Vísir - 15.05.1981, Side 32
mciB
>
u Föstudagur 15. maí 1981
síminnerdóóll
Veðurspá
dagsíns
Kl. 6 var 995 mb lægð 200 km
vestur af Reykjanesi á hreyf-
ingu norð-vestur, en 985 mb
lægð 400 km vestur af trlandi,
hreyfist litið úr stað. Hlýindi
verða um mestan hluta lands-
Suðurland og Faxaflói:
Suð-austan eða sunnan 5—7,
dálitil rigning eða súld öðru
hverju.
Breiðafjörður og Vestfirðir:
Suð-austan 4—6, skýjað en
þurrt að mestu.
Strandir og Noröurland vestra
og Noröurland eystra:
Suð-austan 3—4, skýjað með
köflum.
Austuriand að Glettingi:
Suö-austan 3—4, þokusúld á
miðum, en bjart með köflum
til landsins.
Austfirðir:
Suð-austan 3—4, þokusúld.
Suðausturland:
Suðaustan 3 -4, dálitil rigning
eða súld örðu hverju. Austan
4—6 og rigning i fyrramáliö.
Veðrið hér
op par
Akureyrihálfskýjað 10, Berg-
en rigning á siðustu klukku-
stund 11, Kaupmannahöfn
léttskýjað 13, Osló skýjað 13,
Reykjavik skýjað 7, Stokk-
hólmur léttskýjað 13, Þórs-
höfn súld 7.
Aþena léttskýjaö 17, Berlfn
léttskýjaö 23, Chicagorigning
8, Feneyjar heiðskirt 15,
Frankfurt skýjað 14, Nuug
snjókoma 1, Londonléttskýjað
15, Mallorca skýjað 19, New
Yorkléttskýjað 18, Parisskýj-
að 15, Rómléttskýjað 16, Mal-
age léttskýjað 18, Vln skýjað
14.
Það verður fróölegt að sjá.
hvernig verkalýösforingjarnir
útskýra allt að 2% skatta-
hækkun á launafólk, þegar lof-
að hafði veriö 1,5% skatta-
lækkun.
B.A. Robertson var
eldhress við komuna:
.Komum í
slólnn og
sólina'l
„Ég ætla að slappa vel af
þennan dag, sem ég get verið á
tslandi og aðallega ætla ég að
liggja i sólböðum og synda I
sjónum”, sagði skoska popp-
stjarnan B.A. Robertson viö
komuna til Islands i gærkvöldi.
Island var ekki i sinum feg-
ursta skrúða, er söngvarinn og
grinistinn Brian Alexander Ro-
bertson steig út úr Flugleiðaþot-
unni klukkan að ganga eitt i
nótt. Það var kalsarigning og
þungbúið.
„Mér var sagt, að hér væri
bjart allan sólarhringinn og
þess vegna þorði ég ekki annað
en koma með sólgleraugu”,
sagði Robertson og tók niður
gleraugun, þegar rignt hafði á
þau drjúga stund.
BAR kom hingað ásamt
David Wermham sem skipu-
leggur hljómleikaferðirnar
hans og þeir munu athuga allar
aðstæður hér með tilliti til
hljómleikahalds seinna i sumar.
„Þegar ég frétti, að ég væri
vinsæll á Islandi og blaðamenn-
irnir frá Visi sögðu, að nokkur
þúsund manns myndu koma á
hljómleika hjá mér, þá fékk ég
mikinn áhuga á þvi að koma
hingað”, sagði Brian og kættist
mjög er hann frétti, að platan
hans „Bully for You”, væri
komin á toppinn á Visislistan-
um.
BAR mun árita plötu sina i
Karnabæ i Austurstræti um þrjú
leytið i dag, en i morgun fór
Brian Alexander Robertson var hress við komuna til landsins I nótt.
Vísismynd: ÞL
hann i útsýnisflug og var ætlun-
in að hann færi til Vestmanna-
eyja og áritaði plötu sina þar. 1
kvöld kynnir B.A. Robertson
svo plötu sina i Hollywood.
— ATA
GRÖF KYNFERÐISAFBROT
GEGN UNGUM DRENGJUM
Tveir karlmenn, 46 ára og 53 ára, hafa að undan-
förnu setið i gæsluvarðhaldi lögreglunnar á Akur-
eyri fyrir meint kynferðis brot gagnvart sex drengj-
um á aldrinum 10-14 ára.
