Vísir - 25.04.1981, Síða 31
Laugardagur 25. aprll 1981
VÍSIR
31
Andrésar-Andar leikarnir fara nú fram i Hliðarfjalli og tekur mikill fjöldi barna viðs vegar að af land-
inu þátt Iþeim. Þessi mynd var tekin viðsetningarathöfnina. (Visism. GS Akureyri).
Atlamel sleglð
á Neskaupslað
Togarinn Birtingur frá Nes-
kaupstað sló aflamet á þriðjudag,
er hann kom að landi með 170
tonn eftir þriggja sólarhringa og
sjö klukkustunda útiveru.
Birtingur var 1 sólarhring og 18
tima að veiðum og lætur nærri að
aflaverðmætið sé um 470 þúsund
krónur eða 47 milljónir gkróna.
Aflinn var þorskur af millistærð,
en einnig var nokkuð um stærri
þorska i aflanum.
Mikil veiði hefur verið að
undanförnu og kom Barðinn að
landi á Páskadag meö 200 tonn
eftir fjögurra sólarhringa
útiveru, en veiðarnar fara fram
úti i svokölluðum Hvalbakskanti.
Sólskin hefur verið á Neskaup-
stað dag eftir dag og mikið um
útiveru ibúanna. Fr.Þorl. Nesk.
ROKSALA HJA
EIRÍKI SMITH
„Þetta er bara eins og á
útsölu,” varð einum gesta að orði,
er viðstaddur var opnun mál-
verkasýningar Eiriks Smith á
sumardaginn fyrsta. Og skyldi
engan undra, þvi um kvöldmatar-
leytið hafði Eirikur selt hvorki
meira né minna en 66 myndir af
sýningunni.
,,Ég hef aldrei orðið var við það
á fyrri sýningum, eins og nú, að
siðustu viku hefur ekki linnt sim-
hringingum frá fólki, sem hafði
hug á að sjá sýninguna áður en
hún væri opnuð almenningi,”
VlSISBÍO
Strandlif, heitir létt mynd sem
sýnd verður i Visisbiói kl. 13 á
morgun i Regboganum. Myndin
er i litum með islenskum texta.
Skemmlllegasla
barnamyndin:
SKllafreslur
að renna út
Nú fer hver að verða siðastur
aðskila inn atkvæðaseðlinum um
skemmtilegustu barnamynd árs-
ins, en frestur til að skila inn
sagði Eirikur Smith, i samtali við
Visi, „þetta fólk hringdi ýmist
sem fulltrúar einhverra stofnana
eða sem einstaklingar.”
A sýningu Eiriks eru 114
myndir, þar af voru 20 myndir,
eins konar þjóðsagnasyrpa, seld-
ar áður, en þær gerði Eirikur
fyrir bókaútgáfu Olivers Steins i
Hafnarfirði.
Allan daginn var troðfullt útúr
dyrum i Kjarvalssal Kjarvals-
staða og meðal þeirra, sem festu
kaupá myndum voru Landsbank-
inn, Útvegsbankinn og Alþýðu-
rennur út næstkomandi þriðju-
dag, og er fólk beðið að skila
seðlunum á ritstjórn Visis
Siðumúla 14.
Keppninni var hleypt af
stokkunum i febrúarbyrjun og
var þátttaka geysigóð, en eins og
kunnugt er, eru það Visir, Hans
Petersen hf og Ljósmyndarafélag
Islands, sem að keppninni standa.
Lelðréttlng
á fóstrufrétt
IfréttVisis um launamál fóstra
i gær var missagt að fóstrur i
Reykjavik væru i 12. launaflokki.
Þær eru i 11. launaflokki. Þá var
einnig rangt farið með iauna-
flokka fóstra i Kópavogi, en þær
eru i 12. launaflokki og hækka i 13.
Krðfiuvlrkjun:
ÓVÆNT AFLAUKNING
Gufuafl Kröfluvirkjunar jókst
um 1-1.5 megavatt i byrjun vik-
unnar öllum að óvörum og án
þess að nokkrar ráðstafanir hefðu
verið gerðar til að auka aflið.
