Morgunblaðið - 06.04.2004, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.04.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ FIMM ÁKÆRÐIR Ríkislögreglustjóri hefur ákært fyrrum aðalgjaldkera Landssíma Ís- lands hf. fyrir rúmlega 260 milljóna króna fjárdrátt hjá fyrirtækinu. Fjórir aðrir sæta ákæru í málinu. Aðalgjaldkerinn á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir brot á 247. grein almennra hegningarlaga. Ákæran, sem er í 97 liðum, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur 14. apríl nk. Morð og rán í Stafangri Hrottalegt bankarán var framið í Stafangri í Noregi í gærmorgun og féll þá einn lögreglumaður í kúlna- hríð frá ræningjunum. Er uggur og óhugur í Norðmönnum vegna þessa atburðar en lögreglan hefur gíf- urlega viðbúnað vegna leitarinnar að glæpamönnunum í Stafangri og nágrenni. Hefur verið lýst eftir tveimur mönnum, sem taldir eru tengjast ráninu, og fjögurra ann- arra er leitað. Tengjast þeir allir al- ræmdu glæpagengi í Ósló en það er þekkt fyrir miskunnarleysi og bí- ræfin rán. Handtekinn öðru sinni Rúmlega tvítugur karlmaður sem handtekinn var vegna grófrar lík- amsárásar á sextán ára dreng á laugardag en látinn laus daginn eft- ir var handtekinn aftur í gær í tengslum við líkamsárás í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Ráðist var á mann á miðjum aldri og eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. Skuldabréfaútboð DeCODE DeCODE tilkynnti í gær að það hygðist afla allt að 7,2 milljarða króna með skuldabréfaútboði. Nota á féð til að setja aukinn kraft í þró- un lyfja, greiningartækni og í al- mennan rekstur fyrirtækisins. Óöld í Írak Komið hefur til harðra bardaga milli stuðningsmanna róttæks sjíta- klerks og bandarískra hermanna í Írak síðustu tvo daga en gefin hefur verið út skipun um handtöku hans. Óttast er, að hún geti haft sömu áhrif og olía á eld. Y f i r l i t Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Borgarfjörður. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Forystugrein 32 Viðskipti 12 Viðhorf 36 Erlent 13/16 Minningar 36/44 Höfuðborgin 19 Bréf 48 Akureyri 20 Dagbók 50/51 Suðurnes 21 Kvikmyndir 56 Landið 23 Fólk 56/61 Daglegt líf 24/25 Bíó 59/61 Listir 26/28 Ljósvakar 62 Umræðan 30/31 Veður 63 * * * TEYMI vísindamanna í Utrecht í Hollandi hefur þróað virkara bólu- efni gegn heilahimnabólgu B en þekkst hefur til þessa. Gestur Við- arsson, doktor í ónæmisfræði, er einn þeirra vísindamanna sem unn- ið hafa að rannsóknunum og hann segir menn bjartsýna um mögu- leika nýja bóluefnisins en tekur fram að enn sé mikil vinna fram- undan. Vilja láta bólusetja öll börn sem fæðast í Hollandi Gestur segir menn hafa unnið að svipuðum rannsóknum í Noregi og á Kúbu en í Hol- landi hafi menn notað erfða- fræðilegar að- ferðir til að búa til þannig bólu- efni að það verki á níu af algeng- ustu gerðum heilahimnubólgu B. Það samsvari því að það sé á milli 75 og 90% dekking með bóluefninu en hugs- anlega enn meiri. „Bóluefnið virðist virka en það er ekki búið að sýna fram á beina klíníska virkni þess enn. Þar sem þetta er ekki algengur sjúkdómur þarf mjög stóran hóp til þess að sýna fram á virkni bóluefnisins. Sá stóri hópur á að vera öll börn sem fæðast í Holllandi. Það er verið að vinna í því núna að reyna að fá það í gegn,“ segir Gestur og bætir við að næsta skref verði að fara í fjöldaframleiðslu á efninu. „Það eru nokkur stór fyrirtæki erlendis sem eru að hjálpa okkur í því að koma efninu á markað sem fyrst. En það á enn eftir að fá öll tilskilin leyfi,“ segir Gestur. Íslenskur sérfræðingur í teymi hollenskra vísindamanna Hafa þróað bóluefni við heilahimnubólgu B Gestur Viðarsson RISAVAXIN blóm, sem gaman er að leika sér í kringum, prýða garðinn við Hulduhóla