Vísir - 15.05.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 15.05.1981, Blaðsíða 3
3 Föstudagur 15. mal 1981 VÍSIR Ég fæ lika aö fara á hestbak. (Vfsism. ÞL) Nú komast fatlaö- ir líka á hestbak Fatlaðir á námskeið í hestamennsku Fyrsta námskeiöið i hesta- mennsku fyrir fatlaöa er hafiö á svæöi Fáks viö EUiöaár og hafa Fáksmenn leyft breytingar á félagsheimiii sinu svo fatlaöii geti notið þar aöstööu. Kennl veröur einn tima I senn i átta skipti og kostar námskeiðiö 16( krónur. Fimm hestar veröa ti! taks hverju sinni. Formaður undirbúnings- nefndar aö þessu fyrsta nám- skeiði er Magnús B. Einarsson, læknir. Hann sagöi við upphaf þess I gær, aö Arnór Pétursson, formaöur íþróttafélags fatlaðra, hefði skipað I nefndina en i henni sitja auk Magnúsar, Sigurður Magnússon og Öttar Kjartansson. ,,Ég hafði lengi haft áhuga á þessu máli og vissi að það væri viða áhugi og vilji til að aðstoða okkur viö framkvæmdir. Það kom lika strax i ljós að svo var. Formaður hestamannafélags- ins Fáks, Guðmundur ólafsson og framkvæmdastjóri þess, Bergur Magnússon, gáfu leyfi sitt til að starfsemin færi fram á svæði Fáks við Elliðaár”, sagði Magnús B. Einarsson. Skábraut með palli var smiöuö svo kom- ast mætti á bak og salernisað- staða fyrir fatlaða i hjólastólum útbúin. Þessar breytingar eru allar kostaðar af Lionshreyfing- unni. Fákur leggur til hesta og reiðtygi en Lionsklúbburinn Ægir kostar fóður og hirðingu. Þjálfari og kennari verður Sigurður Ragnarsson tamningamaöur og honum til aðstoðar verða félagar úr kvennadeild Fáks sem munu vinna endurgjaldslaust að þess- um málum. Formaður kvenna- deildarinnar er Þórdis Jóns- dóttir, en Ragnar Tómassop formaður Iþróttadeildar Fáks, hefur sömuleiðis sýnt málinu mikinn áhuga. —SG Allar hendur á lofti til aö aöstoöa. Fljúgandí slríDsminjar Þrjár Marchetti heræfingavélar frá Italíu millilentu á Reykjavíkurflugvelli á þriðjudagskvöldið/ en þær eru í Atlantshafsflugi þetta skiptið. Ætlunin var að þær héldu áfram á miðvikudag og var lagt af stað/ en vegna óhagsstæðs veðurs sneru þær aftur og voru hér enn í gær. Itölsku vélarnar eru raunar //striðsminjar" með einum hreyfli og 260 hestafla mótor —að sjálfsögðu hver vél! (Vísismynd: EÞS) SUZUKI fyrir handhafa öryrkjaleyfa Sá sparneytnasti og ódýrasti frá Japan 5 iítrar á 100 km. Áætlað verð til öryrkja 2ja dyra fólksbí11 kr. 38.500.- 4ra dyra fólksbfll kr. 39.900.- Það er ársábyrgð á öllum SUZUKI bílum Komið og skoðið SUZUKI m Sveinn Egi/sson hf. IsuzuKil Skeifan17. Sími 85100 ^ BEINT í BÍLINN Lausar stöður Viö Menntaskólann á Akureyri er laus staöa kennara I sálarfræöi. Ennfremur er laus til umsóknar staöa fulltrúa á skrifstofu skólans. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum uppiýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamáiaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 9. júni n.k. — Um- sóknareyöublöö fást i ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö 6. mai 1981. ^. m OPIÐ 7.30 23J30 Shellstödinni v/Miklubraut

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.