Framleiðir virkjunin nú 13 mega-
vött.
Aukning hefur áður orðið með
þessum hætti á gufuafli og þá um
likt leyti og ris hefur náð hámarki
á umbrotasvæðunum i Mývatns-
sveit og gos hafist.
GS Akureyri.
Eirikur Smith listmálari
bankinn, en sá siðastnefndi ætlar
aðfæra Listasafni Alþýðu verkið.
Þá festi sjúkrahús Akraness kaup
á einni mynd, en flestar hinna
munu hafa farið til einstaklinga.
—KÞ.
flokk eftir þriggja ára starf. Þá er
rétt að geta þess, að fóstrur á
Akureyri byrja i 12. launaflokki
og hækka siðan eftir eitt ár upp i
13. flokk og upp i 14. flokk eftir
nokkurra ára starf.
„KONA”
FER AUSTUR
FYRIR FJALL
Sýningum Alþýðuleikhússins á
Kona eftir þau Dario Fo og
Franca Rame i Reykjavik fer nú
að fækka. Siðasta sýning að sinni
er i kvöld, laugardag, kl. 20.30 og
eftir helgina leggur leikhópurinn
leið sina austur fyrir fjall. Kona
verður sýnd i Árnesi þ. 28. april, i
Hveragerði þ. 29. og á Hvolsvelli
þ. 30. april.
Leikritið fékk mjög góða dóma
og leikkonunum hrósað mikið,
ekki síst Guðrúnu Gisladóttur.
Auk hennar leika þær Sólveik
Hauksdóttir og Edda Hólm, en
leikstjóri er Guðrún Asmunds-
dóttir. Allsendis óvist er um fleiri
sýningar i höfuðborginni á þessu
leikriti.
Frönsk Kvikmyndavika hefst f dag:
,TEK á VANDAMALI
SEM ER OFARLEGA
A RAUGIÍ DAG'
- segir leikstjúri Ma chéríe, sem sýnd
veröur víö opnunina
Frönsk kvikmyndavika hefst i
Regnboganum i dag. Sýndar
verða sjö m vndir, ólikar að efni
og gerð, sú elsta frá árinu 1973.
Allur ágdði að hátiðinni rennur
til Rauða Kross íslands.
Kvikmyndavikan hefst með
sýningu myndarinnar Ma
cherie eða Elskan min eftir
franska leikstjórann Charlotte
Dubreuil og er hún stödd hér á
landi vegna þessa „Ég skrifaði
Ma cherie með hjálp dóttur
minnar. sagði Dubreuil, i sam-
tali við Visi, „enda fjallar
myndin um samskipti móður og
dóttur, þó vil ég taka fram að
þetta er ekki ævisaga okkar
mæðgnanna, en þau mannlegu
tengsl, sem þarna koma fram
og þær tilfinningar, eru samt
sem áður okkar.”
Dubreuil sagði, að hún hefði
gert þessa mynd 1979 og hefði
hún verið sýnd i Paris i fyrra og
fengið góðar viðtökur,, meðal
annars hefði hún fengið viður-
kenninguá kvikmyndahátiðinni
i Cannes á siðasta ári.
„Myndin hefur verið sýnd
undanfarið i Bandarikjunum,”
sagði Dubreuil, „og hlotið þar
verulega athvgli og góða dóma,
það kom mér reyndar á óvart,
hversu jákvæðir allir dómar
voru þar, en það er sennilega
vegna þess, að efnið sem
myndinfjallar um er mjög ofar-
lega á baugi þessa dagana. 1
myndinni er tekið tillit til
nútimans, konan er ekki lengur
bara dóttir einhvers, eiginkona
einhvers eða móöir einhvers,
hún er einstaklingur, en hvað er
hún? Hvað er konan miðað við
umhverfi sitt, eiginmann sinn,
barn sitt? Þessar spurningar og
aðrar slikar eru áleitnar i dag
og þeim reyni ég að leita svara
við.en hvorteinhver niðurstaða
fæst, skal ég ósagt látið.”
