Vísir - 25.04.1981, Blaðsíða 2
VÍSIR
Laugardagur 25. apríl 1981
UT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — UT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — UT UM HVI
NU fer i hönd sáðtiö eða gaukmánuður eins og Snorra Edda vill
láta hann heita, þennan fyrsta mánuð sumarsins. Nafnið gaukmán-
uður minnir á, að nú spáir hrossagaukurinn fyrir okkur og ekki
fráleitt að leggja við eyrum, — úr hvaöa átt heyrist fyrst i honum?
1 austri auðsgaukur
suðri sælsgaukur
vestri vesælsgaukur
norðri nágaukur.
En Harpa er þó nafnið, sem nú þekkist best, nafn sem ekki ku
finnast á íslenskri bók fyrr en á 17. öld og „merking þess er óviss”
segirBók daganna-. Flestum mun þó gjarnast aö hugsa til hljóðfær-
isins likt og Laxness hefur gert, þegar hann yrkir um ljóð hörpunnar
i vetrarlok:
Stundum var I vetur leið
veðrasamt á glugga,
var ekki einsog væri um skeið
vofa I hverjum skugga?
Fáir vissu aö voriö beið
og vorið kemur aö hugga.
Þá var Halldór 26 ára gamall og staddur vestur i San Fransisco,
þar sem hvorki sjást „litil lömb né lambagrös á vorin” eða börn,
„við bæjarlækinn smáa / I túninu þar sem trippið er.” Og þannig
lýkur íslensku vögguljóði, ortu á Hörpu:
Einsog hiín gaf þér fslenskt blóð
ungi draumsnillingur,
megi ioks hin iitla þjóö
leggja á hvarm þér fingur,
— á meðan Harpa hörpuljóö
á hörpulaufið syngur.
Gleðilegt sumarl
Snorri Hjartarson.
Úr afmælis-
dagbókinni
Afmælisbarnið okkar að þessu
sinni er enginn annar en Snorri
Hjartarson skáld og verðlauna-
hafi Norðurlandaráðs 1981. Hann
á afmæli þ. 22. april en um þann
dag segir i afmælisdagabókinni:
„bú ert mjög jákvæður i skapi,
ákafur og herskár, en hefur ham-
ingjusaman hæfileika til að hlusta
á. og notfæra þér ráðleggingar
annarrra. Þroskaðu hljómlistar-
hæfileika Ji'na sem best. Þú hefur
hvassa innsæisgáfu og hárnæmar
áhrifakenndir, sem þér er óhætt
að reiða þig á. Astalif þitt mun
verða hamingjusamt.”
Hótel Ísland
Hljómleikar frá kl. 3-5
1. P. Lincke: Casanova............Ouverture
2. E. Waldteufel: Acclamation ...... Walzer
3. A. Schreiner: Von Gluck bis Wagner.Fantasie
PIANOSOLO C. BILLICH
Mondscheinsonate von L. v. Beethoven
5. J. Massenet: Elegie
6. W. Borchert: Rund um die Wolga... Walzer
7. F. Lehár: Die lustige Witne ...Potpourri
........*,*•*.....................;.;•.........•;.*.•........;.;.........•;.;.........;.;•.........;•;•..................................**;• .
.....'............"...........•"........................."........................."............"...........•"•.........t''}•«..
t þá daga sátu tónleikagestir við hvitdókuð borð og gæddu sér á kaffi og Napóleonskökum um leið og
þeirhlýdduá músikina. Og það á hverjum einasta sunnudegi! Sjá annars viðtal viö einleikarann, Carl
Billich I miðopnu VIsis f dag.
Brjóstlangl
Brjóstlangi?
„Mjólkurkirtill konuhnar er
oröinn óþarfur og hann mætti
fjarlægja úr brjóstum unglings-
stúlkna til að koma f veg fyrir
brjóstkrabba siðar á ævinni. 1
Vestur Þýskalandi mætti á þann
hátt koma i veg fyrir um 10.000
brjóstkrabbatilfelli á ári hverju
(reikna þyrfti aö vfsu út tiðni
dauðsfalla af þessari fyrirbyggj-
andi aðgerö)”.
Orörétt úr „Anatomie — Tex
und Atlas”, bls 364 eftir professor
dr. med.dr. phil Herbert Lippert,
yfirmann liffræðideildar Lækna-
háskólans i Hannover, V-Þýska-
landi. Vonandi eru engir Is-
lendingar i námi hjá honum þess-
um!
Eggjaprófiö
•~-'%*TítT7
,,E nn er mér f fersku minni sú tilfinning, sem kom yfir mig um leið og
við gengum inn i húsið. A svipstundu varð mér ljóst að eitthvaö var á
seyði. Það var greinilegt að einhver haföi sezt f stól föður mins, móður
minnar og minn eigin. Það haföi verið hróflaö við hafragrautnum, sem
við skildum eftir á borðinu til þess aö láta hann kólna. Þó óraöi ekkert
okkar f yrir þvi, sem beið okkar uppi á loftinu.”
