Vísir


Vísir - 15.05.1981, Qupperneq 9

Vísir - 15.05.1981, Qupperneq 9
Fostudágur r5.' mái‘Í98l 9 VÍSIR Hvað varð um frlðar- hreyflnguna á N-írlandl? Ekkert hefur heyrst frá henni á hessum nýjustu ólgutimum „Friðarfólkið” voru samtökin kölluð sem stofnuð voru af alþýðufólki á Norður-írlandi og til þess að sameina kaþólikka og og mótmælenda gegn ofbeldi i þessu landi hatursins. Þaö þótti vel við hæfi að tveir frumherjar samtakanna hlutu friðarverðlaun Nóbels 1976. En hvaö varð um hreyfinguna? spyrja menn i dag og svipast um, á meðan daglega berast fréttir af óeirðum á N-lrlandi I kjölfar andláts hungurfangans Bobby Sands. Og von er að spurt sé, þvi að litið fer fyrir starfi hennar i dag. Eftir þriggja ára innbyrðis deilur eru sam- tökin orðin iitið annað en fámennur kiúbbur, sem ekkert hefur haft til málanna að leggja á þessum nýjustu ólgutimum. Vantar neistann Samtökin, sem stofnuð voru af tveim almúgakonum 1976, önnur húsmóðir, Betty Williams að nafni, og hin einkaritari, Mairead Corrigan að heiti, höfðu um hrið þúsundir innan sinna vébanda. I dag eru félagar i þeim um tvö hundruð talsins. Svo illa er komið fyrir þeim vegna óeiningar innan forystunnar, deilur um peninga og markmið. Betty Williams er ekki lengur búsett á N-lrlandi. Hún flutti til Bandarikjanna og dró sig i hlé úr starfi samtakanna i janúar 1980. Um hana hafði staðið styrr eftir úthlutun Nóbelsverðlaunanna, þvi að frú Williams ákvað að halda hluta þeirra handa sjálfri sér i stað þess að láta þau renna óskipt i sjóði „Friðarfólksins”. Meiread Corrigan er enn i dag formaður samtakanna, en nú vantar i hana þann neista, þann eldmóð og kraft, sem laðaði að boðskap þessa fyrrum einkarit- ara,þúsundir mótmælenda og ka- þólikka árið 1976. Hún lagði ekki einu sinni orð i belg umræðunnar fyrir og eftir dauða Bobby Sands. Einu sinni höfðu þær Mairead Corrigan (t.v.) og Betty Williams fylgi þúsunda á N-lrlandi. i dag telur friðarhreyfing þeirra, sem fékk friðar- verðiaun Nóbels 1976, aðeins um 200 manns. AHir þrá friö á N-trlandi og endalyktir ofbeldisverkanna, en irum virðist ekki sjáifrátt. Ofbeldið áfram Hreyfingin spratt upp af harm- leik. Þann 10. ágúst 1976 rann stjórnlaus flóttabill IRA-hryðju- verkamanns, yfir þrjú smásyst- kini, sem i mesta sakleysi voru að leik. Ekillinn sat dauður undir stýrinu, skotinn til bana af bresk- um hermönnum. Börnin létust samstundis. Þessi harmleikur rann fóiki til rifia, en gekk svo nærrimóðurinni. að hún treystist ekki til að lifa við þessa sorg. Hún fyrirfór sér. Mikil mótmælaalda gekk yfir Norðurírland, þvi að slysið var átakanlega áþreifanlegt dæmi um, hvernig ofbeldið gat bitnað á saklausum. Frænkur barnanna Betty Williams og Mairead Corri- gan, fundu hjá sér köllun til þess að beita sér fyrir þvi, að eitthvað gott gæti leitt af slysinu. Þær höfðu fundið samúð bæði frá mót- mælendum og kaþólskum og efndu til fjölmennra útifunda, þar sem i fyrsta sinn i áratug komu saman bæði mótmælendur og ka- þólikkar. Allir virtust loks geta sameinast undir kröfunni um frið. Friðarfólkið naut samúðar um heim allan, og hvaðanæva frá streymdu fjárstyrkir til starf- seminnar. Söfnuðust um 4,2 millj- arðar króna. Friðarfólkið stofn- aði hjálparsjóði og studdi rekstur smáverksmiðja til að auka at- vinnu. Hluti af umsvifum sam- takanna var með leynd. Eins og þegar þau smygluðu úr