Samkvæmt upplýsingum Sig-
urðar Eirikssonar, lögreglufull-
trúa á Akureyri, virðast dreng-
irnir hafa umgengist mennina
tvo frá þvi um áramót. Foreldrar
drengjanna höfðu samband við
lögregluna og létu i ljósi áhyggjur
vegna málsins, sem leiddi siðan
til þess að mennirnir tveir voru
handteknir um siðustu mánaða-
mót, annar 29. april, en hinn 7.
mai. Karlmennirnir munu litið
hafa tjáð sig um málið, en niður-
stöður rannsóknarinnar byggja
aöallega á vitnaframburði. Kyn-
ferðisbrotin munu vera af grófara
tagi, og ekki þykir óliklegt að pilt-
arnir 6 þurfi að fá sérstaka að-
hlynningu vegna málsins.
Karlmennirnir tveir fara úr
gæsluvarðhaldi i dag, og verður
málið sent rikissaksóknara.
—AS
Skattalrumvarpið attur á AlDingi i dag:
Ráðherrar á móti sam-
eiginiegu nefndarálltl
Mikil gremja braust fram í máli Ragnars Arnalds,
f jármálaráðherra, í umræðum í gær á Alþingi út af sam-
eiginlegu nefndaráliti í neðri deild um að taka aftur upp
59. grein í skattalögin og fella út takmarkanir á fyrning-
um í rekstri. Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, lýsti
sig ei nnig andvígan því að f á aftur inn 59. greinina.
Fjármálaráðherra hefur lýst
því yfir, aö Alþýðubandalagið
muni ekki greiða atkvæði með
niðurfellingu á takmörkun fyrn-
inga. En i nefnd var fulltrúi
flokksins, Guðmundur J. Guö-
mundsson, þvi samþykkur, sem
og öðrum breytingartillögum við
frumvarp ráöherra.
Skattafrumvarpiö verður aftur
til umræðu i dag á fundi neðri
deildar.
í sameinuðu þingi i dag flytur
forsætisráðherra skýrslu um
Framkvæmdastofnina. 1 kvöld
verða umræður um utanrikis-
mál. Deildarfundir verða á morg-
un.
Vegaáætlun verður ekki rædd
fyrr en á þriðjudag, en þá um
kvöldið verða eldhúsdagsumræð-
ur, sem að venjumá hlusta á i út-
varpinu.
HERB
Skuldabreytingar
á húsnæðlsskuldum:
Lánastofnanír
leysa vandann
„Bankar og lánastofnanir hafa
fullan vilja að leysa einstök mál
og greiða fyrir skuldbreytingum,
enda þóttströngustu skilyrðum sé
ekki fullnægt, að þvi er varðar
skuldaupphæðir hjá tilteknum
lánastofnunum”, sögðu þeir Jón-
as Haralz og Baldvin Tryggva-
son, þegar Visir innti þá eftir við-
brögðum vegna ummæla Þor-
valdar Stefánssonar i blaðinu i
fyrradag. Þorvaldur hafði ekki
fengið afgreiðslu á beiðni sinni
um skuldbreytingu, þar sem hann
skuldaði ekki nægilega mikið i
einni og sömu lánastofnuninni.
Þeir Jónas og Baldvin tóku
fram, að enda þótt samkomulag
banka og sparisjóða við rikis-
stjórnina næði ekki til tilvika eins
og i máli Þorvalds, þá mundi
engu að siöur verða leyst úr þeim
af hálfu lánastofnana.
Slik dæmi geta og komið upp,
þar sem hjón eiga i hlut og þau
munum vib einnig leysa eftir
bestu getu.
Af gefnu tilefni vildu þeir Jónas
og Baldvin benda fólki á, að snúa
sér til viðkomandi banka eða
sparisjóðs og leita þar upplýs-
inga, enda þótt ströngustu skil-
yrðum samkvæmt eyðublöðum
væri ekki fullnægt.
Það var samdóma álit þeirra
beggja, að eftirspurn eftir skuld-
breytingum fram að þessu, hefði
ekki verið mikil.
Eródýrnra