í Mosfellsbæ sem er heimili, vinnustofa og gallerí lista- konunnar Steinunnar Marteins- dóttur. Steinblómin eru eftir eig- inmann Steinunnar, listamanninn Sverri Haraldsson, sem er látinn. Steinunn segir að garðurinn við Hulduhóla sé mjög vinsæll hjá krökkum. Skal það engan undra, því hversu oft kemst maður í tæri við blóm úr steini, sem eru jafnhá og maður sjálfur? Allir sem leið eiga um Mos- fellsbæinn kannast við steinblómin í garðinum sem bjóða gesti, og ekki síður íbúa bæjarins, velkomna. Staðið við steinblómin Morgunblaðið/Ásdís SAMKOMULAG náðist á fundi Rafiðnaðarsambands Íslands og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í gær um öll meginatriði í almennum kjarasamningi á sviði starfsgreina rafiðnaðargeirans. Samningurinn verður borinn undir stóru samn- inganefndina í dag og ef samkomu- lag næst verður formlega gengið frá samningi eftir páska. Að sögn Guðmundar Gunnars- sonar, formanns Rafiðnaðarsam- bands Íslands, nær samkomulagið til allra helstu atriða samningsins, þ.m.t. launataflna og lágmarks- launa. Þá var gengið frá samkomulagi um lágmarkslaun á virkjanasvæð- um að því er lýtur að Rafiðnaðar- sambandinu. Að sögn Ragnars Árnasonar, forstöðumanns vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, miðar við- ræðum um virkjanasamning vel. Samningarnir séu hins vegar að mörgu leyti mjög flóknir enda við- semjendur margir og búast megi við að samkomulag náist á fyrstu dögum eftir páska. Rafiðnaðarsambandð fundar í dag með Samtökum verslunarinnar en viðræðum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og er fyrsti fund- ur í dag kl. 9. Samkomulag um lágmarkslaun á virkjanasvæðum EKKERT samkomulag lá fyrir á fundi samninganefnda ríkisins og Starfsgreinasambandsins seint í gærkvöld en fundur hafði þá staðið í húsakynnum ríkissáttasemjara frá því um morguninn. Verkalýðsfélögin hafa undirbúið verkfall sem hefjast á 16. apríl takist ekki samningar. Stíf fundahöld HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Gay Pride – Hinsegin daga og Reykjavíkurborg af tæplega 3 milljóna króna skaðabótakröfu konu sem varð undir skyggni á skemmtun á Ingólfstorgi 10. ágúst 2002. Konan tognaði í vöðvum í hálsi, herðum og mjóbaki og skarst á eyra og höfði. Hlaut hún 10% varanlegan miska og 5% varanlega örorku. Hún hélt því fram að slysið mætti rekja til galla á byggingu skyggnisins og ljóst væri að það hefði gefið sig undan þunga fólks sem klifraði upp á skyggnið. Tengdist ekki skemmtun Gay Pride Í dómnum segir að skyggnið teng- ist ekki skemmtun Gay Pride á torg- inu, enda hefðu hátíðarhaldarar sett upp eigið svið annars staðar þar sem skemmtiatriði Gay Pride fóru fram. Þrátt fyrir að Gay Pride hefði fengið leyfi Reykjavíkurborgar og lögreglu- yfirvalda til að halda skemmtun í borginni þ.á m. á Ingólfstorgi, auglýst hana og hvatt fólk til að koma, þá yrði stefndi, Gay Pride, ekki af þeim sök- um einum gerður ábyrgur fyrir tjóni fólks á skemmtuninni. Orsakasam- band yrði að vera milli athafna eða at- hafnaleysis stefnda og tjónsins. Slys konunnar yrði á engan hátt rakið til athafna Gay Pride og ekki hefði skyggnið verið eign stefnda. Þá var ekki sýnt fram á að skyggnið hefði verið hættulegt og var ekki fallist á að Reykjavíkurborg hefði mátt gera ráð fyrir að fólk hætti sér út á skyggnið jafnvel þótt það klifraði þar upp. Ekki væri því hægt að fallast á að skyggnið hafi verið slysagildra og borginni bor- ið að fjarlægja það. Arngrímur Ísberg héraðsdómari dæmdi málið. Stefán G. Þórisson hrl. flutti málið fyrir stefnanda, Sigurður B. Halldórsson hdl. fyrir Gay Pride og Aðalsteinn E. Jónasson hrl. fyrir Reykjavíkurborg. Skyggnið ekki slysa- gildra Gay Pride og Borgin sýknuð ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.