landi ung- mennum, sem ánetjast höfðu hryðjuverkaöflum, en höfðu séð að sér, þótt þau þyrðu ekki aö snúa baki við baráttufélagana af ótta við hefndir. En fjárstreymið tók enda, meðan ofbeldið rikir áfram. Markmið og afstaða Óeiningin innan samtakanna var ekki einvörðungu rifrildi um, hvernig fjármundum skyldi varið, heldur var það gamla sagan um ágreining mótmælenda og kaþólskra, sem mestu olli. Það sannaðist hjá „Friðarfólkinu”, sem lengi hefur loðað við N-ír- land. Allt samstarf þeirra i milli virðist fyrirframt dauðadæmt. Hvernig átti friðarhreyfingin t.d. að taka afstöðu til kröfu IRA- fanga um pólitiska sérstöðu þeirra? Samtökin gátu ekki viöurkennt pólitiska sérstöðu IRA-hryðju- verkamanna, þvi að þau viður- kenna ekki pólitiskt ofbeldi. Slik afstaða var hinsvegar i augum kaþólskra lýðræðissinna i friðar- hreyfingunni svik við drengina i fangelsunum. Friðarfólkið skýrði þá IRA-fangana „neyðarástands- fanga”, þvi að margir höfðu verið dæmdir á grundvelli neyðar- ástandslaga. Fyrir þá sök vildi friðarhreyfingin taka kröfur neyðarástandsfanga til greina. Nefnilega kröfurnar um að þurfa ekki að ganga i fangabúningum, sleppa við hegningarvinnu og fleira. 1 augum mótmælenda tók hreyfingin með þvi undir kröfur IRA, sem jafngilti svikum við Ulstersinna. Af þvi um leiku óx tortryggni milli hinna kaþólsku félaga hreyfingarinnar og mótmælenda. Það smám saman lamaði hana. STAÐA GISCARDS MJðG OTRYGG Hans lyrrl samherjar ylirgeia hann hver al öðrum Pólitisk framtið Giscard D Estaing, sem senn lætur af forsetaembætti, þykir i dag næsta ótryggt og fullteins hugsanlegt, að margir fyrri samherjar hans á þinginu vilji kasta honum fyrir róða. Skömmu eftir sigur Mitter- rands gekk Chirac, leiðtogi gaullista, fram og hvatti til sam- stöðu stuðningsmanna Giscards og RPR-gaullistahreyfingarinn- ar. Snöggur upp á lagið visaði Giscard samstarfsboðinu á bug, og mátti heyra af yfirlýsingu hans, að hann taldi sig enn eiga eftir aö leika mikilvægt hlutverk i frönskum stjórnmálum. Vildi hann kenna ósigri sinum „svik- um” leiðtoga gaullista. Þingmenn Giscardista gerðu það strax á eftir ljóst, að þeir væru þarna ekki sammála leið- toga sinum. Sumir þeirra létu eft- ir sér hafa opinberlega, að það jafngilti sjálfsmorði hægri flokk- anna aö ganga til hinna fyrirhug- uðu þingkosninga sundraðir og i innbyrðis erjum. Roger Chinaud, formaður þingflokks UDF, var sendur til viðræðna viö Claude Labbe, formann þingflokks gaullista, i veiðleitni til þess að koma á einhverskonar bandalagi eða samvinnufyrir kosningarnar. Frönsk blöð telja, að leiðtogi sliks bandalags, ef myndað verð- ur, hljóti óhjákvæmilega að verða Jacque Chirac, sem sýndi styrk sinn i fyrri umferð forsetakosn- inganna. 1 sömuandrá er um það talað, að tæki Giscard slikt leið- togasæti, væri það öruggasta leið- in fyrir mið- og hægriflokkana aö tapa þingkosningum, ef fram færu i næsta mánuði — eins og Mitterrand hefur raunar boðað. Einn af nánustu samherjum Giscards lét eftir sér hafa i gær. að sjái Giscard sina fyrri stuðn- ingsmennyfirgefa sig, muni hann naumast leita eftir endurkjöri á þing. Giscard D’Estaing viö vinnuborö sitt I forsetahöllinni. — „Giscard at- vinnulaus!” hrópuðu vinstrimenn I kosningasigri sinum á dögunum, og horfir nú tii þess aö það verði að áhrinsoröum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.