Vísir - 25.04.1981, Blaðsíða 20
20
VtSIR
Laugardagur 25. aprll 1981
3. bréf frá kettl-
ingnum Depli
Ég hitti um daginn 7
ára strák, sem er sér-
lega glaður og hress.
Hann sagðist heita
Kristján Gunnar Þor-
varðarson og eiga
heima á Húsavik. Um
páskana heimsótti
Kristján ömmu sina og
afa, en þau eiga heima
i Kópavogi.
— „Ég hef oft áður
komið i heimsókn til
ömmu og afa i Kópa-
vogi”, sagði Kristján
og heldur áfram:
„Annars á ég margar
ömmur og marga afa.
Langafi minn á heima
á Húsavik eins og við,
Kristján Gunnar Þorvarðarson
og ég get alltaf heim-
sótt hann, þegar ég er
heima á Húsavik.
Langafi minn orti ljóð-
ið, sem ég valdi mér,
þegar þú baðst mig að
velja ljóð. Hann hefur
lika skrifað bækur fyrir
börn, ein heitir Berja-
bitur. Ég hef lesið
hana.
— Ertu þá alveg orð-
inn læs?
— Já, já, ég les heil-
mikið. Mér finnst gam-
an að lesa og mér finnst
lika mjög gaman i leik-
fimi. Annars finnst mér
mest gaman á skiðum
og i fótbolta. Ég keppti
á ski ðamóti i vetur og
það var skemmtilegt.
— Áttu systkini?
—Já, ég á tvö. Annað
er á þriðja árinu og hitt
er á fimmta árinu.
Systir min heitir Guð-
rún Sigriður og bróðir
minn heitir Arnar. Þau
eru lika með okkur i
heimsókninni hér i
Kópavogi. Það er mjög
gaman hérna. Ég var i
fótbolta með strákum
hérna skammt frá
núna rétt áður en þú
talaðir við mig.
SUMARGESTIR
Ljóðið i dag velur Kristján Gunnar Þorvarðar-
son, Baughóli 18, Húsavik. Hann velur ljóð eftir
langafa sinn, Pál H. Jónsson og það heitir Sum-
gestir.
Og rétt um það bil sem blöðin
úr brumunum spretta á trjánum
i krónurnar koma þrestir
og kvaka þar heilar nætur,
en sunnan að sumargestir
og setjast um kyrrt i bænumj
og amma tekur að yngjast
og afi léttist i spori,
þvi alls staðar minnir eitthvað
á ylinn frá gömlu vori.
Á þessum tveimur myndum eru tiu atriði, sem ekki eru eins. Getið þið
fundið þau?
í dag birtist síöasta
bréfið frá kettlingnum
Depll sem átti heima um
tíma í Gullfiskabúðinni.
Þar eiga heima kettir,
sem fástgefins, ef keypt-
ar eru vörur í búðinni.
Depill var búinn að bíða
lengi eftir að einhver
vildi taka hann að sér og
loks kom að því að Depill
gekk út. Frá því segir f
þriðja bréfinu hans. Þess
vegna sjáið þið hann ekki
ef þið farið í Gullfiska-
búðina. En þið sjáið sjálf-
sagt ei nhverja ketti samt.
Heilir og sælir,
krakkar.
Það fór eins og mig
grunaði. Nú er ég ekki
lengur í Gullf iskabúðinni.
Einn daginn kom inn í
búðina maður með grátt
hár og gleraugu. Hann
staðnæmdist fyrir utan
glerið á búrinu okkar og
horfði á okkur kisurnar,
sem vorum inni. Það var
ég, litlu kettlingarnir þrír
og einn stálpaður kett-
lingur, sem kom hingað f
gær.
Maðurinn með gráa
hárið horfði lengi á okkur
Ég heyrði að hann sagði
við afgreiðslumanninn:
„Ég sá, að hann brosti til
mía þessi köttur. Þetta
hlýtur að vera merkis-
köttur."
Hann var að tala um
mig. Gat það verið að ég
væri merkisköttur. Það
hlaut að vera eitthvað
mjög merkilegt að vera
merkisköttur. Ég var yf ir
mig ánægður. Ég skyldi
svo sannarlega reyna að
standa mig, fyrst maður-
inn hafði trú á mér.
Svo hélt hann á mér út
úr búðinni og út í bíl, sem
stóð fyrir utan. Þaðan ók-
um við sem leið lá út á
flugvöll. Þar stigum við
upp í glæsilega flugvél og
ég var á leið til míns nýja
heimilis, og það var ein-
hvers staðar i nánd við
stað, sem heitir Akureyri,
því að gráhærði maðurinn
hafði keypt farseðil
þangað. Ég var settur í
sérstakan kassa, áður en
lagtvar af stað. Ég sá því
ekki mikið út á leiðinni.
En það kom ekki að sök,
ég var í sjöunda himni
yfirþví að vera á leiðinni
heim.
og ég tókeftir því að hann
horfði mikið á mig. Ég
reyndi að vera sætur á
svipinn, því að satt að
segja er ég orðinn leiður á
dvölinni hérna. Ég brosti
meira að segja til manns-
ins með gráa hárið.
Maðurinn gekk svo að
afgreiðsluborðinu. Ég sá,
að hann var að kaupa
fiskamat. Nokkru seinna
kom svo afgreiðslu-
maðurinn að glerbúrinu
okkar kattanna og opnaði
dyrnar. O, ég var svo
spenntur. Ég gat varla
hamið mig, ég stökk niður
úr hillunni, sem ég sat á.
Og viti menn, afgreiðslu-
maðurinn teygði höndina
í áttina til mín. Ég stökk á
móti honum og út um
dyrnar og beint í fangið á
gráhærða manninum.
Honum brá fyrst, en svo
strauk hann mér hlýlega.
1
jSj „
Umlfft:
Anna K.
Brynjúlfs-
dóttir
Gledilegt sumar
Bless, krakkar
Ég hef haft umsjón með þessari siðu, „Hæ
krakkar”, frá þvi húnhóf göngu sina á árinu 1977,
en mun láta af þvi starfi nú um mánaðamótin.
Þetta er þvi siðasta siðan, sem ég mun annast.
Ég vil færa öllum þeim fjölmörgu börnum, sem
lagt hafa til efni i siðuna á liðnum árum, bestu
þakkir fyrir gott framlag. —Anna.
Mest
gaman í
fótbolta og
á skídum