Dubreuil hefur um nokkurra
ára skeið fengist við kvik-
myndagerð, hefur hún gert tvær
kvikmyndir i fullri lengd, eina
sjónvarpskvikmynd og unnið að
tveimur öðrum i samráði við
fleiri leikstjóra. Auk þess vinn-
ur hún að nýrri kvikmynd þessa
dagana.
En það verða fleiri myndir á
dagskrá kvikmyndahátiðarinn-
ar. Gamanmyndin L’associe
eða Meðeigandinn frá árinu
1979 eftir leikstjórann Rene
Grainville segir frá Julien, sem
býr sér til imyndaðan meðeig-
anda að fyrirtæki sinu.
Meðeigandinn verður brátt of
fyrirferðarmikill i lifi Julien og
allt stefnir i voða.
Heimþrá eða Le coup de
Sirocco og Beislið Le Mors aux
Dents eru frá árinu 1979. Sú
fyrrnefnda, gerist i litilli kyrr
látri borg i' Alsir, þar sem hin
samhenta Narboni fjölskylda
býr, þar til brottflutningurinn
vegna sjálfstæðisbaráttu Alsir
dynur yfir þau. 1 kvikmyndum
hefur verið greint frá bylting-
unni i Alsir hernum og lifi her
manna en nánast aldrei vikið að
örlögum þeirra frakka, sem
þarna voru búsettir og höfðu
verið sumir hverjir mann fram
af manni. Narboni fjölskyldan
kemur til Frakklands, sem hún
þekkir ekki og litur á næstum
sem framandi land. Myndina
gerði Alexandre Arcady.
Beislið gerði Laurent
Heynemann og fjallar hún um,
hvernig á að eyðileggja stjórn-
málamann með þvi að veita
honum tækifæri til að
skipuleggja svindl, sem aftur er
eyðilagt með skemmdarverka-
starfsemi annars staðar frá. 1
myndinni er blandað saman
veðreiðum og pólitisku ráða-
bruggi, sem fjailar um reikn-
ingsuppgjör innan valdamikils
flokks.
Leynilögreglumyndin Tveir
menn eða Deux hommes dans la
Ville er frá árinu 1973 og er
leikstjóri José Giovanni,. Þar
er sagt frá Gino, sem eftir að
hafa afplánað 10 ára
fangelsisdóm, ákveður að hefja
nýtt lif með stúlkunni Lucy.
Með hjálp góðs vinar viröist lifið
blasa við Gino, en allt fer þá á
annan veg. Það er hinn frægi
leikari frakka, Jean Gabin, sem
þarna fer með aðalhlutverkið.
Eyðimörk tataranna, Le
Ðéset des Tartares, er frá árinu
1979 og leikstjóri er Valerio
Zurlini. Myndin er byggð á sam-
nefndri sögu Dino Buzzati.
Þetta er magnað verk sem tek-
isthefur frábærlega vel að kvik-
mynda og segir myndin eins og
skáldsagan frá afskekktu virki
við landamæri einhvers óþekkts
lands, sem setulið vakir yfir svo
ekki verði ráðist á landið.
Horfin slóð, Le chemin perdu,
er eftir Patricia Moraz og er f rá
árinu 1980. Hún fjallar um
Cécile, sem er hugmyndarikt
barn, er flöktir milli tveggja
heima, þess sem Léon Schwarz
afi hennar og eldheitur baráttu-
maður kommúnismans lifir i og
þess sem sjálfselskir foreldrar
hennar hrærast i. Auk þess er
hún upptekin i eigin draumum,
en þá jcemur Angelo til sögunn-
ar og hann fær hjarta hennar
til að slá örar.
Kvikmyndavikan nú er sú
sjötta i' röðinni, sem Franska
sendiráðið stendur fyrir á
tslandi. Með öllum myndunum
eru enskir textar. —KÞ.
„Ma chérie er ekki sjálfsævisaga min.” Charlotte Dubreuil, franski
leikstjórinn, á fundi með blaöamönnum. (Vísism. EÞS).