Vísir - 15.05.1981, Page 20
20
Föstudagur 15. mal 1981
vtsm
Hefur eitthvað farið Urskeiðis með skýlið á Hlemmi?
Er skvliö á Hlemml orð-
Ið drykkjumannahæll?
Ég er ein af þeim sem nota litiö
strætisvagna en það kemur þó
fyrir. Og siðastliðið fimmtudags-
kvöld þurfti ég að skipta um
strætisvagn a Hlemmi sem ekki
er i frásögu færandi, nema hvað
að ég fékk mér sæti inni i strætis-
vagna skýlinu og á ég ekki til
aukatekið orð yfir þvi sem ég sá
þar. Strætisvagnaskýlið var fullt
af rónum og drukknum ungling-
um!
Hvað er að ske? Er enginn
vörður þarna? Ég bara spyr, þvi
annað eins sukk og svinari hef ég
ekki se^ð fyrr. Er þetta ekki skýli
fyriralmenning? Hvernig væri að
lögreglan sem er þarna til húsa á
næstu grösum liti inn þarna við og
við!
Sigga I Sogamýrinni
Ógeöfellú
sölnunaraðferð
Ólafur Björnsson kom afi
máli við lesendasíðuna.
Hann gerði að umræðuefni f jár-
söfnun Styrktarfelags lamaðra og
fatlaðra. Hann lagði áherslu á
strax i upphafi, að hann teldi
þann félagsskap alls góðs mak-
legan og hann hefði ekkert á móti
fjársöfnun tilstyrktar honum. En
það er ein söfnunaraðfeðin, sem
honum þykirógeðfelld. Þar er átt
við þá aðferð að skylda skólabörn
til að safna 250 krónum hvert.
Ólafur sagði að söfnunarblöð-
um hefði verið dreift i skólunum
og krökkunum gert að skyldu að
safna a.m.k. 250 krónum hverju.
Hann sagði að, að kvöldi dags,
sem söfnunarblöðunum var
dreift, hafi 15 safnarar hvattdyra
hjá honum, til viðbótar hans eigin
barni, sem auðvitað óskaði eftir
hans framlagi.
Ólafur spyr hvort kvöðin um
250 króna lágmark, sé komin frá
samtökunum, eða hvort einstakir
kennarar eða skólar hafi sett
hana.
Hann spyr einnig hvort upp-
hafsmenn hafi gert sér grein
fyrir i hvern vanda þeir setja
börnin með slikri kvöð — eitt
barnið spurði hvort það ætti að
skila öllum þvi sem þeir hefðu
gefið, ef það næði ekki fullri
upphæð. Á hverjum lendir að
fylla á töluna hjá hinum sam-
viskusömu börnum, sem ekki
geta látið sjá sig með minna söfn-
unarfé en krafist var? Og hvernig
kemur það við heimili þar sem
mörg börn eru i skóla?
Fatlaðir eru alls góðs maklegir
G.A. hringdi:
Ég vildi láta ykkur vita að ég
hef orðið fyrir sömu ókurteisi hjá
upplýsingasimanum, 03, og Mars,
sem sagði frá sinni reynslu á
föstudaginn var.
Ég bað um upplýsingar um
simanúmer hjá ákveðnum manni
með ákveðiðheimilisfang, en það
slðarnefnda reyndist vera skakkt
Ég bað stUlkuna þá að gæta undir
öðru hUsnUmeri hvort hann vær
þar. Þá skelli hUn á.
Ég hringdi aftur og spurði hvort
hUn væri ekki ráðin þarna til að
veita upplýsingar. Þá hótaði hún
að kæra mig.
Sennilega hefurstöllu þessarar
stUlku ofboðið, þvl önnur rödd
kom í símann og sU sem hana átti,
leysti fljótt og örugglega Ur mínu
máli.
Fyrlrspurn tll AlfreOs:
MUNUR Á KÓPAVOGI
OG SELTJARNARNESI?
Seltirningur n.nr. 6322-
20iS sendir Alfreð Þor-
steinssyni eftirfarandi
fyrirspurn.
í heiftarskrifum sinum i garð
Seltirninga virðist Alfreð falla i
þá slæmu gryfju að vera ekki
sjálfum sér samkvæmur. Eða
hvað veldur því, að hann gleymir
þeim óhrekjanlegu staðreyndum,
að annar stærsti kaupstaður
landsias — Kópavogur — kaupir
alla sömu þjónustu og Seltiming-
ar frá höfuðborginni — en leggur
siðan hærri skatta á ibúa sina en
nokkuð annað bæjarféiag á land-
inu. Þvi er spurt, er einhver mun-
ur á Kópavogi og Seltj arnarnesi i
huga Alfreðs Þorsteinssonar?
Getur það verið að kjarni
málsins sé sá, að á Seltjarnarnesi
stjórna pólitiskir andstæðingar
Alfreðs, en i Kópavogi flokks-
bræður hans i samvinnu við
kommúnista og krata?
Berist ekki svör frá Alfreð Þor-
steinssyni við þessum spurning-
um, verður að lita á öll hans
heiftaryrði sem einhverja
ómerkilegustu pólitisku bombu
sem lengi hefur verið kastað. Og
kemur kannski engum á óvart
sem til Alfreðs Þorsteinssonar
þekkir.
Frá Kópavogi.
Þá skellti hún á.
Önnur kvört-
un undan 03