Loksins, loksins, örugg aðferð
til að kanna sálarlif mótunautar-
ins. Eggjaprófið. Sálfræöingar
hafa kannaö hinar ýmsu aðferðir
til að brjóta skurn hænueggs og
komist að frdðlegum niðurstöö-
um. Leikmenn geta lagt prófið
fyrir sambýlisfólk og aöra mötu-
nauta, — allt sem gera þarf er að
hafa augun hjá sér. Niðurstöð-
urnar eru þessar:
Manngerð A: Innbrots-
þjófurinn.
Þessi manngerð lætur odd-
mjórri enda eggsins snúa upp i
loft og brýtur örlitiö op i skurnina
með skeiðinni. Gatið er aldrei
stærra en svo að skeiöin rétt
kemst niður til aö sækja matinn.
Þessa manngerð mætti einnig
nefna pukrarann, hinn leyndar-
dómsfulla, músina, sem læðist...
Best er að hafa allan vara á i um-
g,engni við hana.
Manngerð B: Kolumbus
Þessi manntegund tekur eggið
sér i hönd, litur yfir það með
ásetning i augum og slær þvi
siðan snöggt en þéttingsfast á
borðplötuna. Árangurinn er
undursamlegur en ekki alltaf
áreiðanlegur, þvi stundum mis-
heppnast höggiö og rauðan
splundrast yfir borðið og alla
nærstadda. En þaðkemur sjaldan
fyrir.
Hér er um að ræða hinn dæmi-
gerða framagosa, mann sem
elskar áhættu en lætur ávallt sem
hann hafi ekki nokkurn skapaðan
hlut fyrir neinu. í samneyti< við
slíka manngerö er ráðlegt að
liggja aldrei vel við höggi.
Manngerð €: Fornleifa-
fræðingurinn.
Sú manngerð, sem hér um ræð-
ir, drepur skeiðinni varlega en af
natni á yfirborð eggsins, oftast
breiðari endann, þangaö til
skurnin gefur eftir. Fornleifa-
fræðingurinn gefur sér einatt
nægan tima. Þegar skurnin hefur
verið brotin á þennan kurteislega
hátt snýr manngeröin skeiðinni
við (hafandi notað neöri flöt til
þess) og plokkar skurnina af.
Fornleifafræðingurinn hefur
auga fyrir hinu fagra i lifinu og
smekk fyrir hátiðahöld. Hann
raskar þvi aðeins jafnvægi tilver-
unnar að hann vilji komast að
merg málanna. Þegar hann hefur
etið eggið, tinir hann skurnina
nostursamlega upp og skilar
henni ofan i leifarnar. Þessi
manngerð getur veriö smá-
smuguleg aö þvi marki að vera
óþolandi i sambúð.
Manngerð D: Pungrott-
an
Þessa gerð er nær eingöngu að
finna meöal karla. Slikur karl
hefur verk sitt aö þvi er viröist
mjög sakleysislega. Brátt veröur
þó ljóst að hann fær ekki haldið
aftur af hvötum sinum. Hin ávala
og mjúkleita ásýnd eggsins
freistar hans um of. Hann afklæð-
ir það alveg niður að brún bikars-
ins og oft neðar og hraðar verkinu
eftir þvi sem á liður. Sálarlif
þessarar manngerðar er nær allt-
af brenglað og samneyti við hana
óráðlegt nema i margmenni.
Manngerð E: Böðullinn
Þessi manngerð gripur verk-
legasta hnifinn á borðinu,
mundar hann yfir egginu meö
blik i augum reynir bitið og miðar
einu sinni eða tvisvar áður en
hann slær eggið leifturhratt þvert
á koll þess. Þetta er áhrifarikt ef
ekki ógnvekjandi sjón. Hafandi
sneitt kollinn af egginu, litur hann
á sárið eins og til að kanna hvort
um mannúðlegt högg hafi veriö
aö ræða. Einstöku sinnum geigar
höggiö og lendir á fingri böðulsins
en slikt verkar aðeins örfandi
enda lætur hann sig ekki muna
um aö borða tvö egg i hverri mál-
tið. Þeir sem halda að þá sé um að
ræöa venjulega matarlyst, ættu
að hugsa sig um aftur. Fleiri orð
um þessa manngerð ættu að vera
óþörf.
Og þá eru sálgreindar mann-
gerðir upptaldar. Þeir sem kunna
að nota aörar aðferðir við að
brjóta eggjaskurn geta unaö
glaðir við sin. Sálfræðingar telja
ekki ástæðu til að hafa nein við-
varandi orð um þá!
ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVI