hafði átt að sitja i stjórninni I eitt ár til viðbótar. Er aðalfundur hafði kjörið stjórnina, var tilkynnt hverjir yröu fulltrúar rikissjóös, þeir Rúnar B. Jónasson, deildar- stjóri og Kári Einarsson, yfir- verkfræðingur. Aðhald og markvissar aðgerðir. 1 ársskýrslu Flugleiða, sem Sigurður Helgason, forstjóri, flutti kom fram, að tapið á rekstrinum hafði minnkaö mikiö frá árinu áður. Rekstrar- tapið árið 1979 nam næstum nitján milljónum doilara, en 6,5 milljónum dollara árið 1980. Þannig minnkaði rekstrartapiö um 65,6 prósent á milli áranna. Siguröur sagði að rekstur félagsins á siðast ári hefði ein- kennst ööru fremur af aðhaldi og markvissum aögerðum til að rétta hag þess eftir áföllin sem urðu 1979. Það heföi að hluta til tekist, en enn væri mikiö verk eftir óunniö. „Afkoma félagsins er þvi miöur ekki glæsileg á árinu 1980 og til þess taps liggja nokkrar megin ástæður”, sagði Sig- urður. Þær helstu taldi hann vera veröbólguna, gengistap, háa vexti, efnahagsástandið á vesturlöndum, viðtækar sam- dráttaraögeröir félagsins, sem fólu i sér timabundin útgjöld, áframhaldandi tap á innan- landsflugi og Norður-Atlants- hafsflugi, og að ekki tókst að selja Boeing 727-100 flugvél, sem umfram var I flugrekstrin- um. Norður-Atla ntshaf ið. Sigurður kvað stöðuna á Noröur-Atlantshafsflugleiðinni ekki hafa batnað og að ekki sé útlitið bjartara framundan þar en verið hefur. Rekstur flestra ef ekki allra flugfélaga á þeirri flugleið er enn meö halla. „Ég held að menn verði að gera sér grein fyrir þvi i eitt skipti fyrir öll, að sú aðstaða, sem hér.var áður fyrr til arð- vænlegs fiugrekstrar með far- þega yfir Atlantshafið, milli endastöðva i Bandarikjunum og meginlands Evrópu á vegum Is- lensks flugfélags, er ekki lengur fyrir hendi”, sagði Sigurður. Hann sagði að þaö yrði þó augljóslega aö sjá fyrir þörfum Islendinga fyrir samgöngur milli Islands og Bandaríkjanna, hvaö svo sem yrði um hið hefð- bundna Norður-Atlantshafsílug. Tap Flugleiöa á Noröur-At-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.