Vísir - 15.05.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 15.05.1981, Blaðsíða 23
Föstudagur 15. mal 1981 Með hækkandi sól lifnar yfir mannlifinu og menn kasta þá gjarnan af sér vetrardrunganum með ýmsum uppátækjum. Heiti lækurinn i Nauthóls- vik er oft vettvangur slikra tilburða eins og meðfylgjandi mvnd ber með sér. Ljósmyndari Visis, Emil Þór Sigurðs- son var staddur við læk- inn einn eítirmiðdag nú i vikunni er nokkra unga menn bar það að. Þeir voru ekkert að kippa sér upp við það þótt sund- skýlan hefði gleymst heima og fóru út i eins og guð hafði skapað þá, — og þótti engum mikið. Brugðið á leik i læknum. Dolly Parton: „Eins og staðgeng- >11 Mae West”. — við afhendingu Óskarsverðlaunanna Svo virðist sem st|arna song-| konunnar Cher sé á hraðri niður-l leið ef marka má fregnir afl slakri aðsókn á söngskemmtanirj hennar í Las Vegas að undan-J förnu. Aðsöknin var svo slæm aðj aflýsa varð sýningum í seinnij vikunni og gilti einu þótt söng-| konan væri næsta fáklædd á svið-l inu og beitti öllum sínuml kyntöfrum. J Af Cher er það annars aðj frétta að hón mun nú vera afturj á lausum kili eftir stormasamaj sambúð með rokkgítaristanumj Les Dudek og er hún nú sögð vera | á fieygiferð í skemmtanalifinu,| — eins og fyrri daginn. I Amerikumenn eru nií búnir að gera það upp við sig hverjar kvik- myndast jarnanna voru „best klæddar" og „verst klæddar” við afhcndingu Óskarsverðlaunanna her á dögunum. Hafa niðurstöður birst í viðlesnum timaritum og eru nokkuð samhljóða. Mátti þar lesa m.a. eftirfarandi yfirlýsing- ar: Um þær verst klæddu: Dolly Parton: „Hún olli mikl- um vonbrigðum með þvi að lita út eins og staðgengill Mae West I þessum hærðilega púkalega kjól. Ekki var hárgreiðslan betri og var engu likara en hún hefði greitt sér með garðhrifu.” Brooke Shields: „Hún sannaði enn einu sinni að hún hefur enga tilfinningu fyrir tisku eða þvi hvað klæðir hana. Hún minnti einna helst á Lísu i Undralandi.” Angie Dickinson: „Þessi fjólu- blái kjóll hennar var átakanlega ljótur og a.m.k. 10 árum á eftir timanum. Þetta hékk allt og sveiflaðist á henni frá eyrum og niður i tær. Það var bersýnilega að hún hélt sjálf að hún væri glæsileg en sannleikurinn er sá, að hún gerði sig að fifli.” Sally Field: „Það var engu h’kara en að „rjómaskikkjan” sem hún klæddist væri haldið uppi með tyggigúmmi. Hún var eins og „útjöskuð” Norma Rae, sem þó leit ekki of vel út i kvikmyndinni sællar minningar”. Um þær best klæddu mátti m.a. lesa: Diana Ross: „Þessi mjúki, axlalausi kjóll hennar var glæsi- legur, dásamlegur og æsandi. Kóróna þessa árs fyrir fullkom- inn klæðnað fer án efa til henn- ar.” Mary Tyler Moore: „Þessi eins-erma kjóll hennar var að visu full unglegur fyrir 40 árin hennar en engu að siður fór hann henni vel. Hún er hvort eð er föst i „imynd” hinnar tvitugu stúlku.” Brooke Shields: „Eins og Lisa 1 Undralandi”. Sally Field: „Eins og útjöskuð" „Norma Rae”. Diana Ross: „Glæsileg og æs- andi”. 'S-.-t Mary Tyler Moorc: „Kjóllinn full unglegur en fór henni vel’ Angie Dickinson: „TIu árum á eftir timanum”. t Þær verst klæddu og best klæddu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.